Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 5
Föstudaginn 26. júní 1953 D AGUR 5 Frambjóðandi SjálfsfæSisil. í Eyjafirði dróttar því að flokksmönnum sínum að þeir vifi ekki hvers konar tillögur þeir samþykkja! Magnús Jónsson afneitar falsfregnum Mbl. af aðalfundi KEA, þorir ekki að nefna grófustu lygar Mbl. um starfsemi kaupfélaganna Háðleikurinn „Topaz” eftir franska skáldið Marcel Pagnol Effirminnileg heimsókn leikflokks Þjóðleikhússins Magnús Jónsson lögfræðingur úr Reykjavík ritar grein í síðasta Isl. og neitar því harðlega að það hafi verið hann, sem sendi lyga- frcgnirnar af aðalfundi KGA til Morgunbl. á dögunum. Uins vegar upplýsir hann ekkert um það, hver hati staðið að þessum makalausa fréttaflutningi. Eins og áður er vakin athygli á hér í blað- inu, var þessi „fréttagrein“ frá Ak- ureyri þannig úr garði gerð, að fréttaritara blaðsins hér á staðnum var ekki við getið, og verður því að álykta, að þeir hafi ekki staðið að ósannindavaðli blaðsins. En þessi aðferð, að birta nafnlausa frétta- gr'ein, án allra tilvitnana i heim- ildir, sýnir mjög glöggt að þeir, sem að birtingu greinarinnar stóðu, liafa vel vitað, að hér var um falsanir og blekkingar að ræða og að þeim hef- ur þótt þægifegra að komast hjá því að láta sín við getið. Magnús Jónsson segist ekki hafa skrifað pistilinn sjálfur. Hins vegar upplýsir hann ekkert um það, hver liafi þar verið að verki, enda þótt honum hlj’óti að vera fullkunnugt unt það. Hann • gerir ekki heldur minnstu tilraun til þess að verja Mbl. í þessu 'efni, af því að hann veit, að Eyfirðingar vita fullvel, að liér var um naktar fafsanir að ræða. Hins vegar velur hann þann kost- inn, að reyna að verja önnur skrif Mbl. um samvinnumál. Er ástæða til að vekja athygli á þeim vinnu- brögðum. Upphafið hjá SUS. í aprílmánuði sl. hóf Mbl. róg- skrifin urn forustumenn samvinnu- félaganna og beitti fyrir sig svo- nefndum „ungum Sjálfstæðismönn- um“. Var látið heita svo, að skrifin væru á ábyrgð Sambands ungra Sjálfstæðismanna, en Magnús Jóns- son er íormaður þessa sambands. Má það heita skrýtinn formaður, sem ekki hefur neina hugmynd um, hvernig samband það, sem hann stýrir, starfar að þjóðmálum. Verða menn að trúa því, sem þeim þykir líklegast um afskipti Magnúsar Jónssonar af þeim málum. Þessum skrifum var haldið áfram í apríl og rrial, en þau duttu skyndilega niður, um það bil sem frambjóðandinn kom hingað norður, og þrátt fyrir fvrirhcit um framhald, bólar ekkert á þvi. Verður ekki önnur ályktun af þessu dregin en sú, að formannin- um og frambjóðandanum hafi ekki þótt það sigurstranglegt hér í Eyja- firði að fá Mbl. sent norður í hér- aðið daglega með þessari stóru aug- lýsingu um viðhorf „mesta sam- vinnuflokks landsins". Hvað sögðu þeir? Magnús Jónsson þykist nú rifja upp, livað sagt liafi verið í Mbl. um samvinnumál, og neitar því harð- lega, að þar hafi verið um rógskrif að ræða. Telur hann síðan upp þau atriði, sem hann telur Mbl. hafa gagnrýnt og þykist fullur vandlæt- ingar yfir því, að slíkt skuli kennt við róg og níð. En formaður SUS veit bclur en hann lætur, því að í upp- talningu sinni á þeim atriðum, sem Mbl. liefur rætt um, slepp- ir hann m. a. að geta um eftir- farandi: Því var dróttað að kaupfélags- stjóranum í Borgarnesi, að liann hefði selt vörur úr verzlun kaupfé- lagsins (kjöt) fyrir eigin reikning og stungið í sinn vasa andvirðinu. Þetta var tekið upp úr kommúnista- blöðunum, enda þótt genginn væri dómur í málinu er sannaði, að þarna var um staðlausa stafi að ræða, og eins þótt einn af forustu- mönnum Sjálstæðisflokksins í Borg- arfirði hefði, sem stjórnarnefndar- maður kaupfélagsins, staðið að yfir- lýsingu, sem tók af skarið um það, að þetta var persónuleg rógsherferð gegn kaupfélagsstjóranum, er átti jafnframt að sverta kaupfélögin og trúnaðarmenn þeirra almennt. — Þessu sleppti