Dagur - 14.01.1953, Side 8
8
Bagijk
Miðvikudaginn 14. janúar 1953
Tæknilegir möguleikar til að útvarpa sjálfstæðri
dagskrá frá nýju úfvarpsstöðinni
Hátíðleg vígsla stöðvarinnar s. 1. sunnudag
Vígsla nýju útvarpstöðvarinnar
liér við Eyjafjörð fór fram við há-
tíðlega athöfn í stöðvarhúsinu í
Skjaldarvík sl. sunnudag að við-
stöddum forráðamönnum út-
varpsins og ýmsum boðsgestum
úr bæ og sýslu.
Við þctta tækfæri lýsti yfir-
verkfræðingur útvarpsins, Gunn-
laugur Briem, yfir því í ræðu,
sem útvarpað var, að ekkert væri
því tæknilega til fyrirstöðu, að
útvarpa sjálfstæðri dagskrá frá
nýju stöðinni. Þetta er mjög full-
komin útvarpsstöð, búin nýtízku
útbúnaði og hefur orku, svo að
vel heyrist til hennar langt út
fyrir þetta hérað. Mun þó heyrast
miklu betur til stöðvarinnar þeg-
ar búið verður að setja upp nýtt
loftnet fyrir hana^ en það verður
í vor.
Þessi yfirlýsing verkfræðings-
ins mun vekja mesta athygli hér
um slóðir af því, sem sagt var við
þetta tækfæri. Hún minnir á
þörfina á því að unnið verði að
því hér nyrðra að koma fastari
skipan á þessa útvarpsstarfsemi,
en á þetta hefur oft verið bent
hér í blaðinu. Hér er um stórt
málefni að ræða fyrir þetta hérað.
Möguleikar til sjálfstæðs útvarps
hér geta haft hin heillavænleg-
ustu áhrif á sjálfstætt menning-
arlíf hér og í nærliggjandi hér-
uðum.
V ígsluathöf nin.
Vígsluathöfnin hófst kl. 3 e. h.
í stöðvarhúsinu í Skjaldarvík. —
Tóku þeir Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóii og Gunnlaugur Briem
yfirverkfræðingur á móti gestun-
um í stöðinni laust fyrir kl. 3. Var
þegar setzt að dúkuðum borðum
og strax að athöfninni lokinni
framreiddar veitingar.
Útvai-pað var frá vígsluat-
höfninni, bæði um nýju stöðina
og Reykjavíkurstöðina. Björn
Olafsson menntamálaráðherra
talaði fyrstur, frá Reykjavík, og
lýsti með nokkrum orðum því, að
með því að koma upp þessari
endurvarpsstöð og öðrum slíkum
væri útvarpið að reyna að gegna
því hlutverki að sjá öllum lands-
mönnum fyrir jafngóðum hlust-
unarskilyrðum án tillits til þess,
hvar þeir eiga heima á landinu.
Lýsti ráðherra nokkuð erfiðleik-
um þeim, sem við er að stríða, og
kvað þolinmæði Eyfirðinga hafa
verið mikla, því að hlustunarskil-
yrði hefðu verið afleit nú um
langan aldur í bæ og byggð hér
nyrðra. Taidi hann byggingu
nýju stöðvarinnar merkan áfanga
í útvarpsmálum landsmanna.
Fullkomin útvarpsstöð.
Yfirverkfræðingur útvarpsins,
Gunnlaugur Briem, sem staddur
var hér nyrðra, skýrði í sinni
ræðu frá byggingu stöðvarhúss-
ins og uppsetningu stöðvarinnar
og lauk lofsorði á hinn brezka
verkfræðing, Sidney Spragg, sem
unnið hefur að uppsetningu vél-
anna fyrir hönd Marconifélags,
og á byggingameistarann, sem
stóð fyrir byggingu stöðvarhúss-
ins, Guðmund Magnússon. Hann
lýsti erfiðleikum þeim, sem út-
varpsrekstur hér á landi verður
að fást við vegna hnattstöðu
landsins og annarra aðstæðna,
sem gera útvarp hér á landi erf-
iðara en víðast annars staðar. Þá
skýrði hann frá gerð stöðvarinn-
ar, sem hann taldj mjög full-
komna, og benti á, að tæknilega
væri ekkert því til fyrirstöðu að
útvarpa sjálfstæðri dagskrá um
þessa stöð. Stöðin er í öruggu
rafmagnssambandi við bæinn og
auk þess liggur jarðsímastrengur
í stöðvarhúsið héðan. Þær fregn-
ir, sem útvarpinu hafa borizt um
starfrækslu stöðvarinnar frá
reynsluútvarpi síðustu vikurnar,
benda til þess að stöðin heyrist
ágætlega um Eyjafjörð og vel
víða um Norðurland, en dauflega
sunnanlands og austan, en þó
misjafnlega. Taldi verkfræðing-
urinn engan veginn fullreynt um
hlustunarskilyrði enn sem komið
væri og sagði, að bráðabirgða-
loftnet það, sem nú er í notkun,
skilaði ekki nema hálfri orku
miðað við það sem verður, er
nýja loftnetið kemur í vor.
