Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 4

Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 6. tnai 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hvað hefur áunnizt fyrir landbúnaðinn? A NÝAFSTÖÐNUM landsfundi Sjálfstæðis- manna gætti nokkurs auglýsingaskrums um fortíð Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmálum. Menn láta að vísu ýmislegt fjúka er líður að kosningum, og sumir stjórnmálamenn treysta því, að almenn- ingur sé ekki langminnugur. Stundum verður þeim að ætlun sinni um þetta efni, en valt mun þó að treysta á minnisleysi bænda. Þeir fylgjast manna bezt með málefnum stéttar sinnar og at- burðum í stjórnmálum á hverjum tíma. Það er t. d. alveg víst, að bændur eru ekki búnir að gleyma afstöðu Sjálfstæðisflokksins til landbúnaðarins á nýsköpunartímabilinu svonefnda. Þeir muna vel, að þríflokkastjórnin gerði landbúnaðinn að horn- reku þegar stríðsgróðanum var skipt upp í þá daga, lét stjórnin þá ekki við það eitt sitja. Land- búnaðurinn sætti beinlínis ofsóknum af hendi sumra forráðamanna nýsköpunarstj. Þá beittu Sjálfstæðismenn sér fyrir því að svipta stéttar- samtök bænda fjárráðum og skipa bændastéttinni forustu eftir geðþótta valdamanna í stjórnarráð- inu. Á þessum árum kom fram á alþingi, að til- hlutan eins stjórnarflokksins, frumvarp um að taka af bændum og samtökum þeirra hús og vélar, sem þeir höfðu með samtökum sínum byggt upp á löngum tíma. Þetta þótti bændum slíkt gerræði, að t. d. hér í Eyjafirði skutu þeir á aukafulltrúa- fundi mjólkursamlagsfulltrúa þótt skammdegi væri og samgönguerfiðleikar, til þess að mótmæla þessari ofsóknarfyrirætlun og öðrum svipuðum, sem þá voru á döfinni. Síðan þetta gerðist eru að vísu nokkur ár, en ekki nógu langur tími til þess að menn hafi gleymt þessu, jafnvel þótt fagurt sé galað á landsfundum. EN HVAÐ HEFUR áunnist fyrir landbúnaðinn síðan Sjálfstæðisflokkurinn lét af stjórn land- búnaðarmála? Framsóknarmenn beittu sér þegar fyrir því að leggja hið stjórnskipaða Búnaðarráð niður og fá Stéttarsambandi bænda í hendur þá forustu í búnaðarmálum, sem eðlileg og sjálfsögð er. Verðlag landbúnaðarafurða var samræmt verðlaginu í landinu yfirleitt. Áburðarverksmiðju- málið, sem legið hafði í salti síðan Sjálfstæðis- fl. tókst að fyrirbyggja að frv. um byggingu áburðarverksmiðju hér á Akureyri næði fram að ganga, var tekið á dagskrá og verksmiðjumálið undirbúið af kappi. Nú varð breyting á frá því sem var í tíð nýsköpunarstjórnarinnar. Greitt var fyrir innflutningi búvéla og stórvirkra ræktunar- tækja og komst enginn skriður á þesi mál fyrr en að nýsköpunarstjórnin var farin frá. Fyrir forustu Framsóknarflokksins og eindreginn stuðning við málefni bænda hefur meira fjármagni verið veitt til landbúnaðarins nú hin seinustu ár en nokkru sinni fyrr. Er nú lögfest að helmingur- inn af fjármagni mótvirðissjóðs skuli framvegis lánaður til landbúnaðarins. Þá hefur flokkurinn beitt sér fyrir auknu fjárframlagi til ræktunar- sjóðs og Búnaðarbankans. Með þessum aðgerðum öllum varð raunhæf stefnubreyting í málefnum landbúnaðarins. í stað lítilsvirðingar og jafnvel ofsóknarfyrirætlana, kom eindreginn stuðningur. En þessi