Dagur - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 01.04.1953, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 1. apríl 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. AfgreiSsla, auglýiingar, innheimta: _ Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstrcti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Upplausnin í Alþýðuflokknum ÞEIR, sem gerðu sér nokkrar vonir um að stjórn- arskiptin í Alþýðullokknum í vetur mundu boða nokkra stefnubreytingu, eru sífellt að verða fyrir vonbrigðum. Undirrót byltingarinnar í flokknum var óánægja með hina íhaldssömu stefnu þeirra manna, sem lengi höfðu setið þar undir stýri. í- haldsstefna þeirra kom gleggst í ljós í stjórnartið Stefáns Jóhanns Stefánssonar. í þeirri stjórn var ná- in sajnvinna með Alþýðuflokksforkólfunum og f- haldinu. Ýmis þau málefni, sem Framsóknarmenn lögðu áherzlu á að styðja á þeim árum, strönduðu á Alþýðuflokknum, sem skipaði sér íhaldsmegin, er til átaka kom um slík málefni. Má þar til dæmis nefna ýmsar lagfæringar í verzlunarmálunum. Megn óánægja var með þessa framkomu forkólfanna meðal óbreyttra kjósenda um land allt, og kom það glöggt í ljós í kosningunum liaustið 1949. Þá gekk fylgi af Alþýðuflokknum, svo að um munaði. Hinum yngri mönnum flokksins þótti á flokksþinginu í vetur heldur qglæsilegt að ganga til kosninga nú í sumar með óbreytta stefnu og undir leiðsögu gömlu ihalds- bandamannanna. Kom í ljós á flokksþinginu, að þeir liöfðu liaft með sér samtök um að setja nýtt andlit á flokkinn, og þóttu þetta nokkur tíðindi, er það spurðist út um landið. Til að byrja með virtist ýmsum, að með þessum aðgerðum væri Alþýðuflokk- urinn líklegur til þess áð bæta hag sinn í kosning- unum. ýlin nýja flokksstjórn mundi vera fráhverf ihaldi og í þess stað liugsa til þess að endurvekja hið gamla samstarf við Framsóknarmenn, sem vel dugði þjóðinni og flokknum á fyrri tíð. En málið var ekki svona einfalt. Það kom sem sé brátt í ljós, að hinir gömlu flokksforingjar ætluðu sér engan veginn að gefast upp við svo búið. Hin gamla stefna þeirra, að ástunda sem mestan fjandskap við Fram- sóknarmenn, átti sér enn þá áhangendur í ýmsum trúnaðarstöðum flokksins. Og í dag fara fram mjög liörð átök í flokknum á milli íhaldsaflanna og hinna frjálslyndari afla. Flokkurinn gengur augsýnilega meira og minna klofinn til kosninganna, og enginn veit, hvor stefna verður ofan á, að kosningunum loknum. Þannig hefur byltingartilraunin í Alþýðu- flokknum raunar þegar mistekizt að því leyti, að slíkur flokkur er algerlega vanmáttugur að veita forustu þeim fjölda kjósenda, sem aðhyllist frjáls- lynda sósíalistiska stefnu. Líklegast er, að flokkurinn gjald afhroð í kosningunum, i stað þess að hann auki fylgi sitt, sem nokkuð var á orði á fyrstu dögum byltingarinnar. * VAXANDI styrkur Framsóknarflokksns og aukinn skilningur almennings á nauðsyn þess, að efla liér á landi hið þriðja afl stjórnmálanna, sem stendur öfl- ugt og sterkt í milli sósíalistisku öfganna og aftur- lialdsns, á nú ekki aðeins að mæta fjandskap þeirra Alþýðuflokksforkólfa, sem lengst og dyggilegast hafa teymt Alþýðuflokkinn út á braut íhaldssamstarfsins, heldur verður og í vaxandi mæli vart við afbrýði lijá sumum foringjum þess hóps, sem stóð að byltingunni í miðstjórn Alþýðuflokksins í vetur. Þannig verða þeir óbeint til þess að efla ihaldsöflin í flokknum, með því að láta öfund í garð Framsóknarflokksins blinda augu sín. Þessi liafa til