! Spænsk stöð útvarpar á sömu
öldulengd, 407 metrum, en mun
ekki trufla hér, a. m. k. ekki
noi'ðanlands, svo að orð sé á ger-
andi.
Framkvæmd áætlunar lokið.
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
sagði í sinni rpeðu, að með vígslu
þessai ar stöðvar væri lokið fram-
kvæmdaáætlun, sem útvarps-
stjóri og yfirverkfræðingur út-
vaipsins hefðu gert að afloknu
alþjóðlegu þingi um útvarpsmál-
efni í Kaupmannahöfn árið 1948,
þar sem samþykkt var, gegn mót-
mælum íslands, að úthluta
sænskri stöð sömu bylgjulengd og
Reykjavík notar. Var þá fyrirsjá-
anlegt að truflanir hér á landi
mundu mjög fara í vöxt, enda
hefur sú orðið reyndin á. Til þess
að. tryggja sæmileg hlustunar-
skilyrði hér á landi var því að
koma upp endurvarpstöðvum
sem víðast um landið, þó einkum
á Austur- og Norðurlandi. Ný
endurvarpsstöð hefur verið reist
á Eiðum, gamla Eiðastöðin flutt
til Hornafjarðar og loks gerð ný
stöð í grennd við Akureyri. Taldi
útvarpsstjóri þetta merkan
áfanga og þakkaði ríkisstjórn og
Fjárhagsráði veitt leyfi til þess að
gera þessa framkvæmd mögulega.
Því næst lýsti útvarpsstjóri því
yfil', að útvarpsstöðin væri full-
gerð og tekin til starfa, þakkaði
hinum brezka verkfræðingi, sem
nú afhenti stöðina, kvaðst af-
henda stöðvarstjóranum, Davíð
Árnasyni stöðina til gæzlu og
starfrækslu.
Forráðamönnum útvarpsins
þakkað.
Að lokum talaði Friðjón Skarp-
héðinsson sýslumaður Eyjafjarð-
arsýslu og bæjai'fógeti á Akur-
eyri og bar fram þakkir Eyfirð-
inga og annarra Norðlendinga til
forráðamanna útvarpsins fyrir
forustu þeirra í stöðvarbygging-
armálinu og benti með nokkrum
orðum á gildi þessara fram-
kvæmda fyrir þetta byggðarlag
og önnur, er aðstöðu hefðu til að
njóta stöðvarinnar.
Að ræðum þessum loknum
hófst reglulegt endurvarp frá
Reykjavíkurstöðinni. Kynnir út-
varpsins hér við athöfn þessa vgr
Jón Norðfjörð leikari.
Tækin að sumu leyti fullkomnari
en í Reykjavíkurstöðinni.
Eftir að setið hafði verið góða
stund við ágætar veitingar, er
forráðamenn útvarpsins létu bera
fram fyrir gesti sína, sýndi yfir-
verkfræðingurinn, Gunnlaugur
Briem, gestunum stöðvarhúsið og
vélarnar. Stöðvarhúsið er allmik-
il og vönduð bygging. Þar er
íbúð stöðvartjórans og gott rúm
í kjallara fyrir íbúð aðstoðar-
manns, auk þess rúmgóð her-
bergi fyrir varahlutageymslur
o. s. frv.
Hinar nýju vélar stöðvarinnar
eru allar frá Marconifélaginu
brezka og af allra fullkomnustu
gerð. Sagði verkfræðingurinn að
þær væru að sumu leyti full-
komnari en vélar útvarpsstöðvar-
innar í Reykjávík. Einkum er það
tæki, sem hefur gát á tónbjögun
og suði, sem er fullkomið. Er það
af allra nýjustu gerð og stjórnar
því að þessir hvimleiðu fylgifisk-
ar útvarps — tónbjögun og suð —
verði sem viðráðanlegastir og
fyrirferðarminnstir. Lampar send
isins eru loftkældir og er það
nýjung. Má nota heita loftið til að
hita upp vélasal stöðvarinnar.
Ekki er enn búið að koma við-
tökuskilyrðum nýju stöðvarinnar
á efni frá Reykjavík í það horf,
sem ætlunin er að verði, en úr
því mun bætt eins fljótt og kost-
Næsta verkefni liljóðnemasalur.
Að öllu samanlögðu hefur
bygging nýju útvarpsstöðvarinn-
ar tekizt vel og er hún að öllu
leyti ágætlega úr garði gerð. -
Samanlagður kostnaður bygging-
ar og véla og tækja mun vera ná-
lægt 2V2 millj. Heimamönnum
hér nyrðra virðist nú, að aflokn-
um þessum myndarlegu fram-
kvæmdum, að næsta skref sé að
koma upp hljóðnemasal eða her-
bergi hér á Akureyri og skipu-
leggja hér útvarpsstarfsemi, sem
getur í senn orðið útvarpsmálefn-
um landsins til styrktar og þessu
byggðarlagi og öðrum hér nær-
liggjandi til menningarlegrar
upplyftingar.
Myndin er af nýja sendinum í útvarpsstöðinni hér norðan við bæinn.
