Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 4
1 D A G U E Miðvikudag-inn 22. október 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ríkisútgjöldin og skattarnir I FJÁRLAGARÆÐUNNI á dögunum benti tjármálaráðherrann réttilega á það, að kostnað- urinn við æðstu stjórn landsins — stjórnarráðið, Alþingi, utanríkismálin og hagstofuna, — næmi að eins 4,57% af útgjöldum á rekstrarreikningi rík- isins og lítil merki mundu sjást í skatta- og tolla- iækkunum þótt ráðist væri í að skera þessi útgjöld verulega niður. Með þessum orðum minnti ráð- herrann á þá staðreynd, sem of oft vill gleymast í umræðum um fjármál ríkisins og álögurnar á borgarana, að ríkisútgjöldin eru að langsamlegu mestu leyti lögboðin og við þeim verður ekki hróflað nema með breyttri lagasetningu. En þeir, sem mest tala um nauðsynina á því að lækka ríkisútgjöldin og létta þannig skatta- og tolla- byrðarnar á borgurunum, koma þó ekki fram með tillögur um slíkar breytingar á löggjöf. Menn treystast yfirleitt ekki til þess að leggja fram ákveðnar tillögur um minni framlög i'íkisin til skólamála, heilbrigðismála, félagsmála, dómsmála eða annarra þeirra liða á fjárlögunum, sem fyrir- ferðarmestir eru. Þau blöð, sem mest skrifa um þessar mundir um nauðsyn á skatta- og tolla- lækkunum og auknum sparnaði, fara ekki út í þá sálma. Þau velja sér það hlutskiptið, sem auðveld- ara er og vinsælla í bráð a. m. k., að rekja einstök dæmi um greiðslur til einstaklinga og nefnda, um litla hagsýni í opinberum rekstri o. s. frv., og hafa þá oft mikið til síns máls. Leiðréttingar á slíkri meðferð fjár eru aðkallandi nauðsyn, en þær leysa ekki þann vanda, að halda uppi þeirri víðtæku þjónustu, sem ríkið veitir á mörgum sviðum, án þess að það komi við kaun skattborgaranna. Þótt oft heyrist kvartað um meðferð á opinberu fé, virðist sú stefna samt ekki uppi með þjóðinni að draga bexá úr framkvæmdum ríkisins eða þéiri'i þjónustu, sem ýmis konar löggjöf veitir. Svo skilningslitlir vii'ðast mai’gir á samhengi ríkis- framlaga og skattheimtu, að oft fara saman há- værar kröfur um aukinn styi’k ríkissjóðs við margs konai’. fi’amkvæmdir og málefni á sama tíma og heimtaður er stórfelldur niðurskurður á tekjuliðum ríkisins. ÞAÐ KOM FRAM í fjármálai’æðunni, að enda þótt ráðherrann telji það verkefni löggjafans að mai’ka þá stefnubreytingu, sem leiddi til stór- minnkaðra framkvæmda ríkisins — og þá um leið lækkaðra skatta og tolla, — þá eru honum vel ljós nauðsyn þess að auka traust manna á fjár- málastjórninni með því að spyrna gegn óeðlilegu starfsmannahaldi ríkisins og hvers konar aðhalds- leysi um meðferð opinberra fjármuna. Hefur og verulega miðað í þá átt síðan Eysteinn Jónsson tók aftur við stjórn fjái’málanna, þótt enn loði við allan opinberan rekstur nokkuð af þeim orðrómi, sem fékk fæturna á „nýsköpunar“-árunum, í fjárbruðli nefnda og ráða og annarra opinberra aðila á þeii’ri tíð. Um aðhald í þessum efnum sagði ráðheri-ann m. a. á þessa leið: „Það er oft talað í heldur óvirðulegum tón um vinnubrögð í opinberum stofnunum, og það er því miður víða pottur brotinn á þeim bæ og mai’gt, sem þyrfti að lagfæra. Hins vegar er heldur ekki rétt að leyna því, að það er sums staðar unnið vel á vegum ríkisins og miklu afkastað með fáu stai’fs- Eólki. Sums staðar hafa hlaðizt að ný vei’kefni á síðari árum, t. d. á sumar deildir stjórnarráðsins, þar