Dagur - 25.02.1953, Page 1

Dagur - 25.02.1953, Page 1
XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 25. febrúar 1953 8. tbl. Forsetafrúin á Bessastöðum sextug íreflands er við Vestmanneyjar Á mánudaginn varð hönnu- legt sjóslys við Vestmannaeyj- ar, er ofsaveður brast snögglega á bátaflota Eyjamanna, er bát- arnir voru að draga net í milii lands og Eyja. Kom brotsjór á m.b. Guðrúnu og sökk bátur- inn og með honum 5 vaskir sjó- menn, en 4 björguðust á gúmmíbát upp á Landeyjar- sand. Þeir sem fórust eru: Óskar Eyjólfsson skipstjóri, Guðni Rósmundsson, Sigþór Guðnason, Elís Ilinriksson og Kristinn Aðalsteinsson. 'orsetafrúin, frá Dóra Þórhallsdóttir, húsfreyja á Bessastöðum, varð sextug síðastliðinn mánudag. Félagsmönnum í Akureyrardeild KEA fækkaði á s. L ári vegna broltflulnings úr bænum Reyfari í Alþm. í „frjálsrar-þjóðar“ stil Aðalfundur Akureyrardcildar KEA var haldimi að Iiótel KEA sl. fösíudagskvöld og var hann fjölsóttur. Ármann Dalmannsson, form. deildarstjórnarinnar, setti fundinn og stýrði honum. Flutti liann skýrslu um hag deildarinn- ar og upplýsti, að í fyrsta sinni hefði deildarmönnum fækkað og íaldi haim aðalásíæðuna vera brotflutning úr bænum. Tala deildarmanna var í árslok 2256, höfðu 88 gengið úr deildinni á árinu en aðeins 31 í deildina. Auk þess er svo að geta þess, að enn eru taldir nokkrir menn á félagsskrá, sem eru farnir úr bænum og má búast við því að fækkunin sé enn meiri vegna brottflutnings en þessar tölur gefa til kynna. Eru þetta athyglis- verðar og harla alvarlegar stað- i-eyndir fyrir þetta byggðarlag allt. Skýrslur og kosningar. Jakob Frímannsson framkv.stj. KEA flutti á fundinum ýtarlega greinargerð um rekstur félagsins á sl. ári, samhljóða þeirri, er hann flutti á Félagsráðsfund fyrir skemmstu og þá var rakin hér í blaðinu. Allmargar fvrirsnurnir voru gerðar, er framkv.stí. rvar- aði. Tóku allmargir fundarmenn þátt í umræðunum. Kiósa átti tvo menn í stjórn deildarinnar, og voru endur- kjörnir þeir Marteinn Sigurðsson og Brynjólfur Sveinsson. í Félags róð var kjörinn Sigtryggur Þor- steinsson, í stað Snorra Sigfús- sonar námsstjóra. Loks voru kjörnir 75 fulltrúar á aðalfund KEA. Ivom aðeins fram einn listi, er var sjálfkjörinn, og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Rcvfari í Alþm. Alþm. í gær birti ærið brosleg- an reyfara um fundinn, í . frjálsr- arþjóðar" stíl, en það blað gerizt nú ein aðalheimild ritstj., enda stutt leiðin í milli samfylgdar- manna. Teikn bau, sem blaðið sér á himni stjórnmálanna í tilefni deildarfundarins, munu heldur engin vera nema í hans eigin sjá- aldri. Kosningin í ár var í engu frábrugðin því, sem verið hefur mörg sl. ár, á lista þeim, sem kjörinn var, munu vera nú, eins og áður, men-n af öllum stjórn- málaflokkunum. Allar hugleið- ingar ritstj. um pólitískt samstarf Framsóknarmanna og kommún- ista eru því gersamlega út í hött. Lygasaga hans um að Framsókn- armenn hafi ætlað að styðja kommúnista í deildarstjórnina sést í réttu ljósi, þegar atkvæða- (Framhald á 8. síðu). Almennur bændafiind- ur um mjólkurverð- fellingima Á mánudaginn komu saman til fundar hér í bænum nokkrir mjólkurframleið. úr nokkrum hreppum hér nærlendis til þess að ræða mjólkurmálin og var ákveðið á þessum fundi að efna til almenns bændafundar hér á Akureyri næstk. föstudag, og verður fundurinn að Hótel KEA og hefst kl. 1 e. h. Umræðuefni fundarins er verðfelling á mjólk (til framleiðenda) og möguleikar á stofnun bændafélags. Stór amerísk fiugvél nauðlenti á Melgerðis- flugvelli Á laugardaginn síðdegis koni hér inn yfir bæinn stór amerísk her- flugvél, tveggja hreyfla, með annan hreyfilinn óvirkan. NáSi hún lend- ingu á Melgerðisflugvclli. Vél þessi