Dagur - 15.10.1952, Page 8
8
Baguk
MiSyikudaginn 15. október 1952
Fjórðungsþing Ausfurlands skoraði á vegamála
síjóra að láta gera upphlaðinn veg
miilli Grímssfaða og Jökuldals
Vill láta fara fram almenna skoðanakönnun
um stjórnarskrármálið
Á Fjórðungsþingi Austfirðinga, sem haldið var á Egilsstöðum í sl.
mánuði, voru gerðar ýmsar markverðar ályktanir um sérstök hags-
munamál Austfirðingafjórðungs, sem ástæða er til að vekja athygli
á. Fjórðungsþingið sóttu fullírúar allra bæja- og sýslufélaga í
fjórðungnum.
Barátta við taugaveiki í Afghanistán
Heilbrigðisstofmin Scnneimidu þjóðanna vinnur wn þessar mundir
að því að útrýma taugaveikisplágu í Afgloanistan. Hefur flokkur
lækna unnið að því síðan 1951. Hér eru læknar að sótthreinsa fólk
og loús í höfiiðborginm Kabúl, gegn taugaveikisbakteríu.
Templarar lýsa andsföðu við nýja
áfengislagafrumvarpið
Frá haustþingi Umdæmissfúkunnar
Upphafsmenn stjórnlaga-
umræðnanna.
Þingið ræddi stjórnarskrármál-
ið og gerði um það ályktun. Fjórð
ungsþing Austfirðinga hóf stjórn-
arskrármálið upp úr afskiptaleysi
og sofandahætti fyrir nokkrum
árum og liratt af stað umræðum
um það með því að leggja fyrir
þjóðina ýtarlegar tillögur um
nýja stjórnarskrá. Má segja, að
tillögur Austfirðinga og síðar
Norðlendinga, sé sá grundvöllur,
sem stjórnarskrárumræðurnar
hafa byggt á að undanförnu.
Skoðanakönnun.
Að þessu sinni fól þingið
stjórn sinni að gangast fyrir
skoðanakönnim um stjómar-
skrana innan Austfirðingafjórð-
ungs. Er hugmyndin að velja
trúnaðarmenn í hverjum hreppi
og kaupstað í fjórðungnum og
eiga þeir að safna svörum manna
við spurningum um stjórnlögin
nýju, er stjóm Fjórðungsþingsins
velur til þess að kanna sem bezt
skoðanir kjósenda. Austfirðing-
arnir vilja að önnur fjórðungs-
sambönd komi á stofn svipaðri
skoðanakönnun innan sinna
landamerkja og munu hafa sent
stjórnum sambandanna erindi
um það.
Samgöngumál.
Samgöngumálin eru enn sem
fyrr eitt mesta vandamál Aust-
firðinga og hafa þeir verið af-
skiptir um samgöngur undanfarin
ár. Um þessi málefni samþykkti
þingið m. a. eftirfarandi. ,
Austurlandsvegur.
„Fjórðungsþing Austfirðinga
skorar á stjórn vegamálanna, að
láta ekki dragast lengur en orðið
er, að ýta upp vegiitn á milli
Grímsstaða á Fjöllum og Jökul-
dals. Er þessi vegarkafli nú lang-
verstur á allri leiðinni frá Reykja
vík til Austfjarða og með öllu
óviðunandi, að notast lengur við
ruðningsveg á þessum kafla leið-
arinnar. Skorar þingið á þing-
menn Austfirðinga, að beita sér
á Alþingi fyrir ríflegum fjár-
framlögum í þessu skyni.“
Samþykkt með öllum atkv.
Snjóruðningar af vegum.
„Fjórðungsþing Austfirðinga
leyfir sér að benda stjórn
vegamálanna á þá staðreynd, að
það eru alltaf snjóskaflar á sömu
stöðum á vegunum, sem ryðja
þarf úr vegi ár eftir ár. Þingið
telur því brýna nauðsyn til bera,
þegar athugun og útmæling
nýrra vega fer fram, eða um
breytingu á eldri vegum er að
ræða, þá sé hún að jafnaði fram-
kvæmd að vorlagi, áður en snjóa
hefur leyst til fulls. Myndi þá oft-
lega kleift, að haga vegarlagn-
ingu þannig, að snjóruðningur af
vegum yrði framkvæmanlegri og
kostnaðarminni en ella.
