Dagur


Dagur - 06.06.1953, Qupperneq 4

Dagur - 06.06.1953, Qupperneq 4
4 DAGUR Laugardaginn 6. júní 1953 Stefnan ein bindur FYRIR FRAMSÓKNARMENN er það á vissan hátt ánægjulegt að lesa blöð andstæðinganna um þessar mundir. Þótt þar sé nú kappsamlega biðlað til kjósendanna, er þó oft og tíðum biðlað öllu meira til Framsóknarflokksins og hann beðinn um fulltingi til stjórnarsamstarfs að kosningum loknum. í seinustu blöðum Mbl. lieíur helzta uppistaðan i stjórnmálagreinum blaðsins verið á þessa leið: Fram- sóknarflokkurinn er að undirbúa flatsæng með kröt- unum. Þess vegna býður hann ekki fram á Isafirði og Seyðisfirði, en Aljiýðuflokkurinn ekki fram í fjór- um kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn vill fyrir sitt leyti hins vegar gera sitt bezta til þess, að núverandi stjórnarsamstarf geti haldizt áfram, og því verða kjósendur að reyna að liafa þau áhrif á Framsóknar- flokkinn, að hann hætti við það skaðlega ráðabrugg að taka upp samstarf við jafnaðarmenn. í Alþýðublaðinu er hins vegar tónninn þessi: Framsóknarflokkurinn er í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Að vísu liefur flokksþing hans lýst yfir því, að rjúfa beri stjórnarsamvinnuna að kosningum loknum. Þetta er þó aðeins gert til málamynda. Alþýðuflokkurinn víll hins vegar fyrir sitt leyti gera sitt bezta til þess, að samstarf geti tekizt við Framsóknarflokkinn, og kjós- endur verða því að haga afstöðu sinni þannig, að Framsóknarflokkurinn verði afhuga samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, en taki upp samstarf við Alþýðu- flokkinn. ÞANNIG er nú biðlað til Framsóknarflokksins frá báðum hliðum og samvinna við liann talin lieppi- legasta lausnin á stjórnarsamstarfi eftir kosningar, þar sem ljóst er, að enginn einn flokkur kemst ná- lægt því að fá hreinan meirihluta, og þingræðisstjórn verður því ekki mynduð, nema með samstarfi tveggja eða fleiri flokka. Framsóknarflokkurinn má vissulega vel una þvi trausti, að þa?inig er frá báðum hliðum sótt eftir samstarfi við hann. Það er augljós viðurkenning á þeirri staðreynd, að án þátttöku Framsóknar- flohksins verður ekki mynduð starflucf þingrœðis- stjórn á nccsta kjörtimabili, og þess vegna hefur hann aðstöðu til að ráða miklu um það, hvernig stefna ncestu stjórnar verður. Hitt er svo vitanlega jafnmikið fleipur hjá Morg- unblaðinu og Alþýðublaðinu, að Framsóknarflokk- urinn sé búinn að binda sig til samstarfs við einn eða annan flokk eftir kosningarnar. Það bindur Framsóknarflokkinn ekki neitt til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn eftir kosningarnar, þótt liann standi að stjórn með honum til loka Jjcss kjörtímabils, sem nú er að ljúka. Það bindur Framsóknarflokkinn vit- anlega ekki heldur neitt til samstarfs við Alþýðu- flokkinn, þótt flokksfélög hans í tveimur kaupstöð- um, Jrar sem fylgi hans var innan við 100 atkvæði í seinustu kosningum, liafi ekki talið nauðsynlegt að hafa sérstaka frambjóðendur í kjöri. Á sama hátt bindur það vitanlega ekki neitt lieldur Alþýðuflokk- inn, þótt liann bjóði ekki fram í þeim fjórum kjör- dæmum, þar sem hann liafði minnst íylgi síðast. Það er ekki