Dagur - 25.04.1953, Síða 8
8
Baguk
Laugardaginn 25. apríl 1953
Rússneskt blað ræðir gallana á
einræðisstjórnarfyrirkomulaginu
r
I
Stalíndýrkunin er að hverfa - hershöfðingjar
koma fram í dagsljósið
Utanríkismálafræðingar
brezku blaðanna hafa síðustu
dagana rætt um að rússneska
stjórnin sé cnn í deiglunni og
ekki fullmótuð og er það eink-
um forustugrein í Pravda, að-
almálgagni rússneska komm-
únistaflokksins, sem athygli
vekur í þessu sambandi. Telja
sum brezku blaðanna, að bezt
sé að láta sér ekki verða bylt
við þótt enn komi óvænt tíð-
indi frá Moskvu.
í fyrstu var talið, að Malen-
kov hefði tekið við einræðis-
herraembættinu af Stalín,
enda þótt a. m. k. tveir með-
ráðherrar hans væru valda-
miklir. En svo kemur ..Pravda'
nú fyrir nokkrum dögum, og seg-
ir, að samstjórn fárra manna
henti betur en einveldi. í þessari
grein segir berum orðum — og
það hefur varið mikla athygli —
að hversu mikla lífsreynslu, sem
foringi hafi, hversu mikla þekk-
ingu og gáfur og hæfileika, geti
einveldi hans aldrei orðið þjóð-
inni eins hagkvæmt og samstjórn
valinna manna. Blaðið kvartar
yfir því að í háum stöðum í Rúss-
landi finnist menn, sem ekki skilji
samstjórnarfyrirkomulagið og
vilji taka mikilvægar ákvarðanir
upp á eigin spýtur, en blaðið telur
þetta óheillavænlegt og segir
ákvarðanir eins manns jafnan
einhliða og varasamar.
Zhukov marskálkur.
taki af „Pravda“, var aðeins einu
sinni á forsíðunni minnst á Stalín,
fyrir fáum mánuðum var hans
getið 18—20 sinnum á hverri for-
síðu blaðsins.
Vald Rauðahersins.
Blaðið Spectator telur ekki
óhugsandi, að hin nýja stefna
valdhafanna í Moskvu sé til kom-
in vegna þess, að Malenkov og
félagar hans óttist í rauninni
Rauða herinn, og telur, að sú stað
reynd, að Zhukov marskálkur,
sem mjög hljótt hefur verið um,
er nú kominn fram í dagsljósið
aftur, geti þýtt, að rússneska
stjórnin sé að vinmælast við her-
foringjana, enda var Voroshilov
gerður að forseta.
Stalíndýrkunin hverfur.
Brezka blaðið Economist ræðir
þessi ummæli „Pravda“ í rit-
stjórnargrein og segir blaðið, að
vafalaust sé að Stalíndýrkunin
eigi að hverfa og þjóðin að hætta
að tigna hann sem yfirmannlega
veru. Blaðið bendir á, að í heilt
ár eftir 70 ára afmæli einvaldans,
voru blöðin rússnesku öll yfirfull
af heillaóskum og ávörpum til
hins mikla einvalda. í þessu ein-
Enn einræðisríki.
Amerísk blöðin fluttu ýtarlegar
frásagnir af grein „Pravda' ‘um
galla einræðisins og kosti sam-
stjórnarfyrirkomulagsins, og
bentu á, að hvort heldur þrír
menn eða einn færu með völdin,
væri landið enn einræðisríki, og
þær 200 milljónir manna, sem
landið byggja, séu enn án raun-
verulegra möguleika til að hafa
áhrif á, hverjir fara með stjórn-
artaumana .
Óánægja heima neyddi Sovét-
stjórnina til stetnubreytingar
Forustumenn Júgóslafíu eru kunnugastir allra nianna vestan járn-
tjalds ástandinu í Rússlandi og voru um skeið nánir samstarfsmenn
rússnekra valdamanna.
