Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 1
ÁSKRIFT að DEGI tryggir að þér íylgist með málefnum þjóðarinnar. AUGLÝSING í Degi nær til langflestra Akureyringa og Eyfirðinga. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 6. maí 1953 25. tbl. 32 ferðir á vegum Ferðafélags Akureyrar á þessu sumri Ferðaáæíiun féiagsins birt í 14. árgangi „Ferða” Lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum: „Kosið" í miðstjórnina á lands fundinum án atkvæðagreiðslu „Ferðir“, órsrit Ferðafélags Altureyrar, er nýlega komið út og er þar birt ferðaáætlun félags- ins fyrir þetta sumar. Þetta er 14. árg. „Ferða“. Hefur ritið flutt ýmsar merkar greinar um ferðamál, merka staði og lítt kunnar. leiðir á liðnum ór- um. í þessu hefti eru m. a. greinin „Hvernig á að grafa sig í fönn?“ eftir Tryggva Þorsteinsson skáta- foringja „,Köld nótt í göngurn", eftir E. Á., og segir þar frá göng- um á vesturafréttum Bárðdæla, „Nokkur orð um Ferðamála- félagið", og er þar rætt um stofn- un og stefnumörk þess félags- skapar, þá eru fréttir frá félags- starfinu o. s. frv. Þetta hefti „Ferða“ geta jnenn fengið hjá Þorst. Þorsteinssyni, sjúkrasam- lagsgjaldkera. Ferðaáætlunin. Feiðaáætlun félagsins í sumar er á þessa leið: 1. ferð var farin 20. apríl í Glerárdal, á Kerlingu. — 2. ferð, 10. maí: Skjóldalur, Kambsskarð. — 3. ferð, 24. maí: Djúpidalur, Hagárdalur. — 4. ferð 31. maí: Villingadalur, Torfufellshnjúkur. — 5. ferð, 4. júní: Grund, Möðru- vellir (kvöldferð). — 6. ferð, 7. júní: Húsavík, Laxárfossar. — 7. ferð, 10 .júní: Laufás, Grenivík (kvöldferð). — 8. ferð, 13.—17. júní: Reykjavík, Hafnarfjörður, Krísuvík, Hveragerði og Þing- vellir. — 9. ferð, 17. júní: Svarf- aðardalur, Dalvík (kvöldferð). — 10. ferð, 13. júní: Vegavinna í Arnarstaðatungum. — 11. ferð, 20.—21. júní: Skagafjarðardalir, Glaumbær, Sauðárkrókur. — 12. ferð, 24. júní: Dalvík, Ufsaströnd. — 13. ferð, 26,—30. júní: Austur- land. — 14. ferð, 1. júlí: Dals- mynni, Fnjóskadalur (kvöldferð). — 15. ferð, 4.-8. júlí: Suðurland. — 16. ferð, 8. júlí: Grenivík (kvöldferð). — 17. ferð, 11. júlí: Vegagerð í Hafrárdal. — 18. ferð, 15. júlí: Fnjóskadalur að Reykj- um (kvöldferð). — 19. ferð, 17.— 19. júlí: Herðubreiðarlindir. — 20. ferð, 22./júlí: Leyningshólar Krían er komin! Á laugardaginn sá Kristján Geirmundsson kríuhóp við Leirugarðinn og mun krían hafa komið þá urn daginn. Þá kom einnig maríuerlan. Eru þá flestir farfuglarnir komnir nema spóinn og óðinshaninn, en þeir eru ævinlega fremur seint á ferðinni. (kvöldferð). — 21. ferð, 25. júlí: Vegavinna á Vatnahjalla. — 22. ferð, 28. júlí: Hörgárdalur (kvöldferð). — 23. ferð, 31. júlí— 4. ágúst: Snæfellsnes, Dalir. — 24. ferð, 3. ágúst: Skriða, Hjalt- eyri (kvöldferð). — 25. ferð, 8.— 9. ágúst: Laugarfell. — 26. ferð, 12. ágúst: Dagverðareyri, Gæsir (kvöldferð). — 27. ferð, 15.—16. ágúst: Þeystareykir, Reykja- hverfi. — 28. ferð, 19. ágúst: Vaglaskógur (kvöldferð). — 29. ferð, 22.—25. ágúst: Vonarskarð. — 30. ferð, 29.—30. ágúst: Hval- vatnsfjörður, Þorgeirsfjörður. — 31. ferð, 4.—5. september: Hólar, Sauðárkrókur, Skagaströnd. — 32. ferð, 12. september: Hrísey. Mjólkursamlagsfundur- inn verður á þriðju- daginn kemur Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. veyður haldinn í „Skjald- borg“ næstk. þriðjudag eins og auglýst er annars staðar í þessu blaði. Á fundinum verður m. a. minnst 25 ára starfs Mjólkursam- lagsins. DAGUR Dagur kemur aftur út á laugar- daginn kemur. — Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 2 á föstudag. — Auglýsing í Degi kemur fyrir augu mikils þorra Akureyringa og Eyfirðinga, auk f jölda manns í öðrum hér- uðum. „Við skulum láta þá eina um eiturvopnin“, sagði Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins á landsfundi flokksins á dögunum, er hann ræddi kosningabaráttuna og viðskipt- in við andstæðinga flokksins. En það ætlar að reynast eins með þetta fyrirheit og svo mörg öimur úr þeirri átt, að ekkert mark er takandi á því. Síðustu vikurnar liefur ekki linnt eiturvopnaherferð á hendur samvinnufélögunum í blaðakosti Sjálfstæðisflokksins. En það eru ekki máttarstólpar flokksins eða kunnustu forvíg- Mimiismerki séra Friðriks Ákveðið er að KFUM komi upp minnismerki um séra Friðrik Friðriksson, hinn ágæta kenni- mann og uppeldisfrömuð, á góð- um stað í Reykjavík. — Sigurjón