Dagur - 24.06.1953, Qupperneq 8
8
Bagijb
Miðvikudaginn 24. júní 1953
Aðalfundur Framsóknarflokks
Eyjafjarðarsýslu
Baráttu- og sigurvilji einkennir kosningabar
áttu Framsóknarmanna í Eyjafjarðarsýslu
Fasteignagjöldin Islendingur og Verkamaðurinn
Aðalfundurinn var haldinn á
Akureyri um seinustu helgi.
Sátu hann fulltrúar úr öllum
hreppum sýslunnar, svo og úr
Ólafsfirði. Formaður félagsins,
Bernharð Stefánsson, setti fund-
inn og bauð fulltrúa velkomna,
en fundarstjórj var Eiður Guð-
mundsson frá Þúfnavöllum.
Að lokinni skýrslu formanns
fóru fram kosningar.
Stjórnin var öll endurkosin, en
hana skipa:
Bernharð Sefánsson, alþingis-
maður, formaður.
Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafna-
gili, varaformaður.
Björn Jóhannsson, Laugalandi,
Eiður Guðmundsson, Þúfnavöll-
um, Valdimar Pálsson, Möðru-
völlum.
Varamenn: Jón Jónsson, Bögg-
visstöðum, Jóhann Valdimarsson,
Möðruvöllum.
Endurskoðendur: Baldur Hall-
dórsson, Hvammi, Ingimar Bryn-
jólfsson, Ásláksstöðum.
Varam.: Gunnar Kristjánsson,
Dagverðareyri.
í blaðstjórn Dags: Bernharð
Stefánsson, Hólmgeir Þorsteins-
son, Jón Jónsson.
Þá urðu umræður um alþing-
iskosningarnar og kosningaund-
irbúninginn.
íslendingur og Verkamaðurinn
telja sig hafa fengið mikið vopn
í hendur nú í kosningabaráttunni,
þar sem hækkun fasteignaskatts-
ins á Akureyri er.
Telja blöðin frambjóðanda Fram
sóknarflokksins eiga aðallega sök á
þessu. Ekki er hann þó nema einn
af ellefu í bæjarstjórn, en slíkur
áhrifamaður er hann, að leikandi
kemur liann málinu í gegn. Eru
það góð meðmæli með frambjóð-
andanum að hann skuli vera slíkur
málfylgjumaður og má Jtví mikils
vænta af honum á þingi.
Vísitazíuíerð biskups um
Eyjafjarðarprófastsdæmi
1953
Þriðjudagur 30. júní kl. 11:
Lögmannshlíð. Kl. 5: Akureyri.
Miðvikudagur 1. júlí kl. 12: Hól-
ar. Kl. 4: Saurbær. Fimmtudagur
2. júlí kl. 12: Möðruvellir. Kl. 4:
Munkaþverá. Föstudagur 3. júlí
kl. 12: Bakki. Kl. 4: Bægisá.
Laugai'dagur 4 júlí kl. 12: Glæsi-
bær. Kl. 4: Möðruvallaklaustur.
Sunnudagur 5. júlí kl. 10: Kaup-
angur. Kl. 2: Grund. Mánudagur
kl. 12: St. Árskógur. Kl. 4: Hrís-
ey. Þriðjudagur 7. júlí kl. 12:
Urðir. Kl. 4: Tjörn. Miðvikudagur
8. júlí kl. 12: Vellir. Kl. 4: Upsir.
Fimmtudagur 9. júlí kl. 2: Ólafs-
fjörður. Föstudagur 10. júlí kl.
2: Siglufjörður. Laugardagur 11.
júlí kl. 11: Grímsey.
Visitaziurnar byrja með guðs-
þjónustu, þar sem biskupinn
prédikar.