Vekur því jafnan sérstaka at-
hygli, er Tító og menn hans ræða
þróunina í Rússlandi, enda hefur
komið í ljós að þeir hafa verið
mjög glöggir á liðnum árum.
Varaforseti Júgóslafíu, Edward
Kardelj, hefur í ræðu nú fyrir
nokkrum dögum leitt rök að því,
að óánægjan heima í Rússlandi
vegna kúgunar og ofsókna
stjóx-narvaldanna á hendur borg-
urunum, auk þrenginga á efna-
hagssviðinu, hafi neytt nýju
valdhafanna til stefnubreytingar-
innai'. Hann benti á, að ýmsar að-
gerðir og yfii'lýsingar Sovét-
stjórnarinnar hefðu raunverulega
sett „lyga- og blekkingastimpil á
gjöi-valla stjói-n Stalíns." Kardelj
benti á, að Sovétstjórnin hefði
hvenær sem var á liðnum árum,
getað létt mesta stríðsóttanum af
þjóðunum. Og hann bætti við:
„Það verður friður, ef Sovét-
stjói-nin vill frið. Spurningin um
stríð eða frið er nú sem fyrr í
hennar hendi.“
- Ferð Jónasar Kristjánssonar
til Bandaríkjanna
STUTTU MÁLI
KURT CARLSEN, skip-
stjórinn frægi, sem allur heim-
urinn dáðist að í fyrra, er skip
hans, Flying Enterprise, barst
hjálparlaust á öldum Atlants-
hafsins með skipstjórann einan
innaborðs, hefur enn á ný
vakið á sér athygli. Hann sigl-
ir nú nýju skipi. Flying Enter-
prise II. Bjargaði hann á dög-
unum 6 mönnum af fiskibát,
sem talinn var týndur,
skammt frá Hong Kong.
—o—
HINN NÝI framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
Dag Hammerskjöld, kom
starfsliði stofnunarinnar á
óvart fyrsta morguninn, sem
hann kom til vinnu í aðal-
stöðvunum í New York. Hann
mætti kl. 8,15. Voru þá ekki
aðrir fyrir í byggingunni en
næturvarðmenn. Trygve Lie
var ekki vanur að koma fyrr
en kl. 10—10,30. Amerísku
blöðin ræddu mikið um það í
byrjun, að erfitt væri fyrir
Ameríkiunenn að segja Hamm
erskjöld. Vildu sum fá að
nefna hann bara Hammer. En
Hammerskjöld sagði við
blaðamennina: „Kallið mig
bara Hammershield, ef ykkur
„þykir það betra.“ Líkaði þeim
þetta vel og þótti maðurinn
góður viðfangs.
(Fi’amhald af 1. síðu).
Fullkomin tækni.
Þarna voru hvers konar vélar
og tæki í sambandi við neyzlu-
mjólkurframleiðsluna og mat-
vælaiðnað úr mjólk. Hin gífur-
lega véltækni hefur verið tekin
í þágu matvælaframleiðslumxar,
aðallega að sjálfsögðu í kringum
stóru borgirnar, og er glæsilega að
þessum iðnaði búið. Sjálfvirkar
vélar eru sérstaklega áberandi —
og sjálfvirk kei'fi — og ennfremur
vakti athygli mína, hversu frá-
bærlega er vandað til allra tækja,
hve efnin eru góð og vel
frá öllu gengið. Má raunar
segja að þetta einkenni allan
matvælaiðnað Bandaríkjamanna.
