Dagur - 15.10.1952, Side 4

Dagur - 15.10.1952, Side 4
i D A G U R Miðvikudaginn 15. október 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. % Samgöngurnar í vetur í ÞESSARI VIKU fækkar föstum áætlunar- terðum landleiðina milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Hér eftir er allra veðra von. Við göngum í móti skammdeginu, samgönguleysinu, einangr- uninni. Svo segja erlendir sálkönnuðir, að á því megi marka manninn, hvernig hann bregðist við einverunni. íslendingar hafa löngum náð góðri einkunn á því prófi. Vera kann þó, að falleink- unnir gerist algengari nú hin síðari árin í þétt- býlinu. Þó munu margir geta svarað með góðri samvizku þeirri forvitnisspurningu margra út- 'lendinga, hvernig við förum að því að halda geð- ,ró hér norður við heimskautsbaug, innilokaðir af skammdegismyrkri, snjóum og ógengum fjallveg- um. Yfirleitt veitist okkur það ekki erfitt. Fá- menni og einangrun hafa ýmsa kosti fyrir menn ingu og andlegt sjálfstæði einstaklinga, sem er- lendir borgarbúar eiga oft bágt með að skilja. Eln þótt við höfum litlar áhyggjur af andlegri vel- ferð okkar nú ,er vetur gengur í garð, er ekki þar með sagt, að við getum horft þegjandi upp á það, að fyrstu haustveðrin loki leiðum hér í kring- um okkur. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, stendur skrifað, en hitt er jafn víst, að hann þarf brauð til að lifa á. Þótt við séum á- hyggjulitlir um andlega velferð okkar, nú er vetur gengur í garð, höfum við óneitanlega tals- verðar áhyggjur af veraldlegri velferð okkar, af atvinnumöguleikum okkar og aðstöðu til þess að geta haft hér mannsæmandi lifibrauð og haldið uppi sókn til betra og menningarlegra lífs á öllum sviðum. SÆMILEGA GREIÐAR samgöngur eru einn af hornsteinum atvinnulífsins. Það er ólíkt um að litast hér í Eyjafirði nú eða var fyrir 25 árum, þegar Mjólkursamlagið var að hefja starf og skipulagning daglegra samgangna í milli byggð- arinnar og bæjarins, var í bernsku. — Iðnaður er ein meginstoð atvinnulífsins hér í bænum. Hann hefur þroskazt vegna þess, að hér var kost- ur raforku og að bærinn lá vel við samgöngum. Verksmiðjuiðnaður getur ekki þrifizt í mikilli einangrun. Hann þarf lífrænt samband við mark- aði sem víðast. Á undanförnum 25 árum hafa orðið miklar framfarir í þjóðfélaginu á mörgum sviðum, ekki sízt á sviði samgöngumála, að því er snertir fólksflutninga. En það er staðreynd, að á sviði vöruflutninganna hafa framfarirnar ekki fylgzt með tímanum. Við getum auðveldlega sjálf- ir flogið suður til Reykjavíkur, hvenær sem sæmi- lega viðrar, allan ársins hring, en verksmiðjur og önnur framleiðslufyrirtæki eiga hér í sífelldum erfiðleikum við að koma framleiðslu sinni á markað eftir að sumarvegir yfir heiðar lokast af snjóum. Samgöngurnar á veturna eru að verða stórfellt vandamál fyrir þetta bæjarfélag og iðn- rekstur þess, og það er vafasamt, að þessum þætti atvinnulífsins hafi verið nægur gaumur gefinn að undanförnu. Á SL. VETRI var haldið uppi hér í blaðinu gagnrýni á þá stefnu vegamálastjórnarinnar, að láta fyrstu snjóa loka þjóðveginum yfir Vaðla- heiði og horfa síðan