Dagur - 01.04.1953, Blaðsíða 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 1. apríl 1953
Sjötfa stjórnmálaflokknum hleypt
af sfokkunum í Reykjavík í gær
„Lýðveldisflokkurinn“ klofnar út úr Sjálf-
stæðisflokknum - hyggst bjóða fram í sumar
1 gær var sjötta stjórnmála-
flokknum hleypt af stokkunum í
Reykjavík og standa að stofnun
hans útgefendur blaðsins Varð-
bergs, en þeir munu áður hafa
fylgt Sjálfstæðisflokknum að
málum flestir.
Er flokksstofnunin tilkynnt í
blaðinu í gær og í sama tbl. er
einnig birt ræða Jóns Þorláks-
sonar, er hinn látni leiðtogi
íhaldsflokksins hélt 1929, og
mynd af honum. Aðalleiðtogi hins
nýja flokks er Óskar Norðmann
stórkaupmaður, fyrrum verzlun-
arfélagi Jóns Þorlákssonar. Er því
svo að sjá sem ætlunin sé að taka
upp aftur stefnu Jóns Þorláks-
sonar, en minna hefur borið á
henni í Sjálfstæðisflokknum að
undafömu en ýmsir flokksmenn
vilja una við.
Flokksstjórnin.
í stjórn hins nýja flokks eru
þessir menn: Óskar Norðmann
stórkaupm., formaður, Gunnar
Einarsson prentsmiðjustjóri, Ól-
afur Þorgrímsson hæstaréttarlög-
Agætar skemmtanir
skólabarna
Börnin í Barnaskóla Akureyrar
héldu hina árlegu skemmtun sína
um sl. helgi til ágóða fyrir ferða-
sjóð sinn og sótti margt fólk
skemmtanirnar, þótt veður væri
slæmt og færð. Þarna fór fram
kórsöngur og einsöngur, leiksýn-
ingar, einleikur á hljóðfæri, upp-
lestrar, danssýningar, skrautsýn-
ing o. fl. Börnin sáu um öll
skemmtiatriðin sjálf og fórst það
mjög myndarlega.
maður, Ásgeir Björnsson kaup-
maður og Guðmundur Jóhanns-
son prentsmiðjustjóri. Er þetta
bráðabirgðastjórn. í yfirlýsingu,
sem stjórnin birtir, er tilkynnt að
flokkurinn muni bjóða fram í
kosningunum í sumar og ef fram-
bjóðendur ná kjöri muni þeir
leggja fram frv. um nýja stjórn-
arskrá, nýja skatta- og tollalög-
gjöf og um afnám Fjárhagsráðs.
í stefnuyfirlýsingu flokksms
kemur fram að hann vill einkum
beita sér fyrir setningu nýrrar
stjórnarskrár, breytingum á
skatta- og tollalögum og nýrri
stefnu í verzlunar-, iðnaðar- og
bankamálum.
Á laugardaginn geysaði hér
mikil stórhríð og urðu vegir allir
brátt ófærir, eins innanbæjar sem
utan, en frostlítið var.
Þegar seint á föstudagskvöld
var veður mjög versnandi og ill-
fært um bæinn um kvöldið, en á
laugardagsmorgun varð að taka
til snjóbílsins til þess að komast
til útjaðra bæjarins. Flutti hann
brauð frá Brauðgerð KEA til út-
sölustaða á laugardagsmorgun-
inn, en stórir bílar voru notaðir
til annarra flutninga hér innan-
bæjar. Engir mjólkurbílar komu í
bæinn á laugardaginn, en mjólk
var þó nægileg vegna þess að bfl-
ar úr Svarfaðardal höfðu brotizt
til bæjarins á föstudagskvöldið,
þótt færð væri þá orðin vond.
Strax á sunnudag hóf hinn stóri
snjó- og veghefill bæjarins að
hreinsa götumar hér, enda var þá
George Dawson
Þetta er George Dawson, Cock-
neymilljónarinn brezki, sem gert
hefur samninga við Fél. ísl. botn-
vörpuskipaeigenda uin fisltsölu í
Bretlandi, þrátt fyrir löndunar-
bann brezka togaraeigendasam-
bandsins. Vekja fyrirætlanir Daw
sons um löndun og nýtt dreifing-
arkerfi mikla athygli í BretlandL
uppstytta, og hefur verið unnið
rösklega að því að gera akfært
um bæinn síðan og fjöldi manns
við snjómokstur og akstur. Þá
hefur Vegagerð ríkisins haft sínar
vélar í gahgi til að hreinsa snjó af
þjóðvegum og miðar nú óðum að
því að samgöngur komizt aftur í
eðlilegt horf.
