Dagur


Dagur - 06.12.1952, Qupperneq 6

Dagur - 06.12.1952, Qupperneq 6
6 D A G U R Laugardaginn G. desember 1952 I Hin gömlu kynni I Saga eftir JESS GREGG v> 8. dagur. ^*^*^*^^*^^ (Framhald). þess ekki að hann hafi nokkru sinni skrifað mér, og ef hann hef- ur einhvern tíman gert það, hefi eg brennt bréfunum." „En hvers vegna?“ „Hvað haldið þér? Auðvitað af því að blessaður þingmaðurinn var að safna gögnum til þess að nota í skilnaðarmálinu við mig. En útkoman hjá honum varð sú, að hann eyðilagði mest fyrir sjálfum sér. Allt hneykslið, sem hann opinberaðþ varð til þess að hann féll við næstu kosningar." —o— Venjulega sparaði Elísabet enga fyrirhöfn til þess að hafa verk sín fullkomin og störf öll í röð og reglu. En eftir að hún fann bréfið frá Wrenn, rak for- vitnin hana áfram að ljúka við kaflann um Carver þingmann. En henni til sárra vonbrigða, kom í Ijós, að madame von Schillar vildi ekki láta reka á eftir sér. í fyrsta sinni á ævinni játaði barónessan nú, að hún hefði ánægju af félagsskap þingmannsins, löngu eftir að hann var' dauður, og þi'eyttist ekki á að rifja upp end- urminningar frá samvistum þeirra. „Lesið upphátt fyrir mér kafl- ann um heimsókn okkar í brezka sendiráðið," sagði hún, eða „geymið nú ekki að geta um það, hve blessaður þingmaðurinn var myrkfælinn.“ „En finnst yður það skipta máli. Eg á við að maðurinn er lát- inn fyrir löngu eg... . “ „Eigið þér við að eg sé smá- smugulega meinfýsin í hans garð?“ „Nei, engan veginn, en slík frá- sögn hæfir ekki virðingu þing- mannsins.“ Madame von Schillar hristi höfuðið fyrirlitlega. Elísabet sá ekki framan í hana, en röddin lýsti innibyrgðum tilfinninga- hita. „Það skiptir mig engu máli,“ sagði hún. „Hann sagði margt ljótara um mig meðan hann var lifandi og mátti mæla. Og ef til eí’ bókasafn í Víti — hvar hann áreiðanlega heldur sig — vona eg að hann lesi bókina mína, svo að hann sé ekki í neinum efa um, hversu innilega eg hataði hann. Eg vil að lesendur fái glögga hugmynd um þetta, svo að þeir skilji, að þegar eg loksins kynnt- ist manni, sem var í raun og sannleika glæsilegur til sálar og líkama, varð ekki umflúið að eg r 1 felli fyrir honum.“ Elísabet hafði lengi beðið eftir þessu augnabliki. „Hvar var það sem þér kynntust Wrenn fyrst?" spurði hún. „í húsi hjá kunningja okkar. En eg skal segja yður frá því þeg- ar sá tími er kominn að við för- um að tala um Wrenn.“ „En. ...“ „Já, en tíminn er ekki kominn.“ Barónessan sagði þessi síðustu orð hryssingslega, en svo klapp- aði hún á handarbakið á ungu stúlkunni. „En bara til þess að þóknast yður, skulum við sleppa þessu með þingmanninn. En hvorki þér né neinn annar getið samt fengið mig til þess að fyrir- gefa honum.“ En Elísabet þyrsti eftir vitn- eskju um Wrenn og þegar bar- ónessan brást þannig, sneri hún sér til ráðskonunnar, frú Worth. Ráðskonan var að taka til í herbergi Elísabetar. Hún benti á nokkrar bækur í hillu og sagði: „Þér eruð rithöfundur, eg hélt að allir rithöfundar lægju sífellt í bókum.“ „Eg hefi ekki tíma til að lesa þegar eg er að vinna,“ svaraði Elísabet. „Jú, þið eruð víst þannig þessir listamenn. Alveg eins og hann. Hafði bækur í stafla á gólfinu við rúmið sitt, en þegar eg sagði: Herra Wrenn, á eg ekki að bera þær niður í bókasafnsherbergið? varð hann hinn versti. En hann var eins og þér. Gaf sér aldrei tíma frá starfinu. Eg sá hann aldrei lesa.“ „Gaman væri að vita, hvers konar bækur hann las,“ sagði Elísabet. „Ekki get eg sagt yður það, ungfrú. Eg les ekkert sálf nema biblíuna.“ (Framhald). Jólafrésljós hvít og marglit, 4 teg. Jám- og glervörudeild. Leikföng mjög ódýr, i miklu úrvali Jdrn- og glervörudeildin Sprellikarlar Kr. 5.00. Litabækur Kr. 5.00. Jám- og glervörudeild. Gúmmíleikföng með ýlu, mnrgar tegundir. Jdrn- og glervörudeild. TIl ló Fjölbi KERTUM úrval af eytt Sápuverksmiðjsn Sjöfn HUSGOGN BORÐSTOFUSETT • úr eik, hirki og mahógny. Einstök BORÐSTOFUBORÐ og stólar. SKRIFBORÐ ur birki og eik. SÓFABORÐ úr eik, birki og hnotu. STOFUSKÁPAR úr birki. BOKAHILLUR • úr eik os birki. SKATTHOL úr birki, mahogny og hnotu. VERKSTÆÐI OLAFS AGUSTSSONAR & CO. - Sími 1120 - Athygli bænda skal vakin á því, að við tökum á móti vörupöntunum úr sveitum í síma nýlenduvörudeildar, nr. 1718, eða kaupfélagssímanum, nr. 1700, og komnm vörunum í Bögglaafgreiðslu félagsins, sem sér um afgreiðslu á þeim með mjólkurbílunum. Kaupfélag Eyfiiðinga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.