Jónas Rafnar talar á þingi:
„Eg sé ekki ástæðu til að fara
mörgum orðum um þetta frum-
varp. Eg vildi aðeins taka það
fram, að þegar gengið var frá
fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
fyrir næsta ár, var samþ. af bæj-
arstjórninni að reyna að fá heim-
ild til að hækka gjöld af fasteign-
um og ef sú heimild fengist,
mundu útsvörin geta lækkað um
þá upphæð, sem bærinn mundi fá
vegna aukinna tekna af fasteign-
unum. Eg sé ekki ástæðu fyrir
hv. þm. að setja sig á móti þessu
frv., þar sem hér er líka aðeins
um heimildarlög að ræða, og er
sveitarfélögunum í sjálfsvald sett,
hvort þau nota þessa heimild eða
elcki. Eg vænti þess því, að þetta
frv. fái samþykki hv. þing-
manna.“
Þessi ræðukafli Jónasar Rafnar
er tekinn orðréttur upp úr þing-
I tíðindunum, og þarf því ekki að
. fara í neinar grafgötur um það,
| hvei't viðhorf hans var í þessu
máli. Hví gleymir Islendingur að
geta þessa? Og veit ekki íslend-
Við samningu fjárhagsáætl. Ak-
ureyrarbæjar fyrir 1952 var vakin
athygli á þvi að tekjur bæjarins af
fasteignum stóðu í stað, Jjótt útgjöld
bæjarins við fasteignir væru orðin
hærri en tekjurnar af Jjeim. Stafaði
Jjetta af Jiví að fasteignamatið hefir
staðið í stað, en gjöldin miðuð við
það í prósentu. Vegna áhrifa fast-
eignaeigenda á Jiingi og talsmanna
þeirra eins og t. d. Magnúsar Jóns-
sonar frá Mel, hefur fasteignamatið
ekki verið leiðrétt, þannig að eigna-
skattur og fasteignagjöld voru orðin
óeðlilega lág. Kunnugt er að fast-
eignamat er ekki nema 1/12-1/20
af raunverulegu verðmæti fasteigna
og þótti því ekki nema eðlilegt, að
einhver lagfæring væri gerð á þessu,
þótt fara yrði aðra leið, úr því að
matinu var ekki breytt.
Bæjarstjórn Akureyrar fór frarn á
Jrað við ríkisstjórn íslands, að lnin
flytti frumvarp um heimild fyrir
bæjarfélög að hækka fasteighaskatt-
inn um allt að 400%. Það mun
ekki hafa verið af neinu vantrausti
á þingmánn bæjarins, Jónasi Rafn-
ar, að hann flutti ekki frumvarpið.
Ríkisstjórnin stóð öll að Jjví, en svo
var áliðið á Jjingtímann, að veita
varð afbrigði til Jjess að koma mál-
inu í gegn. Mun hafa verið talið
réttara að ríkisstjórnin sjálf flytti
það.
Hinsvegar fylgdi J. R. Jjví ein-
drcgið á þinginu í ræðum sem hann
flutti um rnálið. Meira að segja
Einar Olgeirsson vildi leyfa Akur-
eyri hækkunina, en ekki öðrum
bæjum. Er Jjví undarlegt að ritstjór-
ar gömlu bandalagsflokkanna, Sjálf-
st. og komma, — og sem nú virðist
lúta sömu yfirstjórn, — skuli vera
að reyna að klína einhverri sök á
ákveðinn mann. Sennilega hefur
áminning form. Sjálfstæðisfl. um
eiturvopnin fallið þarna í góðan
jarðveg.
ÓSANNINDI ÍSLENDINGS.
Þar stendur: „Önnur bæjarfélög
ingur, að allir Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórn
greiddu fasteignaskattinum at-
kvæði? Hví skammar hann Jjá
ekki?
Nei, íslendingur er eins og
fyrrum bæði seinheppinn í bar-
dagaaðferðum sínum, og ekki er
hann heiðarlegri en vant er, ef
hann hyggst geta náð sér niðri á
andstæðingum. Um fasteigna-
skattinn er það að segja, að hann
er afkvæmi margra manna og
margra flokka, og það er til-
gangslaust fyrir íslending að
koma allri ábyrgð af þessar ráð-
stöfun, sem gerð var til þess að
útsvörin hækkuðu ekki um of,
yfir á andstæðinga sína.
Rétt að veita Akureyri
heimildina.
Við þessa sömu umræðu um
frv. sagði Einar Olgeirsson: „Þó
að eg líti svo á, að rétt sé að veita
Akureyri þessa heimild nú, finnst
mér ekki rétt að gera þetta að
almennu prinsipi. . . . “
hafa ekki apað þetta eftir, (þ. e.
hækkun fasteignagj.), enda hefur
Akureyrarbær algjöra sérstöðu í
þessu efni vegna ofurveldis Kaup-
félags Eyfirðinga." Þetta eru helber
ósannindi. Kunnugt er að Sauðár-
kréjkur, Húsavík, Hafnarfjörður og
Reykjavík liafa hækkað fasteigna-
gjöldin og e. t. v. fleiri bæir. Hvort
heldur þannig löguð meðferð á
sannleikanum stafar af fáfræði,
heimsku eða öðrum hvötum, þá er
eitt víst, að ekki verður mikill hróð-
ur Jónasar Rafnar af slíkum vopna-
burði. Fullyrðingar Isl. um að KEA
græði á liækkun fasteignaskattsins
er svo fáránleg, að einungis fágætar
vitsmunaverur geta lundð slíkt
upp. Á KEA lendir mörg hundruð
þús. kr. hækkun á samvinnuskatti.