stuðningur stjórnarstefnunnar við mál- efni landbúnaðarins hefur ekki komið af sjálfu sér eða baráttu laust. í hverju mikilvægu hags- munamáli landbúnaðarins hefur Framsóknarflokkurinn haft for- ustuna. Það hefur verið ómetan- legt öryggi og styrkur fyrir bændur, að ráðherrar flokksins hafa staðið dyggan vörð um hagsmunamál landbúnaðarins og bænda, og hafa aldrei sleppt neinu tækifæri, sem boðist hefur til þess að bæta úr fjármagns- þörf landbúnaðarins eða styðja önnur þau mál, sem til hags og heilla horfa fyrir sveitirnar. Á nýsköpunarárunum réðu Sjálf- stæðismenn stefmmni í landbún- aðarmálum. Bændur sáu þá, hvað sú stefna gilti í framkvæmd fyrir þá. Þeir voru gerðir að hornrek- um og stjórnskipuð nefnd átti að hafa æðsta vald í hagsmunamál- um þeirra. Engri annarri stétt var sýnd slík lítilsvirðing. Lands- fundur Sjálfstæðismanna fjallaði ekki um þessa sögu nú á dögun- um, þar var leikin fallegri músík, enda er nú verið að atkvæðaveið- um. En bændur bera saman stefnuna, sem uppi er gagnvart landbúnaðinum í dag — og þá, sem gilti meðan verið var að eyða stríðsgróðanum. Sá samanburður er raunhæfari leiðarvísir fyrir þá en orðaleikir mánuði fyrir kosn- ingar. FOKDREIFAR Sagan af Klettarauð. Aðalsteinn Tryggvason á Jór- unnarstöðum skrifar blaðinu: „VETURINN 1915 keypti eg rauðan hest af Ásbirni Árnasyni í Torfum. Ásbjörn hafði fengið hann hjá Aðalsteini Magnússyni, Grund, sem þá var nýbúinn að fá hestinn vestan frá Víðidalstungu í Húnavatnssýslu. Frá því að nafni minn fékk hestinn og þang- að til að eg fékk hann, mun ekki hafa liðið nema 1% ár. Það var skömmu fyrir páska, sem eg fékk hestinn og notaði eg hann til reiðar og dráttar um vor- ið. Líkaði mér vel við hann. Hann var bæði viljugur til reiðar og skarpur til dráttar, en þó var hann enginn sérstakur þrekhest- ur. Á laugardagskvöld, um vorið, eftir sauðburð, sleppti eg Rauð saman við önnur hross í hálsin- um ofan við bæinn í Gullbrekku. Næstu tvo daga hugaði eg ekki að honum, áleit að hann myndi una sér þarna með öðrum hrossum. En á þriðjudagsmorgun, þegar eg ætlaði að taka Rauð til brúkunar, var hann horfinn úr hópnum. — Leitaði eg hans þann dag allan og næstu daga, án þess að verða hans var eða frétta neitt til hans. Á mánudag, rúmri viku eftir að eg sleppti Rauð, fór eg að leita hans niður í Hrafnagilshreppi, en fékk Jóhannes Frímannsson á Gilsá til þess að ganga upp á Gilsárdal á meðan og vita hvort hann gæti nokkuð áttað sig þar á slóðum. Eg kom heim seint um kvöldið, og var Ásbjörn í Torfum með mér. Ætluðum við að leita Rauðs í félagi, þangað til hann fyndist. VIÐ KOMUM við á Gilsá og spurðum Jóhannes frétta. Hann sagðist hafa fundið hestsslóð á Gilsárdal, sem hefði legið þar upp á svonefnt Lágafjall. Það er á milli Strjúgsárdals og Gilsárdals og ber lægra en fjallið norðan og sunnan við. Þótti okkur þá sýpt að þar hefði Rauður farið. Við Ásbjörn skildum því hrossin eftir heima í Gullbrekku og fórum fót- gangandi upp á Gilsárdal. Leit- uðum við ekkert að slóðinni fyrr en kom upp á Lágafjall, þar fundum við hana samkvæmt til- vísun Jóhannesar. Lá hún norður fjallið, en þegar það hækkaði, hafði hesturinn farið austan í brúninni, unz