sem vei’k- efnin hafa margfaldast og hefir mannafli ekki verið aukinn í neinu hlutfalli við hin auknu verkefni. Sumir vii’ðast halda, að ekkert aðhald sé til í ríkisrekstr- inum og hægt sé að þenja hann út, eins og hvei’jum forstöðu- manni sýnist, jafnvel í smærri starfsgi'einum. Sem betpr fer er þessu ekki þannig varið.... Þótt þetta sé rétt, og ég segi það hér, til þess að vai’a við of þung- um sleggjudómum um ríkisstarf- ræksluna, þá vi ég ekki draga dul á það, að verkstjóm í opinberum skrifstofum yfirleitt þyrfti að bæta mjög frá því, sem nú er og veita aðhald og standa gegn því að stai’fsmananfjölgun eigi sér stað, þar sem hún ekki sýnist tví- mælalaust óumflýjanleg. M. a. þess vegna hef eg tekið það ráð að synja yfirleitt um að taka upp fjölgun stai’fsmanna í fjárlagafrumvarpi og tel rétt, að þau mál komi fyrir fjárveitinga- nefnd og Alþingi.11 Þessi ummæli sýna glöggt, að stefnt er í rétta átt, og mun nokkuð hafa áunnist í seinni tíð. En við ramman reip er að draga. Hér eiga sinn hlut að máli „ríkin í ríkinu“, þær voldugu ríkisstofn- anir, sem ganga lengst í því að heimta aukna fjái-muni af boi’g- urunum, án þess að gera nokkum tíma viðhlýtandi grein fyrir nauðsyn hinnar auknu skatt- heimtu. Vaxandi aðhald og eftirlit með opinberum rekstri er nauðsyn. Þjóðin þai'f aftur að eignasl þá trú, að vel og drengilega sé hvar- vetna farið með opinbei-a fjár- muni. Slík tiltrú er einn af horn- steinum heilbrigðs stjói’narfárs. FOKDREIFAR Lífskjörin hér og þar. ÞEGAR VERSTU kuldaköstin gerði hér í vor og sumar, mátti stundum heyra menn taka svo til oi'ða, að tíðarfarið væri að gera þennan hluta landsins óbyggileg- an. Þeir, sem halda að náttúran sé að jafnaði hai’ðhentust við okk- ur, gleyma því hverjar búsifjar náttúruhamfarir geta stundum veitt þjóðum, sem búa við mild- ari veðráttu en við. Frá því var greint í fréttum frá Noregi í útv. fyrir skemmstu, að veðráttan þar hefði eyðilagt kornuppskeruna á stórum landsvæðum. Tjónið var talið í mörgum milljónum króna. Við heyi-um líka sagt fi’á flóðum á Bretlandseyjum og á ítalíu, og sléttueldum í Ástralíu og Kanada til dæmis, þar sem milljónatuga verðmæti glatast og þúsundir manna missa aleigu sína. Þótt ár- ferði hafi verið erfitt hér nú hin allra síðustu ár, er ekki hægt að segja að fast hafi sorfið að þjóð- inni í heild. Og skrafið um óbyggilegt land á lítinn rétt á sér. Þeir, sem hafa það mest á tungu, vita lítið um raunveruleg lífskjör annarra þjóða. Það er gömul saga, að menn halda að. allt sé betra og auðveldara hjá nágrann- anum en þeim sjálfum, en lífs- reynslan kennir ærið oft annað. Árferðið um 1880 og 1950. VITASKULD hefur tíðarfar hér verið erfitt og óhagstætt nú í seinni tíð, þótt sumar það, sem nú er að kveðja, hafi ekki reynst eins lélegt til landsins og oft er haft á oi'ði. En ólíkt léttara hefir það verið fyrir þjóðina að afbera stirt veðurfar nú en var fyrir nokkrum áratugum. Og manni vii'ðist ekki stómiikil ástæða til að kvarta nú eða kvíða framtíð- inni, ef rétt er það, sem merkur þingeyskur bóndi heldur fram í grein í síðasta hefti búnaðar- blaðsins „Frey“. Þar leiðir Ámi Jakobsson bóndi í Skógarseli xök að því, að hai’ðærin ihiklu frá 1880—1888, sem svo eru nefnd, hafi ekki verið harðari en síðustu árin fjögur. Segir svo m. a. í grein hans: „.... Það hefur oft verið talað um harðærin miklu frá 1880— 1888, og