Dagur - 06.06.1953, Síða 5
Laugardaginn 6. jtíní 1953
D AGUR
5
Laust og fast
Baráttan í kosningunum í Eyja-
fjarðarsýslu og á Akureyri er milli
Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins
,ATHAFNÁSVIÐ ANNARRA“.
Eiraskipafélagið sinnir aðeins
sínu hlutverki, segir „fslend-
ingur“, sá á laugardaginn var,
og það er ekki að „seilast inn á
athafnasvið annarra, svo sem
með því að setja upp iðnfyrir-
tæki, kaupa hluti í bifreiða- og
járnsmíðaverkstæðum, reka
gróðurhús, tryggingastarfsemi,
útgerð eða annað slíkt.“ Þetta
er ekki ómerkileg játning
stjórnmálablaðs. Því er sem sé
lýst yfir skýrt og skorinort, að
það sé „athafnasvið annarra“,
en samvinnufélaga, að reka t. d.
iðnfyrirtæki og útgerð. Þarna
er á óvenjulega hreinskilinn
hátt lýst stjórnmálabaráttu for-
ingja Sjálfstæðisflokksins. Ým-
is athafnasvið í þjóðfélaginu
telja þeir sínar eignarlóðir. Þar
eiga þeir að fá að rækta fjár-
gróða-akurinn í friði. Þegar
svo samvinnufélög almennings
stíga fæti inn á þennan akur,
koma meðlimir Fasteignaeig-
endafélags Rvíkur og þeirra
líkar og segja við fsl. og hans
nóta: Irrrd-irrrd — bíttu hann.
Og þá er rokið úr hlaðinu og
gelt og glefsað og reynt að fæla
óboðna gesti úr túniml.
Ólafur bóndi á Hellulandi
hefur lagt til í grein í Búfræð-
ingnum, að ungir menn yrðu
látnir kynna sér eðli skozku
f járhundanna og not þeirra við
fjárgæzlustörf, en þeir eru
sagðir spara tíma, erfiði og
kostnað. Það skyldi þó ekki
vera að þessi agséti bóndi leit-
aði langt yfir skammt? Það
skyldi þó aldrei vera, að hægt
væri að sjá röska fjárhunda að
verki víðar en í Skotlandi og
innlenda „stórbændur“ spara
sér kostnað og erfiði með því að
hagnýta eðliskosti sinna trygg-
ustu þjóna?
„SINNIR SÍNU HLUTVERKI“.
Kosturihn við Eimskipa-
félagið, segir í síðasta ísl., er, að
það sinnir sínu hlutverki og er
ekki að seiíast inn á athafna-
svið annarra. Það er heldur
ekki ómerk yfirlýsing að tarna.
Hlutverk Eimskipafélagsins var
að annast siglingar fyrir fslend-
inga og það hlaut stuðning
allrar þjóðarinnar í árdögum.
Fyrir stríð gegndi það og hlut-
verki sínu með sóma. En nq
er öldin önnur. Félagið er fyrir
löngu hætt að miða þjónustu
sína við landið allt. Fyrir þess
atbeina m. a., er höfuðborgin
orðin eina innflutningshöfn
landsins. Meginhluta þess
varnings, sem inn er fluttur er
skipað á land þar, alveg án til-
lits til þess, hvort hann er ætl-
aður fyrir Austfirðinga eða
Suðurnesjamenn. Svo Iangt er
gengið á þessari braut, að fé-
lagið lætur t. d. ekki skip þau,
sem flytja áburð til landsins,
losa beint á mörgum höfnum
úti á landi, heldur er áburðin-
um mjatlað á hafnirnar með
rándýrum smáskipum. Sam-
kvæmt upplýsingum félagsins
sjálfs, reiknar það kostnað af
þeirri umskipun nær því eins
mikinn og af aðflutningnum yf-
ir hafið. Þennan bagga bera
bændur landsins. Og svo gegn-
ir þetta fyrirtæki, sem almenn-
ingur veit ekki gjörla lengur
hver á, hlutverki sínu með sér-
stökum ágætum, að dómi ís-
lendings! Það er ekki ónýtt fyr-
ir landsbyggðina að eiga svona
skeleggra og myndarlegra mál-
svara.