Ólafsson gerði myndina og er hún nú í Danmörk til eir-steypu. Myndan hér að ofan er tekin á hinu danska verkstæði, sem vinnur að steypunni, og birtist hún í dönsku blaði nú fyrir skömmu. Sumarveður um Norðurland Sumarveðráttan kom með maímánuði hér nyrðra og hefur síðan verið blíðviðri á degi hverjum, sunnanátt og sólskin. Hiti hefur verið 12—14 stig síð- ustu dagana og tekur snjó ört, en þó er nokltuð í land að fjall- vegir verði færir aftur. Vaðla- heiðarvegur og Öxnadalsvegur eru ófærir, en innanhéraðs er talið akfært þótt torfærur séu víða vegna aurbleytu. ismenn, sem láta sín þar við getið, heldur notar íhaldið Heimdellinga til árásanna. Er daglegt brauð að sjá það í blöð- um flokksins, að unglingar, sem sitja á skólabekk og hafa aldrei unnið nein þjóðnýt störf, fá rúm til þess í Morgunblaðinu að ausa svívirðingum á for- ustumenn samvinnufélaganna, einkum þó forstjóra SÍS. Há- marki náði þcssi svívirðilega herferð í Morgunblaðinu í gær, þar sem endurprentaðar eru sumar verstu rógsögur komm- únista og mánudagsblaðsmanna um ýmsa af forvígismönnum Á sunnudaginn fór fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins athyglisverð „kosning“ fimm manna í miðstjórn floklcsins. Mun slík „kosning“ í stjórn stjórn- málaflokks vera einsdæmi á Vésturlöndum, því að þar var um það eitt að ræða, að þessir fimm ákváðu sjálfir, að endurskipa sig í miðstjórnina. Menn þessir voru Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Pétur Otte- sen, Jóhann Þ. Jósefsson og Gunnar Thoroddsen. Jón Pálma- son var fenginn til þess að bera fram þá tillögu, að þessir menn skyldu „kosnir“ í einu lagi, „sam- tímis og í einu hljóði“ — það er að segja, að „fulltrúarnir“ á landsfundinum fengu aðeins að klappa saman lófunum, en bann- að að sýna með atkvæði sínu, Afli á grunnmiðum liér í grennd hefur ekki batnað eins og menn væntu eftir veðrabrigðin og uppstyttuna og hefur verið tregfiski á eyfirzltu bátana og á Húsavíkurbátana síðustu daga. Þá hefur mjög þorrið afli hjá togbátunum, sem eru að veiðum hér úti fyrir og hafa þeir fengið sáralítið upp á síðkastið. Margir sjómenn telja að vöðu- kaupfélaganna og fyrri met í heimskulegum fullyrðingum og Ijótum nafngiftum, stórum end- urbætt En hræsnin er samt al- vel dæmalaus, þvi að ungherji sá, er pistilinn skrifar, heldur því fram að „þegar allt kemur til alls, er Sjálfstæðisflokkurinn mesti samvinnuflokkur lands- ins.“! Ósvífnin og forherðingin ríða sannarlega ekki við ein- teyming, en það mun sannast mála, að hinum heilbrigðari liluta flokksins blöskrar þessi óþverralegu skrif og sá ofstæk- is- og forhcröingartónn, sem ráðandi er orðinn. hverja þeir vildu í raun og veru kjósa. Treysta ekki hyllinni. Aðferðin, sem er í sjálfu sér al- veg forkastanleg og svo furðuleg, að meira en lítinn kjark þarf til þess að beita henni í lýðræðis- landi, ber vitni um það, að ein- hverjir í þessum hópi hafa illa treyst sér til þess að ná kosningu með venjulegri atkvæðagreiðslu. En lýðræðislegt hugarfar var þá ekki rótgrónara en svo, að „kosn- ingunni“ var hagað á annan og áhættuminni hátt. Þessu lýsa blöð Sjálfstæðis- flokksins svo sem merki um órofa einingu innan flokksins, þótt það liggi í augum uppi, að til slíks ör- þrifaráðs geti aðeins verið grfpið vegna megnrar sundurþykkju og flokkadi'áttar. selur hafi hrakið fiskinn af grunnmiðum. Urðu sjómenn var- ir við mikið af sel, bæði hér við Eyjafjörð og á grunnmiðum á Skjálfandaflóa. Vöðuselur kom hér allt inn á Akureyrarpoll fyrir nokkrum dögum, einnig var tals- vei't um hnísu hér á Pollinum og út á Oddeyrarál. Lítil loðnuveiði. Ekki hefur aflast loðna að neinu ráð^ eftir veðrabrigðin og er því enn tilfinnanlegur beitu- skortur. Hins vegar kom Esja hér í gær með nokkurt magn af frosnu síli að sunnan, sem lagt var upp í frystihúsið hér og er þetta sOi eign útvegsmanna hér við fjörðinn. Togararnir. í gær voru tveir togarar að landa hér, Svalbakur, sem hafði um 170 lestir af saltfiski, og Jör- undur, sem landaði um 150 lest- um í herzlu, og auk þess 840 kössum af hraðfrystum fiski, í Hrísey. Er þetta afli sem frystur er um borð, í hraðfrystitækjum skipsins. Heimdallur grípur iil „eiturvopnanna" Vöðuselur hefur sennilega spillt fiskigengd á grunnmiðum Tregur afli hjá togbátum - beituskortur háir veiðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.