Dagur - 14.01.1953, Síða 6
G
D A G U R
Miðvikudagimi 14. janúar 1953
i Hin gömhi kynni I
Saga eftir JESS GREGG S
'»$*$>*$»$»$»$»$»$»\ 12. DAGUR.
Portúgalskar stúlkur, Miðnætti
við höfnina og Baðgestir. Hann
giftist árið 1914 Elísabetu Win
slow Carver. Honum entist ekki
aldur til þess að sjá verk sín
hljóta almenna viðurkenning.
Hann drukknaði af slysförum 1.
júlí 1915.
H. Harper, ungfrú Edith.
„Eg hitti Wrenn aðeins örsjald-
an. Og eg er þakklát fyrir það.
Fjölskylda mín þekkti hans fólk,
það er að segja Jeffersonættina,
því að Wrennfólkið var aldrei
neitt. En gamla frú Jefferson var
miður sín vegna þess að þessi
dóttursonur hennar málaði aldrei
neitt nema dreggjar samfélagsins
og hún bað því móður mína að
kynna Maríus fyrir einhverju al-
mennilegu fólki, sem gæti haft
bætandi áhrif á hann. Við kynnt-
um hann fyrir Kitty Leighton. Og
reyndum ekki meira. Alir
mundu hafa hlegið að okkur ef
við hefðum reynt að koma hon-
um inn hjá verulega góðu fólki.
Hvers vegna? spyrjið þér. Já,
hvers vegna? Vegna þess, skal eg
segja yður, að hann var lassaróni.
Hann var fríður maður, en
ruddafenginn. Og svo stamaði
hann. Það er að segjd- þegar úr
honum dróst orð. En það var
sjaldan. Talaði held eg aldrei
neitt við mig. En eg var nú held-
ur ekki rauðhærð og lauslát.
Elísabet Carver fékk þar það, sem
hún átti skilið.“
S. Sprague, Bentley.
„Wrenn? Jú, eg þekkti hann,
kendi honum meira að segja allt
hvað eg kunni ,en þar fór verk til
ónýtis. Hann hafði í rauninni
enga listagáfu. Framtíðin mun
sanna að eg hef rétt fyrir mér.
Honum tókst að blekkja ýmsa,
það er satt. En sjáið þér þessa
mynd þarna! Þetta er sama
stúlkan og Wrenn kallaði „portú-
gala“. Hver mundi hafa trúað
því. En eg málaði þessa mynd,
mynd Wrenns er rusl. Og svo
þessi Emmu-mynd, sem allir tala
um. Eg skal segja yður, að þessi
Emma var hjákona hans, þótt
hann aldrei vildi viðurkenna það.
Það er táknrænt um Wrenn, að
hann lifði syndugu líferni en þótt
ist engilhreinn. Slíkir menn geta
aldrei orðið einlægir listamenn.
Og eftir stóra hneykslið með
Elísabetu Carver; kærði eg mig
ekki um að hitta hann oftar. En
þó eg sæi hann ekki frétti eg til
hans, og það ekki fallegt, yfir-
leitt. Eg gæti sagt yður sitt hvað
ef eg vildi, kæra ungfrú, en ekki
frekar um dáinn marin. ... “
Og Sprague setti upp leyndar-
dómssvip, sem sannfærði mig um
að hann hafði ekkert meira að
segja.
(Framhald).
Nýkomið!
Karlmaimabomsur
(Gaberdíne)
Flókaskór
á börn og fullorðna, mjög ódýrir.
Kven-skóhlífar
sléttbotnaðar, gráar og svartar.
Skódeild |
Appelsínur!
Seljum næstu daga ágætar
appelsínur — 5.00 pr. kg.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýleriduvörudeildin og útibuin.
IBfEÐ,
áíierbergi og eldhús, óskast
iörr mánaðamótin apríl—
■ t '
niaí. Afgr. vísar a,
£
Daiisskenimíim
heldur Ú. M. F. ÁRSÓL, að
Þverá í Öngulsstaðahreppi,
laugardaginn 17. janúar, kl.
9.30 e. h.
Véitingar ú staðnum.
JEPPI,
í góðu lagi, til sölu nú
þegar.
Upplýsingar gefur
Þorsteinn Jónsson, verkstjóri,
Þórshamri.
2 Sierbergi
til leigu í nýju húsi. Kemur
til mála aðgangur að eld-
húsi. — Uppl. í Strandgötu
39, uppi, eða sírna 1873.
Saumanámskeið
liefst að forfallalausu 24.
janúar n. k.
Jórunn Guðmundsdóttir,
Brekkugötu 35.
Sími 1732.
Eyrnalokkur
fundinn í Kirkjunni.
Vitjist til Kirkjuvarðar.
Hannyrðakennsla
Get bætt nokkrum stúlkum
við í hannyrðakennslu.
Kristín Sigurðardóttir.
Sími 1077.
Herbergi
til leigu á Oddeyri.
Upplýsingar í síma 1765.
2ja herbergja íbúð
óskast til leigu 14. maí á
Oddeyrinni.
Afgr. vísar á.
Tek að mér
að breyta kvenhöttum.
MARTA NÍLSEN,
Lögbergsgötu 1, niðri.
Gamanleikurinn
„Vek j aralílukkan“
verður sýndur að Reistará í
Arnarneshreppi laugardaginn
17. janúar. Hefst kl. 9.
