Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 6. maí 1953 DAGUB 5 ATHUGASEMD um vegamál í Eyjaf jarðarsýslu Frá Vinnuskólanefnd Akureyrar Út af grein Þórarins Kr. Eld- járns, hreppstjóra á Tjörn, í 21. tölubl. „Dags“ þ. á., er hann nefnir „Er það tilviljun, gleymska •— eða?“, vil eg leyfa mér að taka fram eftirfarandi til skýringar: 1. Samkvæmt skýrslu vega- málastjóra, sem fyrir stuttu síðan lá fyrir fjárveitinganefnd Al- þingis, eru tiltölulega meiri ak- færir þjóðvegir í Eyjafjarðarsýslu heldur en í nokkru öðru héraði landsins. Það er kannske tilvilj— un, en ekki bendir það á, áð hér- aðinu hafi verið alveg gleymt í því efni. 2. Eg er Þ. K. E. sammála um, að þörf sé á þeirri stefnubreyt- ingu í vegamálum, að „minnka útþennslu veganna en leggja nokkurn hluta vegafjárins til endurbygginga verstu kafla gömlu þjóðveganna“, og í fjár- lögum þessa árs er nokkur við- leitni í þessa átt, að því er þetta hérað varðar, og það^einmitt fyrir mitt tilstilli, þannig, að fjárhæð er þar ætluð til að byrja á endur- byggingu Eyjafjarðarbrautar, en hún er elzti akvegur héraðsins. Hins vegar mun þó slík stefnu- breyting eiga allerfitt uppdráttar enn um sinn, því að enn eru margar sveitir á landi hér alger- lega akvegalausar, t. d. á Vest- fjörðum og Austfjörðum, og eðli- lega reka fulltrúar þeirra sveita á Alþingi sterkan áróður fyrir því, að þær eigi að sitja fyrir vegafé. Annars veitir Alþingi auðvitað fé til endurbygginga á verstu köflum akveganna, þó það ákveði ekki hvar féð skuli notað, heldur vegamálastjórnin. í gildandi fjár- lögum eru veittar samtals rúm- lega 10 milljónir kr. til nýbygg- inga 186 vega, en 21 milljón kr., eða meira en helmingi hærri upphæð, er veitt til viðhalds vega. Endurbygging slæms vegakafla, eða t. d. hækkun vegar vegna snjóþyngsla, er auðvitað ekki annað en viðhald og það er bein- línis til þess ætlast, að slíkar framkvæmdir séu greiddar af viðhaldsfénu. Þó vinna og annað sé dýrt nú, má þó töluvert gera fyrir 21 millj. kr. Að sjálfsögðu ber Svarfdælingum og öðrum Ey- firðingum sinn skerfur af þessu fé. Fái þeir hann ekki í tiltölu við aðra, miðað við þarfir og aðrar aðstæður, er það ranglæti, sem vegamálastjórnin ber ábyrgð á, en ekki Alþingi. Að vísu mætti hugsa sér að Alþingi færi bein- línis að skipta viðhaldsfénu á milli héraðanna eða jafnvel ein- stakra vega, en það hefur ekki enn verið horfið að því ráði nema að sáralitlu leyti og ýmsa ókosti mundi það óneitanlega hafa. 3. Það er rétt, að í þetta skipti er ekkert fé veitt í fjárlögum til nýrra vega í Svarfaðardal. Hins vegar mundum við þingm. Eyf. þó vel eftir Svarfaðardal og öðr- um úthreppum kjördæmisins, enda mun sá hluti héraðsins fá samgöngubót á þessu ári, sem eg tel, eins og ástatt er, mikilsverð- ari heldur en þó einhver fjárveit- ing hefði fengist til vegar, einnig fyrir Svarfaðardal. Það hefur verið samkomulag á undanförn- um þingum, að þingmenn stjórn- arflokkanna bæru ekki fram til- lögur í þinginu sjálfu um fjár- veitingar til héraða sinna, heldur sneru sér til fjárveitinganefndar með óskir sínar óg hlýttu hennar úrskurði. Þetta samkomulag höf- um við þingm. Eyf. haldið. En við bárum fram ýmsar óskir við fjár- veitinganefnd um framlög til vega í héraðinu, einnig í „út- hreppum þess“. Einnig fórum við fram á að fé yrði veitt til þess að byggja nýja brú á Hörgá hjá Möðruvöllum. Nú fór auðvitað svo, að við fengum ekki allar ósk- ir okkar uppfylltar, það fengu engir. En við fengum góð orð um það, að Hörgárbrúin skyldi