Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 2
2 D AGUR Föstudaginn 26. júní 1953 „Fulltrúar úr báðum stærstu flokkunum" er áróðursefni Sjálf- stæðismanna í Eyjafirði Hvers vegna eru kjósendur annars staðar á landinu ekki fræddir um þessa „hagkvæmu” tilhögun? I siðast íslendingi, og eins í fram- boðsrceðu Magnúsar Jónssonar er lögð á það mikil áherzla, að hag- kvcemast sé fyrir Eyfirðinga að eiga fulltrúa á „báðum stœrstu flokkum landsins“ og þvi haldið fram, að ýmis hagsmunamál héraðsins, er AI- þingi. fjallar um, fái framgang. Ástæða er til að vekja athygli á því, að þessi Iræðsla um það, hvern- ig eigi að koma frarn málum, er ekki viðhöfð hér á Akureyri þar sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins mundi komast á þing þótt hann félli liér og eftirléti Frantsóknar- flokknum þingsætið. Með því að kjósa Framsóknarmanninn hér á Akureyri mundi bærinn tryggja sér þingmenn úr stærstu flokkunum báðum. En fyrir þessu er enginn áluigi hjá Sjálfstæðisflokknum. Þetta er ekki gott á Akureyri en afbragð í Eyjafjarðarsýslu, segja Sjálfstæðismenn. Reynsla áranna. Þessi mismunur á vinnubrögðum sýnir ljóslega, hvernig þarna er á máhun haldið og iivert raunveru- legt hakl er í þessari kenningu. Hún er aðeins notuð þar sem Sjálf- stæðisElokknum kemur vef að lieita henni. Annars staðar er þessi skipt- ing kjördæmanna í milli fiokkanna ekki talin hagkvæm. Þetta sjá auð- vitað allir kjósendur. En Eyfirðing- ar þurfa þó ekki að bera saman orð og greinar Sjáifstæðismanna til þess að sjá, hve heimskulegur jtessi áróð- ur er. Þeir þekkja sjálfir reynslu liðinna ára. Um langt árabil, eða þangað til Sjálfstæðismönnum tókst að þrengja sár inn á þing á atkvæð- um Eyfirðinga með ranglátri og heimskulegri hreytingu á kosninga- lögunum, er þeir fengu framfylgt með tilstyrk kommúnista og krata — kusu Eyfirðingar tvo Framsókn- armenn á þing. Þeir reyndu það þá, að tveir ágætir fulltrúar Fram- sóknarflökksins komu fram raun- hæfum stuðningj við fleiri og stærri iramfaramál, cn þetta hérað hafði áður þekkt. Þingmenn kjördæmis- inS unnu markvisst og skelegglega með meirihluta kjósenda — sam- vinnumönnum í héraðinu — að alhliða |ramförum og uppbyggingu. Þá skilaði hér áfram stórum skref- um. Enginn Eyfirðingur mun nú í raun og sannleika telja, að mál- um héraðsins hefði þá verið betur borgið, þótt einhver lögfræðingur úr Reykjavík hefði verið í sporum annars ltvors þeirra Einars eða Bernharðs. Stjórnarstefnan ræður mestu. Reynsla síðasta kjörtímabils er og lærdómsrík um þetta cfni. Vafa- laust er, að Magnús Jónsson vill gjarnan greiða fyrir jjví á jtingi, að liingað norður rerini viðunan- legur skerfur af því fjármagni, sem ríkið veitir til framkvæmda. En í þessu efni cr |>að ekki áhugi ein- stakra þingmanna, sem mestu veld- ur, heldur ríkjandí stjórnarstefna. Stjórnarsamningurinn 1950 lagði enn auk-na áherzlu á stuðning við tandbúnaðinn. Algjör stefnubreyt- ing varð í fjárveitingum til land- búnaðar eftir að nýsköpunarstjórn- jn hriikklaðist frá völdum, og þessi breyting varð enn augljósari við síðustu