Dagur - 01.04.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. apríl 1953
D AGUR
5
- Ályklanir tíunda flokksþings Framsóknarmanna
(Framhald af 1. síðu).
- Landbúnaðarmál
10. fokksþing Framsóknar-
manna áréttar yfirlýsingar fyrri
flokksþinga, að landbúnaðurinn
vcrði ávallt að vera einn megin-
atvinnuvegur þjóðarinnar. Með
því að treysta og efla sem mest
þann atvinnuveg fæst bezt trygg-
ing fyrir því að menning þjóðar-
innar, sem mótast hefur og varð-
veitzt í sveitum landsins, haldist
við og dafni. I því sambandi
minnir flokksþingið á það stór-
fellda misrétti, sem átti sér stað
gagnvart landbúnaðinum á dög-
um nýsköpunarstjómarinnar, þar
sem hann var þá svo mjög af-
skiptur því mikla fjármagni, sem
þjóðin hafði þá yfir að ráða, en
lýsir hins vegar ánægju sinni yfir
því, hve vel hefur verið haldið
á hlut landbúnaðarins í þessum
efnum síðan Framsóknarflokkur-
inn varð þátttakandi í ríkisstjórn.
Flokksþingið lítur svo á, að
hlutverk landbúnaðarins sé að sjá
þjóðinni ávallt fyrir nægum land-
búnaðarvörum til innanlands-
notkunar, og að hann geti sem
fyrst orðið veigamikill aðili að
framleiðslu útflutningsvara. —
Leggur því flokksþingið áherzlu
á að unnið verði ötullega að öflun
markaða erlendis fyrir landbún
aðarvörur, og að vöruvöndun sé
sem fullkomnust og í fyllsta sam
ræmi við það, sem bezt hentar á
hverjum markaðsstað.
2. Verðlagsmál landbúnaðarins.
Flokksþingið telur, að með lög-
um um framleiðsluráð landbún
aðarins hafi verið stigið mikils-
vert spor til viðurkenningar
rétt baéndastéttarinnar til að ráð-
stafa landbúnaðarvörum og
ákveða verð á þeim.
Jafnframt leggur flokksþingið
áherzlu á, að þess sé jafnan gætt
við verðlagningu landbúnaðaraf-
urða, að miða sé við að þeir, sem
landbúnað stunda, hafi sambæri
leg kjör við aðrar stéttir þjóð-
félagsins.
Þingið leggur áherzlu á, að
óeðlilegt sé að bændastéttin ein
búi við gerðardóm í kaupgjalds-
málum.
3. Fjármagnsþörf landbúnaðarins
Flokksþingið þakkar ráðherr
um og þinngmönnum Framsókn-
arflokksins fyrir forgöngu þeirra
um útvegun lánsfjár fyrir stofn-
lánadeildir Búnaðarbankans til
ræktunar- og byggingafram-
kvæmda í sveitum ,og að lög-
bundið hefur verið að helmingur
mótvirðissjóðs gangi til landbún-
aðarins.
En þótt þetta hafi áunnizt og
uppbygging landbúnaðarins hafi
verið ör á síðustu árum, vantar
mjög á að lánsfjárþörfum sé full-
nægt. Því leggur flokksþingið
höfuðáherzlu á það, að flokkurinn
beiti sér fyrir því, að landbúnað-
inum verði séð fyrir nægjanlegu
fjármagni næstu árin.
A. Með því að tryggja stofn-
lánadeildum Búnaðarbankans,
Ræktunarsjóði, Byggingarsjóði
ög Veðdeild, nauðsynlegt fjár
magn til að þessar lánsstofnanir
geti að fullu sinnt þeim verkefn-
um, sem þeim er ætlað. Vill
flokksþingið einkum leggja
áherzlu á að brýna nauðsyn ber
til þess, að Ræktunarsjóður taki
upp lánastarfsemi til bústofns-
kaupa, svo sem honum er ætlað
samkvæmt ákvæðum laga um
starfsemi hans.
B. Þess skal jafnan gætt, að
frumbýlingar eigi kost á land-
búnaðarlánum með þeim kjörum,
sem eru í samræmi við sérstöðu
þeirra.
C. Vegna hinnar stórauknu
notkunar á rekstrarvörum, svo
sem áburði, fóðurbæti, olíum,
varahlutum í vélar o. fl., hefur
þörfin hjá landbúnaðinum fyrir
ekstrarlán aukizt stórkostlega,
stefnt að því, að sem allra flestar
jarðir komist í sjálfsábúð eða
erfðaábúð.
