Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 22. október 1952 *** «** I Hin gömlu kynni I sis eftp' JESS GREGG 2. dagur. ^♦^♦^♦^♦^♦^♦(^1 (Framhald). Hugur hennar hvarflaði viku aftur í tímann, til þeirrar stundar er hún stóð frammi fyrir Harry Mellett á skrifstofu hans. Hann hafði beðið hana að koma, en hún hafði skilið það svo, að þetta ætti ekki að vera venjulegur fundur um bókaútgáfu, heldur væri hér um að ræða sérstakt boð henni til handa. Þau höfðu líka farið út og rölt um sali nýja málverkasafnsins í New York og spjallað um alla heima og geima. Henni hafði verið heitt um hjartarætur þessa dagstund. Hún fann enn til þess í endurminn- ingunni. Þegar Elísaþet hugsaði um Harry Mellett, skjátlaðist henni á sama sviði og mörgum öðrum ungum stúlkum við svipaðar að- stæður. Hann var hreint ekki sérstaklega fallegur maður. Hann var skolhærður og oftast stutt- klipptur, andlitið var ofurlítið toginleitt, húðliturinn frekar dökkur eins og af miklum sól- bruna. En andlitið var lifandi og þó einkum augnatillitið og líklega var þáð fyrst pg' fremst }>að, sem kom .þeirri hugmynd inn hjá. kvenþjóðinni, að hann væri fall- egur. „Eg hef áhyggjur þín vegna,“ sagði hann. „Og hvers vegna, má eg spyrja?“ spurði hún, létt í bragði. „Vegna þess að þú ert ekki far- in að skrifa aftur af neinni al- vöru. Engin ný kvæði fyrir mig nú upp á síðkastið?“ „Þú heldur auðvitað, að það sé vegna þess að bókin mín fékk ekki góðar undirtektir, sem eg er hætt að skrifa?" „Er það ekki ástæðan, Elísa- bet?“ „Nei, alls ekki.“ „Ertu búin að gefa skáldskap- inn upp á bátinn?“ spurði hann, röddin var mild og samúðarfull. „Nei, mig langar ekki fremur til neins annars en að halda áfram að skrifa.“ „Það líkar mér að heýi-a.“ Þau héldu áfram göngunni um sali málverkasafnsins og stö.ðvuðust fyrir framan stóra mynd af ungri stúlku, sem var að skoða sína eig- in nekt í stórum, brotnum spegli. „Þetta held eg sé sú mynd, sem mér þykir fegurst hér inni,“ sagði hann. „Myndin af Emmu?“ Hann kinkaði kolli. „Þykir þér hún ekki snilldarlega gerð?“ Hún hikaði við. „Jú, mér finnst hún falleg. En maður er búinn að sjá svo margar auðvirðilegar éft- irlíkingar af þessari mynd, að maður hættir að taka eftir lista- verkinu sjálfu.“ „Hefurðu kynnt þér nokkuð Wrenn og verk hans?“ „Nei ,ekki :get eg sagt það.“ „Flestir geta víst sagt hið sama,“ sagði hann. „Hann var einkennilegur mað- ur,“ hélt Mellett áfram. „Mig hefur alltaf langað til þess að gefa út bók um hann og verk hans, enda eru málverk hans nú mjög' í tízkú. En eg hef eklji gét- að rekist á neinn höfund að slíkri bók. Enda er fátt eitt vitað um Wrenn, staðreyndirnar um hann liggja ekki á lausu. Raunar er ekkert til að fóta sg á nema það, sem blöðin sögðu meðan hneykslismálið var að ganga yfir, og það er því miður ekki allt áreiðanlegt.“ „Hvaða hneykslismál?11 „Kannske er of sterkt að orði kveðið að kalla það svo nú á dög- um. Síkt mundi ekki vekja aðra eins athygli í dag, en þetta mál varð þó helzt til mikið af því góða fyrir virðulega borg eins og (Framhald). Lítð herbergi Grapefruitsafi Appelsínusafi Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibúin. VÍNBER MELÓNUR CÍTRÓNUR Kaupfélag Eyfirðinga NýlenduvÖrudeildin og útibú. Heillnveiti Bankabygg lieilt Hveitiklíð Heilbaunir Hálfbaunir Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibu. Molasykur Kr. 5.20 pr. kg. Strásykur Kr. 4.10 pr. kg. Flórsykur Kr. 4.75 pr. kg. Púðursykur Kr. 4.70 pr. kg. Iíandís Kr. 6.50 pr. kg. Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Kurlaður Maís BL Hænsnakorn Hveitikorn Varpmjöl Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin Lamba: Lifur og hjörtu Kjötbúðir KEA, Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Bæjarabjúgu og Vínarpylsur í heil- og hálfdósum. Kjötbúðir KEA. Hafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Rækjur n ý k o m n a r. Kjötbúðir KEA. I-Iafnarstræti 89. Sími 1714. Ránargötu 10. Sími 1622. Nýsteiktar:. KÓTELETTUR KJÖTB0LLUR Soðið hangikjöt aoðm svið Soðnar kartöflur Koma í búðina um hádegi á hverjum degi. Kjötbúð KEA. Sími 1714 Þvottapottur (kolakyntur) til sölu. F erguson-rótherf i — nýtt — til sölu. Afgr. vísar á. Til sölu: Nokkrir pokar af Gullauga- kartöflum, á kr. 90.00 pok- inn. — Uppl. hjá Jóni Kristinssyni, sími 1133. íþróttafél. Þór. Þvottavél, sem sýðui’, til sölu. Upplýsingar í síma 1048. Traktor til sölu, með sláttuvél og heyvagni. Áfgr. vísar á. Dansskemmtun haldin að Saurbæ laugardag- inn 25. þ. m. og liefst kl. 10 síðdegis. Shemmtinefndin. Herbergi til leigu á bezta stað , bæn- um. ' AfgV.'visáf'á. Handsnúin saumavél til sölu með tæk-ifærisverði. Guörún Kristjánsdóttir, Strandgötu 25. ~ ' ..... ' ... A BANN Öllum óviðkomandi er stranglega bönimtV' 'Tjfqrna- veiði og umferð ineð.skptyopn í Hlíðarfjalli sunnan varnar- girðingar og á Glerárdal vest- an ár. Þeir, sem brotlegir gerast, mega búast við að verða sóttir til sekta. til leigu. Afgr. vísar á. Smíðum húsgögn við allra hæfi Eigum eftir aðeins eitt borðstofusett, sams konar og það, sem sýnt var á IÐNSÝNINGUNNI. Einnig skrif- borð, bókaskápa, rúmfataskápa, o. fl. VALBJÖRK S.F. Strandgötu 3ó. — Sími 1797. Hringið í síma 1797 ef yður vantar húsgögn VALBJÖRK S.F., Strandgötu 36. Afgr. vísar á. Ábúendur jaröanna. 1 Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun til 11. flokks hefst 24. þ. m. Verður að vera lokið 18. nóvember. MuniÖ aö endurnýja i tima. Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. t Auglýsing um breytingu á tilkynningu fjárhagsráðs frá 10. septem- ber 1951 um byggingu smáíbúðarhúsa: Síðasti málsliður 1. töluliðs tilkynningarinnar orðist svo: Rúmmál hússins má ekki fctra yfir 340 rúmmetra. Reykjavík, 15. okt. 1952. FJÁRHAGSRÁÐ. f######################################################^#^WÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.