Dagur - 19.11.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1952, Blaðsíða 8
8 Daguk Miðvikudagmn 19. nóv. 1952 Þingeyingar vilja fá aukna raforku frá Laxárvirkjuninni Aðalfundur Bændafélags Þingeyinga benti á nauðsyn aukins sparnaðar í ríkisrekstri, skoraði á vegamálastjórn- ina að stuðla að eðlilegum samgöngum Eyfirðinga og Þingeyinga Aðalfundur Bændafélags Þing- evinga var haldinn að Fosshóli hinn 9. þ. m. og voru þar tekin til umræðu ýmis lands- og héraðs- mál og gerðar ályktanir. Jón Sig- urðsson í Yztafelli, formaður félagsins, setti fundinn, en fund- arstjóri var Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöðum. Hér á eftir verð- ur getið ályktana þeirra, er fund- urinn samþykkti. Rafmagnsmál. Þar sem Þingeyjarsýsla leggur til þá miklu orku, sem beizluð er með Laxárvirkjuninni og með því, að nú virðist vel séð fyrir raforkuþörf nærliggjandi kaup- staða, með orkuveitu þaðan, gerir aðalfundur Bændafélags Þingey- inga þær ákveðnu kröfur til raf- orkumálastjómar ríkisins, að gerðar verði ráðstafanir til þess, að raftaugar verði lagðar, svo fljótt, sem verða má, um allar sveitir Þingeyjarsýslu, þar sem fært er talið vegna hagræðisogað verulegur skriður komist á fram- kvæmdir, þegar á næsta sumri. Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að hann telur eðlilegt, að Þingeyingar fái sæti í stjóm Lax- árvirkjunarinnar. Byggðasafn. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga þakkar Byggðasafnsnefnd fyrír mikil og góð störf og felur henni að starfa áfram með stjóm Bændafélagsin. Fundurinn telur mjög eðlilegt, að jafnframt göml- um munum, sé safnað fornum myndum og merkilegum, gömlum skjölum, sem orðið gæti vísir að héraðssk j alasafni. Stjómmál. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga telur að fjárhagur ríkis- ins sé í miklum voða strax og er- lendri aðstoð sleppir. Hann lýsir mikilli óánægju yfir úrræðaleysi þings og stjórnar í spamaði á hinum gífurlega skrifstofu- og stjórnarkostnaði ríkisins, sem með ofurþunga tolla og skatta leggst á alla framleiðslu í land- inu. Fundurinn telur, að allir þing- flokkar séu sekir um ófremdar- ástand það, er nú ríkir og er or- sök síhækkandi rekstrarkostnað- ar ríkisins. Lítur fundurinn svo á, að ekki verði bætt úr stjórnmálaöng- þveitinu, nema með nýrri tjóm- arskrá, þar sem ákveðin séu, m. a., einmenningskjördæmi og af- nám uppbótarþingsæta, þar sem þingmenn yrðu óháðari stjóm- málaflokkunum, en nú er. Fjármál og spamaður. Aðalfundur Bænlafélags Þing- eyinga lýsir undrun sinni yfir fjárlagaræðu Eysteins Jónssonar og þeirri kenningu ríkistjómar- innar, að hvergi sé hægt að spara á ríkisrekstri. Fundurinn telur, að á flestum liðum megi spara og bendir hér á nokkur meiri háttar atriði: a) Með því að minnka kröfur til skriffinnsku og skýrslugerðar, en auka kröfur til afkasta og starfa opinberra starfsmanna. b) Starfstími allra skóla sé styttur um 1—2 mánuði og laun kennará lækkuð í samræmi við það. c) Fundurinn lítur svo á, að tryggingalöggjöfin hafi verið sett og miðuð við allt annað greiðslu- þol þegnanna en nú er og verði því að færast til samræmis við núverandi greiðslugetu þjóðar- innar. d) Fundurinn telur að íslend- ingar berist of mikið á í utanríkis málum og komast megi af með stórum fámennari og færri sendi- nefndir og sendiráð. Menningarmál. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga, haldinn að Fosshóli 9. nóv. 1952, lýsir fylgi s ínu, , í grundvallaratriðum, við tillögu Páls H. Jónssonar „um sjálfsvörn gegn samkomuspjöllum í sveitum og réttmætar kröfur dreifbýlisins á hendur löggjafarvaldi, ríkis- stjórn og öðrum aðilum“, er hann hefur sent menntamálaráðherra, íþróttafulltrúa, stjórn U. M. F. í. og Héraðssambandi Þingeyinga og til birtingar í blöðum og sem hann hefur lýst á fimdinum. Væntir fundurinn þess, að framangreindir aðilar hafi sam- vinnu um úrbætur í þessu vanda- máli og treystir því, að baki þeim standi sveitafólkið einhuga Vegamál. Fundurinn skorar enn á vega- málastjómina, að byggja hið fyrsta veg frá Fnjóskárbrú í Hálshreppi, um Dalsmynni, á Svalbarðsstrandarveg, svo að eðli legt samband geti haldiztyfirvet- urinn, milli byggðanna austan og vestan Vaðlaheiðar Málvöndun. Fundurinn telur, að meðferð Menntaskólanemendur telja herverndina nauðsyn Menntaskólanemendur héldu nýlega umræðufund um hervarn- armálin og gerðu þar eftirfarandi ályktun: „Fundur haldinn í mál- fundafélaginu Huginn, M. A.; 15. nóv. 1952 telur, að af öryggis- ástæðum verði ekki umflúið að veita bandarískum her bæki- stöðvar hér á landi. Þó með því skilyrði, að samskipti herliðsins við íslendinga verði ströngum takmörkunum háð.“ - Vígsla skírnarfontsins (Framhald af 1. síðu). nafnið Þorvaldur. Er barn það, sem vígði þannig skírnarfontinn, sonur hjónanna frú Þórgunnar Ingimundardóttur og Friðriks Þorvaldssonar menntaskólakenn- ara og hélt frú Þórgunnur barn- inu undir skírn, en vígslubiskup- inn skírði. Oll athöfnin í kirkj- unni var hátíðleg og eftirminni- eg og hefur kirkjunni og bænum bætzt fagurt listaverk, sem hér eftir mun tengjast sögu bæjarins og lifa í vitund fólksins um ókomnar aldir Rafmagnslaust. Nokkra truflun hafði það í för með sér við athöfnina, að raf- magnslaust var mestan hluta tímans, og þagnaði þá orgel kirkjunnar og hátalarakerfi, auk Kantötukór Akureyrar á 20 ára afntaeli um þessar mundir. Var kórinn stofnaður 23. október 1932. Stofnandi kórsins var Björgvin tón- skáld Guðmundsson, sem þá var ný- lega fluttur til bæjarips frá Vestur- heimi. Hefur Björgvin stjórnað kórnum allt frá fyrstu tíð, og hefur starf kórsins jafnan verið tengt nafni lians. Um þessar mundir var enginn blandaður kór starfandi á landi hér, og var tilgangur kórsins að kynna kantötur og önnur stærri tónverk fyrir blandaða kóra. Fyrsta viðfangsefni kórsins var Alþingis- hátíðarkantata Björgvins Guð- mundssonar, og mun mörgum bæj- armönnum enn í fersku minni glæsilegur flutningur þessa tilkomu- Blaðið Dagur Dagur kemur næst út næstk. laugardag, 22. nóvember. Aug- lýsingar, sem birtast eiga í því blaði, verða að hafa borizt af- greiðslunni, Hafnarstr. 