5. Jarðrækt.
Flokksþingið beinir því til
þingmanna flokksins að beita sér
fyrir því, að bráðabirgðaákvæði
jarðræktarlaganna um að framlag
ríkisins til sléttunar túnþýfis
verði framlengt til ársins 1960, og
aukinn verði stuðningur til ann-
arra ræktunarframkvæmda frá
því sem nú er. Ennfremur leggur
flokksþingið áherzlu á að hraðað
verði sem mest ræktun grasfræs
af innlendum, völdum stofnum.
6. Sandgræðsla.
Flokksþingið telur, að hefting
uppblásturs og græðsla örfoka
lands sé þýðingarmikið atriði í
ræktunarmálum þjóðarinnar. —
Álítur það því brýna þörf á að
efla starfsemi Sandgræðslu rík
isins með auknum fjárframlögum.
7. Félagsstarfsemi
landbúnaðarins.
Flokksþingið telur, að efla beri
Búnaðarfélag íslands fjárhags
lega, svo að það geti enn betur
en hingað til sinnt aðkallandi
verkefnum. Einnig telur flokks
Dingið brýna nauðsyn þess, að
bændur standi fast saman um
Stéttarsamband bænda, til trygg
ingar fjárhagslegri aðstöðu sinni,
og er nú orðin hliðstæð við það,
sem er hjá öðrum atvinnuvegum.
Flokksþingið vill því leggja alveg
sérstaka áherzlu á það, að þing-
menn flokksins beiti sér af alefli
fyrir því, að landbúnaðurinn eigi
framvegis aðgang að nægum og
hagkvæmum rekstrarlánum, með
ekki lakari kjörum en sjávarút-
vegurinn á við að búa.
4. Landnám og nýbyggðir.
Flokksþingið lýsir ánægju sinni
yfir því hve ötullega hefur vérið
unnið að stofnun nýbýla á und-
anförnum árum. Flokksþingið
telur sjálfsagt, að unnið sé áfram
á sömu braut með endurbyggingu
eyðijarða, skiptingu jarða og
undirbúnings að stofnun nýrra
byggðahverfa. Ennfremur verði
!SpiSíSíBSíBS)S)SÍHS£HSÍHSÍHSÍBS)S<SÍBS)S£BSÍBS<BS£HS£BSÍBSÍBS)SíBS£BS£BStHíH
Ljóð um daginn og veginn
ingar þessari arðvænlegu tekju- |
grein.
Ennfremur sé imnið að áfram- I
haldandi tilraunum með að auka
og viðhalda gömlum æðarvörpum
og koma upp nýjum, þar sem æð-
ardúnn er mjög verðmæt útflutn-
ingsvara og æskilegt að auka |
framleiðslu hans til mikilla muna.
11. Heyskapur og heyverkun.
Flokksþingið leggur ríka I
áherzlu á, að markvisst sé stefnt |
að því, að afla allra heyja á vél-
slægu og ræktuðu landi og með |
aukinni tækni. Unnið sé að stór-
aukinni votheysgerð, súgþurrkun I
og útbreidd verði sem bezt og
hagnýtust þekking á öllu því, sem
gert hefur heyöflun ódýrari og
tryggari, og leggur flokksþingið í
jví sambandi sérstáka áherzlti á
aukna og réttari notkun tilbúins
áburðar, svo að hver flatareining
æktaðs lands gefi fulla upp-1
skeru, og telur, að á þann háttl
verði bezt séð fyrir aukinni fóð- [
urtryggingu búfjárins.
12. Garðrækt.
Flokksþingið leggur áherzlu á, I
að garðrækt sé aukin og efld.
Jafnframt telur þingið nauðsyn-[
legt, að garðyrkjuframleiðendum
sé tryggð með lögum sama að-
staða um sölu aðalframleiðslu-1
vöru sinnar, einkum kartaflna,
eins og kjöt- og mjólkurframleið- |
endur hafa nú.
SÆLUVIKAN.
Sæluvikan byrjar bráðuin,
— byrjar nú í fyrsta sinni. —
Ekki er kyn þó ýmsir taki
að iða í sínu góða skinni.
Á Ferða-mála-félags málin
farinn er að koma skriður.
Það sem nú er aðeins eftir
er, að ryðja snjónum niður.
Stökkmenn, svigmenn, göngugarpar
gá til veðurs, axla skíðin,
fokreiðir við forsjónina
fyrir það, hve mild er tíðin.
Þáð er ekki von menn varizt
að veðurblíðan ferðum grandi,
eftir sliku elztu karlar
ekki muna, á voru landi.