upp á það aðgerðarlaus allan veturinn, að þessi fjölfarna leið væri ófær, þrátt fyrir sæmilegt tíðarfar með köflum. Með fyrstu snjókomunni stöðvuðust því að verulegu leyti eðlileg viðskipti í milli Þingeyjarsýslu og Eyja- fjarðar, til tjóns fyrir báða aðila. Á sama tíma og þessi stefna var uppi hér nyrðra, var af ríkisins hálfu varið stórfé til þess að halda opnum öllum samgönguleiðum í nágrenni Reykjavíkur. Til dæmis mun verulegum fjárhæðum hafa verið kostað til þess að halda opnum þjóðveginum frá Reykja- vík til Vesturlands mestan hluta sl. vetrar. Á sama tíma og stefna vegamálastjórnarinnar torveldaði þannig eðlileg viðskipti í milli héraða hér, voru samgöngur á sjó sízt hentugri fyrir atvinnu- reksturinn en þær voru fyrir stríð. Það er til dæmis um á- standið, að allan janúarmánuð sl. féll engin sjóferð milli Austur- lands og Eyjafjarðar. Þegar svo er háttað samgöngunum, sogast viðskipti þau, sem iðnaðarfyrir- tækin hér hafa haft til margra ára, í hendur sunnjpnzkra fyrir- tækja, sem búa við betri sam- gönguleiðir. Útkoman verður meiri samdráttur í atvinnu- rekstrinum hér en eðlilegt má teljast. AUSTFIRÐIN GAR hafa nú opinberlega krafizt þess, að strandferðum ríkisins verði svo hagað framvegis, að stófu strand- ferðaskipin snúi yfirleitt við hér á Akureyri og sigli héðan ýmist austur eða vestur. Við eigum að taka undir þessa kröfu þeirra, hún er sameiginlegt hagsmuna- mál þessa byggðarlags og Aust- firðingafjórðungs. Við eigum og að ki-efjast þess, að vegamála- stjórnin geri hin fjölmennu byggð arlög báðum megin ekki að horn- rekum yfir veturinn. Byggðar- lögin sjálf eiga að fylgja fast eftir þeirri kröfu, að upphleyptur veg- ur verði lagður um Dalsmynni og Fnjóskadal, svo að tengd sé leiðin héðan til Húsavíkur, án þess að hún liggi yfir fjallvegi, jafnframt því sem Vaðlaheiðar- vegur fær nauðsynlega endurbót. Loks á að krefjast þess af Eim- skipafélagi íslands, að það veiti landsbyggðinni ekki lakari þjón- ustu nú en var fyrir stríð. Hér í blaðinu var í fyrra stungið upp á sameiginlegum aðgerðum Þing- eyinga og Eyfirðinga til þess að hrinda áleiðis þessum hagsmuna- málum sínum. Sú tillaga er enn í fullu gildi. Framkvæmd hennar mundi tryggja öruggara atvinnu- líf hér á erfiðasta árstímanum. Og á því er hin mesta þörf. FOKDREIFAR Hverjir greiða námsbókagjaldið? „Ólögfróður11 skrifar blaðinu: „EIGI ALLS fyrir löngu barst mér í hendur, eins og lög standa til, svokallaður þinggjaldareikn- ingur. Á þeim reikningi var með- al annarra gjalda námsbókagjald kr. 15.00. Eg hélt nú í einfeldni minni, að mér bæri ekki að greiða slíkt gjrld á þessu ári, þar sem eg átti ekkert barn í barnaskóla síðastliðinn vetur. Dóttir mín, em er 14 ára á þessu ári, og fermd var í vor, var í Gagnfæða- skóla Akureyrar síðastliðinn vet- ur, og eigi veit eg til að hún hefði neinar bækur, sem eg hefði ekki greitt að fullu. Nú vil eg leyfa mér að spyrja: Eftir hvaða reglum er farið, þeg- ar námsbókagjald er lagt á, og ber öðrum að greiða það en þeim, sem eiga börn í barnaskóla?