Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 06.05.1953, Blaðsíða 8
8 Bagum Miðvikudaginn 6. maí 1953 ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN Úr fundargerðum bæjarráðs að undanförnu. NOKKRIR ÍBÚAR Glerárþorps tilkynna með bréfi, dags. 9. apríl, að bráðlega muni koma hingað norður sendimaður frá félagsmála- ráðuneytinu til þess að greiða fyrir samkomulagi um sameiningu Glerárþorps og Akureyrar. Telja þer í bréfinu að sterkur meirihluti Glerárþorpsbúa sé enn mjög ákveðinn með sameiningu. Bæjarráð telur erindi þetta ekki gefa tilefni til ályktunar að svo stöddu. ------o----- SLÖKKVILIÐSSTJÓRI, Ásgeir Valdemarsson, fer fram á fjár- veitingu til kaupa og uppsetningu á 28 brunahönum. Áætlaður kostnaður ca. 120 þús. kr. Bæjarráð leggur til að heimilað verði að verja allt að 120 þús. kr. af væntanlegu láni Brunabótafélags íslands til þessara framkvæmda. — Slökkviliðsstjóri, Ásgeir Valdemarsson, fer. þess á leit, að erindisþréfum varðmanna á slökkvistöð verði breytt þannig, að 10. gr., er nú er svohljóðandi: „Bæjarsjóður lætur varðmanni í té tvenn vinnuföt á ári, auk annarra einkena, er bæjar- ráð ákveður“, verði þanig, að varðmennirnir fái einkennisbúning annað hvort ár, en engan vinnufatnað. Upplýsir slökkviliðsstjóri að nothæfur einkennisbúningur muni kosta ca. 1700 krónur. Bæjarráð leggur til, að beiðni þessi verði samþykkt. ------o----- BJÖRN HALLDÓRSSON, f. h. Ásbjarnar Árnasonar, býður bæn- um forkaupsrétt að býlinu Lækjarbakki, ásamt erfðafestulöndum. Kaupverð kr. 60.000.00. Kaupandi Halldór Kristjánsson. Bæjarráð leggur til að forkaupsrétti sé hafnað. ------o----- BÆJARRÁÐ leggur til, að bæjarstjórn gefi bæjarstjóra Steini Steinsen fullt og ótakmarkað umboð til að undirskrifa skuldabréf fyrir lánum þeim, er Brunabótafélag íslands hefur lofað bæjarsjóði Akureyrar til vatnsveituframkvæmda og kaupa á tækjum fyrir Slökkvistöð Akureyrar. ------o----- LAGT FRAM bréf frá stjórn Bílstjórafélags Akureyrar, dags. í dag, þar sem sagt er upp gildandi samningum við atvinnuveitendur frá 1. júní 1953 um kaup og kjör vörubifreiðastjóra. ------o----- LAGÐIR FRAM reikningar bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1951, rekstrarreikningur og efnahagseikningur. Reikningunum hefur verið útbýtt prentuðum meðal bæjarfulltrúa. Reikningarnir eru áritaðir af endurskoðendum án athugasemda. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki þessa reikninga. — Lagðir fram reikningar Vatnsveitu Akureyrar fyrir árið 1951. Reikningarnir eru áritaðr án athugasemda af hinum kjörnu endurskoðendum bæjarins. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki reikningana. ------o----- ERINDI frá Góðtemplarareglunni á Akureyri, dags. 27. apríl sl. Er þar skýrt frá, að bæjarstjórn hafi fyrir nokkrum árum samþykkt að veita 5000.00 krónur til að reisa Friðbirni Steinssyni bóksala minnismerki. Þar sem brjóstlíkan af Friðbimi er nú fullbúið, er óskað eftir að hefja bæjarsjóðsstyrkinn. Bæjarráð samþykkir að fjárveiting þessi, sem veitt var til að koma upp minnismerkinu hér í bæ, verði nú greidd úr bæjarsjóð. ------o----- ERINDI frá Finni Árnasyni garðyrkjuráðunaut, þar sem hann fer fram á að fá lán til að kaupa sendlabíl, sem hann telur sér algerlega nauðsynlegan til að geta annast starf sitt. Biður hann um 18 þús. kr. til 3ja ára. Einnig £cr hann fram á bifreiðastyrk úr bæjarsjóði kr. 4000.00 á ári. Bæjarráð leggur til að Finni verði veitt umbeðið lán til þriggja ára með 6% vöxtum. Einnig leggur bæjarráð til, að Finni verði veittur bifreiðastyrkur, kr. 2000.00 á ár. ------o----- LAGT FRAM ERINDI frá bæjarverkfræðingi, þar sem hann spyrzt fyrir um, hvort gæta skuli þess að eyða ekki af vegafé nema kr. 800.000.00 til 1. okt. næstk. Bæjarverkfræðingur telur, að þann 1. apríl sl, hafi verið óeytt af vegafé kr. 318.000.00 + 300.000.00, sem geyma skal þar til eftir 1. október. Af þessu fé telur hann raunverú- lega ráðstafað í föst laun, vegheflun, holræsarör og bifreiðakeyrslu ca. 140.000.00. Óráðstafað væri því ca. 160.000.00, er svari til að ca. 7 menn, ásamt 1 bíl, verði í stöðugri vinnu til 1. okt. Bæjarráð heldur fast við fyrri samþykkt, að geymdar verði 300 þús. kr. til 1. okt. og leggur því til, að vegavinnu verði hætt um 6 vikna tíma í júlí og ágúst, eftir því sem við verður komið, en unnið verði við vatnsveitu og rafveitu og sé þeirri vinnu úthlutað af vinnumiðlunarnefnd í sam- ráði við rafveitustjóra, vatnsveitustjóra og bæjarverkfræðing. 