Verst er þó ef rímið ruglast
og reglum gömlum þarf að hnika,
þannig að á dymbildaga
dregst hin rétta páskavika.
Um það verður pex hvar páhni
og páskadagur eigi að vera,
cftir þessu ætti báða
upp á sama dag að bera.
(Ort í blíðviðrinu.) DVERGUR.
8. Tilrauna- og fræðslustarfsemi.
Flokksþingið álítur nauðsyn-
legt að stórauka fjárframlög til
rannsókna og tilrauna á sviði
landbúnaðarins, svo að hægt sé
að byggja leiðbeiningastarfsemina
sem mest á innlendri reynslu
Sérstaka áherzlu þarf að leggja
á hagnýtar grasræktunartilraun
ir, áburðartilraunir og jarðvegs
rannsóknir, búfjárkynbætur, fóðr
un búpenings, heyverkunarað
ferðir o. fl.
Jafnframt er nauðsynlegt að
Búnaðarfélag íslands auki leið
beiningastarfsemi sína og að bún
aðarsamböndunum verði gert
fjárhagslega kleyft að sinna þv
leiðbeiningastarfi, sem þeim lög
um samkvæmt er ætlað að leysa
af hendi.
9 Vélar og vélanotkun.
Flokksþingið telur nauðsynlegt,
að hin þýðingarmikla löggjöf um
húsagerðar- og ræktunarsam
þykktir í sveitum verði endur
skoðuð hið allra fyrsta, vegna
jeirra ágalla, sem komið hafa
ljós við framkvæmd hennar, með
al annars ákvæðin um fyrningar-
sjóði.
Flokksþingið þakkar þing-
mönnum flokksins fyrir það, sem
áunnizt hefur í auknum innflutn-
ingi hinna stórvirku ræktunar-
véla og að innflutningur heimil-
isdráttarvéla hefur verið gefinn
frjáls.
En þótt vélakostur flestra rækt-
unarsambandanna og margra
bænda sé nú orðinn viðunandi,
leggur flokksþingið áherzlu á að
flokkurinn beiti sér fyrir því, að
gjaldeyrir fáist framvegis til
nauðsynlegra kaupa á búvélum,
jeppum og varahlutum, svo að
tækni við landbúnaðarframleiðslu
geti aukizt.
Ennfremur beinir flokksþingið
því til bænda, að athuga vel
möguleika á sameign og sameig-
inlegri notkun búvéla eftir því
sem kringumstæður leyfa.
10. Hlunnindi.
Flokksþingið telur, að viðhald
og efling hlunninda sé hagsmuna
mál og eigi að vera metnaðarmál
íslenzkra bænda. Meðal annars
þurfi að auka félagsleg samtök
um friðun og fiskirækt til aukn-
13. Skógrækt.
Þingið fagnar þeim árangn, |
sem náðst hefur á undanförnumj
árum af tilraunum með ræktun
nytjaskóga hérlendis, og hvetur
til aukins stuðnings við skóg-1
ræktarmálin frarhvegis.
- S jávarútvegsmál
Tíunda flokksþing Framsókn-
armanna telur það eitt af megin
skilyrðum fyrir efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar, að sjávar
útveginum séu búin svo arðvæn-
leg skilyrði, að unnt sé að reka
hann á fjárhagslega öruggum
grundvelli og að þeir, sem við
hann vinna, hafi sambærileg
kjör við aðrar stéttir, og njóti
sannvirðis vinnu sinnar.
Stefnu flokksins í sjávarút
vegsmálum markar flokksþingið
í meginatriðum þannig:
1. Flokksþingið lýsir ánægju
sinni yfir þeim áfanga, sem
náðst hefir með stækkun
fiskveiðilandhelginnar og
þakkar forgöngu ríkisstjórn-
arinnar í málinu. Telur
flokksþingið, að ekki komi til
mála að veita neinar tilslak-
anir varðandi hina nýju frið-
unarlínu og skorar á þjóð-
ina að standa einhuga sam-
an um þá ákvörðun, sem
tekin hefir verið. Ennfremur
telur flokksþingið brýna
nauðsyn bera til, að vinna
að friðun ákveðinna veiði-
svæða, sem liggja utan nú-
verandi friðunarlínu og sem
reynslan hefir sýnt, að hafa
orðið fyrir sérstakri ágengni
togara, t. d. veiðisvæði vél
báta á Vestfjörðum, þar sem
sérstök góðfiskimið liggja
undir gereyðingu.
