Dagur - 25.02.1953, Page 4

Dagur - 25.02.1953, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 25. íebrúar 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiffsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstrxti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverju.t miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Pjörnssonar h.f. Undirbúningur að gerð heildar- áætlunar um framkvæmdir UM ÞESSAR MUNDIR fara fram harðar um- ræður í Reykjavíkurblöðunum um það, hvaða að- ilar hafi staðið að byggingu sundhallar þeirra höf- uðstaðarbúa fyrir aldarfjórðungi. Fólkið úti á landi hefur lítinn áhuga fyrir þessum deilum. Hér nyrðra þykir mönnum til dæmis lærdómsríkara að horfa upp á sína eigin sundhöll, en hún er nú búin að vera í smíðum í mörg ár og þokast lítið nær lokatakmarkinu. Hér er líka spítali í smíðum, sem kunnugt er, og á enn alllangt í land að verða full- gerður, enda þótt alla tíð síðan smíði hans hófst hafi þjóðina í heild sárlega skort sjúkrarúm og stöðug vandræði hljótist af því, hversu spítalar í landi hér eru fáir og smáir. Víða um landið standa hálfgerð mannvirki, sjúkraskýli, hafnarmannvirki, sundlaugar, skólahús og sitt hvað fleira, sem þumlungast áfram með opinberum fjárframlögum, taka ofurlítinn kipp fram á við, en stöðvast svo og bíða fjárveitingar á næsta ári. Óhætt er að full- yrða, að þjóðfélagið geymir tugi milljóna í hálf- gerðum steinsteypumannvirkjum víða um landið, sem eins og sakir standa eru engum að gagni og skila engum vöxtum til þjóðarbúsins í heild en kosta þó árlega mikið fé í viðhaldi og rekstri. Þessi háttur á framkvæmdum í þjóðfélaginu, að ljúka ekki verkum á skömmum tíma, nær langt út fyrir byggingaframkvæmdirnar. Símalagnir hér um þetta hérað til dæmis, hafa nú tekið áratugi og þeim er enn hvergi nærri lokið. Svipaða sögu virð- ist vera að segja af raforkuframkvæmdunum. Ein mannsævi mun ekki duga til þess að sjá rafmagnið dreifast um byggðir landsins, ef gildandi áætlanir um þessi efni eiga að ráða hraðanum. Það er því augljóst, að brýn ástæða er til þess að taka öll þessi framkvæmdamál, sem njóta opinbers stuðn- ings, til nýrrar yfirvegunar og marka í þeim stefnu, sem er skynsamlegri og heilbrigðari frá þjóðhagslegu sjónarmiði en hreppapólitíkin, sem til þessa hefur ráðið of miklu í þessum efnum. Á SÍÐASTA ALÞINGI fluttu nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem eru fulltrúar landsbyggðarinnar, þingsályktunar- tillögu, þar sem ríkisstjórninni var falið að hefja undirbúning að heildaráætlun í þeim tilgangi að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Þessi tillaga var samþykkt og er málið þar með í höndum ríkis- stjórnarinnar. Það er alveg vafalaust, að fólkið úti á landsbyggðinni telur þetta mál mikilvægt og það hefur undrast, að Alþingi skuli ekki hafa tekið það til meðferðar fyrir löngu. Slík áætlun hlýtur að taka til þeirra fjölmörgu opinberu framkvæmda, sem eru hálfkaraðar um land allt, jafnframt því sem með henni yrði lagður grundvöllur að skyn— samlegri og réttlátari dreifingu atvinnutækja um landið. En enginn skyldi halda, að slíkt málefni sé neitt nálægt því að hljóta fullnaðarundrbúning þótt þingsályktunartillaga þessi hafi verið sam- þykkt. Fyrst er það, að landsmenn hafa ekkert sérstaklega góða reynslu af árangrinum af sam- þykkt slíkra velmeintra tillagna, eða skipun nefnda til þess að undirbúa hin og þessi málefni. Sumar nefndir, sem á vegum ríkisvaldsins starfa, eru alveg furðulega lengi að skila