Mikinn snjó hefur sett hér nið-
ur í þessu áhlaupi og sennilega
meira hér um innanverðan Eyja-
fjörð en í héruðunum fyrir aust-
an og vestan, að því er blaðið
hefur frétt. Sunnanlands var ekki
veruleg snjókoma í veðri þessu
og er þar enn autt að mestu leyti.
Happdrætti Dýravernd-
unarfélagsins
Blaðið vill vekja athygli á
happdrætti, sem Dýraverndunar-
félag Akureyrar efnir til um
þessar mundir. Vinningarnir eru
12 talsins, allt stoppaðir fugla-
hamir, og eru þeir til sýnis í
Verzlun Axels Kristjánssonar h.f.
í Brekku götu 1. Miðarnir verða
til sölu þar og víðar og kosta 3
kr. Ættu menn að styrkja góðan
félagsskap með því að kaupa
miða í þessu nýstárlega happ-
drætti. Dráttur fer fram 15. apríl
næstk., svo að ekki þarf lengi að
bíða í von.
Kirkjukonsert
á morgun
Kirkjukór Akureyrar syngur
annað kvöld kl. 8.30 í kirkjunni.
Stjórnandi er Jakob Tryggvason,
en einsöngvarar Jóhann Kon-
ráðssón og Kristinn Þorsteinsson.
Akureyringar láta ferðafólkið,
sem hér dvelst, vonandi ekki eitt
um að sækja hljómleikana, held-
ur fylla kirkjuna og láta þar með
í ljósi verðskuldaða viðurkenn-
ingu á starfi kórs, organista og
söngstjóra.
Van Fleet lilaut heiðursmerki
Þegar James Van Fleet yfirbershöfð. í Kóreu lét af stþrfum í fyrri
mánuði og hélt heim til Bandaríkjanna, kvaddi Eisenhower forseti
hann á fund sinn og sæmdi hann heiðursmerki fyrir „framúrskar-
andi störf í þágu lands síns og Sameinuðu þjóðanna.“ Myndin sýnir
forsetann t. v. hengja heiðursmerkið á hershöfðingjann.
Mesta stórhríð vetrarins brast á
aðfaranótt laugardags
Sex daga ferðalag á bíl frá Rvík
hingað til Akureyrar anno 1953
Ferðalangafrsem lögðu af sfað með áætlunarbíl 24.
marz, komust loks til Akureyrar með snjóbíl 30. þ. m.
I fyrradag sótti snjóbíll hóp
af ferðafólki upp á miðja Öxna-
dalsheiði og flutti til bæjarins og
lauk þar með sögulegri ferð, sem
hófst í Reykjavík þriðjudags-
morguninn 24. þ. m. Þannig geta
ferðalög á landi eim orðið á ís-
landi, þrátt fyrir alla tækni, þeg-
ar sá gállinn er á veðurfarinu að
vélar og tæki mannsins ráða lítið
eða ekki við hlutina.
Haraldur M. Sigurðsson íþrótta-
kennari var þátttakandi í þessari
ferð og sagði hann blaðinu ferða-
söguna í stórum dráttum í gær.
Vatnsveður sunnanlands.
Lagt var af stað með áætlunar-
bíl Norðurleiða á þriðjudags-
morguninn um kl. 8 og var ekki
að venjulegum hætti um daginn.
í Reykjavík var úrhellisrigning
og versta veður en jörð alauð —
Þegar upp í Borgarfjörð var
komið, voru mikil vatnsflóð í
Hvítá og síkjunum þar í grennd,
og flæddi vatn yfir veginn á
löngum kafla. Komust bílarnir þó
klakklaust yfir, en ganga varð á
undan þeim, þar sem dýpst var.
Uppi í Borgarfirði tók að snjóa
og herti snjókomuna eftir því sem
ofar dró. Var lagt á Holtavörðu-
heiði, en hún reyndist brátt ófær,
enda þá komið versta veðui'. Var
þá snúið við, í Fornahvamm.