stjórnarmyndun. Það var Framsóknarflokkurinn, sem knúði fram j>essa stefnubreytingu gagn- vart landbúnaðinum. F'yrir j>essa stcfnubreytingu hafa bændur liaft miklu meiri tækifæri til fram- kvæntda á jiirðum sínum en ella hcfði verið, og vegna Jiessarar stefnu hefur meira fé verið lagt til land- búnaðar en nokkrir snúningar ein- staks Jjingmanns hefðu nokkru sinni geta kornið til leiðar. Það er ]>ví hin herfilegasta blekk- ing jiegar því er haldið fram, að einn „vikaliðugur“ Jjingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sé }>ess um- kominn að styðja framkvæmdir í landbúnaðarkjördæmi í ríkara mæli en sú stjórnarstefna, sem stefnir beinlínis að jjví að efla landbúnað- inn og gera hann að eftirsóttri, ný- tízkulegri atvinnugrein. Framsókn- arflokkurinn styður slíka stefnu sem dæmin hafa sannað á liðnum árum. Þingmaður úr hópi Framsóknar- manna á Aljtingi er því margfalt líklegri til jjess að vinna landbún- aðinum gagn en vikaliðugur Sj;ílf- stæðismaður af }>ví að Framsóknar- maðurinn vinnur afr • framkvæmd stcfnu, sem er hlynflt landbúnaði, nteðan Sjálfstæðismaðurihn —■ }>ótt hann sé persónulega vclviljaður og jaínvel „vikaHSngiir" . eins og ísl. orðar það — styðs't við flokk, sem hefur önnur sjónarmið og hefur }>ví aðeins fengist til að veita land- búnaðinum þann stuðning, sem íslendingur skrifar um iðnaðar- málin eins og sá, sem valdið hefur og dýrðina. Sjálfstæðisrnönnum er lýst sem hinum einu sönnu og kærleiksríku stuðningsmönnum iðnaðar og iðnaðarmanna. Má vera að þessu trúi meðlimir Fasteigna- eigendafélags Reykjavíkur, hús- bændur þeirra Magnúsar og Konna, en iðnaðarmenn á Akur- eyri vita vel hverjir hafa verið trúastir málum iðnaðar hér í bæ, og hverjir hafa lagt fram fé og krafta til þess að reisa heilbrigð iðnfyrirtæki, sem verða munu lyftistöng fyrir atvinnulíf í bæn- um um alla famtíð. Höfuðstefna Sjálfstæðisflokksins er hin svokallaða „frjálsa verzl- un“, en það þýðir í framkvæmd ótakmarkað frelsi til þess að græða, meðal annars á innfluttum iðnaðarvarningi i samkeppni við unnar íslenzkar vörur. Það kemur áreiðanlega hátt hljóð úr horni heildsalanna, ef til þeirrar sjálf- sögðu ráðstafana kemur að hætta innflutningi á sams konar varningi og verksmiðjur okkar framleiða, og þá munu þeir sömu menn, sem nú virðast bólgnir af iðnaðarkær- leika, hrópa hástöfum; „Höft, höft!“ réttmætur er, að Framsóknarflokk- urinn hefir, með stjórnarsamningn- um og ótulli baráttu, knúið hann til þess. Menn kjósa um stefnur. í Alþingiskosningum er kosið um stefnur en ekki um viðbragðsflýti manna í snúningum. Litlu og lág- kúrulegu sjónarmiðin geta e. t. v. virzt vera hagkvæm í dag og á morgun, cn reynslan sannar, að }>egar framtíðin sem heild er höfð í huga, þá skila }>au engum sam- bærilegum árangri við það, að fylgja stefnu fram, kviklaust og óhikað. Sú uppskera verður margföld er árin líða. Það hefur reynsla áranna hér í Eyjafirði margsannað. Þvottadagur Kratamamma móð og ær, með sinn kvíguhala, óhrein fötin úti þvær á einum Hannibala. Á þá kyrnu lítt mér lízt, ljót er gerðin fjala. Fyrr á árum, eitt