hafði verið á flugi yfir hafinu hér fyrir norðan, er bilunin varð, og var þá þegar snúið hingað. bctta mun vera þyngsta flugvél, sem lent hefur á Melgerðisflugvelli. Björg- unarfluvél af Keflavikurflugvelli kom samdægurs norður og tók nokkra menn af áhöfninni, en aðr- ir urðit eftir og hafa unnið að við- gerð. Líklegt var talið í gær, að vélin mundi tilbúin tif brottflugs héðan síðdegis í gær. DAGUR Dagur keniur næst út á laug- ardaginn kcmur. Auglýsingar þurfa að berast afgreiðslunni fyrir kl. 2 á föstudag. Munið að Dagur er langsam'.ega út- breiddasta blaðið í bæ og hér- aði. Fiskkaiipmenn, slórir og smáir, og togaraeigendur, fullir tortryggni hvor í annars garð Brezka stórblaðið Daily Mirror í London — eitt af víðlesnustu blöðum veraldar — flutti nýlega á áberandi stað hugvekju um land- helgisdeilu Breta og íslendinga og löndunarbannið á austurströnd Englands. Ritar Giles Rom- illy blaðamaður greinina og er niðurstaða hans sú, að eining sú, sem sögð er ríkja í milli brezkra að- ila er að löndun- arbanninu standa, sé aðeins á yfir- borðinu, en undir niðri sjóði óá- nægja með ríkj- andi ástand. Aumingja þorskur! Romilly hefur frásögn sína í léttviðrislegum tón, ræðir um þorskinn sem eina meiriháttar persónu, sem varla geti vitað hverja stórpólitíska þýðingu hann hafi, því að sagt sé að bannið, sem nú gildir í Bretlandi, geti í fyrsta lagi hresst upp á kommúnista á íslandi, í öðru lagi sett togveið- ar Breta sjálfra úr skorðum, og í þriðja lagi, svipt brezk heimili þýðingarmiklum matvælum. En í Hull og Grimsby sé mjög á orði, að búið sé að bjóða Bretum nóg að undanförnu, og brezkir fiski- menn geti ekki lengur látið pólska og perúríska dómara í Haag segja fyrir um, hvar þeir megi veiða. Á yfirborðinu virðist vera eining, segir Romilly, en undir niðri er annað að sjá. Síðan segir hann á þessa leið: Grimsby kaupmcnn langar til að kaupa! > . . . Hin raunverulega mynd af brezku útgerðinni er, að þar er hver höndin er upp á móti annarri og hver hópur vill fá að taka lögin í sínar hendur. Grimsby er tortryggin gagnvart Hull. Smákaupmenn eru tor- tryggnir gagnvart þeim, sem stærri eru. En báðir hafa andúð á togaraeigendunum. Enginn ráðfærir sig við stéttarfélögin og í milli tveggja aðalfélaganna, Sambands yfirmanna á togui'un- um og Almenna verkalýðssam- bandsins, er ekkert samband af neinu tagi. Yfirborð hinnar þjóðlegu ein- ingar er falskt. Hinir 600 fiski- kaupmenn í Grimsby þrá að fá að kaupa af íslenzku togurunum. Stéttarfélögin eru ókyrr undir löndunarbanninu. Og hvenær sem er, getur einhver reynt að brjóta það á bak aftur. . . .“ Fiskþurrðin í Norðursjónum. í greinarlok bendir Romilly á reynsluna í Norðursjónum. Hann segir á þessa leið: ..í reynd- inni er hér um hin mikilvægustu málefni að ræða og mikinn ábyrgðarhlut, sem naumast sést fyrir háværum deilum. Sérstak- lega er það ábyrgðarhlutverk að tæma ekki hafið af fiski. Fiskur- inn, sem veiðist úr Norðursjónum er að verða yngri og minni. Brezka hafrannsóknaskipið Ern- est Holt, merkti á sl. ári mörg þúsund ungviði þrosks og ýsu. En til skelfingar fyrir vísinda- mennina kom í ljós, að innan árs var búið að veiða einn þriðja af þessu ungviði!“ Að lokum hvetur Romilly ein- dregið til þess að brezka ríkis- stjórnin reyni að leysa deiluna. Á meðan hún stendur, segir hann, tapa allir — matvælabirgðir Breta minnka, íslenzka þjóðin verður fyrir áföllum og ekki síð- ur hafnirnar á austurströnd Bretlands. Hörmiilegar slysfarir inu, segir AUGLÝSING í Degi nær til langflestra Akureyringa og Eyfirðinga! DAGUR kemur aftur út n.lc. laugar- dag. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 2 á föstudag.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.