Vildu sumir þá halda til Reykja-
víkur og sæta flugferð norður, en
ekki varð samkomulag um það
meðal ferðafólksins. Var gist í
Fornahvammi þessa nótt. Á mið-
vikudag var enn versta veður. —
Vildu þá enn sumir snúa við til
Reykjavíkur, en ekki fékkst
heldur um það samkomulag, og
var enn gist í Fornahvammi
næstu nótt. Á fimmtudagsmorgun
var lagt af stað, en síðbúnir urðu
bflarnir um morguninn, og var
alltaf svo, að komið var fram á
dag er lagt var upp. Snjóbíllinn
í Fornahvammi ók konum, börn-
um og eldra fólki yfir heiðina, en
aðrir farþegar voru í áætlunar-
bílnum og hjálpuðust að við að
moka snjó. Komst bíllinn yfir á 5
klst., að Hrútafjarðará. Voru 16
manns í mokstrinum á heiðinni.
Ekki fékkst nein hressing við
Hrútafjarðará, en jeppi ,sem kom
á eftir yfir heiðina, tók með kaffi
handa ferðafólkinu og kom það
sér vel.
Bíllinn brotnaði í tírútafirði.
Síðan var ekið sem leið liggur
um strönd Hrútafjarðar, og var
þung færð, en er nálgaðist
Reykjaskóla, brotnaði áætlunar-
bíllinn og komst ekki lengra. Var
þá farangri skipt á vörubíla, sem
voru í lestinni — voru alls 8 bílar
í lestinni — en farþegar fóru í
póstbílinn, í vörubílana, og stóran
fólksflutningabíl, sem fenginn var
frá Hvammstanga. Var nú enn
ekið af stað og gekk ferðin vel í
Varmahlíð. Þaðan var svo haldið
upp Norðurárdal og ætlunin að
aka hingað til Akureyrar.
Snúið við í Norðurárdal.
En veður fór versnandi, var
annað vitað en ekið mundl norður brátt komin iðufenis -stórhríð; Hjá
Kúskerpi í Norðurárdal var snúið
við. Var ætlunin að fá gistingu í
Varmahlíð, en það reyndist ekki
hægt, var þá ekið á Sauðárkrók
og gist þar. Nú var reynt að fá
flugvél til að taka ferðafólkið þar
daginn eftir, en veður leyfði ekki
slíkt. Á laugardaginn var setið
um kyrrt á Sauðái’króki og
skemmtu menn sér á sæluviku
Skagfirðinga, og enn var dvalið á
Sauðárkróki á sunnudaginn. Var
versta veður þessu daga, einkum
á laugardag.
Sænskur sklðakappi
á landsmótinu
Sænskur skíðarkappi — einn af
10 beztu svigmönnum Svía —
Erik Söderin, er kominn hingað
til íslandsmótsins og mun vígja
svigbrautirnar á landsmótinu og
mun e. t. v. keppa sem gestur. —
Söderin er giftur íslenzkri konu
og var staddur hér á landi í leyfi,
er ákveðið var að halda lands-
mótið hér.
Snjóbíll á Öxnadalsheiði.
Á mánudagsmorguninn var svo
lagt af stað og varð nú komist að
Giljareitum án verulegs snjó-
moksturs, en þar var ófærð mikil
og var snjóbílsins af Akureyri
beðið þar. Tók hann fyrst konur
og börn, og flutti í Bakkasel, en
sótti síðan hina farþegana og
gekk sú ferð öll vel. Mestur snjór
á leiðinni virtist okkur vera frá
Giljareitum til Ak., sagði Har.
Elzti maður í þessum leiðangri
var á sjötugsaldri, sá yngsti 3ja
ára. Engum varð meint af volk-
inu, en mjög þótti skorta á að
upplýsingaþjónusta í sambandi
við færð, fyrirgreiðslu, veitingar
o. s. frv., væri í lagi. Ferðalag,
sem þetta verður dýrt fyrir fólk,
því að menn þurfa að kosta sig á
leiðinni, þótt aukafargjald komi
ekki til. En þannig geta ferðalög
enn orðið á íslandi, þegar slík
áhlaup gerir, sem í þetta sinn. En
undarlegt þótti ferðafólkinu að
vegamálastjórnin skuli hvergi
hafa ýtur til tækar á þessari fjöl-
förnu leið. Virðast þær annað
tveggja vera sunnan Holtavörðu-
heiðar eða austan Öxnadalsheið-
ar, og er ekki nægilegt, sagði
Haraldur Sigurðsson að lokum.
D AGUR
Vegna helgidaganna kemur
Dagur ekki út aftur fyrr en
laugardaginn 11. apríl næstk.