LÝSANDI DÆMI.
f sömun vikunni og ísl. birti
varnargreinina fyrir arðráns-
og umhleðslustefnu Eimskips,
og blaðið varpar hnútum að
SÍS fyrir að hafa látið skrá skip
sín á höfnum úti á landi, var
„Hvassafell“ að losa hér varn-
ing, sem það flutt beint hingað
frá Brasilíu. Þetta SÍS-skip
losaði varning á 20 höfnum
hringinn í kringum land, á
sama tíma og leiguskip Eim-
skipafélagsins settu allan
áburðiim á land í Reykjavík og
félagið lét bændur borga um-
hleðsluna og kostnaðinn. fsl.
hefur fyrr gefið í skyn, að skrá-
setning „Hvassafells“ hér á
Akureyri væri bænum einskis
virði. Sannleikurinn er, að það
er bænum mikils virði að skipið
á hér heimahöfn. Margir skips-
menn eru hér góðir borgarar og
og eiga hér heima. Skipið hef-
ur hér oft viðkomu og hefur,
ásamt öðrum SfS-skipum, létt
af bænum einhverjum þeim
álögum, sem á okkur hefðu
komið af umhleðslunni, ef Eim-
skip hefði haft allar siglingar
til landsins á sinni hendi. Sigl-
ing „Hvassafells“ er einmitt
lýsandi dæmi um hin mismun-
andi viðhorf til hagsmuna
landsbyggðarinnar, og skrif fsl.
ljósasti votturinn um undir-
lægjuskap og vesaldóm þeirra
flokksþjóna, sem taka þegjandi
og fagnandi við öllu, sem að
landsbyggðinni er rétt.
MEIRA BLÓÐ f KÚNNI.
f varnarskrifi fsl. fyrir Eim-
skip, segir, að félagið hafi varið
hagnaði sínum (meira en 50
millj. kr. á fáum árum) til að
„kaupa skip og til að koma upp
vörugeymlum o. s. frv.“. En það
er meira blóð í kúnni en þetta.
Akureyri.
Við seinustu alþingiskosningar
voru styrkleikahlutföll stjórn-
málaflokkanna hér í bænum
þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn
hlaut 1292 atkvæði, Framsóknar-
flokkurinn tæp 11 hundruð, en
kommúnistar um 7 hundruð og
Alþýðuflokkurinn rúm 4 hundr-
uð. Af þessu má hverjum manni
vera ljóst, að eini möguleikinn til
að fella íhaldið er að kjósa Krist-
inn Guðmundsson, frambjóðanda
Framsóknarflokksins. — Mörgum
frjálslyndum umbótasinnum í
Þama vantar einn liðinn, og
hann ekki ómerkan: 12 millj.
kr., sem félagið leggur í lófa
Kveldúlfs fyrir skúra og port
og lóðir í Rvík. Gaman væri að
sjá fsl. sanna það með tölum, að
þau kaup séu hagkvæmari en
að hætta umhleðslufyrirkomu-
laginu og skipa vörunum upp á
hafnirnar úti á landi. En aðal-
röksemdin fyrir kaupunum er
vörumagnið í Rvík, sem um-
hleðslufyrirkomulagið hefur
skapað.
|stjórnmálum þykja völd og áhrif
Sjálfstæðisflokksins vera allt of
mikil í þjóðlífinu. Og það kemur
æ skýrar í ljós, að flokkurinn er
sérhagsmunaflokkur, sem tekur
sérhagsmuni fámennra hópa fram
yfir alþjóðarlög. Kjósendur á Ak-
ureyri skulu vera þess minnugir,
að leiðin til að fella frambjóðanda
Sjálfstæðisflokksins er að kjósa
Kristinn Guðmundsson.