88, sími 1166, fyrir kl. 2 e. h. á föstu- daginn. ríkisútvarpsins á íslenzku máli, sé mjög ábótavant. Skorar fundurinn á Utvarps- ráð, að gera ráðstafanir til þess, að íslenzkri tungu sé ekki mis- boðið í útvarpinu og þær auglýs- ingar og tilkynningar ekki birtar, sem að orðfæri og hugsun eru til athlægis almenningi. - „Greinargerð" (Framhald af 1. síðu). lausum skuldum. Bankastjórinn fer þarna úr einum öfgunum í aðrar. Enginn hefur vænzt þess, að hann reki bankaútibú sitt með þeim hætti, en er bankastjórinn þarna að lýsa ástandinu í útibú- um kollega sirina? Væri það „botnlausar skuldir“ ef útibúið hér hagaði lánastarfsemi sinni til dæmis í samræmi við starfrækslu Útvegsbankans í Seyðisfirði eða ísafirði? Meiri samanburður. Því er haldið fram í „greinar- gerð“ bankastjórans, að ekki sé umtalsverðara að útibúið hér eigi inni nokkrar millj. í aðalbankan- um í Reykjavík, en að KEA hafi átt inni hjá SÍS 1,9 millj. um sl. áramót. Nýstárlegt má það kall- ast að gera 'þannig samanburð á bankastofnun annars vegar og verzlunar- og atvinnufyrirtæki hins vegar og viðskiptum þess við aðalviðskiptamann sinn, sem hefur með höndum aðalvöruinn- kaup og aðagjaldeyrisvörusölu fyrir félagið. Slíkar innstæður geta myndast um áramót, einkum í sambandi við afsetningu gjald- eyrisvara, enda lánar kaupfél. viðskiptamönnum sínum jafnan fé út á þessar vörur löngu fyrir- fram. En fyrst Svavar Guðmunds- son fór að gera samanburð á starfrækslu þessara stofnana þess sem ljós slokknuðu. Fór vígsla skírnarfontsins fram við kertaljós. mikla verks undir stjórn tónskálds- ins. — Kórinn hefur síðan kynnt önnur stærri verk Björgvins, og auk þess verk eftir erlenda meistara, svo sem Handel og Wagner. En aðaláherzlan hefur þó verið lögð á islenzka músík. Kórinn hefur haldið um 60 sjálf- stæða hljómleika hér á landi, og auk þess hefur hann sungið mjög oft á mannamótum við ýmis tæki- færi. Hann hefur farið þrjár meiri- háttar söngfarir, tvær til Reykja- víkur, árin 1937 og 1946, og til Norðurlanda 1951, þar sem hann hlaut ágæta viðurkenningu. Söngstjóri í 36 ár. Björgvin Guðmundsson hefur á þessum tímamótum í sögu kórsins verið söngtjóri í 36 ár, og hann sagði, er blaðið átti tal við hann í gær af þessu tilefni, að hann gæti ekki neitað því, að hann væri far- inn að þreytast á þessu starfi, ]>ví að óneitanlega ætti túlkun hljómlistar æðioft miklu tómlæti almennings að mæta. Kvaðst Björgvin ekki bú- ast við því, að hann héldi áfram söngstjórastörfum miklu lengur. En hann lét í ljós þá von, að starfsemi blandaðs kórs hér í bæ yrð’i jafnan haldið áfram, og að bæjarbúar sýndu, að þeir kynnu að meta slíka menningarstarfsemi. Það gtttu þeir m. a. gert með því að sækja afmælis- hljómleika Kantötukórsins, sem haldnir verða í Nýja Bíó næstk. sunnudag. Þar kynnir kórinn ýmis verkefni úr söngskrám liðinna ára, m. a. úr Alþingishátíðarkantötunni, og auk þess nokkur ný lög eftir tónskáld hér á Akureyri. r Utvegsbankans hefði hann átt að halda lengur áfram. Það blasir til dæmis við augum nú, að á sama tíma og útibú hans hafnar lánbeiðnum manna og fyrirtækja til margs konar framkvæmda, er SÍS að ljúka hér við