Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 8
8 Dagub Miðvikudaginn 22. október 1952 Öll vitneskja um líf manna og starf fyrir 30-40 árum er orðin mjög dýrmæt heimild nú Séra Sigurður í Holti er að viða að sér efni í 2. bindi „íslenzkra bændahöfðingja” Fólksflutningamir til Rvíkur (Framhald af 1. síðu). Séra Sigurður Einarsson í Holti var gestkomandi hér í bænum í s. 1. viku, á leið suður eftir nokkra dvöl í Mývatnssveit. —• Eg er á mínu árlega flakki, sagði hann þegar blaðið spurði um ferðir hans. — Fer vor og haust víða um byggðir til þess að viða að mér efni — í þetta sinn í áframhald af bók minni um „íslenzka bændahöfðingja", en 1. bindið kom út í fyrra. Aldarspegill og tíðarmynd. Ætlunin er að halda áfram að birta þessa þætti af íslenzkum bændum. Annað bindið kemur væntanlega á næsta ári. Það vak- ir fyrir mér með þessu ritverki, að gera það að nokkurs konar aldarspegli — láta koma fram þar fjölbreytni hæfileikanna, áræðið og manndóminn, sem til þess dugði að skila okkur þangað, sem við stondum nú. Við þökkum forsjóninni fyrir það í dag, að Sturla Þórðarson var nógu glögg- ur til þess að skrá sögu hörm- ungatímabilsins, sem hrapaði í glötun merkilegustu þjóðmenn- inguNorðurlanda, enda þótt hann sjálfur stæði mitt í stríði þeirra tíma. Eg er að dunda við að skrá sitt af hverju um ævir merkra manna á tímabilinu 1874—1944 í þeirri trú, að það þyki er frá líður engu síður forvitnilegt að skyggnast um bekki meðal þeirr- ar kynslóðar, sem skóp r.ýja norraena þjóðmenningu í einu harðbýlasta landi veraldar. Af því geti niðjar okkar ýmistegt lært. Og hvernig gengur söfnun efniviðarins? Bæði vel og illa. Margir sýna furðu góða aðgæzlu um varð- veizlu heimilda og hluta, er varða Lesbók með nýju sniði handa byrjendnm Nýlega er komin á markaðinn lesbók með nýju sniði fyrir byrj- endur. Er hér um að ræða lausa- blaða-safn, sem geymt er í um- slagi eða poka úr karton. Les- blöðin eru einnig úr sterkum karton. Jón J. Þorsteinsson kenn- ari hefur samið lesefnið, en út- gefendur safns þessa eru þeir Jón og Snorri Sigfússon náms- stjóri. Mynd prýðir hvert les- blað. Eru þær fyrir litlu börnin og er ætlast til að þau reyni að teikna sjálf eftirlíkingar. Ætlast er til þess að börnin fái aðeins eitt blað í senn og æfi vel það, sem á því stendur, áður en nýtt er tekið. Jón Þorsteinsson hefur skýrt blaðinu svo frá, að lesefni þetta sé einkum sniðið fyrir hljóðlestrarkennslu, ef um bekkjarkennslu er að rasða, en hins vegar sé það ágætlega not- hæft fyrir hvaða kennsluaðferð sem er. Les-safn þetta — Byrj- andinn — fæst hér á Akureyri í Bókaverzl. Eddu og Bókabúð Rikku og er ódýrt. sögu þessa tímabils, aðrir virðast lítinn skilning hafa á því, að öll vitneskja um líf og starf manna í landi hér á síðustu tugum fyrri aldar og fram á þessa öld, er mjög dýrmæt orðin nú. Það er ástæða til þess fyrir ykkur blaðamenn- ina að brýna það fyrir fólki, að glata engu, hvorki bréfi né áhaldi, hversu úr sér gengið eða máð sem það kann að vera orðið, heldur halda öllu slíku til