vafalaust með réttu. Eg vil nú staðhæfa, að snjóþyngsli og jarðbönn hafi vei’ið víða hér í sýslu meiri síðastliðna 4 vetur en þá voru nokkru sinni, að vetr- inum 1880—1881 undanteknum. Og þó batnaði þá úr miðjum ein- mánuði, og sauðfé lítið gefið eftir það. En eftir það var flesta vetur þann áratug, ám hér í lágsveitum eigi gefið meii’a en 2 vættir af misjöfnu útheyi, og stundum á þi’iðju. Ekkert kjai’nfóður. — Hvemig halda menn að þetta hefði gengið undanfai’na vetur? Vafalítið, að ær hafi þá vei’ið mjórri að voi’inu en þær eru nú að jafnaði, en þess ber að gæta, að kvíær í lágsveitum voru ekki feitar að hausti miðað við dilk- æi’nar nú. Þetta styðst við frásagnir manna, sem þá voru bændur, og sumir enn á lífi, svo og dagbækur og fleira. Og síðast kemur hið óvænta fi’á veðui’fræðingi, er talaði í útvai-pið nýlega, að júní- mánuður nú væri mun kaldari noi’ðanlands en júní 1882 — þess sumai’s, sem lengst var til jafnað sakir harðæris. Þess verður að gæta, að menn hafa nú mörg úrræði sér til fram- dráttar, sem ekki þekktust þá.“ Þessar athuganir Ái-na bónda í Skógarseli eru vafalítið réttar. Aðstaða manna til þess að stand- ast illt árferði um 1880 og nú í dag er næsta ólík og eðlilegt' er, að þessi ár hafi fengið illt eftir- mæli, miklu harðorðai’a en þau munu fá, árin 1948—1952 í ann- álum þesasrar aldar. Staðvindarnir suðrænu. ANNARS STAÐAR í grein sinni getur Áx-ni í Skógarseli þess, að um aldamótin sl. hafi tíðarfar- ið oft verið þannig háttað, vor og haust, að langtímum saman hafi verið sunnanhlýviðri með skýj- uðu lofti, en slík veður hafi ekki þekkzt hér um slóðir síðan 1948, nema fáa daga í senn. Vonandi ér góðviði’ið þessa síðustu daga upp- haf á slíku veðurtímabili. Dó- samlegt væri að búa við slíkt veðurfar nokkru lengur, það mundi stytta veturinn, auðvelda afkomuna og gei’a mörgum létt ara í sinni ,en á því verðist ekki sízt þöi’f eftir stii’ð veður um langan tíma. jazzklúbbur Akureyrar heldur fund í kvöld kl. 10.30 að Hótel Norðurlandi. Fundarefni: 1. Kynntar nýjar jazzplötur. 2. Rætt urri vetrarstarfið. Inntaka nýrra félaga. STJÓRNIN. Dagbók ungrar stúlku Meðal gjafa þeirra, sem Anna Frank fékk á þrett- ánda afmælisdegi sínum var innbundin skrifbók, sem hún gei’ði að dagbók sinni. Hún hafði aldrei reynt að ski’ifa neitt áður, en það virtist þegar liggja jafn létt fyrir henni og fyrir fuglinn að hefja söng. Hún skrifaði um sjálfa sig, vini sína, prófið, gamla reikningskennarann og síðár lýsti hún hinni ljúfu óróleikatilfinningu sinni sem Pétur, sem var sextán ára, elskulegur piltur, vakti hjá henni. Anna litla átti heima í Amsterdam. Foreldrar hennar voru þýzkir Gyðingar og höfðu flutzt þangað 1933. Það hafði tekíð föður Önnu langan tíma að útbúa felustað, en það gerði hann í hluta af ónotaðri skrif- stofu. Hilla með bréfamöppum var fyrir dyrixnum og huldi þær. Það leið ekki á löngu þar til foreldrar Önnu urðu að taka að sér aðra Gyðingafjölskyldu, og 8 ofsóttar manneskjur héldust þarna við í tvö ár. „Eg vona að mér takizt að trúa þér fyrir öllu, en það hef eg aldrei gert áður við nokkui’n, og eg vona að þú eigir eftir að vei'ða mér mikil hjálp og hugg- un.