Eyjafjarðarsýsla.
í Eyjafjarðarsýslu er ástandið
alveg eins. Við seinustu kosning-
ar hlaut Framsóknarflokkurinn
1302 atkvæði, en Sjálfstæðisfl.
698. Hinir flokkarnir voru með
um 3 hundruð atkvæði hvor. —
Það eru því broslegir tilburðir,
þegar þeir eru nú að slá því upp í
Samfara arfgengum dugnaði,
starfshneigð og frábærri starfs-
hyggju munu félagssamtök Sunn-
mæra og Álasundsbúa ekki hvað
sízt valda því, live fylkið sjálft og
miðstöð þess, Álasund, standa í
fremstu röð á fjölbreyttri og
hraðvaxandi framfarabraut í
Noregi. Er næsta athyglisvert og
lærdómsríkt á marga vegu að
svipast um á þeim vettvangi.
Verzlunarmannafélag Álasunds
var stofnað 1847 og er því einu
ári eldri en sjálfur bærinn. í önd-
verðu var félagið aðeins samtök
fiskikaupmanna. En er bænum óx
fiskur um hrygg, og atvinnulíf
varð fjölbreyttara og umfangs-
meira, varð verzlunarmanna-
félagið einnig að færa út kvíarn-
ar. Samt var það ekki fyrr en
1910, að kaupmannastéttinni yf-
leitt var veittur aðgangur að
þessum félagssamtökum, og sést
berlega á því, hvílíka yfirburði
fiski, veiðar og vinnsla þeirra af-
urða hafði í bæjarlífinu fram yfir
aldamót.
Þróun og vöxtur atvinuveg-
anna olli sívaxandi þörf fyrir
samtök og samvinnu ýmissa
greina, og af því hefur svo leitt,
að stofnaðar hafa verið allmarg-
ar undirdeildir og sérdeildir inn-
an aðalfélagsins.
Með lagabreytingunni 1910 var
ákveðið, að ráðd mætti sérstakan
félagsritara, og hefur það síðan
orðið mjög mikilvægt fyrir frek-
ari þróun skipulags þessa, svo að
myndast hefur framkvæmdakerfi
það, sem félagið nú býr við. í
öndverðu hafði hver undirdeild
sin eigin ritara. En frá 1931 hafa
hvorki neitt fylgi í Reykjavík né
blöðum, að þeirra frambjóðendur
hafi möguleika til að fella fram-
bjóðanda Sjálfstæðisflokksins. —
Það er vitað, að báðir þessir
flokkar eru á undanhaldi í land-
inu, svo að hverjum manni má
vera ljós sú fjarstæða, að þeir
tvöfaldi nú fylgi sitt.
32 atkvæði.
Frá kosningunum 1946 til 1949
tapaði Sjálfstæðisfl. 112 atkvæð-
um í Eyjafjarðarsýslu. Ef Fram-
sóknarflokkurinn bætir nú við
sig 31 atkvæði og Sjálfstæðisfl.
tapað um þriðjungi af því, sem
hann tapaði á seinasta kjörtíma-
bili, eða 32 atkv., er sigurinn
Framsóknarflokksins. í svo fjöl-
mennri sýslu sem Eyjafjarðar-
sýslu þarf ekki nema örlitla
breytingu til þess að þetta gerizt.
Hver einasti Framsóknarmaður
og allir aðrir, sem vilja af ein-
lægni fella frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins, eiga því að kjósa
lista Framsóknarmanna. — Um
framboð Þjóðvarnarflokksins er
lítið að segja, nema það, að allir
sem hann kjósa eru að eyðileggja
atkvæði sitt, því að flokkurinn á
annars staðar á landinu. Þau litlu
áhrif, sem líklegt er að það fram-
(Framhald á 7. síðu).
fleiri og fleiri deildir í samvinnu
við Verzlunarmannafélag Ála-
sunds stofnað sameiginlegt skrif-
stofuhald („Fellessekretariat“).