hann kom á bratta hjarnfönn, þar hafði hann misst fótanna og runnið niður fyrir fönnina. Upp úr því hafði hann fengið áhuga fyrir því að komast upp á fjall og litlu utar hafði hon- um heppnast það. Var það heldur sunnar en upp undan bænum á Gilsá. Slóðin lá síðan norður með austurbrún fjallsins, allt út á fjallshaus upp undan Hleiðar- garði, þar hafði hesturinn snúið við og farið suður með vestur- brúninni. Rétt norðan við Lága- fjallið týndum við slóðinni og fundum ekki aftur, hvernig sem við leituðum. Fórum við loks nið- ur í svonefnda Hraunskál, sem er þarna efst í Strjúgsárklettunum. Þegar þangað kom, sáum við eng- in merki eftir hestinn og ræddum því um að leita lengra suður fjall, en áður en það yrði settum við okkur niður. Sól var komin upp og heitt í veðri, en við Ásbjörn þreyttir. Sofnaði eg því brátt þarna á grjótinu. En hrökk von bráðar upp aftur og sá þá hests- spor við hliðina á mér. Kom þá í Ijós að eg lá þarna á slóðinni. Gátum við nú rakið hana norður úr skálinni út að svonefndum Kötlugilsfláa, sem er klettóttur og illgengur fyrir menn. Þar hafði hesturinn farið niður í Strjúgsár- kletta, sem eru brattir mjög og venjulega ekki gengnir nema af Ifærum klettamönnum. Sáum við glöggt, að hesturinn hafði rennt sér á rassinum fram af kletta- böndunum. Skeiðarnar milli bandanna voru gljúpar eftir ný- þiðnaðann vetrarklakann, svo að þar hafði hesturinn neytt fótanna vel við að stöðva sig. NEÐARLEGA í klettunum fundum við Rauð. Stóð hann þar á klettahaus, en fyrir neðan var var hengiflug. Þegar hann sá okkur, varð hann ókyrr, svo að við lögðum ekki í að handsama hann. Þó sáum við að hann var ómeiddur, en mjög soltinn. Beggja vegna við rimann, sem Rauður var á, voru klettagil, en norðan við ytra gilið náðu klett- arftir ekki nema niður á móts við hestinn. Var því sýnilega ekki hægt að bjarga Rauð lifandi úr klettunum, nema með því að láta hann síga þarna niður eða þá að reyna að koma honum norður yfir gilið, sem lá þar yfir það. — Ásbjörn vildi helzt reyna að ná hestinum strax og teyma hann norður yfir gilið, en mér fannst óráðlegt að hætta á það. Eg vildi heldur safna mönnum til þess að hjálpa honum. Við Ásbjörn klifr- uðum því upp klettana aftur og héldum yfir fjallið heim í Gull- brekku, en eg átti þá heima þar. Sendi eg svo mann niður í Grund, til þess að fá þar kaðalrúllu. — EINNIG gerði eg orð eftir tveimur vönum klettamönnum, þeim Magnúsi Árnasyni, járn- smið, er þá var í Saurbæ, en er nú búsettur á Akureyri, og Jón- asi Tómassyni, er þá bjó í Syðri- Villingadal, en er nú einnig flutt- ur til Akureyrar. Á meðan sváf- um við Ásbjörn. Um kvöldið lögðum við aftur af stað. Voru nokkrir sjálfboðaliðar með í för- inni. Munum við alls hafa verið (Framhald á 7. síðu). ERLEND TÍÐINDI Alþjóða kjarnorkuráðstefna. New York: Verkfræðingum og vísindamönnum, sem vinna að kjarnorkuvandamálum í öðrum lönd- um, verður boðin þátttaka í ráðstefnu um kjarn- orkuverkfræði, er haldiri verður á ári komanda. Ráðstefna þessi verður haldin í júnímánuði 1954 við Michiganháskólann. Er hún haldin að tilhlutan kjarnorkudeildar Félags amerískra efnafræðiverk-- fræðinga. Tilgangur hennar er að gefa