haga, annað tveggja til þess að greiða götu þeirra, sem eru að leitast við að raða saman þessum brotum og gera úr þeim tíðarmynd, eða fyrir byggðasöfnin, sem eru nú, sem betur fer, að rísa á legg í mörgum sveitum. Við höfum nokkra reynslu fyrir því í Rang- árvallasýslu, hvers virði byggða- söfnin eru fyrir menningu ungu kynslóðarinnar. Fyrir atbeina margra góðra manna er búið að koma upp furðugóðum vísi byggðasafns, sem geymdur er í Skógaskóla undir Eyjafjöllum. Þetta safn er orðið lifandi kennslutæki í þjóðarsögu, stór- mikils virði fyrir skólann og nemendur hans. Þannig geta byggðasöfnin öll gegnt miklu hlutverki, og það jafnvel þótt þau séu ekki í beinum tengslum við skólana eins og er hjá okkur. Þér hafið fleiri verkefni á prjónunum en ísl. bændahöfð- ingja? — Eg vinn aðallega að því vei-ki um þesar mundir, þó hef eg nýlega gefið út ljóðabók — Yndi unaðsstunda — sem nokk- uð hefur verið getið í blöðum, og eg er að ljúka við leikrit í þrem þáttum, sem eg nefni „Fyrir kóngsins mekt“. Það er sögulegt leilkrit, fjailar um aldarandann á merku tímabili í þjóðarsögunni, síðasti þáttur gerizt á Kópavogs- fundinum. — Nei, eg hef hvorki samið um útgáfu leikritsins né uppfærzlu, það bíður síns tíma. Sem stendur er aðalverkefni mitt, þ. e. í þeim tíma, sem eg má fórna til ritstarfa — að undir- búa annað bindi „ísl. bændahöfð- ingja“, sem eg vildi gjarnan gera samfelldara en hið fyrra, þótt það verði svipað í sniðum. Og þér farið með mikinn efni- við héðan að norðan til þessa bindis? — Eg hef kynnzt nánar merk- um þætti úr sögu þessa tímabils, er bókin fjallar um, þessa daga, sem eg hef dvalið í Þingeyjar- sýslu. Þar var góðan efnivið að fá, eins mun vera hér í byggð ef vel er að gáð, en nánar get eg ekki farið út í þá sálma. Og er ferðinni nú heitið suður með þau gögn, sem þér hafið safnað? — Já, ferðinni eí* vissulega heitið suður, en með viðkomu í Skagafirði. Annars væri gaman að mega dvelja hér lengur, sagði séra Sigurður að síðustu, en nú er komið að lokum þess tíma, sem eg má verja til þéssa starfs að sinni og skyldustörfin kalla. Það skiptir raunar ekki svo miklu máli, hvort manni verður meira eða minna ágengt á slíku ferða- legi, aðalatriðið er vissulega, að sem flest fólk skilji gildi þess fyr- ir þjóðarsöguna, að halda heim- Er á heimleið Thorez, leiðtogi franska komm- únistaflokksins, hefur undanfarin ár dvalið í Rússlandi sér til heilsubótar, fékk aðkenningu af slagi, en er nú sagður á batavegi. Hann flutti t. d. kommúnista- þinginu í Moskva á dögunum kveðju frá frönskum kommúnist- um. Er hann nú á heimleið, enda er róstusamt í kommúnistaflokki Frakklar.ds og nýbúið að reka tvo þaulreynda forustumenn, Marty og Tilion, sem ekki vildu sætta sig við skilyrðislausa Rússaþjónkun og kúvendingar að skipan erlendra rnanna. Reynt að plægja kúfisk í Eyjafirði Nýlega var gerð tilraun til þess að plægja kúfisk hér í Eyjafirði og var ætlunin að hraðfrysta skelfiskinn, en hann er talinn verðmæt útflutningsvara. Var það m.b. Bjarmi frá Dalvík, sem hóf þessar