Þá leggur flokksþingið á-
herzlu á, að landhelgisgæzl-
an verði aukin og bætt frá
þvi sem nú er.
2. Flokksþingið telur æskilegt,
að þeir, sem vinna að fram
leiðslu sjávarafurða, eigi
beinna hagsmuna að gæta
um rekstursafkomu útgerð-
arinnar með hlutaskiptum, ef
um einkarekstur er að ræða,
eða beinni þátttöku í félags
formi. Flokksþingið telur, að
vinna beri að því, að jafn-
hliða einkarekstri á útgerð
séu rekin samvinnuútgerðar-
félög sjómanna. Flokksþing-
ið telur það mjög nauðsyn-
legt, að útgerðarmenn og ájó-
menn verði beinir aðilar að
vinnslu og nýtingu aflans og
sölu hans svo þeir njóti sann-
virðis vörunnar.
Þá telur flokksþingið rétt,
að stofnuð verði, þar sem
nauðsyn krefur, félög um
rekstur togara til atvinnu-
aukningar í hinum ýmsu
landshlutum, með stofnfram-
lögum frá ríkinu, kaupstöð-
um og kauptúnum.
t. Flokksþingið telur nauðsyn-
legt, að útgerðinni sé jafnan
séð í tæka tíð fyrir fullnægj-
andi hagkvæmum rekstrar-
lánum, og vextir af þeim
lækkaðir frá því sem nú er,
svo að til stöðvunar atvinnu-
tækjanna komi ekki vegna
skorts á rekstursfé, enda sé
gætt fullrar hagsýni í rekstr-
inum. Þá telur það, að stefnu
bankanna beri að breyta í _
það horf, að lánum til útgerð-
ar verði beint til verstöðva
víðsvegar um landið meira
en nú er gert, og bankaúti-
búum verði gefnar frjálsari
hendur um útlán í því skyni.
Harmar þingið þá þróun, sem
undanfarið hefir átt sér stað,
að fleiri og fleiri bátar eru
fluttir frá útgerðarstöðum
úti á landi, þar sem útgerð-
arskilyrði eru góð, með þeim
afleiðingum, að atvinnulíf
lamast og byggðir eyðast.
4. Áherzla sé lögð á að ljúka
þeim hafnargerðum, sem
byrjað hefur verið á og mikla
þýðingu hafa fyrir útgerðina.
Þá sé einnig stefnt að því,
að koma upp hafnarmann-
virkjum, þar sem skammt' er
í auðug og lítt notuð fiski-
mið.
5. Sjómönnum og öðru starfs-
fólki útgerðarinnar sé tryggð
góð aðbúð í viðleguhöfnum
og annars staðar, þar sem
það dvelur vegna atvinnu
sinnar.
6. Flokksþingið telur, að reynsla
síðustu ára af síldveiðum fyr-
ir Norður- og Austurlandi
sýni nauðsyn þess, að aukin
verði fjölbreytni í útgerð, og
meiri áherzla verði lögð á
reknetasíldveiðar og síldveið-
ar á úthafinu, en verið hefir.
Flokksþingið ályktar að fela
þingmönnum flokksins að
vinna að því, að íslendingar
fái aðstöðu til útgerðar við
Grænland.
7. Flokksþingið ályktar að vinna
beri að því, að sala saltfisks
verði frjálsari en nú er og
bendir á í því sambandi, að
S.f.S. verði löggiltur útflytj-
andi ásamt S.Í.F.
8. Efldar séu vísindalegar rann-
sóknir í þágu fiskveiða og
nýtingar sjávarafurða, og
þeim búin þau skilyrði, að
þær geti komið að sem bezt-
um notum. í því skyni verðl
útvegað fullkomið skip til
haf- og fiskrannsókna og
rannsóknarstofnun sjávarút-
vegsins búin betri og full-
komnari starfsskilyrði.
9. Flokksþingið áréttar fyrri
ályktanir um að æskilegt sé,
að komið verði upp reikn-
ingaskrifstofu fyrir togaraút-
gerðina á sama hátt og fyrir
vélbátaflotann.
10. Flokksþingið leggur áherzlu
á, að fullt tillit sé tekið til
smábátaútgerðarinnar í lög-
gjöf og stjórnarframkvæmd-
um varðandi sjávarútvegs-
mál. Lýsir flokksþingið á-
nægju sinni 'yfir þingsálykt-
un um rekstrarlán til opinna
vélbáta, er samþykkt var á
síðasta Alþingi.
(Framhald á 7. síðu). i