Þá leyfir þingið sér að skora á
stjórn vegamálanna, að auka
framvegis snjóruðning af helztu
vegum á Austurlandi til meira
jafnræðis við það, sem gert er í
öðrum landshlutum. Sérstaklega
telur þingið, að meira þurfi að
gera til þess, að halda Fagradals-
vegi færum að vetrarlagi, og að
byrjað hafi verið alltof seint und-
angengin vor, að ryðja snjó af
Fjarðarheiði og Oddsskarði. Vill
þingið í þessu sambandi ítreka
ályktun sína frá fyrra ári um
endurbyggingu Fagradalsvegar
með tiliti til þess, að kleifara
verði, að halda honum opnum að
vetrarlagi."
Samþykkt með öllum atkv.
Tekjuaukning sýsluvegasjóða.
„Fjórðungsþing Austfirðinga
skorar á Alþingi, að breyta sýslu-
vegasjóðslögunum þannig, að há-
mark gjaldsins af fasteigum, sem
nú er 12c/cp verði hækkað í allt að
36/cc, þar til hið opinbera mat á
fasteignum hefur verið fært til
meira samræmis við almennt.
verðlag í landinu.“
Samþ. samhljóða.
Flugferðir og skipulag
áætlunarbílferða.
„Fjórðungsþing Austfirðinga
vill bera fram þá ósk við Flug-
félag íslands h.f., að það fjölgi
flugferðum hingað til Austur-
lands eftir því sem fært þykir.
Sérstakega telur þingið nauð-
synlegt, að flugferðir til Egils-
staða verði framvegis að m. k.
tvær í viku að sumarlagi og
a. m. k. ein í viku vetrarmánuð-
ina.
Þá mælist Fjórðungsþing Aust-
firðinga til þess við Póst- og
símamálastjórnina, að skipulagi
áætlunarbifreiða um Austurland
verði hagað þannig, að þær standi
eftirleiðis í betra sambandi við
aðra ,en verið hefur að undan-
förnu. Sérstaklega virðist nauð-
synlegt, að áætlunarbílferðirnar
á milli Austfjarðanna og Egils-
staða, séu skipulagðar í sem
beztu samræmi við flugsamgöng-
urnar um flugvöllinn á Egilsstöð-
um, og þá í samráðí við flugfélag
það, sem heldur uppi flugferðum
þangað.“
Samþykkt samhljóða.
Strandferðir.
„Fjórðungsþing AustfU’ðinga
vill bera fram eftirfarandi við
Skipaútgerð ríkisins:
Að strandferðum austur og
norður um land verði eftir föng-
um hagað þannig, að skyndiferðir
farþega á milli fjarða og sjávar-
þorpa verði sem auðveldastur.
Virðist í þessu skyni hentugra,
að stóru strandferðaskipin snúi
að jafnaði við á Akureyri, eins
og þau áður gerðu, nema þegar
bæði skipin eru í hringferðum
hvort á móti öðru.“
Ýmsar fleiri ályktanir gerði
þingið, svo sem rafmagnsmál
fjórðungsins.
Erling Blöndal Bengfson
ráðinn kennari við danska
tónlistarskólann
Dönsk blöð herma, að dansk-
íslenzki cellósnillingurinn Erling
Blöndal Bengtsson hafi nýlega
verið ráðinn kennari í cellóleik
við Kgl. tónlistarskólann í Kaup-
mannahöfn. Að undanförnu hef-
ur Bengtsson kennt við Curtis
Institute og Music í Philadelphia
og losnar hann þaðan í maí n.k.
og kemur til Kaupmannahafnar.
Bengtsson dvelur í Danmork um
þessar mundir og leikur á
grammófónplötur með þekktum
dönskum listamönnum, m. a.
píanóleikaranum VictorJSchiöler.
Á leið sinni vestur um haf í þess-
um mánuði mun hánn halda
hljómleika í Reykjavík með sym-
fíníuhljómsveitinni íslenzku. —
Bengtsson mun, auk kennslunn-
ar, fara í hljómleikaför víða um
heim á næsta ári.
Erling Blöndal Bcngtsson kom
fyrst fram opinberlega um jólin
1936 á vegum danska blaðsins
Politiken og lék þá opinberlega.
Þá var hann 4 ára.
