Dagur - 01.04.1953, Side 1
ÁSKRIFT að DEGI tryggir að
þér fylgist með málefnum
þjóðarinnar.
AGU
AUGLÝSING
í Degi nær til Akureyringa og langflestra Eyfirðinga.
XXXVI. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 1. apríl 1953
18. tbl.
Frá 10. flokksþinginu
Nauðsynlegt að ræða hervarnarmálin
fyrir opnum tjöldum meira en nú er gerl
Þessi mynd er frá 10. flokksþingi Framsóknarmanna, sem lauk í
Reykjavík sl. miðvikudag. Formaður flokksins, Hermann Jónasson
landbúnaðarráðherra, er að flytja framsöguræðu sína, er birt hefur
verið í tvcimur síðustu tölublöðum Dags.
Spennan of lág fyrir
endurvarpsstöðina
Endurvarpsstöðin hér utan við
bæinn hefur ekki getað starfað
nema stopult að undanförnu og er
| ástæðan sú, sagði Davíð Árnason
stöðvarstjóri blaðinu, að raf-
magnsspennan hér í bænum er of
lág, en stöðin fær rafmagn frá
Laxárvirkjun. Hefur þetta valdið
verulegum truflunum á útsend-
ingum stöðvarinnar síðustu þrjá
dagana.
10. flokksþing Framsóknarmanna bendir á að
hvatvíslegur og fjandsamlegur áróður um ör-
yggismál landsins er beinlínis þjóðhættulegur
Flokksþing Framsóknarmanna, sem lauk sl. miðvikudag, ræddi
öryggismál landsins og gerði um þau ályktun, þar sem lögð er
áherzla á vilja þjóðarinnar til að kappkosta góða sambúð við allar
þjóðir, en jafnframt talið óhjákvæmilegt að hervarnir séu í landinu
eins og nú er ástatt í heiminum til öryggis þjóðinni sjálfri og öðrum
þjóðum Norðuratlantshafssvæðinu. Vá vítti þingið hvatvíslegan og
f jandsamlegan áróður, sem haldið er uppi af kommúnistum og þeirra
fylgifé, gegn vamar- og öryggismálum landsins.Ályktunin er svohlj.:
*
£
I
I
£
£
£
I
£
Akureyrarvikan hafin - gestir streyma til
bæjarins - Skíðalandsmótið hefsf kl. 6 í dag
£
I
i
£
£
£
I
£
%
|
%
i
©
£
tS>
f
$
I
©
1
f dag hefst Skíðamót ís-
lands og Akureyrarvika
Ferðamálafélagsins og var
undirbúningi að mestu lok-
ið í gær. Þátttakendur í
Skíðamótinu streymdu til
bæjarins, með flugvélum
að sunnan og vestan og
landveg að austan og von
er á mörgum gestum að
sunnan í dag bæði flugleið-
is og landleiðina því að nú
er unnið að því að opna
þjóðveginn suður.
Bærinn skartaði fegursta
vetrarbúningi í gær —
fannbreiður yfir öllu og
meira en nægur skíðasnjór
jafnt í bænum sem utan
hans, — kyrrviðri og bjart-
viðri var lengst af, eins og
svo oft hér á Akureyri,
fánar við hún í miðbænum
og önnur skreyting til nð
fagna gestunum.
Dagskráin.
Skíðamót íslands hefst í
dag með skíðagöngu hér í
bænum við íþróttahúsið
og í kvöld hefst Akureyr-
arvika Ferðamálafélagsins
með samkomum á hótelum
bæjarins. Síðan falla sam-
an dagskrár Ferðamála-
félagsins ög Landsmótsins
og vierður þannig:
Skírdag 2. apríl:
Kl. 9.00 Skíðaför gesta.
Kl. 12.00 Svigkeppni á
Skíðam. ísl.
Kl. 15.00 Boðganga á
Skíðam. ísl.
Kl. 20.30 Kirkjukonsert:
Kirkjukór Ak.
Stjórnandi: Jak
ob Tryggvason.
Föstudaginn langa, 3. apr.:
Kl. 7.00 Vindheimajök-
ulsför.
Kl. 9.00 Skíðaför gesta.
Kl. 17.30 Bærinn skoð-
Annar í páskum, 6. apríl:
Kl. 9.00 Skíðaför gesta.
Kl. 15.00 Skíðastökk (að
alkeppni) á
Skíðam. ísl.
Kl. 18.00 Hestamannafél.
Léttir slær kött
inn úr tunn-
unni.
Bridgekeppni:
Meistarar frá Reykjavík,
Akureyri og Húsavík og
ef til vill Dalvík keppa á
hverju kvöldi á Gilda-
skála Hótel KEA.