125 ár frá fæðingu stofnanda Rauða Krossins Lítil þátttaka í kröfugöngu Fyrsta maí-hátíðahöldin hér voru með svipuðu sniði og áður. Þrátt fyrir fagurt veður, var lítil þátttaka í kröfugöngunni, eða um 120 manns að börnum frátöldum. Á meðal ræðumanna á útifundin- um var frambjóðandi kommún- ista hér á Akureyri, Steingrímur Aðalsteinsson, og var það mjög ósmekkleg ráðstöfun af forstöðu- nefnd 1. maí-hátíðahaldanna, að velja hann sem ræðumann, enda flutti hann pólitíska áróðursræðu fyrir flokk sinn. Kommúnistar brugðu því ekki vana sínum að þessu sinni, heldur reyndu á all- an hátt að gera þennan hátíðisdag verkalýðsins að flokkslegum áróðursdegi fyrir sig. En það er tímanna tákn, að þátttaka í úti- fundi og kröfugöngu var minni nú en oftast áður. Sýnir það ljós- lega að verkamenn eru orðnir þreyttir á kommúnistum og vilja ekki láta bendla sig við flokks- starfsemi þeirra. Spánarfarar komnir heim Fjórir Akureyringar voru í Spánarförinni, sem farin var á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins nú fyrir skemmstu. Var farið með Gullfaxa, um París og Barcelona, og heim aftur með flugvélinni frá Madrid. Ferðafólkið fór víða um Spán og lætur vel af förinni, sem þó var allerfið, því að víða var farið og mikið ferðast á skömm- um tíma. Þátttakendurnir héðan voru hjónin frú Ásta Sveinsdótt- ir og Kristinn Jónsson afgreiðslu- maður Flugfélagsins hér, frk. Solveig Pálsdóttir skrifstofumær og frk. Svanbjörg Svanbergsdótt- ir verzlunarmær. Erlend skip losa áburð og hjallaefni Hér hafa nýlega verið tvö er- lend skip, með erlendan áburð, og fiskhjallaefni. Hingað er komið nokkurt magn af túnáburði og er afhending hafin hjá KEA út á pantanir. Garðáburður er hins vegar ekki kominn enn, en vænt- anlegur senn. Fiskhjallaefnið fá útgerðarfyrirtæki hér í bæ og hefur staðið á efni til þess að geta tekið á móti eins miklu magni af fiski til herzlu og ætlunin var. Sauðburður hafinn í Eyjafirði Sauðburður er hafinn hér í Eyjafirði og er farið að bera á nokkrum bæjum. Úr Þingeyjar- sýslu er blaðinu símað að sauð- burður sé að hefjast þar. Mikill snjór er í útsveitum Þingeyjar- sýslu, t. d. sagði Jón bóndi Þor- bergsson á Laxamýri blaðinu í gær, að þá um daginn hefði fyrst sést í túnið á Laxamýri fyrir snjó. Blíðviðri og hiti var þar eystra í gær og leysir snjóa ört. Hinn 8. maí þessa árs eru liðin 125 ár frá fæðingu stofnanda Rauðakrossins. Henry Dunant var fæddur í Genf þann 8. maí 1828 og var af góðum ættum í báða liði. Það kom snemma í ljós, að hann var gæddur næmri tilfinningu með Deim, sem lifðu skuggamegin í lífinu, sam f#fa sterkri löngun til pess að verða þeim að liði. Á uppvaxtarárum sínum varð Dunant fyrir áhrifum frá þrem nafntoguðum konum, sem allar unnu að sama háleita markinu, sem sé að draga úr þjáningum manna, enda þótt þær ynnu hver á sínu sviði. Konur þessar voru Mrs. Beecher-Stove, höfundur hinnar heimsfrægu bókar „Kofi Tómasar frænda", en sú bók átti sinn þátt í hreyfingunni, er barð- ist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjum N.