Haustþing Umdæmisstúkunnar
nr. 5 var haldið á Akureyri laug-
ardaginn 11. okt. síðastl. Var þar
einkum rætt um útbreiðslu Regl-
unnar í umdæminu og heimsókn-
ir til starfandi stúkna. Einnig um
ástand bindindis- og áfengismál-
in með þjóðinni.
Á þinginu skýrði Brynleifur
Tobiasson frá för sinni á fund
norrænu bindindisnefndarinnar í
Noregi, en norræna bindindis-
málaþingið verður haldið á ís-
landi næsta sumar. Einnig sat
Brynleifur ráðstefnu alheims-
nefndar um varnir gegn áfengis-
bölinu í París.
Á Umdæmisstúkuþinginu vaf
sýnd stutt fræðslumynd um áhrif
áfengis við akstur.
Framkvæmdanefndin hefur ráð
ið Halldór Friðjónsson til að fara
regluboðsferð um umdæmið, og
mun hann byrja á því starfi í
þessum mánuði.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á þinginu:
1. Haustþing Umdæmisstúk-
unnar nr. 5, haldið á Akureyri 11.
okt. 1952, felur framkvæmda-
nefnd sinni að halda uppi öflugri
regluboðun i umdæminu í vetur,
og láta heimsækja sem flestar
stúkur. Einkum telur þingið
nauðsynlegt, að sendur verði
regluboði til Ólafsfjarðar og
Skagastrandar.
2. Haustþingið felur fram-
kvæmdanefndinni að hafa sam-
vinnu við áfengisvarnanefndir
bæjarins um að boða til funda
meðal félagsstjórna í bænum til
að ræða um félagslífið í vetur.
3. Haustþingið felur fram-
kvæmdanefndinni að halda áfram
starfi upplýsingar- og hjálpar-
stöðvarinnar í vetur í samvinnu
við áfengisvamanefndir bæjarins.
4. Haustþingið beinir því til
framkvæmdanefndar að hlutast
til um að ritaðar verði greinar
um bindindimól sem oftast í blöð-
in á Akureyri.
5. Ut af frumvarpi til áfengis-
laga, er nýlega hefur verið lagt
fyrir Alþingi, lýsir haustþing um-
dæmisstúkunnar yfir því, að það
telur rýmkanir um sölu og veit-
ingar áfengra drykkja, sem felast
í frumvarpinu, óviðunandi, og
skorar á Alþingi að felja ajlar tjl-
lögur um þær, en jafnframt telur
þingið rétt spor stigið, þar sem
lagt er til, að framlög' verði stór-
aukin frá því, sem nú er, til bind-
indis og rá'ðstafana til að hjólpa
drykkjusjúku fólki.
Búið að taka niður
Laxárbrýrnar
Fyrir nokkru er lokið að taka
niður gömlu brýrnar á Laxá í
Aðaldal. — Nýja brúin er fyrir
nokkru fullgerð. Heyrzt hefur, að
nota eigi aðra gömlu Laxárbrúna
á Rauðá á Fljótsheiði, en brú á
henni féll niður sl. sumar, en hina
brúna í Reykjadal, en ekki hefur
blaðið gctað fengið þetta staðfest.
Verkfæri þau, sem notuð voru
við brúargerðina á Laxá í sumar,
munu nú í haust verða flutt fram
í Bárðardal, en undirbúningur er
nú hafinn að brúargerð á Skjólf-
andafljóti undan Stóruvöllum.
800 bækur
á „bókavikunni“
Á bókaviku þeirri, sem nú
stendur yfir í Bókaverzluninni
Eddu hér í bæ, eru um 800 bækur
og eru þær seldar með mjög nið-
ursettu verði, allt að 75%, að þvi
er bóksalar þeir, er að útsölunni
standa, hafa skýrt blaðinu frá.
Fjöldi bóka er seldur fyrir hálf-
virði. Á markaði þessum eru
bæði nýjar bækur og eldri útgáf-
ur og margt ágætra bóka. Þeir,
sem að bókavikunni standa, eru
Pálmi H. Jónsson, bókaútgefandi,
Akureyri, Ásgeir Jakobsson, bók-
sali, Akureyri, Árni Bjarnarson,
bóksali, Ak., og Egill Bjarnason,
bóksali í Reykjavík.