Árið 1947 leiddi svo þróunin til
þess, að framkvæmdarkerfi þetta
var skipulagt á ný. Bættust þá við
í samtök þessi nokkrar mikilvæg-
ar atvinnugreinar, og var þá
stofnað Skrifstofuhald atvinnu-
veganna (Næringslivets sekre-
tariater), og er yfirdómslögmaður
framkvæmdastjóri samtakanna.
Verzlunarmananfélag Álasunds
er framvegis miðstöð allra fram-
kvæmda, tryggir húsnæði fyrir
skrifstofur, fundarhús og sam-
komur, ræður starfslið o. s. frv.,
en samvinnudeildir og félög
greiða ákveðin árgjöld.
Skrifstofuhald atvinnuveganna
nær nú til 7 landssamtaka og 7
heimasamtaka. Verzlunarmanna-
félag Álasunds telur nú 17 verzl-
unardeildir, og eru 7 þeirra ásamt
hinum fyrrnefndu 7 landssamtök
um hið sameiginlega skrifstofu-
hald atvinnuveganna.
Talið er, að samvinnuskipulag
þetta milli atvinnuvega og
deilda muni vera hið mesta og
víðtækasta í öllum Noregi, enda
hefur það vakið allmikla athygli
í öðrum bæjum Noregs. Á sar%-
vinnuskrifstofunni vinna nú 9
manns.
Þess ber einnig að geta., að
Verzlunarmannafélag Álasunds,
fyrst allra verzlunarfélaga í Nor-
egi, stofnaði sitt eigið félagsmála-
blað 1946. Er það 8 bls. í stóru
broti (31x21 cm.) og kemur út
mánaðarlega.
— Eftir kvæðalestur
(Framhald af 2. síðu).
Framtíð má og etja kjarnans orku
ofsahyr mót þinni grönnu storku.
þegar hennar þök að landi ber.
4.
Maður, skáka afli móti afli!
Andstáeðurnar kljást í heimsins tafli,
— þar er fundin reynd og jafnvæg rök.
Lát þú bundna orku endurleysast,
örlög ráðast þá er lögmál geysast,
— þar er drottins vald og sjálfdæmd sök.
Þetta líf á allt sem andann varðar.
Eilífð sér um framtíð vorrar jarðar.
Hafís daúðans opnar aldrei vök.
Hvort mun hlúa kirkja þér og klcrkur,
krossmark, auðmýkt, rétttrúnaðar serkur?
Krókna munt þú, skefli í jarðnesk skjól.
Bitra og funi valdi guðs sig væða.
Vítiseldur, mun hann klakann bræða?
Náðarsólin þýða þann er kól?
íssins kenning: hart á móti hörðu,
hreystivakinn, dugir bezt á jörðu.
Eitt er líf, og ein vor himinsól.
Treyst þú fremst á eigin mátt og megin,
meir því meir, sem fastar þú ert sleginn.
IHa fer þér vol og bæn á vör.
Hald þér fast við það, sem rétt þér reynist
Reynzlusök er bezt, á meðan treynist.
Efann lát þú annast þyngri svör.
Öll þín hjálp og von er mannlegs máttar,
mannlegs þors og vits og hjartasláttar,
miz þig hæfir daúðans fleygi dör.
Trúarblekking, vík úr mannsins vegi!
Vörðúð er hans leið mót nýjum degi:
þekking hans mun beizla eld og ís.
Efnishyggja, arður frjálsrar snilli,
opna honuin brautir skauta milli,
hvort sem á þeim funar eða frýs.
Vizka sú, er efni og orku skýrir,
efans menning, fari traustu stýrir,
mannhcim yfir röðull meðan rís.
D. Á. DANÍELSSON.
Jólin 1952.
Helgi Valtýsson:
r
Alasunds-pistlar III
Samvinna atvinnumálanna