verða byggð á þessu ári, þó ekki væri beinlínis tekin upp fjárveiting til hennar á fjárlögum (um brúar- byggingar eru fleiri leiðir til). Kom þetta fram í ræðu fram- sögum. fjárveitingan. í samráði við vegamálastjóra og eins í sam- tali við mig. En þá urðum við auðvitað enn frekar að sætta okkur við úthlutun nefndarinnar á vegafénu. Nú er búið að ákveða byggja Hörgárbrú í sumar. Gamla brúin er að verða ónýt og getur raunar hrunið undan þungu hlassi hvenær sem er. Ef svo færi, hygg eg að vegirnir í út- héraðinu kæmu að æði mikið minni notum. Eg hygg því að ný brú komi að meiri notum fyrir úthreppa sýslunnar, heldur en jafnvel eins árs fjárveiting til nýrra vega þar hefði getað gert. Og þetta held eg að einnig gildi um Svarfaðardal. Bemh. Stefánsson. 65 ára: Stefán Jónsson í Skjaldarvík Ágætur Eyfirðingur, Stefán Jónsson klæðskerameistari, for- stjóri elliheimilisins í Skjaldar- vik, átti sextíu og fimm ára af- mæli á sunnudaginn. Stefán hef- ur leyst af höndum þrekvirki fyrir héraðið með byggingu og rekstri elliheimilisins, sem er mikil nauðsynjastofnun. Dagur sendir Stefáni árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans. Kvenskátar kaupa liúseign Bæjarstjórnin hefur samþykkt að styrkja Kvenskátafélagið Val- kyrjuna með 25 þús. kr. til að kaupa efri hæð hússins Helga- magrastræti 18, og verður upp- hæðin greidd á fimm árum. Fé- lagið mun einnig fá styrk úr Félagsheimilasjóði til kaupanna. Eins og flestum er kunnugt hafa tilraunir þær, sem gerðar voru hér með vinnuskóla fyrir 11 og 12 ára börn reynzt mjög fjár- frekar, bæði vegna mikils stofn- kostnaðar og vegna uppskeru- brests þau tvö ár, sem skólinn hefur starfað. Þó skólinn hafi að öðru leyti gengið vel, þykir því ekki fært að reka hann áfram með sama fyrirkomulagi. Flestir munu þó óska þess að starfsemi í þessa átt verði haldið áfram og hefur bæjarstjórn veitt til þess 40.000.00 kr. og falið vinnuskóla- nefnd að sjá um reksturinn. — Nefndin hefur síðan gert kostn- aðaráætlun og tillögur um fyrir- komulag skólans, sem miðast við þetta fjárframlag óg eru tillög- urnar í aðalatriðum á þessa leið: 1. Að skólinn taki á móti 30 til 40 börnum á aldrinum 10, 11 og r Ovenjulegir tónleikar Síðdegis á þriðjudaginn, þann 28. apríl sl.,höfðu nokkrir nem- endur úr Tónlistarskóla Akur- eyrar hljómleika í hátíðasal barnaskólans fyrir börn úr efstu bekkjum skólans. Þar mættu einnig skólastjóri tónlistarskól- ans, Jakob Tryggvason, og píanókennari skólans, frú Þyri Eydal. Skólastj. barnaskólans, Hannes J. Magnússon, bauð þessa sjald- séðu gesti velkomna og gat þess, að til þessara tónleika væri stofn- að til þess að glæða tónlistar- áhuga og tónlistarskilning meðal barnanna. Kvaðst hann vona, að slíkir hljómleikar yrðu framvegis fastur liður í starfi beggja skól- anna. Þá flutti skólastjóri tónlistar- skólans stutt erindi um tónlist og gildi hennar. Kvaðst hann gleðj- ast yfir þessari samvinnu á milli skólanna, sem hann vonaði að áframhald yrði á. Að því loknu hófust hljómleikarnir. Skólastjóri tónlistarskólans kynnti verkefnin jafnóðum og fór nokkrum orðum um höfunda þeirra. Þessir nemendur tónlistarskól- ans komu þarna fram og léku eft- irtalin verk: Jóhannes Vigfússon, 7 ára, Rob. Schumann: Soldiers’ March op. 68, nr. 2. — Ada M. Piaget: Litlle White Butterfly. Ingibjörg Sigurðardóttir, 12 ára, P. Tschakowsky: Neapoli- taniches Tanzlied op. 39, nr. 8. — Edw. Grieg: Walz op. 12, nr. 2. Kolbeinn Kristjánsson, 13 ára, Fredr. Burgmiiller: The Swallow op .100, nr. 24. — Ph. E. Bach: Solfeggietto. Lena M. Rist, 14 ára, Fr. Schu- bert: Impromtu nr. 90, nr. 4. Hörður Kristinsson, 14 ára, J. S. Bach: Italian Conserto I. kafli. — Claude Debussy: Arabesque g-dúr. Allir þessir ungu píanóleikarar urðu annað hvort að endurtaka verkefni sín eða leika aukalög og var þessum hljómleikum ágæt- lekið af áheyrendunum. 