annað en heilaspuni óttasleginna manna að telja Jietta merki um eitthvert bandalag þessara flokka, enda má hverjum einum vera ljóst, að væri að ræða um raunverulega kosningasamvinnu þeirra, hefði hún verið bundin við landið allt og miðast að því að ná þannig meirihluta. Hinar gagnkvœrnu ásakanir Morgunblaðsins og Alþýðublaðs- ins sanna það bezt, að Framsókn- arflokkurinn er óbundinn af öll- um samningum við aðra flokka eftir kosningarnar, og allt brigzl i jwi sambandi er þvi út i blá- inn. Frarnsóknarflokkurinn verð- ur þá ekki bundinn af öðru en stefnu sinni. Hann mun þá, eins og endra?tccr, láta málefnin ráða þvi, hvaða samstarf hann velur. Hann mun miða afstöðu sina til samstarfs við aðra flokka við það eitt, hvernig hann getur komið fram sem fleslum stefnumálum sínum og tryggt sem bezt heil- brigða og þjóðholla stjórnar- stefnu. Fylgismenn I'ramsóknarflokksins geta gengið til kosninganna í ör- uggri vissu um jjað, að Framsóknar- flokkurinn er ekki öðrum böndum bundinn í framtíðinni en þeim, að reyna að koma franr sem mestu af stefnumálum sínum. í Jreirri vissu er þeim óhætt að berjast fyrir sigri flokksins og tryggja honum þannig sem bezta aðstöðu til Jress að koma hinum sameiginlegu stefnumálum fram. FOKDREIFAR Þar fannst enginn hæfur. Nýlega skipaði menntamálaráð- herra nefnd skólamanna til þess að athuga námsefni og kennslubækur í barna-, gagnfræða- og menntaskól- um og til Jress að gera álitsgerð um, hvort unnt sé að stytta skólatím- ann. Allt eru þetta mikilvæg við- fangsefni og merkileg og í sjálfu sér fagnaðarefni, að þessi málefni eru tekin á dagskrá með þessum hætti. En það vakti athygli manna, að Jrað fór í þetta sinn eins og oftast áður, Jregar ráðherra skipar nefnd. Úti á landsbyggðinni fannst enginn hæfur í nefndina! Eintómir Reyk- víkingar voru valdir. Nú mun mega til sanns vegar færa, að sjónarmið manna úti um landið um þessi efni séu ef til vill eitthvað önnur en borgarbúanna, og Jrví hefði ekki verið nema eðlilegt, að einhver hæf- ur skólamaður utan af landi hefði verið valinn. En því var ekki að heilsa. Þetta er gamla sagan. Svona er yfirleitt hugsað og starfað af op- inberum aðilum. Skorturinn á verkafólki syðra — atvinnuleysi nyrðra. - Það er liaft fyrir satt, að fyrir at- beina símamálastjórnarinnar hafi mannaráðningar til Keflavíkurflug- vallar verið stöðvaðar um sinn. Var Jrví haldið fram, að símamálastjórn- in teldi vafasamt að hægt yrði að koma fyrirhuguðum símaleiðslum um landið vegna manneklu. Ein- hverjar svipaðar áhyggjur munu hafa Jjjáð fleiri aðila þar syðra. Að sjálfsögu ber að sjá til þess, að varnarliðsvinnan torveldi ekki eðli- legan atvinnurekstur í landinu, en mér og fleirum er spurn: Hvar liafa þær birzt, auglýsingar símamála- stjórnarinnar eða vegamálastjórnar- innar, Jaar sem óskað er eftir mönn- um í vinnu? Þær hafa áreiðanlega ekki birzt sér nyrðra. Það má telja alveg vafalaust, að víða um Norður- og Austurland er liægt að fá menn í vinnu, og á þessum stöðum er talað um atvinnuleysi en ekki manneklu. Það er til dæmis vitað, að mikil ásókn hefur verið eftir að komast í vinnu við brúargerðir og aðrar opinberar