dæmis orðið örlög flokksforingja hér uyrðra, sem þó munu hafa stutt byltinguna í árdögum liennar. Þannig er það nú helzta iðja málgagns flokksins hér í bænum að birta óhróður um Framsóknarflokkinn og ala á tortryggni og fjandskap til samvinnufélaganna. í þessuni skrif- um hefur öfund og afbrýði vegna vaxandi gengis Framsóknarflokks- ins gjörsamlega yfirskyggt skynsam- lega stjórnmálastefnu í þessu mál- gagni. Þjóðsögur, fornsögur og ljóð eru nú á hraðbergi til þess að ó- frægja Framsóknarmenn, svo að segja í hverju blaði, og er meiri á- herzla lögð á þessi fræði nú um sinn en nokkuð annað. Enda þótt þessi skrif, sum hver, séu svo langt sótt, torskilin og forneskjuleg, að þau fari fyrir ofan garð og neðan hjá fjölda manns, skilst tilgangur- inn samt, en hann er sá, að skapa sem flcstar torfærur á eðlilegu samstarfi frjálslyndra jafnaðar- manna og samvinnumanna um hin mest aðkallandi umbótamál í þjóð- félaginu. Þessi skrif liljóta að vekja þá hugsun hjó óbreyttum kjósend- um, að þetti foringjalið muni, ef tækifæri gefst, hverfa fremur að samstarfi við íhaldið en hin frjáls- lyndu öfl þjóðfélagsins. Þannig stuðla þau beinlínis að vaxandi upplausn í Alþýðuflokknum. Frjáls- lyndir kjósendur vilja nú umfram allt minnka áhrif íhaldsins á stjórn landsins. Til þess er ekki nema ein leið fær lengur: að efla þriðja aflið í stjórnmálunum, gera Framsóknar- flokkinn að öflugasta stjórnmála- flokki landsins, svo öflugan, að hin lýðræðislega uppbygging geti hald- ið áfram, livað sem líður svipting- um öfgamanna til vinstri og hægri. -r FOKDREIFAR Enn um páskahaldið og Akureyrarvikuna. Séra Stefán Snævarr skrifar blaðinu á þessa leið: „Herra ritstjóra! Eg þakka þér kærlega fyrir það, að þú birtir bréf mitt frá 16. þ. m. í blaði þínu, og eins þakka eg þær athugasemdir, sem þú eða blað þitt gerir við það. Eins og að líkum lætur, er eg þeim ekki sammála öllum, en leiði þær þó hjá mér að mestu að þessu sinni, því að eg hef enga löngun til að hefja deilur við þig eða aðra, ef unnt er hjá því að komast. En eg finn ástæðu til að árétta nokkuð betur það atriði, sem var í raun og sannleika aðaltilefni þess, að eg ritaði þér hið fyrra bréf mitt, þótt eg gerði ekki nema að drepa aðeins á það í niðurlagi bréfsins. — Eg vil taka bað strax fram, að eg var ekkert sérlega hneykslað- ur, þegar eg reit bréf mitt, af fyrirætlunum „Ferðamálafélags- ins“. Eg get verið þér sammála um það, að boð og bönn, þótt góð séu, réttlætanleg og nauðsyn- leg, geti verið tvíeggjuð sverð. Eg mér sýnist ,að ekki sé varlegt að treysta á að svo verði ætíð. Að sjálfsögðu liggur ekki nein áætl- uri frá félaginu fyrir um að svo skuli það ætíð vera, að byggt verði að miklu leyti á skíðasnjó sem aðalaðdráttarafli fyrir ferða- menn í þessari viku. En eg vil að- eins vara við því í tíma. — Það er sjálfsagt að nota þessa möguleika eins og hægt er, en ekki má ein göngu treysta á snjó og skíða- færi, sem háð er veðurfarinu hverju sinni. Byggja verður á einhverju því, sem teljast má ár- visst, að því er framast verður séð. I þeim efnum verður Akur eyri að neyta sérstöðu sinnar. Leita verður alls þess, er Akur- eyri hefur að bjóða öðrum bæjum fremur. Það kann að vera nokkuð margt, og fleira en ljóst liggur fyrir við fljóta yfirsýn. Eg vil strax benda á eitt, en það er Matthíasarkirkjan. Hana hafið þið alltaf hjá ykkur, hvernig sem viðrar og hvernig sem allt veltur. Það er trúa mín, að í sambandi við hana megi hefja fjölþætta