álitsgerðum, og ýmis dæmi þess má finna, að nefndarálitum, sem fram hafa komið um hin og þessi málefni, hefur verið stungið undir stól og ekkért gert með þau síðan. Þótt ekki skuli að óreyndu véfengt, að af opinberri hálfu verið unnið röggsamlega að undirbúningi heildaráætlunar um framkvæmdir víða um landið, er samt augljóst, að afgreiðsla málsins á Alþingi er smituð af því sjónarmiði, að aðeins reykvísk fyrirtæki og einstaklingar í höf- uðstaðnum séu hæfir til þess að vinna að opinber- um málum, er þjóðfélagið í heild varðar. í tillögu þeirri, sem fyrr greinir, er gert ráð fyrir að ríkis- stjórnin njóta aðstoðar þriggja aðila við undirbún- ing málsins: Fiskifélagsins, Búnaðarfélagsins og Landssambands iðnaðarmanna, er öll hafa höfuðstöðvar og skrif- stofur í Reykjavík. En ekki er til þess ætlast að héraðs- og bæjar- stjórnir og aðrir aðilar úti á landi, sem bezt vita hvar skórinn kreppir, komi þar nærri. Þarna er veila í undirstöðunni, sú hin sama veila, sem nú orðið einkennir ým- is afskipti Alþingis og ríkisstjórn- ar af málefnum landsbyggðarinn- ar. Höfuðstaðarsjónai-miðin eru hvarvetna fyrirferðarmest og oft- lega verður þess vart, að lítill skilningur ríkir þar á hinum brýnustu þörfum annarra héraða. YFIRLÝSING Alþingis um vilja sinn í sambandi við jafnvægi í byggð landsins er gagnleg og góð það sem hún nær. En eigi er síður mikilsvert að forráðamenn hinna valdamestu, opinberu stofn ana og trúnaðarmenn ríkisvalds- ins, hafi í raun og sannleika skilning á hinum sérstæðu vandamálum landsbyggðarinnar. Undan því hefur oft verið ástæða til að kvarta. Vonandi er þó, að afgreiðsla þessa máls reynist í framkvæmd meira en handaupp- rétting þingmanna ein saman, og sú verði raunin á, að mál þetta verði eitt hið merkasta, sem síð- asta Alþingi afgreiddi. FOKDREIFAR Rangur samanburður. „Templari“ skrifar blaðinu á þessa leið: „EINHVER „heimilisfaðir“ skrifar í síðustu „Fokdreifar“ all- langt mál um æskulýðs- og bíó- starfsemi, og þá sérstaklega um ,Skjaldborgarbíó“. Er etcki nema gott eitt um það að segja, að um þessi mál sé ritað, ef þar gætti þekkingar fram yfir það vanalega og fullrar sanngirni. Samanburðux-inn, sem „heimil- isfaðir“ gerir, er ekki á réttum grundvelli, þar sem hann ber saman stai-fsemi „Æskúlýðsfélags Akureyrax’kirkju“ og rekstur kvikmyndahúsa. Templarar hafa um langt skeið haldið uppi starf- semi á svipuðum grundvelli og Æskulýðsfélagið, sem um er talað og gei-a það áfram, þannig, að sunnudagaskóli kii’kjunnar starf- ar annan hvern sunnudag og barnastúkui*nar hina. Varð um þetta bezta samkomulag við séra Pétur, sem kann vel að meta stax-fsemi góðtemplara, enda var afi hans, Sigux’ður, einhver ham- ingjudrýgsti regluboði, sem ferð- ast hefur um landið. Sambærileg við æskulýðsstarf Akui’eyrax-kirkju er svo starf- semi undirstúknanna, sem árlega taka á móti mörgum unglingum og þá helzt úr röðum bai-na- stúknanna, en starfa þó á miklu víðtækari grundvelli, þar sem fólk á öllum aldri er þar félags- bundið.