“ Þannig skrifaði Anna í dagbók sína 12. júní 1942, og eru þessi orð eins konar inngangur að bók hennar. Eftir því sem tíminn leið risti hún dýpra í frásögnum sínum, hæfileiki hennar sem i’ithöfundar blómgaðist og hugur hennar þroskaðist á undarleg- an hátt. Árangurinn varð bók, sem talin er átakan- leg og hrífandi í senn og talin taka fram flestu sem skrifað hefur verið frá heimsstyrjöldinni síðustu. Anna var íhugul og það var margt, sem vakti undrun hennar. „Hvers vegna kemur fulloi’ðnu fólki illa saman? Hvei’s vegna rífst það út af óverulegum hlutum?“ Það er þrettán ára gamalt bax-n, sem þannig spyr. Hún las Goéthe og Schillei' og fylgdist af áhuga með blaðaumsögnum um leik- list og kvikmyndir. Hún las gríska goðafræði og lærði af sjálfri sér hraðritun, en xlfn það Segir hún á einum stað, að fyrir flóttafólk geti vei’ið mjög nytsamlegt að geta skrifað leyniski’ift (koda). Hún kveðst aðeins elska föður sinn og með ótrúlegri at- hyglisgáfu brýtur hún til mergjar sambandið á milli móður sinnar og sín. „Við erum algjörar andstæður á öllum sviðum og það hlýtur að leiða af.sér að okk- ur semur ekki. Eg mun ekki leggja neinn dóm á skaphöfn móður minnai’, vegna þess að það er mál, sem eg get ekki dæmt um. Eg lít á hana aðeins sem móður, en henni hefur ekki heppnazt að verða mér móðir. Eg verð að vera mín -eigin móðir. Eg hef dregið mig út úr, frá þeim öllum, eg verð að vera minn eiginn skipstjói’i, og síðar mun tíminn sýna, hvar eg kemst á land.“ Kímnigáfu sína vai’ðveitti hún, þrátt fyrir hin hi’æðilegu kjör fjölskyldunnar. Þegar fi’ú van Daan, sem bjó með þeim, varð fyrir því óhappi að rifbeins- brotna, skrifaði Anna: „Það er einmitt þetta, sem getur skeð með eldri konur, sem framkvæma fífla- legar æfingar til þess að reyna að draga úr hinum stói’u sitjendum sínum.“ Anna litla hafði ekki mikinn áhuga á stjói’nmál- um, en hún reyndi samt að skilja og setja sig inn í það, sem var að ske í heiminum. „Eg held, að það séu ekki einvörðungu hinir „stóru menn“, stjórn- málamennirnir og stóreignamennii’nir, sem eiga sök á styi-jöldnni,“ ski’ifaði hún. „Ó, nei, hinn „litli maður“ á jafn stóra sök, því að annai’s hlyti fólk alls heimsins fyrir löngu síðan að hafa risið upp og gert uppi’eisn. Það er blátt áfram löngun hjá fólki til að eyðileggja, hvöt til manndrápa og ofbeldis, og ef ekki allt mannkynið, án undantekningar, breytist til hins betra, munu styrjaldir halda áfram að herja.“ Stundum grét Anna sárlega út af örlögum Gyð- ingaþjóðarinnar. „Hver hefur lagt þetta á okkur? Hver hefur gert okkur öðruvísi en allt annað fólk? Hver hefur leyft það, að við ættum að þjást svo mjög? Það er Guð, sem hefur gert okkur það, sem við erum og það mun einnig verða hann, sem mun veita okkur viði’eisn aftui'.“ Og einn góðan veðurdag vaknaði ást hennar, og það var Peter van Daan, sem hún varð ástfangin af. „Eg þi’ái svo heitt koss, en kossinn er svo lengi á leiðinni,“ skrifar hún. En Pétur og Anna fengu aldr- ei að unnast. í ágúst 1944 hóf Gestapo árásarrann- sóknir í Amsterdam og fann þá dvalarstáð þessara tveggja fjölskyldna. Allt fólkið var sent í fanga- búðir og aðeins einn kom þaðan aftur. Eftir „heimsókn“ Gestapo fannst í hinni tæmdu íbúð dagbók Önnu, og einhver vinveittur henni geymdi hana, þar til Anna myndi koma aftur. „The diary of a young girl“ (Dagbók ungrar stúlku), k.om út í Bandaríkjunum fyrir fáum mánuðum síð- an og vakti geysilega athygli. Ummælin voru öll á þá lund, að hér væri um mikla hæfileika að ræða, og að í heimsbókmenntunum fyndist ekki jafningi (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.