starfsemi, sem líkleg væri til að vera árvisst aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Eg hef að vísu ekki trúað þér fyrir því, að eg Romig ýkja oft í þá kirkju, en þar vil heldur messa yfir 20 manns, sem koma af frjálsum vilja, held- ur en 200, sem neyddir eru til að koma. En — það er dálítið annað, hvort menn erus neyddir til að koma í kirkju „með boði og banni“ — eða þeir eru bókstaf- lega hvattir, og eg vil segja ginnt- ir, til að forða sér sem lengst frá kirkjum sínum á helgum dögum. „En nóg um það að sinni,“ eins og þar stendur. En þar fyrir er þó full ástæða til að ræða þetta mál: helgidagahald þjóðkirkjunnar, — og er eg til þess reiðubúinn, hve- nær sem er. En slíta skulum við það úr tengslum við „Ferðamála- félag Akureyrar“, þótt eg ræddi hvort tveggja í fyrra bréfi mínu. MÉR ÞÆTTI mjög miður, ef einhver skildi orð mín í bréfinu þannig, að eg hafi horn í síðu Ak- ureyrar eða „Ferðamálafélags- ins“. Eg myndi áreiðanlega fagna því og óska þess, að hagur Akur- eyrar, íbúa hennar og félagsins, blómgaðist og blessaðist, og — það var ef til vill þess vegna, að eg kvaddi mér hljóðs. — Nú skul- um við sleppa öllum hnippingum um nöfn á vikum og félögum og snúa okkur beint að málinu, eins og það liggur fyrir. „Ferðamálafélaginu" hefur fundizt sú leið öruggust til að ná áfanga á stefnumáli sínu að efna til skíða- og skemmtiviku um páskana. En það gæti svo að segja hvert þorp og bær á landinu gert, þó því aðeins, að skaparanum þóknaðist að gefa þar skíðafæri og skíðasnjó um það leytið. En hef eg þó nokkrar yndislegar stundir átt: hlýtt á ágætan söng og orgelsslátt, — heyrt góð og fróðleg erindi o. s frv. Eg held, að Akureyri búi það vel að. söng- kröftum og hljómlistarmönnum og öðrum hæfileikamönnum, að þar hafi hún sérstöðu fram yfir alla aðra bæi á landinu utan höf uðborgarinnar sjálfrar. Þessa sér- stöðu á hún að nota til hins ýtr- asta. Gerið Matthíasarkirkjuna ykkar að menningarmiðstöð þannig, að hún dragi ferðamenn til ykkar, — og ekki aðeins til ykkar, heldur laði hún og leiði ferðamenn og ykkur sjálf að þv fullkomnunartakmarki, sem okk- ur öllum ber að keppa að. Þetta vildi eg sagt hafa. Þetta er vinsamleg bending, er eg vona að tekin verði til greina. EG STÓÐST ekki þá freistingu að gera „góðlátlegt grín að blöð- um o. fl.“, sem kölluðu kyrru vik- una páskaviku. En það var aðeins „góðlátlegt", eins og blað þitt orðaði það, en ekki af neinum ill- hug eða rætni. Svo að lokum þetta: Það liggur ekki ljóst fyrir, að skemmtiatriði „sæluvikunnar" séu „innan lög legra takmarkana og í eðlilegri samvinnu við kirkjuleg yfir völd“. En mín vegna má það bíða annars tíma að fá úr því skorið. Eg þakka þér svo allt gott frá liðnum árum og óska þér og Ak ureyri og „Ferðamálafélaginu allrar Guðs blessunar. — Stefán Snævarr.“ I VALD. V. SNÆVARR: Þegar þysinn hljóðnar. Þegar þysinn hljóðnar. .Moldiri hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann. Pred. 12, 7. „H v e r m a ð ur h e f i r l i k am a o g sál,“ segir i Helgakveri. Þessu mótmœla efnis- t ■3 ■r t f t I f ! t 1 t t t ! t f t f I | I í hyggjumennirnir. Þeir segja, að það sem vér köllum s á l, sé aðeiris árangurinn af liffœra- starfi likamans, enda sé öllu lokið, er likaminn deyi. Ástvinunurn getum vér aðeins fylgt að grafarbarminurn, en lengra ekki. Þar rneð sé allt úti. Ekkert eftir, engin von um framliald lifsins. — Við sérhverja gröf mœtast þœr sennilega: efnishyggjan o g kr istn a l i f s s