— Dans á eftir —
Skemmtinefndin.
VERKFALLIE
(Framhald af 5. síðu).
in á 3 kr. 25 aura lítrinn, í lægra
verði heldur en í fyrra, saman-
borið við kaup og laun, og er nú
í sama verði eða mjög svipuðu og
1947 samanborið við kaup og
laun þá. (Hefur lækkað síðan
fyrir aðgerðir stjórnarvalda eins
og kunnugt er).
(Niðurlag í næsta blaði).
Sextugur:
Láius Björnsson
trésmiður
Þann 11. þ. m. varð Lárus
Björnson, trésmiður, Eiðsvalla-
götu 18 hér í bæ, sextugur. Lárus
er Húnvetningur að ætt og upp-
runa. Hann mun hafa alizt upp
við þær fornu dyggðir að trú-
mennska og skyldurækni séu
góðir förunautar á lífsins leið.
Og eins hitt, „að vinnan göfgar
manninn“.
Ekki verður Lárusar svo
minnzt, að ekki sé getið um leið
þess fyrirtækis, sem hann hefur
starfað við og stjórnað síðan hann
kom til Akureyrar.
Það var árið 1932 að Svein-
björn Jónsson byggingameistari
byrjaði að framleiða hér hrífur og
orf úr aluminiumefni. Þetta var
fyrst í mjög smáum stíl, en þetta
var alger nýung í íslenzkum iðn-
aði og vakti þegar mikla athygli,
bæði fyrir góða endingu og hvað
amboðin urðu miklu léttari en
áður þekktist. Þetta fyrirtæki
fékk þegar í upphafi nafnið
,föja“. . .. . . .....
Semt á árinu 1935 gerðist Lárus
Björnsson meðeigandi í „Iðju“ og
hefur hann síðan annast rekstur
hennar, og unnið sjálfur að am-
boðsmíðinni og annast sölu og
dreifingu á amboðunum, en notið
öruggs stuðnings meðeiganda
síns, Sveinbjarnar Jónssonar við
margs konar endurbætur á hinni
upprunalegu gerð amboðanna,
auk þess sem hann hefur annast
um innkaup á efni og vélum til
fyrirtækisins.
í höndum þessara tveggja
manna hefur þessi amboðagerð
þróast og náð slíkum viftsældum,
að „Iðju“-amboðin eru nú þekkt
um land allt, og notuð meira og
minna í hverri einustu sveit á
landinu.
Á síðustu árum hefur „Iðja“
ekki getað fullnægt eftirspurn-
inni vegna efnisskorts, en þó mun
hún halda vinsældum hjá við-
skiptavinum sínum og má þakka
það áhuga Lárusar við að þóknast
sem bezt öllum, að svo miklu
leyti sem það er hægt.
Lárus er hljóðlátur maður og
hógvær, fáskiptinn um annarra
hagi, en fórnfús og greiðugur við
hvern sem er. Hann ér hreinskil-
inn og ákveðinn í skoðunum,
trygglyndur og vinur vina sinna.
Eg óska Lárusi til hamingju
með framtíð sína og framtíð
„Iðju“.
B. H.
Börn, sem ætla að fermast hjá
séra Pétri Sigurgeirssyni í Lög
mannshlíð í vor, eru beðin að
koma til viðtals í kirkjunni að af-
lokinni messu n.k. sunnudag.
Séra Friðrik J. Rafnar biður
fermingarbörn sín í Lögmanns-
hlíðarsókn að koma til viðtals
heim til sín næstk. mánudag kl.
4 e. h.
Fimmtugur varð sl. laugardag
hinn góðkunni Eyfirðingur, Júlí-
us Ingimarsson, bifreiðastjóri hér
í bæ.
Stúlka
óskast í vist til næsta vors.
Sigrún Þormóðs,
Bjarmastíg 8.
Sí'rni 1425.
Seðlar! - Mynt!
Frímerki!
Kaupi háu verði:
1. Alls konar útlenda og inn-
lenda peningaseðla, ógilda.
2. Alls konar mynt — gilda,
sem ógilda.
Sendið ofangreinda vöru —
greiðslu um liæl —, eða sendið
lista yfir það, sem þér viljið
>elja, til
Sigurðar Þ. Þorlákssonar,
S. R. Raufarhöfn,
N.-Þing.
Reykfur fiskur
(karfi)
nýkominn.
Kjötbúðir KEA
Flafnarstræti 89. Sími 1714.
Ránargötu 10. Sími 1622.
Nýtt Fiskfars
á hverjum degi.
Sendum heim.
KJÖTBÚÐIR KEA
Hafnarstræti 89. Simi 1714.
Ránargötu 10. Slmi' 1622.
Ú tlent, nýtt
Rauðkál
mjög góð vara.
Sendum heim.
Kjötbúðir KEA.
Hafnarstræti 89. Sími 1714.
Ránargötu 10. Sími 1622.
Höfum daglega:
Nýjan þorsk
Heilfrysta ýsu
Síginn fisk
Létt saltaðan þorsk
Þurrkaðan saltfisk
og óþurrkaðan
Gellur og Grálúðu.
FISKBÚÐIN
Strandgötu 6.
Kvöldskólinn
Tímar hefjast aftur fimmtu-
daginn 15. janúar.
Kennarar.