Dagur - 26.11.1952, Side 1

Dagur - 26.11.1952, Side 1
DAGUR kemur næst út á laugar- dag. Auglýs. sé skilað fyr- ir kl. 2 á föstudag. Daguk Áskrifendur úti á landi, sem ekki hafa innleyst póstkr. fyrir árgjaldinu, eru áminntir um að nú eru að verða síðustu forvöð að gera það! XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. nóvember 1952 48. tbl. Fjárhagsráð úthlufar Bílstjóra- félagi Ákureyrar 3 bílum af 62, sem til landsins koma frá Israel Fyrir nokkru var ákveðið að flytja inn 62 fólksbíla af Kaiser- gerð frá fsrael, í vöruskiptum fyrir freðfisk. Var jafnframt ákveðið að atvinnubílstjórar skyldu fá bíia þessa og auglýstu bílstjórafélögin eftir umsóknum. Hér á Akureyri bárust bíl- stjórafélaginu 21 umsókn frá starfandi atvinnubístjórum og fyrir skammu barst félaginu til- kynning frá FjárhagsráSi um að því væri heimilt að úthluta bílum til þriggja manna! Bílstjórafélag- ið Hreyfill í Reykjavík mun ut- hluta 35 bílum a. m. k. til sinna félagsmanna. Bílar þessir munu kosta um 70 þús. kr., miSstöðva- og útvarpslausir. Form. Bíl- stjórafélags Akureyrar hefur skýrt blaðinu svo frá að miku fleiri bílstjórar en þeir 21, sem sóttu, liafi verið í þörf fyrir nýja bíla, enda hafi bílstjórastéttin hér Fiskimálaráðherr- ann hafði ekkert nýtt að segja um löndimarbannið Ræða sú, sem boðað hafði verið að Sir Thomas Dugdale, sjávarútvegsmálaráðherra Breta mundi flytja sl. mánud í brezka þinginu um löndunar- bannið, mun hafa vakið al- menna furðu hér á landi, því að mál ráðherrans snerist um það eitt að sannfæra þingheim um að neytendur mundu ekki bíða tjón af samtökum fiski- kaupmanna og togaraeigenda um að gera íslenzkum skipum ókleyft að landa í Brctlandi. Taldi hann að nægar fiskbirgð- ir mundu verða í landinu fyrst um sinn, en kvaðst þó hafa boðað fulltrúa fiskikaupmanna og togaraeigenda á sinn fund í næstu viku. Hann vék engu orði að því, að með samtökum þcssum er sérhagsmunaklíka að beita góða viðskiptaþjóð Breta hinu herfilegasía rang- læti og hefndarráðstafanir af þessu tagi mun mega kalla eins dæmi í samskiptum vestrænna þjóða á seinni árum. íslending- ar hafa lýst sig fúsa til þess að láta alþjóðadómstólinn í Haag fjalla um landhelgisákvörðun- ina, en engar undirtektir hef- ur það tilboð hlotið í Bretlandi. Nánar er rætt um löndunar- bannið og afstöðu ísland; á 2. síðu blaðsins í dag. jafnan verið afskipt um innflutn- ing á nýjum bílum. Finnst bíl- stjórum hér að vonum lítillar rausnar gæta í úthlutun Fjár- hagsráðs og þó mjög á sömu bók- ina lært og oftast fyrrum. Slökkvillðið kvalí að Menníaskólanum Síðastl. mánudagskvöd um kl. 7.30 var slökkvilið bæjarins kvatt að Menntaskólanum og hafði kviknað í sóti í reykháf og stóð eldur upp um reykháfinn. Kom ekki til þess að slökkviliðið þyrfti að kæfa eldinn og urðu engar skemmdir. Endurvarpssföðin vii Skjaldarvík verður vænfanlega íilbúin lyrir jól Enginn áliiigi hjá Útvarpinu fyrir útvarpi héðan með tilstyrk endurvarpsstöðvarinnar 18 rúður brofnar í kirkjunni Umsjónarmaður Akureyrar- kirkju, Kristján S. Sigurðsson, liefur skýrt blaðinu svo frá, að eigi alls fyrir löngu hafi verið brotnar 18 rúður í kirkjunni, þar af 10 í kapellunni og 8 í að- álkirkjunni. Lágu steinar inni á gólfi í kapellunni. Virðast allar rúðurnar liafa verið brotnar með grjótkasti. Aðalfundur F. U. F. í Eyjajarðarsýsiu Félag ungra Framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu heldur aðal- fund sinn föstud. 