er víst, þeir áttu skárri Bala. Geng eg þeirri gömlu nær gripinn til að skoða, en allt sem litið augað fær er eintóm sápufroða. N. N. Sími kosningaskrifstofu Fram- sóknarmamta cr 1443. — Munið að kjósa í dag eða á morgun, ef þér verðið fjarverandi á kjör- degi. Leitið aðstoðar kosninga- skrifsíofu Frantsóknarmanna, sem veitir greiðlega allar upp- lýsingar. — Sími 1443. Öllum ætti að vera ljóst, að kjarni Sjálfstæðisfl. er verzlunar- stéttin í Reykjavík, og sú stétt ber hvorki fyrir brjósti iðnaðinn, land- búnaðinn né sjávarútveginn, hún hefur aðeins áhuga á því að græða og vill fá að nudda við þetta starf sitt í friði. Við þetta miðast öll barátta Sjálfstæðisfl., ef rýnt er niður í kjölinn, og til þess að ná þessu marki tekur flokkurinn alls konar kollsteypur, gengur í eina sæng með kommúnistum og lætur ríki og bæjarfélög reka atvinnu- fyrirtæki, hann fórnar bæði stefnu sinni og heiðri, ef aðeins eitt.er tryggt, að heildsalarnir geti rakað saman fé í ró og næði og lifað í vellystingum. Hvenær ætlar sá f jöldi kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem ekki til- heyrir stétt stéttanna, kaupsýslu- stéttinni, að hrista af sér ánauðar- ok blekkinganna og sjá í gegnum hræsnisgrímuna, sem þessi kaup- sýslumannaflokkur setur upp fy-rir hverjar kosningar? Er ekki kom- inn tími til þess að láta verzlun- arlýð Reykjavíkur vera einan um það að kjósa þann flokk, sem ekk- ert grundvallarmarkmið á annað en standa vörð um pyngju þeirra manna, sem mest hafa fjárráðin í landi hér? Gull í vasa verzlunarstéffarinnar - loforð handa hinum Laust off fast „SJÓMANNABUFF“. í síðasta tölublaði fslendings er heldur en ekki biðlað íil hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins með fagurgala og sjálfshóli, en ein stéttin verður þó útundan og það er sjómannastéttin. I»ó hefur ein Sjálfstæðiskona upp- fundið einn ágætan rétt, sem hún segir að eigi að vera í sunnudagsmatinn, þ. c. hans á að neyta á kosningadaginn, og kallar hún lífrétt þennan af mikilli háttvísi „Sjómanna- buff“. Margt er nú kokkað í eld- húsi Sjálfstæðisflokksins, og líklega múnu norðlenzkir sjó- menn, í gleði sinni yfir heiðri þessum, taka mjúkum höndum á yfirkokknuin frá Mel, eins og félagar Þorbergs á skútunni forðuin létu kokkinn njóta sinnar matargerðar. er opnaður þrem dögum fyrir kosningar? Hverjir skyldu nú verða hinir verðugu, sem fá lán í dag og á morgun? ALLT ER GOTT, SEM GERÐI HANN! í fyrrakvöld mælti Einar OI- geirsson því bót, að Rússar létu skriðdreka sína tvístra liópum verkamanna í Austur-Berlín. Hugsið ykkur livað Einar liefði sagt, ef ameríska lieriiðið hefði verið fengið til að bæla niður verkfallið í veíur. Kommúnist- ar mæla öllu bót, sem gerist austur þar. Engin verk eru svo svívirðileg, að þeim sé ekki bót mælandi, aðeins ef það eru Rússar, sem fremja þau. íslenzki verkamaður! Ertu ekki búinn að sjá í gegnum þennan vef hræsni og spill- ingar? EINKENNILEG PLANTA Enginn hefur verið svo nat- inn við það að skrifa róg um samvinnufélögin og ritstjóri Alþýðumannsins. Varla hefur komið út nokkm-t eintak af því