framkvæmdir, og hafa Jjar miklu færri komizt að en vildu. Ef valdamenn þar syðra hafa á- hyggjur af að opinber mannvirki komist' ekki upp vegna skorts á verkamönnum, mættu Jjeir stynja Jrví upp við fleiri en stjórnarvöldin. Þeir gætu látið Jress getið opinber- lega og kallað á fólk til vinnu. Það kynni að fara, svo, að þeir fengi fleiri beiðnir utan af landi en þeir nú búast við. Vandamál skólaæsktmnar. Atvinunmálin yfir sumartímann eru orðin vaxandi vandamál fyrir skólaæskuna. í gamla daga bjargaði síldin iillu og áreiðanlegt er, að margur fátækur námsmaður á síld- inni það að þakka, að hanp komst í gegnurn skóla. Nú eru menn eigin- lega hættir að líta vonaraugum til síldarinnar. En ekkert hefur komið í staðinn, sem eins vel lientar æsk- unni og síldarvinnan. Skólapiltar um land allt eiga undir högg að sækja að fá eitthvað að gera. Það er. hörmulegt ástand, að í okkar stóra og lítt numda landi, skuli Jiað geta lient yfir hásumarið, að æsku- menn, sem nenna að vinna, fái hvergi lífvænlegt Iiandtak að gera. En Jietta vandamál Jijáir nú mörg heimili, bæði í Jjtssum baé og öðr- um kaupstöðum. Það er ekki aðeins fjármálahliðin, sem veldur áhyggj- um, heldur eigi síður uppeldislega hliðin. Hæfileg störf fyrir alla ung- linga, sem vilja vinna, er kanske eins mikils virði fyrir þroskann og skólasetan sjálf. - Eyjafjarðarsýsla (Framhald af 1. síðu). fulltrúi höfuðborgarvaldsins og á allar sínar rætur þar. Þess vegna er mjög líklegt að Eyfirð- ingar óski ekki eftir því að hann erfi þingsæti Stefáns í Fagraskógi heldur leyfi þeir honum fúslega að hverfa heim til Reykjavíkur að störfum þar með þá vitneskju, að fólk hér um slóðir kýs að eiga sína eigin fulltrúa á löggjafar- þingi þjóðarinnar. Varamenn þeirra Bernharðs og Tómasar á Alþingi, ef báðir yrðu kjörnir, mundu verða þeir Garð- ar Halldórsson oddviti á Rifkels- stöðum, og Jón Jónsson bóndi á Böggvisstöðum, báðir héraðs- kunnir bændur og ágætlega hæfir til þess að vera fulltrúar þessar- ar byggðar. EYFIRÐINGAR! Vinnum að alefli að kosningu tveggja ágætra innanhéraðsmanna. Tveir sam- vinnumenn úr héraðinu á þing á að vera kjörorð þessara daga! Til sölu notað karlmannareiðhjól. Afgr. vísar á. /wm, /f/trýya Kaffi - Te - Grasate Það er sagt um okkur íslendinga, að við séum mikið kaffifólk, það er að segja, að við kunnum þá list að laga gott kaffi, drekkum mikið kaffi og að okkur þyki sopinn góður. Eg minnist i Jsessu sambandi Englendings nokkurs, sem eitt sinn kom á lieimili foreldra minna og drakk þar sjö bolla af kaffi, livern á eftir öðrum. Hann sagði „Já, takk fyrir", í hvert skipti, sem honum var boðið meira í bollann, og eg man J>að, að þetta vakti undrun mína, og eg taldi bollana. Englendingnum nægði Jjað ekki, að drekka kaffið, hann varð einnig að fá að koma fram í eldhúsið og sjá Jjað með eigin augum, hvernig farið væri að því að framleiða þennan guðadrykk. Maður þessi hafði farið víða um heim, en hvergi hafði liann fengið annað eins kaffi og á íslandi. Förum við illa með kaffið? Á síðari árum hef eg oft og tíðum verið að velta Jjví fyrir mér, livort ekki sé illa farið með kaffið með Jjví að „hella upp á" eins