“ Ríkin í ríkinu. Maður, sem þurft hefur að flytja nokkrum sinnum á undan- förnum árum, sagði blaðinu frá því á dögunum, að nú væri hann búinn að greiða Landssíma ís- lands um 3000 krónur fyrir að flytja símann í milli leiguíbúð- anna. Annar borgari kom á dög- unum með síðasta ársfjórðungs- reikninginn sinn frá símanum. Honum var gert að greiða tals- verðan skilding fyrir „umfram- samtöl“. Landssíminn sló nefni- lega tvær flugur í einu höggi, er hann breytti gjaldskránni síðast: Afnotagjaldið hækkaði, en þjón- ustan minnkaði, þ. e. færri símtöl fást fyrir hið hækkaðaafnotagjald en áður var. Flutningsgjald sím- ans er æðioft í engu samræmi við raunverulegan kostnað, og það er sannast sagna, að skattur sá er fyrir alllöngu kominn langt úr hófi fram. Hann er og furðulega óréttlátur og þungbær fyrir þá, sem sízt mega við búsifjum, en það eru þeir, sem eru í húsnæðis- hraki og hafa af því mikinn kostn að og óþægindi. Menn, sem verða þannig fyrir barðinu á símanum, taka eftir því, þegar það er full- yrt í blaði í höfuðstaðnum, að ekki hafi verið endurskoðaðir reikningar Landssímans nú um langt árabil. Þessu hefur ekki verið mótmælt opinberlega. Það er óeðlilegt, svo að ekki sé sagt meira, að opinber stofnun, sem er mjög kröfuhörð um fjárútlát frá borgurunum, skuli liggja und- ir slíkum orðróm. Þeir ,sem eiga slcipti við simann, og allur annar landslýður, eiga kröfu á að vita hið sanna í þessu máli. Má furðu- legt heita, að fullyrðing um slíka starfrækslu skuli látin kyrr liggja af opinberum aðilum. EG TÓK eftir því á dögunum, að frímei'kið, er var á smápakka, sem mér var sendur úr Reykja- vík, hafði vei'ðgildið 10 krónur. Mér varð fyrst að hugsa, að send- andinn hefði límt mei'kið á í ó- gáti. Mér fannst óhugsandi, að burðargjald fyrir svo lítinn bögg- ul gæti numið þessari fjárhæð. En þegar ég leitaði upplýsinga um þetta á pósthúsinu, kom í ljós, að gjaldið var x'étt í-eiknað. — Það kostar raunverulega 10 krónur að senda smáböggul milli Reykja víkur og Akureyrar á vegum ís- lenzku póstþjónustunnai'. En það eru fleiri aðilar, sem flytja pakka í milli landsfjói'ðunga en hin op- inbera póstþjónusta. Flugfélag ís- lands flytur slíkan varning í vax- andi mæli. Eg fór með þennan sama pakka, sem ég fékk með póstinum, til flugfélagsins, og spui'ði, hvað mundi kosta að flytja hann til Réykjavíkur með flug- vél. Fimm krónur, var svarið. Það var helmings munur, og munar um minna en það. Að vísu hefði viðtakandinn orðið að sækja pakkann á skrifstofu félagsins í Reykjavík, en ég þui'fti líka að sækja pakkann á pósthúsið, svf að munurinn þar er enginn. — Menn velta fyi'ir sér, hvernig geti staðið á því, að það geti vei'ið helmingi ódýrai'a að senda lítinn (Framhald á 5. síðu). Vettlingar á snúru Vinkona mín nokkur, sem er mai'gra barna móð- ir, kvartaði oft undan því, hve illa gengi að kenna börnunum að gæta fata sinna. Húfur og treflar vildu oft týnast, að ógleymdum vasaklútunum, en þó tækju vettlingai’nir öllu fram. „Eg hef ekki við að koma þeim upp vettlingum, þeir tapast alltaf jafnóðum,“ og hún var armædd og leið á trassa- skap barnanna. Mér varð hugsað til bei'nskuáranna. Þá var ekki allsnægtunum fyrir að fara. Þá voru