Magnús Jónsson. — Hvað á að kalla svona skrif annað en róg og níð? Þá var því dróttað að gjaldkera kaupfélagsins í Höfn í Hornafirði, að sjóðþurrð hefði orðið lijá lion- um. Þegar þessi glæpsamlega að- dóttun íhaldsdrengjanna var opin- berlega tekin tif meðferðar og rekin heim til föðurhúsanna, datt allur móðurinn úr Mbl., og það hefur ekki minnzt á þetta síðan. Hvað á að kalla þetla annað en róg og níð? Þá er það síðast, að Mbl. heíur haldið uppi látlausum árásum á forstjóra S. í. S. vegna þess, að Sam- bandinu tókst að ná miklu hag- kvæmari samningum urn olíuflutn- inga en olíufurstum þeim, sem standa nærri Mbl., og er því drótt- að að forstjóranum og Sambandinu, að „ætlunin hafi verið“ að nota þennan gróða óheiðarlega og ólög- lega. Hvað er þelta annað en róg- ur og nið? Þá er sífellt reynt að læða því inn hjá samvinnumönnum landsins, að þeir trúnaðarmenn, er þeir liafa kjörið til þess að annast fram- kvæmdir samvjnnufélagsskaparins, hafi svikið hugsjónina og hugsi mest um það að auðga sjálfa sig. Hvað er hœgt að kalla slika tnold- vörpustarfsemi annað en rógburð og niðskrif? Þegar Kaupfélag Eyfirðinga lield- ur aðalfund sinn, getur stærsta fréttablað landsins ekki um ráðstaf- anir fundarins fyrr en að viku lið- inni og þá með þeim hætti, að bók- staflega ekkert, sem frá fundinum er birt, er sannleikanum samkvæmt. Öllu er stefnt að því, að gera sam- tökin tortryggileg, saka þau um of háa álagningu og óheiðarlegar verzl- unaraðferðir og annað í þeim dúr. Allir Eyfirðingar vita, að „fregnir Mbl.“ af aðalfundi K. E. A. eru fals °g lygi, enda þorir nú frambjóðandi Mbl. og formaður S. U. S. ekki að verja þær aðfarir sérstaklega með einu orði. Og hvað er þetta annað en rógur og nið um samvinnufé- lagsskaþinn hér og forustumenn lians? Vantrúin á dómgreind almennings. í öllum þessum skrifum kemur fram alveg furðuleg vantrú á dóm- (Fratnhald á 7. siðu). Mitt í kosningahríðinni komu hér góðir gestir að smman, þar sem cr Ieikflokkur Þjóðleikhúss- ins. Og þegar hnúturnar fljúga vítt um vcizlusali stjórnmála- mannanna, er eins og háðleikur franska skáldsins Marcel Pagnol Ijúki upp augum manna fyrir reirri hlið þessa bardaga, sem er í rauninni spaugileg, jafnframt iví sem hún er alvarleg og ugg- vænleg. Topaz er nefnilega hnitmiðuð ádeila á skuggahliðar lýðræðis- legs stjórnarfars. Leikurinn bregður upp eftirminnilegri mynd af því, hvernig heiðarleiki og hreinskilni hverfa undir yfir- borð ólgusjóa stjórnmálanna þeg- ar harðsvíraðir og samvizkulausir eiginhagsmunaseggir komast til forráða á opinberum sviðum. Því hefur nokkuð verið á lofti haldið, að leikurinn sé mikil skopmynd af spillingu „hins borg aralega þjóðfélags“. En enginn skyldi láta blekkjast af því, að einkurri sé deilt á skipulag borg- aranna á málefnum sínum. Ádeil- an er á mannlegt eðli. Leikurinn gæti áreiðanlega eins hafa gerzt — með nokkrum orðalgsbreyting um — í „alþýðulýðveldum“ og borgaralegum ríkjum. Stjórn- skipulagstilraunir þessarar aldar hafa lítt fegrað manneðlið. Sauð- irnir eru svartir báðum megin járntjalds. Höfundur notar ekki aðferð sumra stjórnmálaritstj. og fram- bjóðenda, — sem ærið oft er sú ein, að hella úr skálum reiði, þröngsýni og eiginblindu yfir andstæðinga, — heldur nær hann tilætluðum áhrifum með mark- vissu háði, og þegar því vopni er beitt af kunnáttu, bítur það líka vopna bezt. Hér er að verið á slóðum Dickens, er hann lýsti kosningabaráttu „The Buffs“ og „The Blues“ snilldarlegast á Pickwickblöðum sínum. En tæknin er önnur og áhrifameiri. Efnið fastara í reipum. Sjálfsagt þykir mönnum misjafnlega gam- an að lýsingum Dickens á stjórn- málabaráttunni á dögum Pick- wicks. Það fer m. a. eftir því, hversu hugmyndaríkir lesend- urnir eru. Volk franska kennar- ans í leikriti Pagnols, — í stjórn- mála- og fjármálalífi borgaranna, — er e. t. v. ekki eins vel gerð