Þetta eru mjög fullkomin tæki, af nýjustu gerð. Maðurinn á mynd-
inni er brezki verkfræðingurinn, sem unnið hefur að uppsetningu
vélanna, Mr. Sidney Spragg, frá Marconifélaginu í Englandi.
¥ r amsóknar iiienn
ræða fjárhags-
áætlun bæjarins
á f östudagskvöldið
Framsóknarfélag Akureyrar
liefur ahnennan félagsfund að
Hótel KEA n.k. föstudagskvöld
kl. 8.30 og verður þetta um-
ræðufundur um fjárhagsáætl-
un bæjarins, sem væntanlega
kemur til síðari umræðu í
bæjarstjórn n. k. þriðjudag.
Framsögu á fundinum á förtu-
dagskvöldið hefur Jakob Frí-
mannsson framkvæmdastjóri,
sem á sæti í bæjarráði af hálfu
Framsóknarflokksins. Einnig
munu bæjarfulltrúarnir dr.
Kristinn Guðmundsson og Þor-
steinn M. Jónsson mæta á
fundinum og flytja þar ræður.
Skorað er á félagsmenn að fjöl-
menna á þennan fund.
Sfyrkið lamaða -
kaupið nýju eldspýfurnar!
Sfjórnarfrumvarp
um follabreyfingar
vegna iðnaðarins
Ríkistsjórn lagði fyrir Alþingi á
mánudaginn frv. um breytingu á
lögum um tollskrá og er þar gert
ráð fyrir breytingum í 31 lið um
tollaákvæði á hráefni til iðnaöar
og í nokkrum tilfellum um aukna
vernd fyrir innlendar iðnaðarvör-
ur. Er um verulegar breytingar að
ræða, er allar miða að því að
styrkja aðstöðu iðnaðarins og hef-
ur verið haft samráð við samtök
iðnrekenda og iðnaðarmanna um
mál þetta. Má óhikað telja það í
liópi merkustu þingmála. Ríkis-
stjórnin hefur og lagt fram frv. um
tollalækkanir á kaffi og sykri, um
verðlagsbætur til opinberra starfs-
manna og væntanlegt er frv. um
auknar fjölskyldubætur, allt í sam-
ræmi við niðurstöður verkfalls-
sættarinnar í desember.
Sonurinn framdi sjálfsmorð
1 réttarhöldunum yfir kommún-
istaleiðtogunum í Prag fyrir jólin
voru m. a. lögð fram bréf til rétt-
arins frá konu eins af sakborning-
unum og ungum syni annars. Var
sá Herman Frejka, sonur Frejka
þess, er var ráðherra efnahags-
mála og hengdur var í garði ríkis-
fangelsisins í Prag að viðstöddum
Komnar eru á markaðinn eld-
spýtur, sem seldar eru að nokkru
leyti til ágóða fyrir Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra. Þetta eru
venjulegar eldspýtur frá Tóbaks-
einkasölunni, en á bak stokksins er
limdur miði, sem á er letrað:
Styrkið lamaða og fatlaða. Þessar
eldspýtur eru seldar 10 aurum
dýrari hver stokkur en venjulegar
eldspýtur og ganga aurarnir til
félagsins, til hins nauðsynlega
hjálparstarfs, er það hefur með
höndum. Allir, sem vilja, geta rétt
félaginu hjálparhönd með þessum
hætti. Gerið ykkur að reglu að
kaupa ævinlega þessar eldspýtur.
Munið að kornið fyllir mælirinn.
Áburðurinn ódýrari!
Áburðarsala ríkisins auglýsir í
blaðinu í dag áætlað verð á tilbún-
um áburði á þessu ári og er um
verulega verðlækkun að ræða frá
þvi í fyrra, eða 10—20% á áburð-
artegundunum. Orsakir lækkur.ar- (
innar er lækkun á farmgjöidum og
enfremur lækkað markaðsverð er- (
lendis.
Gottwald forseta. Hafði sonurinn
i bréfi sinu lagt til að lifslátsdóm-
ur yrði látinn ganga yfir föður sín-
um sem hann kvað hafa svikið
kommúnistaflokkinn. Þótti fram-
koma hins unga manns mikil fyrir-
mynd í blöðum kommúnista aust-
an járntjalds. Nú hefur eftirleikur-
inn orðið sá, herma nýkomin er-
lend blöð, að ungi maðurinn hefur
framið sjálfsmorð. Þessir atburðir
varpa noklcru ljósi á það hyldýpis-
myrkur, sem grúfir yfir kommún-
istaríkjunum i austri.
Áhugamannafélagið hefur slörf
Hér hefur um skeið starfað
óformlegur félagsskapur bænda og
áhugamanna um málefni landbún-
aðarins. Koma þessir menn saman
einu sinni i viku að Hótel KEA, og
ræða um áhugamál sín. Eru oft
flutt erindi þar um ýmsa þætti
landbúnaðarins og skyld málefni.
Félagsskapur þessi tekur nú til
starfa á ný eftir nokkurt hlé og er
næsti fundur á þriðjudagskvöldið
(kemur. Verður þar væntanlega
' rætt um túnrækt.