“ Frainkvæmd æskulýðsmálsins. „BÍÓSTARFSEMI góðtempl- ara er fjáröflunarleið til að geta byggt upp æskulýðsheimili og hefur þegar vei’ið hafizt handa um framkvæmdir á þessu, með kaupunum á Hótel Norðurlandi, og er þar í stói-vii’ki ráðist, sem bæjarbúar ættu að styðja af fi’emsta megni. Það eru bæjai’bú- ar sjálfir, sem ráða því með að- sókn sinni að þessum stað, þegar templarar taka þar við rekstrin- um, hvort þar er hægt að starf- rækja tómstundaheimili fyrir æsku þessa bæjar og halda uppi hollum skemmtunum og fyrir- myndar gistihúsi. Svo stórt og mikið hús er dýrt í rekstri og mikið fé þarf til vaxta og afborg- ana. Sumir trúa kannske þeirri auðvirðilegu lygasögu að templ- arar fái 5 krónur af hverri flösku áfengis, sem Áfengisverzlun rík- isins selur. Sannleikurinn er sá, að Stórstúka íslands fær kr. 170 þúsund til allrar stai’fsemi sinnar, án tillits til hvað mikið er selt af áfengi, og fer meginhlutinn af þessu til bindindisboðunar í landinu, en stúkurnar hér fá ekki eyri af því, heldur greiða sinn skatt til Stórstúkunnai’.“ Kvikmyndavalið. Enn segir „templari": ,,SKJALDBORGARBÍÓ hefur hvað eftir annað fengið hingað úrvalskvikmyndir, en margar þeirra hafa sama og enga aðsókn fengið, eins og t. d. myndin „Jóla- dráumur“, sem sýnd var 4 sinn- um í janúar fyrir aðeins 175 bíó- gesti, svo nærtækt dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu vildi Skjaldborgar- bíó alltaf geta sýnt úrvalsmyndir, eins og t. d. „Litla söngvarann“, sem fékk framúrskarandi aðsókn og þessa dagana er sýnd hér mynd með sama litla söngvaran- um í aðalhlutverki, „Litli fiski- maðurinn", og vildi bíóið geta sýnt slíkar myndir sem oftast, en óhætt er að segja, að bíóið reynir ætíð að fá þær beztu myndir sem völ er á hverju sinni, en því mið- ur, framboð á þeim er ekki nóg, og sumar beztu myndirnar eru stundum sýndar með tapi. „Heimilisfaðir" telur það „óheppilegt“ að góðtemplararegl- an skuli reka hér kvikmyndahús og það „skattfrjálst". Eg spyr: Myndu aðrir reka það á heppi- legri hátt fyrir almenning, eða sýnir starfsemi annarra bíóa í bænum það? Ekki er það heldur rétt að bíóið sé að öllu leyti skatt- frjálst. Greiða verður söluskatt, hlj ómlistarg j ald til STEFS og sætagjald til bæjarins. Bíóið greiðir einnig háa húsaleigu til bæjarins." „HEIMILISFAÐIR“ virðist of „umsvifamikill“ í grein sinni. Hann segir að Skjaldborgarbíó sýni kvöld eftir kvöld myndir, sem ekki séu boðlegar ungling- um, en hann nefnir ekki að þær myndir eru bannaðar og það aug- lýst í kössunum með stóru letri (betur en hjá hinum bíóunum) og því banni svo stranglega fram- fylgt, að sumum hefur þótt of langt gengið og kvartað undan. Greinarhöfundur segir að óskum sem borizt hafa um hléin hafi ekki verið sinnt. Þetta er ekki rétt. í Skjaldborg eru nú engin hlé og engin sælgætissala, því að ekki getur hann heldur séð hana í friði, en hann gáir ekki að því, sá góði maður, að það virðist ekki yfirleitt vilji bæjarmanna að losna við hléin, því að stundum getur verið gott og nauðsynlegt að fá frískt loft í miðri mynd, þar sem loftræsting er því miður ekki fullkomin og dómar manna eru yfirleitt misjafnir um það, hvort allt sælgæti sé óhollt og meira að segja læknar halda því nú fram að súkkulaðisælgæti, sem nóg fæst af, sé frekar hollt. Nei, góði „heimilisfaðir“, bíóin veita oft fræðandi og skemmti- legar stundir, það má ekki gleyma aukamyndunum, sem oft eru fréttamyndir frá merkum viðburðum og alls konar íþrótta- starfsemi, en hinu er ekki að neita að of mikið framboð er á lélegum myndum og verst er það þegar fólkið kann ekki að velja. og hafna. En það er annað mál, sem vekja þarf athygli á, en það er barátta hinna pólitísku flokka um barns- sálina, þegar reynt er þegar á jólatrésaldi’inum að draga þau í vissa stjórnmálaflokka. Snú þú þangað geiri þínum, góði „heim- ilisfaðir.