lt o ð- u n i n, að visu i misjafnlega ákveðnum mynd- urn. Hinir róltcekari arrnar þeirra þykjast vissir i sinni sök. Vissa efnishyggjunnar virðist þó rnörgum algert vonleysi og algerð uþpgjöf, en yfir vissu kristnu lifsskoðundrinnar er mikil birta: Ijómi upprisutrúarinnar. Um ~ örlög alls holds eru báðar samrnála að miklu ^ leyti. — „M o l din hv er f ur aftur t i l @ jarðarinna r,“ segja báðar, enda er það & áþreifanleg staðreynd. Um sálina og framlið hennar eru þcer hins vegar algerlega ósammála. r „H v e r rnað ur h e f ir l i k arn a o g s á l,“ og „an dinn f er t i l G u ð s,“ segir kristna trúin. En andsvar efnishyggjunnar er þetta: „Ei s á l e r t il n é s ce iuli f. V ér s o f n- u m o g v ö k n u m e i aftu r.“ Deyjum út. Hverfum eiliflega. — Þessar meginstefnur skipta með sér liði. Einn flokkurinn hyllir efnishyggj- una, annar liristnu lífsskoðunina, meðan hinn þriðji tvistigur órór og óákveðinn, án þess að liynna sér málin til hlitar. Hann getur máske í aðhyllzt rök efnishyggjunnar m e ð h e i l a n- f u m á góðu dögunum, en hjart'að mótmcclir ákaft, þegar sortnar i álinn og harmaskurirnar y taka að hrynja. Það sccttir sig ekki við svart- £ ncctti „vonarsnauðrar vizku".. Það biður um ^ Ijós og karleika. — Hve gott var þá, að liotna i atida að gröf Jesú! Henni var lokað á föstu- dagskveld. Steinninn innsiglaður. Verðir seltir til að gceta herinar. En — þrátt fyrir allar var- X úðarreglurnar var gröfin opin óg ióm.á þásk'a- ± dagstnorgni! Kr istur v ar u p þr i s i n n! — J- Drottinn var sannarlega uþþris- f i n n ! — Og eins og liann reis upp, eigum vér ^ öll upp að risa og lifa. „Eg 'Ufi', og "þer munið íifa.“ Þú átt eftir að hitta heitt tregaða vini % þína, sem þú hefir misst. „Sjá,'ljós 'er pár yfir.“ % — Tak nú sálmabókina þína og gakk í Guðshús ^ i morgunljóma upþrisudagsins. Ség þig i flokk með „hifini lifandi kirkju Drottins". Syng af ^ fögnuði hjartans: Y S j á, gr ö f i n h e f ir l á t i ð l au s t ! * til lifsins aftur herfang sitt, & oggráturstiýstigleðiraust. Ó, Guð, egprisanafniðþitt! % (Sálmab. nr. 182, 1.) |j J. * Barnlausir húsameistarar í kvennaþætti danska Ekstrablaðsins var nú fyrir skemmstu varpað fram þessari spurningu: Eru allir danskir húsameistarar barnlausir? í greininni er deilt hart á danska húsameistarastétt fyrir að taka ýmist ekkert eða allt of lítið tillit til barnanna á heimilinu í teikningunni af nýja húsinu. Segir blað- ið, að óefað séu til í Danmörk margir ungir húsa- meistarar, sem skilji hvernig eigi að teikna íbúð fyrir ung hjón, sem væntanlega eigi fyrir höndum að eiga börn, en þessir ungu menn fái bara ekki að ráða hinum miklu byggingaframkvæmdum í borg- um og bæjum, sem njóta opinberrar fyrirgreiðslu og lúta opinberu eftirliti. Síðan eru taldir upp margir gallar hinna nýju húsa. Það er ekki aðeins það, að of sjaldan sé gert ráð fyrir því að börn eigi að alast upp í húsinu og þau þurfa von bráðar eigin her- bergi, heldur ekki síður — og það er aðalefni þess- arar dönsku ádeilu — er innrétting húsanna, þann- ig, að þar eru stórfelldar hættur við hvert fótmál fyrir óvita börn auk óþægindanna, sem slík inn- rétting skapar við barnagæzluna alveg að óþörfu. Síðan er deilt á fyrirkomulag stiga, handriða, glugga og glerdyra, bent á að baðherbergi sé iðulega þannig komið fyrir, að börnin þurfi að hlaupa um kaldan gang til að komast í baðherbergið. stundum jafnvel • (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.