12. des. næstk. að Hótel KEA, Akureyri, og hefst hann kl. 9 síðdegis. — Þar fara fram venjuleg aðalfundar- störf. Eisenhower er nú byrjaður að tilnefna ráðhcrra í stjórn Banda- ríkjanna, er taka á við völdum 20. jan. n.k. John Foster Dulles, ut- anríkismálasérfræðingur Repú- blikanaflokksins, verður utanrík- isráðherra. Þykir útnefning hans benda til að ekki verði nein veru- Ieg breyting á utanríkisstefnunni, því að Dulles hefur löngum verið með í ráðum er stjórn Tru- mans hefur tekið meiri háttar ákvarðanir um utanríkismál. KEA hefur opnað nýja brauðbúð Tekin er til starfa ný brauðbúð á vegum Brauðgerðar KEA. Er nýja búðin í Hafnarstræti 95 (Hótel Goðafoss). Þetta er lítil en mjög snotur og vistleg brauðbúð og til þæginda fyrir viðskipta- menn sem éiga leið um hina fjöl- förnu götu norðan Kaupvangs- torgs. Dagskrá lands- fundarins hefur Lands- og héraðsmálafundur- inn, scm Framsóknarfélögin í bæ og sýslu boða til, verður haldinn að Ilótel KEA næstk. sunnudag og hefst kl. 1.30 e. h. Fundarseta er heimil flokks- mönnum úr bæ og sýslu meðan húsrúm leyfir og þess vænst, að sem flestir sæki fundinn. Dagskrá fundarins hefur nú verið ákveðin og flytja þessir menn framsögu- ræður: Árni Jónsson tilraunastj. um landbúnaðarmál, Gísli Kon- ráðsson framkv.stj. u'm sjávarút- vegsmál, Haukur Snorrason rit- stjóri um samgöngumál, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri um verzlunar- og iðnaðarmál, dr. Ki'istinn Guðmundsson skattstj. um fjármálaástandið, Ketill Guð- og héraðsmála- m jónsson bóndi um raforkumál og Tómas Árnason héraðsdómslög- maður um kjördæmamálið.Lagð- ar verða fram ályktunartillögur að loknum framsöguræðum og síðan fara fram almennar um- ræður. Gert er ráð fyrir að fund- inum ljúki á sunnudagskvöld. DAGUR DAGUR kemur næst út laugardaginn 29. þ. m. Auglýs- ingum, sem eiga að hirtast í því blaði þarf að koma til af- greiðsluunar, Hafnarstræti 88 (sírni 1166) fyrir kl. 2 á förtu- daginn. Munið, að flestir Akur- eyringar og Eyfirðingar sjá auglýsingu, sem hirt er í Degi. Ráðgert er að nýja endur- varpsstöðin, sem Ríkisútvarpið er að koma upp í grennd við Skjaldarvík hér skammt norðan við bæinn, verði tilbúin að taka til starfa laust fyrir jólin, og verður dagskrá Ríkiútvarpsins í Reykjavík þá endurvarpað um stöðina á 407 metra bylgjulengd. Er vafalaust að aðtaða til þess að hlýða á sendingar Ríkisút- varpsins stórbatnar með tilkomu stöðvarinnar, enda er þess mikil þörf, því að sænska stöðin, sem sendir á sömu bylgjulengd og Reykjavík, truflar stórlega Reykjavíkurútvarpið, svo að ill- mögulegt er til dæmis að njóta hljómlistar, einkurn eftir að dimma tekur. Jafnframt er sköp- uð frumaðstaða til sjálfstæðs út- varps hér og til þess að fella dag- skrá héðan inn í aðaldagskrá Ríkisútvarpsins. En