einhverjar þýð- ingarmestu og stærstu at- vinnuframkvæmdir, sem gerð- ar hafa verið ó Norðurlandi og margra milljóna fjárfestingu í hinni nýju Gefjuni. f stað þess að SÍS hafi dregið fé héðan, eins og bankastj. gefur í skyn, hefur það flutt hingað milljónir til atvinnuframkvæmda. Á sama tíma og Svavar Guð- mundsson sveitist við það við þriðja mann að hafna lánbeiðn- um marum greiðir KEA og SÍS um 20 millj. króna á ári í laun til starfsmanna og verkamanna hér í bæ og nágrenni og festa fjár- magn það, sem þau hafa yfir að ráða að öðru leyti, í atvinnufram- kvæmdum í eigin nafni eða félags manna, sem þau styðja til fram- kvæmda. í stað þess að viður- kenna hina geysilegu þýðingu þessarar starfsemi fyrir alla af- komu þessa byggðarlags, leggst þessi bankastarfsmaður svo lágt, að reyna í grein sinni að gera kaupfélagið hér tortryggilegt með óhróðurssögum um afsagða víxla í þess nafni. Er þetta vægast sagt furðulegur söguburður úr munni manns í slíkri ábyrgðarstöðu, sem jafnframt reynir að þakka sér stuðning við stofnun eins þýðingai-mesta atvinnufyrirtækis KEA. Hið sanna í þeim málum öllum mun vera, að síðan þessi bankastjói’i tók hér við völdum, hafa samvinnufélögin aldrei sótt neinn stuðning til þeirrar stofn- unar, sem hann veitir forstöðu, hins vegar hafa þau oft orðið að þola árásir frá hans hendi í blöð- um hér og á mannfundum og er það enn einn þáttur þessa banka- starfsmanns í uppbyggingu heil- brigðs atvinnulífs hér. Þegar Svavar „náði“ 400 þús. kr. af Akureyringum. Reikningar útibús Útvegsbank- ans hér eru gleggsta sönnun um viðhorf þessa bankastjóra til at- vinnulífs bæjarins. Þær töíur hefur hann sjálfur skapað með fjármálastefnu sinni. En ef menn þurfa fleiri vitna við um viðhorf hans frá fyrstu tíð, er gagnlegt að rifja upp ummæli, sem hann við- hafði í afmælishófi ,sem hann hélt í Siglufirði fyrir nokkrum árum, í tilefni af 10 ára starfsrækslu útibús Útvegsbankans þar. Þar lýsti hann því yfir, skv. frásögn blaðsins Siglfirðings frá þeim tíma, að stofnun þessa útibús í Siglufirði hafi orðið möguleg árið 1938 vegna þess að sér hefði tek- izt „að ná inn 400.000.00 kr. á Ak- ureyri, sem undirstaða gæti orðið að stofnun útibús“. Þegar krepp- an lék atvinnulífið hér harðast, tókst þessum bankastj. að ,,ná“ 400 þús. kr. — sem 'ættu að jafn- gilda a. m. k. 4 millj. í dag — til þess að stofna útibú í öðru byggðarlagi, þótt hér fengist ekki lán til neinna meiri háttar fram- kvæmda. Fjármagn virðist ekki hafa komið frá Siglufirði og ekki frá aðalbankanum í Reykjavík. Það var dregið út úr atvinnulíf- inu hér, alveg eins og haldið er áfram að draga það út úr at- vinnulífinu í dag og senda til Reykjavíkur. Það er e. t. v. hag- kvæmt fyrir aðalbankann og önnur útibú, að hafa slíka stefnu ríkjandi hér því að hún gefur þeim meira lánsfé og svigrúm. En það er til tjóns og niðurdreps fyr- ir atvinnulíf þessa byggðarlags og efnahagsafkomu alla. Og það er mergurinn málsins. 20 ára afmæiis Kantöfukórs Ákureyrar verður minnzt með hijómleikum á sunnudaginn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.