ísl. fær sínar venjulegu kviður
um útsvar KEA og talar um kr.
185 þús. Þó vcit ritstjórinn mætavel
að auk Jjcss greiðir KEA hátt í 300
þús kr. í samvinnuskatt. Telur blað-
ið eins og fyrr, að betra væri fyrir
bæinn að KEA væri leyst upp. Til
þess að bærinn fengi þét sömu tekjur
af smáverzlunum þyrfti þó um 60-
70 Esjur, 40-50 Hafnarbúðir eða
15 fyrirtæki eins og Verzlunin Eyja-
fjörður til þess að bærinn tapaði
ekki á skiptunum.
Vegna hækkunar fasteignaskatts-
ins gat Akureyrarbær lækkað útsvör
á lágum tekjum og hækkað éimaga-
frádrátt, svo að útsvör á lágtekju-
og ómagamiinnum eru lægst hér
miðað við aðra bæi á landinu.
Slúðrið af götunni
gengur aftur í Alþýðu-
manninum
Í Alþm. í gær er dágott sýn-
ishorn af því, hvernig áreiðan-
legt og heiðarlegt blað Alþm.
Braga Sigurjónssonar er. Þar
er tekin upp slúðursaga, sem
verið hefur í munni áróðurs-
ntanna íhaldsins á götunni,
þess efnis að Hótcl Brúarlund-
ur í Vaglaskógi muni verða
leigður „bandaríska varnarlið-
inu sem sumardvalarstaður“,
og auðvitað þarf hinn góðvilj-
aði ritstj. að láta þar við getið
„mektarborgara hér í bæ og
ekki fjarri stjórn KEA. . ..“ o.
s. frv. Blaðið hefur reynt að
afla sér upplýsinga um þetta og
komist að Jjeirri niðurstöðu að
hér er um ómengaða lygafrcgn
að ræða, sent ekki styðst við
neitt nema götuslúður og ill-
vilja Jtessa ritstj. og frambjóð-
anda. Sú eina leiga á þessum
stað, sem til orða hefur kontið í
ár, er að ungmcnnafélög og
önnur innansveitarsamtök Jjar
eystra fái umráð yfir húsa-
kynnunum til sinnar starfsemi.
f Alþm. segir ennfremur svo:
„Undanfarið hafa eigendur
Brúarlundar leigt hann KEA
og látið félagsmenn þess greiða
hallann, meðan eigendurnir
gátu hins vegar stungið á sig
leigunni.“ f lófa lagið fyrir rit-
stj. hefði verið að leita til end-
urskoðenda KEA og annarra
forráðamanna um réttar upp-
lýsingar um Jjctta. Brúar-
lundur var leigður Hótel KEA
sl. ár á Jjcim grúndvelli, að ef
hagnaður yrði, sldptist hann til
helminga, ef tap yrði, yrði eng-
in Jeiga greidd, og sú varð
raunin, að engin leiga var
greidd fyrir sl. sumar og því
engu að „stinga í vasa“. Þannig
er svipurinn á „heiðarlegri
málsmeðferð“ í Alþm. í gær.
Sýnishorn af kjörseðli
við Alþingiskosningarnar í Akureyrarkaupstað
28. júiií 1953.
Eftir að kjósandi hefir kosið frambjóðanda Framsóknar-
flokksins lítur kjörseðillinn þannig út:
Steindór Steindórsson
frambjóðandi Alþýðuflokksins
x Kristinn Guðmundsson
frambjóðandi Framsóknarflokksins
Steingrímur Aðalsteinsson
frambjóðandi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins
Jónas Rafnar
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
Bárður Daníelsson
frambjóðandi Þjóðvarnarflokks íslands
Vilji kjósandi, einhverra hluta vegna, ekki kjósa fram-
bjóðanda flokksins, en vill láta atkvæðið konta Framsóknar-
flokknum til góða, kýs hann eftirfarandi landlista þannig:
A. Landlisti Alþýðuflokkssins
x B. Landlisti Framsóknarflokksins
C. Landlisti Sameiningarflokks alþýðu
D. Landlisti Sjálfstæðisflokksins
E. Landlisti Lýðveldisflokks íslands
F. Landlisti Þjóðvarnarflokks íslands
Fkki má mcrkja nema annaðhvort framan við nafn fram-
bjóðandans eða framan við lista-bókstafinn á landlistanum.
Atkvæðið dæmist ógilt ef merkt er við hvort tveggja.
Hvað sagði þingmaður Ákureyrar
um fasteignaskattinn ?