12 ára, eldri börnin sitji fyrir skólavist. 2. Að skólinn starfi á sama stað og að undanförnu og verði þar ræktaðar kartöflur í IV2 ha. lands, sem verði sameiginlegm- garður allra barnanna. Auk þess fær hvert barn 20 ferm. garð til kál- ræktar eða annars eftir vild. 3. Landið verður vélunnið og skólinn leggur til áburð og verk- færi og sér um verkstjórn og kennslu nemendum að kostnað- arlausu. Einnig útvegar skólinn útsæði og sér um allan undirbún- ing þar að lútandi án endurgjalds, en nemendur verða sjálfir að greiða það fræ, kálplöntur og annað, er þeir vilja setja niður í einkareiti sína. 4. Börnin fá ekkert kaup greitt í peningum, en uppskerunni úr sameiginlega garðinum verður skipt upp á milli þeirra í hlutfalli við vinnuframlag hvers og eins og auk þess fá þau uppskeruna úr einkagörðunum. Þótt ekki sé um neitt fast kaup að ræða hafa börnin töluverða hagnaðarvon eins og sjá má af því að verði uppskeran í kartöflugarðinum t. d. áttföld geta tekjur hvers barns orðið 1280 kr., sé miðað við að hvert barn sjái um 400 ferm. garð og auk þess má svo gera ráð fyrir einhverjum hagnaði af einka- görðunum. (Hér er miðað við 200 kr. verð á kartöflutunnu.) Það sem kann að verða fram yfir átt- falda uppskeru rennur tiiskólans upp í greiðslu fyrir útsæði annars fá nemendur útsæðið ókeypis. 5. Vinnutilhögun verður sú, að nemendum verður skipt í tvo flokka. Annar flokkurinn vinnur frá kl. 8V2 til 12, en hinn frá kl. 21/2 til 6 e. h. á meðan unnið er að niðursetningunni. Eftir að henni er lokið, er gert ráð fyrir þriggja vikna fríi fyrir börnin og kennar- ann, en síðan er ætlast til að börnin hirði um garðana í sam- ráði við kennarann, þannig, að einhverjir hópar komi daglega. Við kartöfluupptökuna verður sama flokkaskipting og við vor- verkin. Björgvin Jörgensson kennari, sem undanfarin sumur hefur séð um skólann, mun ann- ast kennslu og verkstjórn. Framanskráða tilhögun hefur bæjarráð fallist á og þótti ekki fært að draga lengur að gera al- menningi þetta kunnugt, þótt málið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu á bæjarstjómarfundi. Þeir, sem hugsa sér að koma börnum sínum í vinnuskólann, eða óska frekari upplýsinga varð- andi rekstur hans, eru vinsamlega beðnir að snúa sér sem allra fyrst til Björgvins Jörgenssonar, Lækj argötu 2, sími 1698 eða til Tryggva Þorsteinssonar, Munka- þverárstræti 5, sími 1281. Vinnuskólanefnd. Eg vil selja kvígu að fyrsta kálfi. Burðartími um 12. júní. Sigfús Eiríksson, Einarsst. Glæsibæjarhr. ; Ljóð um daginn og veginn MOKAFLI. Hleður nú bátinn halur hver, sem héðan fer út, í róður. Fiskigangan með firnum er, fjörðurinn þrotlaus sjóður. Þorskurinn vítt um veröld ber vora orðfrægð og hróður, þegar ei óvart í hann fer ýlda og pestargróður. Á þrifnaði vorum, því er ver, þykir oft vera ljóður, eftir því sem oss einhver tér útflutnings-vöru-hjóður. í landhelgis-styrjöld verjumst vér vorum engelska bróður, þó að vér eigum engan her nema orðabelgi og -skjóður. Boli er alltaf þrár og þver og þekkist ei höft né tjóður. — Eg held þú ættir að hraða þér að hjálpa oss, Dawson góður. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.