veiðar og mun einkum hafa reynt á Helluvík, utan við Hellu á Árskógsströnd. En veiðin gaf'ekki góða raun, en ófullnægj- andi tækjum er kennt um. Mun í ráði að fá betri plóg, því að ugglaust er að verulegt magn af kúfiski er hér í firðinum. Hefur það komið í Ijós í stórbrimum og enda var skelfiskurinn veiddur og notaður til beitu á árum áð- ur. Vestfirðingar plægja mikið af skelfiski þessum og hraðfrysta og hafa af góðar tekjur. „Jörundur” fandaði hrað- frystum fiski Áður en togarinn Jörundur lagði upp í söluferð sína til Þýzkalands fyrir skemmstu, lagði skipið upp hér 330 kassa af hrað- fyrstum fiski og nokkuð af lúðu. Fiskurinn var frystur i hinum nýju hraðfrystitækjum skipsins, sem reyndust ágætlega á sfld- veiðunum í sumar. „Jörundur" seldi svo sl. föstudag 192 tonn í Cuxhaven fyrir 74 þúsund ríkis- mörk. ildum og hlutum til haga og glata engu. Ef þið blaðamennirnir get- ið stuðlað að því, að almenningur geri sér gleggri grein fyrir nauð- syn þess en nú ríkir víða, þá vinnið þið gott verk. — Flið opinbera „skipulag“ á bú- skap þjóðarinnar hefur og lengst af verið með þeim hætti, að leyfi og fyrirmæli hefur þurft að sækja til Reykjavíkur og landsmenn ut- an höfuðstaðarins hafa jafnvel verið skyldaðir til þess að hafa „umboðsmenn“ þar til þess að skipta við hina opinberu ráðs- menn. Heima í héruðum hefur engan styrk verið að fá. Eðlileg afleiðing. Þegar öll þessi atriði, og mörg fleiri hér ótalin — til dæmis hvernig búið er að iðnaðinum í dag — eru lögð saman, má segja að þróunin í búsetu landmanna sé eðlileg afleiðing þess, hvernig stjórnað hefur verið. Þess verður því miður lítið vart, að valdhaf- arnir skilji, hvert stefnir. Lítið dæmi um viðhorfin er skiptingin á því fé, sem ætlað var til þess að’ auðvelda atvinnuástandið í kaup- stöðum landsins. Akureyrar- kaupstaður, sem alla tíð hefur verið efnahagslega sjálfstæður vegna mikilla fórna borgaranna, en nú berst í bökkum, mátti ekki fá grænan eyri af þeirri fúlgu, aðrir voru þar taldir verðugri, og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrirtæki í Reykjavík. Margir gerast vondaufir, að unnt verði héðan af að snúa við á þessari óheillabraut. Ef ráðist er í stór atvinnufyrirtæki með opinberri aðstoð, er séð svo um, að þau séu staðsett í Reykjavík. Höfuðborgin hefur hreinan meiri hluta á þingi hvað búsetu snertir. Þar búa líka allir nefnda- og ráðsmennirnir, sem mestu ráða um opinbera íhlutun. Sú tízka er fyrir löngu innleidd, að enginn landsmaður sé hlutgengur í opin- bert ráð eða nefnd nema hann sé búsettur í höfuðstaðnum. Þegar skipa skal menn í virðingar- og valdastö.