ar reknar af einstaklingum eða
hlutafélögum, sem kaupa mjólk-
ina föstu verði af bændum og er
verðið að nokkru leyti ákvai'ðað
af ríkisvaldinu. En stöðvarnar
greiða fyrir mjólkina eftir fitu-
magni og gæðaflokkun, en hver
bóndi nýtur aðstöðu sinnar, því
að verðið fer eftir því, hvort
mjólkin fer til neyzlu eða til
smjör- og ostagerðar eða í annan
iðnað. Ríkisstjói;nin hefur mjög
hlutast til um verðlags- og fram-
leiðslumál landbúnaðarins og
hefur keypt fyrir sinn reikning
það, sem ekki hefur selzt á frjáls-
um mai'kaði í sumum vöruflokk-
um, svo sem smjör, kornvörur
sumar, þuri'mjólk og jafnvel kar-
töflur. Repúblikanar hafa haldið
þessu áfram a. m. k. enn, en
nokkurt verðfall hefur orðið á t.
d. smjöri og þip'rmjólk nú upp á
síðkastið.
Annars fer smjörneyzla í Banda-
ríkjunum minnkandi vegna auk-
innar samkeppni frá smjöx-líkinu
einkum er verð snertir
og er óséð enn, hvernig ríkis-
stjórnin ræður fram úr þessum
erfiðleikum landbúnaðai'ins þai'.
Alúðlegt fólk — óttast stríð.
Vetur var nær allan timann, sem
ég dvaldi vestra, að visu sá mildasti,
sem lengi hefur komið, og snjór var
oft á og frost, allt upþ í 25—30 stig
á Celcius sums staðar. Eg kynntist
því landinu tpgst i vetrarbúningi.
En fólkinu kynntist eg ef til vill
betur.
Óvíða hittir maður fyrir alúð-
legra, greiðviknara og hressilegra
fólk en í Bandaríkjunum. Þar eru
menn frjálsmannlegir, eðlilcgir og
vingjarnlegir. Hraðinn í daglegu
lífi er mikill. Eg undraðist vinnu-
hraðann, dáðist að vinnutempóinu,
sem maður sér hvarvetna, hvort
heldur er á skrifstofum ráðuneytis
eða í verksmiðjum, hjá bónda, dag-
launamanni, afgreiðslustúlku eða
iðnaðarmanni. Þetta fólk vinnur
mikið, en það lifir líka vel. Mér
fannst hinn almenni maður hrein-
skilinn í öllum samskiptum. Hann
óttast stríð, en vonar þó að ógæfa
styrjaldar dynji ekki oftar yfir
heiminn, en hann er mjög varkár
í dómum um horfurnar og ógjarn
á að nota stór orð í tali um and-
stæðinga. Það er bnsiness-siður
Bandaríkjamanna að tala kurteis-
lega við viðskiptamanninn eins
lengi og kostur er. Þetta kom mjög
glöggt í ljós, þegar fregnin um um
andlát Stalins barst.
Að lokum sagði Jónas Kristjáns-
son, að hann væri öllum mjög
þakklátur, sem greitt hefðu götu
hans í ferðinni og ekki sízt starfs-
xaimnum'-landlMÚiaðarráðuneyttsins
ameríska, sem sýnt hefðu alveg sér-
staka lipurð og vinsemcl, og fyrir
þeírra aðstoð hefðu kynni af land-
búnaðinum og mjólkuriðnaðinum
orðið meiri en annars hefði verið
unnt á svo skömmum tíma.
Dagur er þess fullviss, að Evfirð-
ingar og hæjarmenn taka undir
með blaðinu og bjóða Jónas Krist-
jánsson hjartanlega velkominn
heim til starfs á ný, og samfagna.
honum með lærdómsríka för.
MARTIN LARSEN, fyrrum
sendikennari Dana við Há-
skólann í Reykjavik, flutti ný-
lega erindi í félaginu Den Per-
sonlige Friheds Væm í Kaup-
mannahöfn og ræddi um
áfengismál íslendinga. Sam-
kvæmt frásögn danskra blaða,
sagði Larsen fyrst sögu máls-
ins síðan á bannárunum ,og
skýrði síðan aðdraganda
þeirra atburða, sem síðast hafa
gerzt í þessum málum hér á
landi, þ. e. framkvæmd hér-
aðabannsákvæðanna og afnám
vínveitinganna á Hótel Borg.