“ Síldarkútur í hverjum kjallara Það er oft um það talað, hve ódugleg við íslend- ingar séum við að að borða síld. Stundum er hús- freyjunum kennt um — þær kunni ekki að matbúa síldina á nógu fjölbreyttan hátt. Stundum er fisk- sölunum kennt um — þeir séu óduglegir við útveg- un á góðri síld. Og stundum er almennri ólyst lands- mana kennt um fyrirbærið — í síldinni er allt of mikið af beinum og það er ógerlegt að bjóða manni upp á bein!! BEZTA SÍLD í HEIMI. Hver, sem orsökin kann að vera, þá er það stað- reynd, að síld er fremur sjaldséður matur á borðum okkar, a. m. k. sem aðalréttur. Um þetta sannfærist maður betur, eftir að hafa dvalið með grannþjóðum okkar. Þar þykir síld víðast hvar herramanns matur og er mjög algeng á borðum, bæði sem aðalréttur í hádegis- eða kvöldverði og eins sem álegg eða með brauði, og er síldin matbúin á ótal vegu. Ný smá- síld er oftast á markaðnum árið um kring og er borðuð mikið bæði steikt og soðin. „ Þegar tekið er tillit til þess, að íslenzka síldin er hin allra bezta, sem á markaðinn kemur og yfir- leitt um getur, er það grátleg staðreynd, hve lítils af henni við neytum. Komizt erlendar fiskverzlanir yfir íslenzkan síldarkút, þykjast þær himinn hönd- um hafa tekið og auglýsa með stórum skiltum bæði utan dyra og innan, að ísl. síld sé á boðstólnum. RÍK AF BÆTIEFNUM. Ef vel er farið með síldina, er hún Ijúffengur mat- ur ,og hvað beinin áhrærir, má með svolitlu lagi fækka þeim verulega við hreinsunina, og smábein- unum veitir maður ekki athygli, nema fyrst í stað. Auk þess-að verá ljúffengur matur, ágætlega til þess fallinn að setja nokkra fjölbreytni í fæðu okkar, er síldin mjög heilnæm og rík af ýmsum góðum efn- um. Meira að segja saltsíldin, sem ýmsir álíta að sé fjörefnalítil, hefur mikið af D-bætiefnurri og nokk- uð af bæði A og B. Auk þess hefur hún að geyma sölt, járn, fitu og fleiri efni nauðsynleg manns- líkamanum. STEIKT SALTSÍLD. Saltsildina má tilbúa á marga vegu. Algengast mun vera að setja hana í edikslög (marinera), þar sem síld er á annað borð nokkuð notuð, eða borða hana hráa með soðnum kartöflum og lauksósu. En það er líka hægt að steikja hana og gera þannig úr henni.hinn Ijúffengasta rétt. Síldin er þvegin og lögð í bleyti í vatni í sólar- hring. Þá er hún verkuð. Sporðurinn skorinn af og innmaturinn tekinn út. Skornir burtu uggar á baki og búk, þannig, að auðvelt er að ná roðinu af. Síðan er síldin skorin í flök. Skorið er fast upp við hrygg- inn hausmegin og niður eftir og reynt að ná fiskin- um sem bezt og heillegast frá beinunum. Með lagi má fjarlægja töluvert af beinum úr flökunum áður en þau eru lögð í bleyti aftur, en nú í mjólk eða mjólkurblöndu. Þegar síldin er hæfilega sölt, er mjólkin látin renna af flökunum og það mesta þerr- að af þeim með hreinum klút. Flökunum er síðan velt upp úr hveiti, sem lítið eitt af pipar hefur verið blandað saman við. Laukur er skorinn í sneiðar og brúnaður ljósbrúnn. Síldin er brúnuð báðum meg- in við fremur hægan eld. Færð upp á fat og laukn- um raðað yfir hana. Á pönnuna er hellt mjólk (enn betra rjóma). Þessu er síðan hellt yfir síldina. Með þessum rétti er bezt að borða kartöflur í jafningi (sætum) eða hvítkálsjafning. Þetta er afbragðs rétt- ur, heilnæmur og góður, og ætti að vera á borðum okkar vikulega. Ágætt ráð er að steikja nokkuð mikið í senn og ætla sér afgang af síldinni. Afgang- inn má setja í edikslög á sama hátt og venjulega er gert við saltsíld. Marineruð, steikt saltsíld er mjög ljúffeng, sérstaklega með brauði. SÍLDARKÚTUR I IIVERJUM KJALLARA. Það eru ótal möguleikar við að útbúa góða rétti (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.