og við gerum. Sjóðandi vatnið rennur í gegnum kaffið, og síðan er korginum fleygt, Það fer ekki hjá því, að manni detti þetta í liug, sér- staklega eftir að kaffið er orðið jafn dýrt og raun ber nú vitni um. Þjóðir þær, sem hafa stranga kaffiskömmt- un, eins og til dæmis Danir, segjast ekki hafa efni á því að nota kaffið á þennan hátt. Eg minnist gömlu konunnar, sem eg bjó hjá í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Hún leyfði mér stundum að laga mér kaffisopa í eldhúsinu hjá sér, Jjcgar löngunin I sopann gerði vart við sig. Hún bað mig ævjnlega ,aó gefa sér korginn, Jjegar eg væri búin að nota liann! Henni fannst kaffið aðeins vera hálfnotað........ Bæði J>ar í landi og víða annars s’fáðáí' tíðkást það mjög, að sjóða kaffið. Suðap er látin korna upp, og síðan er kaffinu Iiellt í gegnuni pokann. Á þann liátt segjast margir fá meira kaffibragð úr minna magni a£ kaffi, en kaffið er [>á venjulega malað miklu gróf- ara en við eigum að venjast. .... Gott te — gamalt te. Gott te er góður drykkur, og all.ur ggld.urjnp við að laga það er sá, að hita ketilinn,-.setja eíðan ttm það bil eina teskeið af telaufum fyrir iiver'ri'’íhá’nn ’óg éina að auki (fyrir ketilinn, eins og Englendingár segja, en J>eir eru meistarar í tegerð), og hella síðan sjóðandi vatni á. Ef vatnið sýður ekki, þegar }>ví er hellt á lauf- in, verður teið vont. Oft vill verða afgangur i tekatl- inum, sem flestir fleygja, er að uppþvottinum kemur. En }>að er einmitt J>etta gamla te, sem liægt er að nota, m. a. til J>ess að fægja spegla og annað gler. Eg sá fyrir nokkrum árum hjá konu einni í Húsa- vík mikið af blómum, sem öll voru svo þróttmikil, að ég spurði hana, hvað hún gerði fyrir blómin sín. „Eg gef J>eim stundum afgang úr tekatlinum," sagði liún. Þegar teið er jafn dýrt og nú á dögum, þá er gott að geta notað afgangana líka. Ódýrasti og hollasti drykkurinn. Allir vita J>að, að hvorki te né kaffi er talið til liollra drykkja. Samt er svo um flesta, að þeir vilja ekki vera án þessara drykkja. Það ætti heldur ekki beinlínis að skaða neinn, að drekka J>á, ef liófs er gætt. En J>að er líka hægt að gera annan drykk, ágætlega góðan, og ódýrari en flesta aðra drykki og heilnæman með af- brigðum. Það er grasate. Hér á eg ekki við te af fjalla- grösum, sem J>ó er einnig ágætt, heldur te a£ fjórum íslenzkum jurtum, sem allir þekkja og alls staðar má finna, }>ar sem einhver gróður er á annað borð. Þessar jurtir eru: Vallhumall, blóðberg, ljónslöpp og rjúpna- lauf (blöð lioltasóleyjarinnar). Hinar tvær fyrrnefndu eru fremur sætar, en rjúpnalaufið er aftur á móti rammt. Auðvelt er að blanda J>essum tegundum saman eftir smekk hvers og eins. Grösin verður að J>vo sér- staklega vel, og gott er að gera það í gatasigti. Síðan er teið lagað á sama hátt og venjulegt te. Gott er að liafa kandíssykur með J>essum drykk. Eg lief þekkt húsmæður, sem tíndu }>essar jurtir að sumrinu, notuðu í te og J>urrkuðu J>ær jafnframt, settu í grisjupoka og hengdu upp í kjallaranum hjá sér. Á þanu liátt er hægt að bera frarn grasate, J>ótt komið sé frani á vetur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.