ekki þríhjól, hjólhestar, bílar eða bai-navagnar rneðal leikfang- anna, en stór systkinahópur vax'ð að láta sér nægja einn sleða. Og þá gengu mömmurnar ekki í nylon- fatnaði og struku lökin sín í stærðar rafmagnsvél- um. En það var ýmislegt skynsamlega gert og unnið engu að síður. Þótt mai-gt af því, sem móðirin í dag telur lágmai'ksþægindi, væri hvei'gi nálægt og óþekkt með öllu, voru þó ýmsir hlutir gerðir af svo mikilli skynsemi og hyggni, að síðari tími með öll- um þægindunum og nýjungunum, hefur ekki getað boðið upp á neitt betra. Og áður en ég vissi af var eg farin að hugsa um vettlingana og snjósokkana, sem notaðir voru á böi'n á Vestfjörðum (og eflaust víðar) í benxsku minni. Vettlingarnir voru að vísu að. engu leyti sérstæðir, aðeins venjulegir ullarvettlingar, þykkir og hlýir. En það var fest við þá snúra,.óg.það var hún, sem gei'ði þá að þessum förlátaflíkum sem þeir urðu. Snúran var gerð úr ullálgárni og sáumuð við vettlingana litlafingursmegin,.og, var hún hæfi- lega löng til þess að geta náð utan um hálsinn og niður í gegnum kápuei'mai'nar báðum megin. — Vettlingai-nir ullu aldrei neinum áhyggjum. Þeir vermdu okkur, þegar með þurfti, og þeii' fylgdu okkur, eins og skuggar, jafnvel þótt víð smeygðum þeim af okkur til þess að heilsa ókúnnugum éða þiggja kökubita af elskulegri grannkonu. Þeir voru alltaf á sínum stað og fylgdu okkur, hvert sem við fórum. Og þegar heim kom var þaégilegt að hengja þá upp á snúruna. Og vinkona mín fékk heillanga ræðu um snúruna og ágæti hennar: — Það var ekki hægt að ætlast til þess, að börn, sem eru að leikjum hafi í tíma og ótíma hugann við vettlingana sína, þau kunna að leggja þá frá sér á einhvern „góðan“ stað, en gleyma síðan, hvar sá „góði“ staður er. Þetta er ekki öruggt merki um trassaskap. Sumar mæður næla vettlingana við kápuei'mamar. En nælur eru leiðinlegar, fara illa með fötin og auk þess geta böi-n meitt sig á öryggisnælunni, þó að hún heiti svo. Og snúran er engu að síður til þæginda, er heim er komið. Nú er hægt að hengja vettlingana upp á snaga, í stað þess að henda þeim í hrúgu ein- hvers staðar eða troða þeim inn í miðstöðvarofnana. Og þá detta mér í hug. snagarnir. Það ættu alls staðar að vera nokkrir snagar, sérstaklega ætlaðir yngstu boi'gurunum, og þá festir hæfilega langt fi'á gólfi, svo að böi-nin geti sjálf hengt upp yfir- hafnir sínar fyrii-hafnai'laust. Og enn má nota snúruna til þess að merkja vettlinga barnanna inn- byrðis, ef um mörg systkin er að ræða. Þá er hægt að setja rauða snúru í vettlinga Stínu, bláa í vettl- ingða Gunnu og gi-æna í Péturs. Jú, snúi'an er lausn þessara mála og ætti að vei'ða tízka á nýjan leik. Og þegar eg nam staðar, eftir að hafa látið dæl- una ganga, fann eg að eg var lafmóð, líklega af ein- skærum áhuga fyrir málefninu, — og sem betra var, eg þóttist finna að ræðan hefði borið tilætlaðan árangur. Og nú hlakka eg til að heimsækja þessa vinkonu við tækifæri og fá fréttir af vettlingamálum bai-n- anna og hlera, hvað gei’zt hefur í málinu síðan síðast. Seinna um snjósokkana. A. S.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.