sérfræðing- um á hinum ýmsu sviðum kjarnorkunnar gagn- kvæmt tækifæri til að kynna árangur af rannsókn- um sínum. Conant hugsar vel til framtíðarinnar. Washington: Dr. James B. Conant, erindreki bandarísku ríkisstjómarinnar í Þýzkalandi og áður forseti Harwardháskólans, telur útlit fyrir að eftir 50 ár verði allt neyðai'ástand manna úr sögunni. Kvað hann næga möguleika fyrir hendi að afla allra þeirra matvæla, eldsneytis og hráefnis, er mann- kynið þarfnaðist. Krabbameinsrannsóknarstöð opnuð. Chicago: í síðustu viku opnaði Chicagoháskóli með viðhöfn Argonne-sjúkrahúsið, er starfa mun að rannsóknum á krabbameini. Sjúkrahúsið hefur sér- stakan útbúnað til rannsókna á notkun geislavirkra efna við læknun krabbameins. Kostnaðurinn við byggingu sjúkrahússins nam fjórum milljónum og tvö hundruð þúsund dollurum, er kj arnorkunefnd Bandaríkjanna lagði fram. Mun hún einnig standa straum af kostnaði við rekstur sjúkrahússins. Við vígsluathöfnina komst dr. Shield Warren, fyrrum formaður líffræða- og læknisfræði- deildar kjarnorkunefndarinnar, m. a. svo að orði: „Jafnskjótt og ný vísindaleg tæki koma til sögunn- a'r, væntir fólkið þéss að vísindamennirnir noti þau í þágu læknisfræðinnar. Þetta er það, sem verða mun aðalverkefni þessa nýja sjúkrahúss.“ Dag Hammarskjöld. Dag Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld, nýi aðal- forstjóri Sameinuðu þjóðanna, er 47 ára að aldri. Hann er fæddur í Jönköbing. Faðir hans var for- sætisráðherra Svíþjóðar á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Hammarskjöld nam lögfræði og hagfræði í Uppsala og útskrifaðist með ágætiseinkunn, enda frábær námsmaður. Hann starfaði fyrst í fjármála- ráðuneytinu sænska, síðan í sænska Þjóðbankan- um. Þegar hann var kjörinn aðalforstjóri Samein- uðu þjóðanna var Hammarskjöld ráðherra, án sér- stakrar stjórnardeildar í utanríkisráðuneytinu sænska. Síðastliðin 10 ár hefur Hammarskjöld átt mikinn þátt í að skapa stefnu Svía í efnahagsmálum og utanríkismálum, fyrst sem formaður bankaráðs Þjóðbankans sænska og síðan sem starfsmaður ut- anríkisráðuneytisins, formaður sendinefndar Svía á þingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi þjóðar sinnar í samvinnumálum Evrópuríkja. Dag Hammarskjöld er maður vel kunnur meðal þeirra stjórnmálamanna, sem tekið hafa þátt í al- þjóðasamvinnu á árunum eftir síðustu heimsstyrj- öld og nýtur vinsælda og trausts í þeim hóp. Hamm- arskjöld er þannig lýst, að hann sé fyrirmannlegur í framkomu, en þó frekar óframfærinn á mannamót- um. Þykir stundum bregða fyrir feimni hjá honum. En þrátt fyrir það er Hammarskjöld ræðumaður ágætur. Hann er meðalmaður á hæð, bjartur yfir- litum og snyrtimenni. Aðalforstjórinn nýi er talinn verkhygginn og stjórnsamur í bezta lagi. Vinnu- harður er hann við sjálfan sig og þykir sitja lengst allra manna á skrifstofu sinni, eftir að aðrir hafa hætt vinnu. Uppáhalds tómstundaiðkun Hammarskjölds eru fjallgöngur. í viðtali, sem Hammarskjöld átti við blaðamenn í New York, er hann kom frá Svíþjóð til að taka við embætti sínu, minntist hann á þessa uppáhaldsíþrótt sína. Hann gat þess að bezti fjall- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.