blaði, svo að ekki hafi birzt þar ein níðgrein um KEA eða þá rætin slúðursaga samvinnu- mönnum til miska. Og skrýtin er þessi planta í kálgarði Al- þýðuílokksins. í síðasta tölubl. Alþm. telur ritstjórinn upp stefriumál AI- þýðufl. í viðskiptamáluin, og ein klausan byrjar svona: „Hann (þ. e. Alþýðufl.) vill, að samvinnuhreyfingin sé efld “ Er það með árásum og ill- kvittnum getsökum, að rit- stjórinn vill vinna að þessu áhugamáli Aiþýðuflokksins? Nei, ritstjóri þessi er illgresi í garði Alþýðuflokksins, og ætti flokkurinn að notfæra sér ráðleggingar Finns Árnasonar í sama blaði um sumarúðun. „Ovicide má nota á rótar- ávexti,“ segir þar, og gæti frambjóðandi flokksins hér á Akureyri ef til vill framkvæmt úðun þessa af kunnáttu sinni. VOPNABURÐUR TIL SIGURS? Ólafm- Thors sagði á lands- fundinum í vor: „Látum þá eina um eiturvopnin. Við skul- um sjálfir berjact drengilega og sigra.“ — Fallega mælt, en hvað urn efndirnar? f blaðinu Siglfirðingur, sem Sjálfstæðisflokkurinn geíur út, er sagt þanri 18. þ. m. í stórri íyrirsögn: „Fær Alþýðublaðið ensk pund fyrir þjónustu sína við landhelgissjónarmið Eng- lendinga? — í greininni er svo talað um Júdasarpeninga o. s. frv. — Hvað finnst ykkur um drengskap Sjálfstæðismanna, lesendur góðir? ER ÞAÐ TILVILJUN? Iðnaðarbankinn var opnaður í gær í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn á þar meirihluta í bankaráði, og bankastjórinn er fylgjandi þeim flokki. — Skyldi það vera tilviljun, að bankinn UM UNDIRLÆGJUHÁTT Kommúnislar ræða rajög og skrifa um undirlægjuhátt and- stæðinga sinna við Bandaríkin, málefni þeirra og menn. Skoða þeir þá í sinn eigin barm og skilja ekki, að hægt er að vera vinsamlegur í garð stórveldis án þess að skríða á fjórum fót- um. — Komið hef ég á íslenzkt heimili, þar sem rússneski fán- inn var á lítilli flaggstöng úti í líorni, á veggjunum héngu myndir Marx,’ Stalins og eins eða tveggja rússneskra herfór- ingja, en merkið hamar og sigð prýddi brjóst húsráðanda. Hvar á íslenzku heimili sést banda- ríski fáninn blakía? Hvaða fs- lendingar hafa uppi hangandi myndir af Roosevelt, Truman, Eisenliowcr eða Mark Clark? Hvaða íslendingar mæla bót öllu, sem skeður í Bandaríkj- unum? Bandaríkin eru mikið menn- ingarland, en þar er áreiðan- lega margt öðruvísi en það ætti að vera, t. d. fellur fslendingum ekki, hvernig sums staðar þar í landi er búið að hörunds- dökkum mönnum. En hvenær viðurkenna kommúnistar, að í Rússlandi sé eitthvað öðruvísi en það ætti að vera? Aldrei. Við, sem vinsamlegir erum Bandaríkjunum og öðrum vestrænum þjóðum, sjáum bæði kosti þeirra og galla, en kommúnistar eru blindir af ofstæki og sjá ekkert nema dýrð fyrir austan tjald. Það er reginmunur á blindum og sjáandi. ÓKVIKULL“ HEITIE ÞAÐ. f útvapsmnræðunum á dög- unum lýsti Bjarni Arason frambjóðanda Þjóðvarnar- manna í Eyjafirði þannig, að hann væri „ókvikull“. Sá „ókvikuli“ skipti ekki aðeins um flokk á einni nóttu, heldur líka um skoðun í sjálfu þjóð- varnarmólinu. Það er munui að vera „ókvikull“ í skoðunum! (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.