ður, er löngu hætt að líta út fyrir landamerki höfuð- staðarins. Enginn utan þeirra er hlutgengur talinn. Þegar viðhorf- in eru orðin þessi, er ekki mikil von um stefnubreytingu. Enda er það sannast sagna, að mestar horfur eru á því, að haldið verði áfram að feta sömu slóðina, að sí- fellt halli undan fæti fyrir at- vinnurekstui' og afkomu manna utan Reykjavikur og fóksflutn- ingarnir þangað aukizt jafnt og þétt. Sunnanblöðin hafa birt af því frásagnir til skemmtilesturs, er strandferðaskip .flutti síðustu íbúana á brott úr vestfirzkri byggð. Þar var verkið fullkomn- að. Lengra er í land víða annars staðar. En með sömu stefnu mun miða því örara til landauðnar, sem lengur líður. Veruleg fólks- fækkun hér á Akureyri, sem kalla hefur mátt blómlegt byggð- arlag til þessa, ætti að vera við- vörun, sem tekið er eftir. Eigendaskipti á B. S. ö. Nýlega hafa orðið eigenda- skipti á Bifreiðastöð Oddeyrar hér í bæ. Þorvaldör Stefánsson, sem hefur rekið þessa bifreiða- stöð um fjölda ára, hefur selt hana þeim Pétri og Valdimar Jónssonum frá Hallgilsstöðum, og hafa þeir rekstur stöðvarinnar •með höndum nú. Margir sjálfs- eignarbílstjórar hér í bæ hafa aðsetur á stöðinni með bifreiðar sínar og hefur stöðip góðum h>if— reiðakosti á að skipa. ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN Bæjarstjóm hefur tilnefnt í stjórn væntanlegs uppeldisheimilis að Botni í Hrafnagilshreppi, frk. Elísabetu Eiríksdóttur og Þorst. M Jónsson skólastjóra, sbr. gjafabréf Lárusar J. Rist fyrir jörðinni Botni. — Félagsmálaráðuneytið hefur spurzt fyrir um, hve mikið af húsnæði, sem talizt getur heilsuspillandi, sé hér í bæ, og fól bæjar- ráð Braga Sigurjónssyni og Haraldi Guðnasyni að safna skýrslum um þetta. — Eftirtaldir menn hafa fengið loforð um 15 þús. kr. lán úr Byggingarsjóði bæjarins: Arnaldur Guðlaugsson, Byggðav. 97, Björgvin Jörgensson, Lækjarg. 2, Guðm. S. Finnsson, Helgamstr. 5, Haraldur Kjartansson, Klapparst. 5, Jón Björnsson, Norðurg. 31, Jón M. Hauksson, Hlíðarg. 8, Jón Þorvaldsson, Gránufélg. 48, Konráð Sæmundsson, Ægisg. 6, Páll Skjóldal, Oddeyrarg. 36, Pétur Gunn- laugsson, Aðalstr. 2, Trausti Hallgrímsson, Helgamstr., Kjartan Sig- urðsson, Skólastíg, Jón Guðjónsson, Norðurg. 52, Jónas Davíðsson, Hafnarstr. 88, Eyjólfur Þórarinsson, Hafnarstr. 35, Karl Jónasson, Aðalstr. 8, Ingólfur Sigurðsson, Munkaþverárstr. 38. Auk þeirra Jóh. Guðmundsson, Aðalstr. 20, ef fé verður fyrir hendi. Eftirtaldir merui fengu vilyrði fyrir láni úr sjóðnum á næsta ári: Ásgr. Stefánsson, Brekkug. 15, Kristinn Ingólfsson, Fjólug., Skarphéðinn Karlsson, Ásabyggð 2, og Guðbrandur Sigurgeirsson, Fróoasundi. ----o---- Bæjargjaldkcri hefur lagt fram lista yfir bæjargjöld, sem óinn- heimtanleg eru talin, og hefur verið samþykkt að fella þau niður. Þetta eru útsvör, samt. kr. 67.286.95, og önnur gjöld, kr. 1664.88. — Karl Friðriksson, Grund í Glerárþorpi, sótti um að fá hluta gömlu brunastöðvarinnar fyrir beitingapláss, en beiðninni var hafnað á þeim forsendum, að bæjarverkfræðingur þyrfti á plássinu að halda fyrir geymslu fyrir bæinn. — Bæjarráð hefur hafnað forkaupsrétti að býlinu Baldursheimi í Glerárþorpi. Seljandi er Freysteinn Sig- urðsson, en kaupandi Ármann Hjálmarsson, Laufási, Glerárþorpi. Kaupverð er kr. 60.000.00. — Tilraunastöð ríkisins hefur keypt erfða- festutún innan við Gróðrarstöðina fyrir kr. 10.000.00. Bæjarráð hafnaði forkaupsréttinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.