-Ameríku. Önn- ur var Florence Nightingale, hjúkrunarkonan enska, er gat sér hinn góða orðstír fyrir björgun og hjúkrun særðra í Krímstríðinu. Sú þriðja var ensk kona, Mrs. Elizabeth Fry, er vann mikið og göfugt starf í því, að fá bætta að- búð fanga. Störf þessara þriggja kvenna urðu Dunant mikil hvatning, til þess að láta eitt- hvað gott af sér leiða. Árið 1859 geisaði stríð í N,- ítalíu, milli Frakka og Austur- ríkismanna. Einhver blóðugasta orrustan var við Solferino þann 24. júní, og var mannfall ógurlegt hjá báðum. Dunant, sem var á ferð þarna, rann eymd hermann- anna svo til rifja, að hann ákvað að hefjast handa til hjálpar þess- um vesalingum. Fékk hann í lið með sér nokkrar konur og hóf þegar björgunar- og hjúkrunar- starfið fyrir særða hermenn úr báðum herjum. Auk þess fékk hann svo látna lausa herlækna, er teknir höfðu verið til fanga, og með þessu starfsliði vann hann svo líknarstarf sitt meðal særðu hermannanna, en þetta starf varð upphafið að því alþjóða líknar- starfi, sem nú er rekið undir nafninu „Rauði Krossinn". Stafar Fimratusgafmæli og 25 ára prestsafmæli Sér Þormóður Sigurðsson, sóknarprestur að Vatnsenda í Köldukinn, átti fimmtugsafmæli 30. apríl, og um sama leyti 25 ára prestsafmæli; -Séra Þormóður er sonur Yztafellshjónanna, Sigurð- ar Jónssonar og Kristbjargar Marteinsdóttur, og gekk einn menntaveg af börnum þeirra sex, og gerðist prestur í fæðingarsveit sinni, 25 ára að aldri. Á afmælisdaginn fjölmenntu Þingeyingar að Vatnsenda til séra Þormóðs og Nönnu Jóns- dóttur frá Finnsstöðum, lconu hans. Sóknarbörn hans færðu honum að gjöf vandað gullúr. nafn þetta af því, að starfsfólk það er Dunant hafði sér til hjálp- ar við líknarstarf sitt við Solfer- ino hafði að einkenni hvítt band með rauðum krossi í, og yfir bækistöð hans blakti hvítur fáni með rauðum krossi (öfugt við svissneska flaggið, sem er rautt með hvítum krossi). Þetta starf Dunants vakti hvarvetna hina mestu athygli og fljótlega um alla álfuna og vakti aðdáun ,og var nú fyrir alvöru farið að ræða um alþjóða samtök um að stuðla að linun þjáninga særðra í ófriði, og setja reglur um meðférð þeirra, og til verndar því fólki, er ynni að slíkri hjálpar- starfsemi. í október 1863 var köll- uð saman alþjóða ráðstefna í Genf, til þess að undirbúa stofnun slíkra samtaka þjóða á meðal, og 8. maí 1864 var aftur kvödd sam- an ráðstefna fulltrúa 16 ríkja, til þess að ganga frá samningi þar um. Þann 22. ágúst er svo hinn frægi „samningur um velferð hermanna er særast í ófriði“ und- irritaður. Síðar bættust svo fleiri ríki í þessi samtök, og nú eru Rauða Kross félög starfandi í 71 landi. Hér á landi var Rauða Kross félag stofnað hinn 10. desember 1926 og eru nú starfandi alls 10 deildir, með um hér um bil 3000 félagsmönnum. Þar sem ísland hefur ekki vopnaðan her og á því ekki í ófriði við aðrar þjóðir, er hlutverk Rauða Krossins íslenzka nokkuð annað en samsvarandi félaga í öðrum löndum. Hefur starf félagsins hér því verið í því fólgið aðallega, að útvega og reka sjúkrabíla, koma upp sjúkraskýl- um og sjá börnum fyrir sumar- dvöl í sveit á sumrum, og hefur í þessu þrennu verið unnið mikið og gott starf. En nú bíða fleiri og ný verk- efni. Ástand það sem ríkt hefur í heiminum undanfarin ár gæti leitt til ófriðar, hvenær sem vera skal, og þar sem hætt er við að við íslendingar förum ekki var- hluta af slíkum hildarleik, vill jR.K.Í.vera viðbúinn með sjúkra- hjálp, svo sem hjúkrunarlið, rúm, meðöl o.fl., og er nokkuð af þessu nú þegar fyrir hendi, en ekki nóg. Parf til þess meira fé en R. K. f. hefur til umráða, og þess vegna snýr félagið sér til allra lands- manna og biður þá að gerast meðlimir. Það er ódýrt, en getur verið félaginu mikill styrkur. Árgjald meðlima Akureyrardeild- ar Rauðakross íslands er aðeins kr. 10. Þeir sem vilja ganga í fél- agið gjöri svo vel að snúa sér til: Páls Sigurgeirssonar Vöruhúsinu, Ljósastofu Rauða Krossins, Hafn- ai-stræti 100, eða Kristjáns Krist- jánssonar BSA. Gerist því í dag félagar í Rauða Krossi fslands. Iijálpið Rauða Krossinum í dag — á morgun þurfið þér ef til vill á hans hjálp að halda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.