eftirgrennsl- anir, sem blaðið hefur gert, virð- ast leiða í ljós að enginn áhugi er fyrir þesum þætti málsins hjá forráðamönnum Ríkisútvarpsins. Bráðahirgðastengur frá Eiðum. Blaðið átti tal við Davíð Árna- son endurvarpsstjóra á mánu- daginn og spurði hann hvað liði uppsetningu véla í endurvarps- stöðinni og sagði hann að verk-. inu miðaði alvel áfram. Auk Da- víðs vinnur enskur sérfræðingur, frá Marconi-félaginu, Mr. Stan- ley S. Spraggs, við uppsetningu vélanna og prófun. Gerir Davíð ráð fyrir að endurvarp geti hafizt fyrir jól ,enda verði þá engar ófyrirsjáanlegar tafir. Til að byrja með verður að notast við bráðabirgða loftnetsstengur, því að mastur það, sem bera á loftnet stöðvarinnar, 76 metra hátt, er enn ókomið frá Bretlandi og vei'ður á meðan notast við gömlu loftnetsstengumar frá Eiðum, serti hingað eru komnar, en þær eru ekki nema 25 metra háar. Þegar blaðið spurði Davíð Árna- son að því, hvort gert væri ráð fyrir að útvarpa dagskrá héðan og sköpun aðstöðu til þess, sagði hann að um þau málefni yrði blaðið að ræða við forráðamenn útvarpsins í Reykjavík, því að hann gæti ekkert um þau sagt. Verkfræðingurinn telur „studio“ ónauðsynlegt. Blaðið náði tali af Gunnlaugi Briem, verkfræðingi Ríkisút- varpsins, síðdegis á mánudaginn, og spurði hann að því ,hvort út- varpið hygðist koma hér upp að- stöðu til útvarps, þ. e. útvarps- herbergi — studio — með nauð- synlegri aðstöðu, hljóðeinangrun o. s. frv. Verkfræðingurinn svaraði því til, að ekki væri gert ráð fyrir því, enda teldi hann enga þörf á því. Ef útvarpa ætti frá Akureyri yrði það gert beint úr samkomu- sölum eins og oftlega væri gert í Reykjavík, en sér ‘virtist ekki korna til mála að útvarpið færi að kosta hér útvarpsal, sem standa mundi auður mest allt árið. Þegar blaðið spurði verkfræð- inginn,hvort hann teldi tæknilega mögulegt að endurvarpa efni frá stöðinni hér beint, taldi hann slíkt endurvarp óvíst og mundi stöðin hér heyrast illa í Reykja- vík nema við beztu skilyrði. Verkfræðingurinn sagði, að reynt mundi að hraða uppsetn- ingu véla í endurvarpsstöðinni hér, svo að unnt yrði að útvarpa um hana um jólin og taldi hann líklegt að sú áætlún mundi standast. Ófullnægjandi aðstaða. Þessi ummæli benda eindregið til þess að lítill skilningur sé ríkjandi hjá forráðamönnum út- varpsins fyrir því málefni að koma hér upp aðstöðu til útvarpy og hvert giídi slík aðstaða mundi hafa fyrir allt menningarlíf byggðarlagsins. — Ríkisútvarpið Iiefur nokkrum sinnum útvarpað dagskrárliðum héðan, en það út- varp hefur verið af auðheyi'ileg- (Framhald á 8. síðu). KEA hyggst að reisa útibú í Rauðamýrarhverfi Kaupfélag Eyfirðinga hefur ósltað að bæjarstjórn mæli með því við Fjárhagsráð að félaginu verði leyft að byggja verzlunar- hús í Rauðamýrar- og Löngu- mýrarhverfi hér í bænum, yfir nýlenduvöru-, mjólkur- og brauðbúð. Bæjarstjórn hefur samþykkt að veita meðmælin. Óskar Sæ- mundsson kaupmaður hefur sótt um meðmæli til Fjárhagsráðs til þess að byggja verzlunarskúr í sama hverfi og bæjarstjórn mælt með því að slíkt leyfi verði veitt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.