Larsen hélt því fram, að það
væri misskilningur á Norður-
löndum að íslendingar væru
meiri drykkjumenn en aðrir
Norðurlandabúar. Taldi hann
að íslendingar drykkju minna
magn af áfengi en frændur
þeirra á Norðurlöndum, hins
vegar drykkju þeir meira í
senn og yfirleitt sterkari
drykki.
DÖNSK blöð eru farin að
ræða kosningamar á Islandi í,
sumar og birta fyrirsagnir eins
og „Politisk Uro i Island“
(Berl. Aftenavis 15. april). Er
í grein þessari nokkuð rætt rnn
klofning, sem orðið hafi í
Sjálfstæðisflokknum vegna
forsetakosninganna í sumar og
stofnun Lýðveldisflokksins
nýja. Þá er rætt um nýafstaðið
flokksþing Framsóknarmanna
og þá ákvörðun þess að slíta
stjórnarsamstarfinu þegar að
afloknum kosningum. Telur
blaðið að vel geti svo farið að
hér verði stjórnarkreppa að
kosningum loknum.
Fjarlægðirnar miklar. ,
Þegar sýningunni lauk, hélt eg
norður í íslandsbyggðir i Kanada,,
bæði til að heimsækja systur
mína, og kynnast landi og þjóð og
heimsækja íslenzka bændur þar
norður frá. Eg fékk tækifæri til
þess að koma á mai-ga íslenzka
bóndabæi og tala við fólkið og sjá
búskaparhættina. Eru þeir ærið
ólíkir okkar búskaparlagi, enda
er hér aðallega um að ræða akur-
yrkju. Fjarlægðirnar í þessu landi
ei'u ótrúlega miklar, landið er
fi-emur sti-jálbýlt, og vandamál
margra sveitaheimila ekki ósvip-
uð þeim, sem íslenzk sveitaheim-
ili eiga að fást við. Nefnilega þau,
að skólai'nir taka æskuna að
heiman, og þar næst iðnaður stór-
boi'ganna eða námubæirnir nýju,
sem nú spretta upp í þessu nátt-
úruauðuga landi, en eftir situr
eldra fólkið, stundum sárfátt á
heimili.
Matvælaframleiðsla á háu stigi.
Eftir Kanadaförina, hélt eg aft-
ur til Bandaríkjanna og vai' síðan
mestmegnis í mið- og austur-
fylkjunum og dvaldi þar á ýms-
um stöðum. Fór eg þar eftir áætl-
un, sem landbúnaðarráðuneyti
Bandaríkjanna var svo vinsam-
legt að gera fyrir mig með tilliti
til þess að eg gæti kynnt mér
landbúnað og sér í lagi mjólkur-
framleiðslu og mjólkurvinnslu í
þessum miklu landbúnaðarhér-
uðum. Átti eg framúrskarandi
hjálpsemi og greiðvikni að mæta
af hálfu allra opinben'a aðila, þótt
eg ekki væi'i undir neinni Mars-
hall-hjálp. Þessi dvöl mín og
kynni sannfærðu mig betur um
það, sem eg hafði áður séð á sýn-
ingunni í Chicago, að matvæla-
framleiðsla Bandaríkjanna stend-
ur á mjög háu stigir um fram-
leiðslutækni, leiðbeiningarstarf-
semi, tilraunir og þó er matvæla-
eftirlit þeirra, gæðamat, hrein-
læti og öll meðfei'ð vörunnar e. t.
v. fremst, og a. m. k. fremra þvi,
sem eg hef áður séð.
Bændur njóta aðstöðunnar.
Skipulagið á þessum málum er
nokkuð annað en hjá okkur. —
Mjólkurvinnslustöðvar eru flest-