Kl. 20.30 Andakt í kirkj- Þá verða stofnaðir skíða- t
unni. flokkar — 15—20 manna — -J-
Laugardagur 4. apríl: undir umsjá hæfra manna til þess að hafa forustu fyr- f |
Kl. 13.00 Skíðaför gesta. ir unglingum og öðrum, er vilja fara á skíðafjallið f
Kl. 14.00 Stórsvig karla þessa daga. Er þetta gert til í
og kvenna á öryggis og þæginda og til f
Skíðam. ísl. Kl. 16.00 30 km. ganga á þess að gera fólki sem ódýrast að komast í skíða- <3 4
Skíðam. ísl. Kl. 21.00 Kvöldvaka á landið. Skrásetning í skíða- flokkana er á Ferðaskrif- t |
Hótel KEA og stofunni. Miðasala á dag- 4 iíi
Hótel Norðurl. skrá Ferðamálafélagsins og I
Páskadagur 5. apríl: í skíðaferðirnar fer fram á Hótel KEA, þar sem upp- 4 <3 4 t f
Kl. 8.00 Grímseyjarför lýsingamiðstöð verður, og
(sérst. gjald). á Ferðaskrifstofunni, sem t
Kl. 9.00 Skíðaför gesta. veitir upplýsingar og fyrir- f
Kl. 13.00 Svig kvenna á greiðslu, eftir því sem unnt t
Skíðam. Isl. er. Gert er ráð fyrir að Ak- f
Kl. 15.00 Sveitakeppni á ureyringar sjálfir taki t
Skíðam. Isl. verulegan þátt í öllu, sem f <■ f
Kl. 16.30 Stökk í norr- fram fer og þess er vænst,
ænni tvíkeppni. að bæjarmenn allir leggist
Kl. 20.15 Lúðrasveit Ak. á eitt að gera gestunum í f t f
leikur á Ráð- dvölina hér sem ánægju-
torgi. legasta á allan hátt.
£
£
I-
£
I-
£
I
£
I
£
J.
v,f
13*
£
i
Framsóknarflokkurinn telur
sem fyrr að íslendingum beri að
kappkosta góða sambúð við allar
þjóðir, sem þeir eiga skipti við
en nánasta samvinnu hljóti þeir
þó að hafa við norrænu þjóðirnar
og aðrar vestrænar þjóðir, vegna
nábýlis, menningartengsla og
líkra stjórnarhátta.
Flokksþingið telur óhjákvæmi-
legt, eins og ástatt ét í heiminum,1
að hervarnir séu hér á landi til
öryggis íslendingum og öðrum
þjóðum, sem eru á Norður-Atl-
antshafssvæðinu.
Seta erlends herliðs hefur vissu-
lega í för með sér mikinn vanda
fyrir þjóðina, en flokksþingið
bendir á, að fjandsamlegur áróð-
ur og hvatvíslegur, sem frammi
er hafður vegna annarrlegra
hagsmuna, er beinlínis þjóð-
hættulegur og torveldar meira en
nokkuð annað, að skynsemi og
gætni verði viðhöfð í meðferð
þessara mála.
Flokksþingig leggur áherzlu á
eftirfarandi atriði:
1. Að vörnunum sé þannig fyrir
komið, að þær tryggi þjóðinni
sem mest öryggi, en þess þó
gætt, að hér verði ekki fjöl-
mennari her, eða meiri fram
kvæmdir, heldur en sú nauðsyn
krefur.
2. Að hindruð verði óþörf sam-
skipti landsmanna og varnar
liðsins og dvöl þess takmörkuð
við þá staði, er það fær til af
nota.
3. Að fullkomnari og traustari
skipan verði komið á samstarf
íslenzkra stjórnarvalda og yf
irmanna varnarliðsins með það
fyrir augum að koma í veg fyrir
misskilning og árekstra og
tryggja betur framkvæmd
varnarsamningsins.
4. Að varnarmálin verði rædd
meira opinberlega en verið hef
ur og þjóðinni veittar upplýs-
ingar um þau eftir því, sem
uijnt er, til þess að koma í veg
fyrir kviksögur og óheiðarleg-
an áróður.
5. Að framkvæmdum hjá varnar-
liðinu sé, eftir þvi sem hægt er,
hagað með tiliiti til atvnnu-
vega landsmanna og vinnuafls-
ins í landinu.
6. Að núgildandi varnarsamning-
ur verði tekinn til endurskoð-
unar, nú þegar, í því skyni 'að
bæta úr því, sem áfátt er.
Ennfremur leggur flokks-
þingið ríka áherzlu á, að varn-
arsamningnum vérði sagt upp
strax og fært þykir af öryggis-
ástæðum.
(Framhald á 5. síðu).
Haukur Stefánsson
málari látinn
Síðactliðinn laugardagsmorgun
lézt að heimili sínu við Holtagötu
hér í bæ Haukur Stefánsson list-
málari, á sextugsaldri, banamein
hans var hjartaslag. Haukur Stef-
ánsson var Vopnfirðingur að ætt,
systursonur Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds. Haukur
fiuttist til Vesturheims barn að
aldri, kom aftur 1930 og alfarinn
o
1932. Hann átti hér heima síðan
1933. Haukur Stefánsson var
kunnur borgari og ágætur lista-
maður. Hans verður nánar
minnzt hér í blaðinu síðar.
Landleiðir færar í dag!
I gær var unnið að því með
stórvirkuin vélum að opna um-
ferð yfir fjallvegi, sem tepptust
í stórviðrinu á laugardaginn.
Oxnadalsheiði verður fær í dag
og ennfermur Holtavörðuheiði
og er þá akfærtí milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur á stórum
bílum. Þá var verið að ryðja
Vaðlaheiðarveg í gær og er þá
akfært til Húsavíkur. Innan-
héraðsvegir voru flestir færir í
gær nema Dalvíkurvegur, en
hann verður ruddur í dag. Er
þarna rösklega að verið og
samgöngutafir vegna snjókomu
minni en vænta mátti um
helgina.