lýsing, en þó áhrifameiri af því að framsetningin er gerð af hnitmið- aðri kunnáttu Þó veltur hér ekki sízt á því, að leikendur kunni skil á hlutverkum sínum og örvi þannig hugmyndaflug áhorfend- anna. í höndum viðvaninga mundi ádeila og satíra þessa sjónleiks aldrei fá byr undir vængi. Hér er þó þannig á efninu haldið, að leikurinn verður eftir- minnilegur og áhrifaríkur, hvet- ur beinlínis til þess að menn raði upp á nýtt á taflborði hugsjóna sinna og áhugamála. Og slík áhrif eru ekki — þegar allt kemur til alls — léttvæg, því að margur maðurinn kemst að þeirri niður- stöðu — ef hann vill vera hrein- skilinn við sjálfan sig — að í amstri daganna hafa peðin stund- um — með einhverjum hætti — komist of langt aftur fyrir kóng- inn. Þessi áhrif háðleiksins lofa sjálf leikstjófa og leikendur. Enda er það ekkert ofmat pró- vinsunnar á snilld stórborgarinn- ar að segja, að þessi sýning leik- flokks Þjóðleikhússins, undir leikstjórn Indriða Waage, sé sambærileg við ágæta leikmennt margfalt stærri þjóða. Hér njót- um við e. t. v. þess, að það er eins gaman að sýna þennan sjónleik á íslandi og í hvaða ná- grannalandi sem er. Við erum nefnilega ekki hótinu skárri en Deir þar syðra. En þó er aðal- atriðið, að ágætir listamenn fara með aðalhlutverk af mkilli prýði. Hér skal eigi farið langt út í manngreinarálit á þeim svið- um. Róbert Arnfinnsson leikur sjálfan Topaz, stórt hlutverk og mjög erfitt, og vekur bæði sam- úð, réttláta reiði, hryggð og gleði, í huga áhorfanda, og er það ekki lítið afrek, enda er persónan frá hans hendi sannfærandi, heilsteypt, geðþekk allt í gegn, leikin af miklum tilþrifum þegar bezt lætur og ævinlega vel. — Erna Sigurleifsdóttir leikur kon- una í þessum leik, þ. e. þá konu, sem máli skiptir. Þær eru breyzkar sumar hverjar á leik- sviði lífsins sjálfs og þó engir aukvisar, og víst er hún ein af Deim í þessum sjónleik. Hér er snilldarlega farið með vandasamt hlutverk, þrædd hin vandrataða braut í milli samúðar og andúðar á þessari manntypu — eins og höf. hefur eflaust ætlast til — og dó endað aðeins hægra megin við breiða veginn. Á þann landa- mæraskika er erfitt að komast og víst ófært á sjö mílna skóm dyggðarinnar. Enda prýða þeir ekki fætur frúarinnar í þessum leik og því fer hetur. — Harald- ur Björnsson er skálkurinn í leiknum, öllu verri en konan í leiknum, enda státa karlmenn jafnan af yfirburðum sínum. Yf- irburðir Haraldar eru þó ekki þeir einir, að vera þarna fjölhæf- asti skálkurinn, heldur er mann- gerðin í meðferð hans eftirminni- legust og fastast mótuð í vitund óhorfandans af öllu, er hann sér á leiksviðinu. Þarna gengur spillingin ljósum logum á svið- inu. Þarna eru öll sérkennin: yf- irborðsmennskan, viðbragðsflýt- irinn, lævísin, ósvífnin,kæruleys- ið og mannfyrirlitningin. Öllu eru gerð skil. Góðir listamenn þekkjast ekki aðeins á því stóra, heldur líka — og ekki síður — á því smáa. Þarna skeikar hvergi í hnitmiðuðum skapgerðarleik. Að leikslokum er gaman að geta minnzt þess með réttlátu stolti, að lítið þjóðfélag, sem er jafn- framt nýliði á leiksviðinu, skuli þegar hafa á að skipa leikara, sem hægt er með sanni að jafna við marga þá menn, sem orð fer af í stærri löndum fyrir heilsteypta persónugerð á leiksviði. En slík- ur maður er Haraldur Björnsson og þó er saga hans ekki öll í dag. Önnur hlutverk þessa sjónleiks eru minni í sniðum, og þó eftir- minnileg. Öll voru þau vel gerð af leikaranna hendi og það ein- kenndi þennan sjónleik sérstak- lega, að minni hlutverkin voru ekki aðeins uppfylling í eyður stærri hlutverkanna, heldur voru "þau sjálfstæð og eftirminnileg. — Jón Aðils hefur allstórt hlutverk og fer mjög skemmtilega og kunnáttusamlega með það. Valur Gíslason á þarna tvær manntyp- ur og þær eru báðar snilldarlega gerðar og eftirminnilegar, þótt þær séu settar upp sem „punt“ og snerti ekki meginþráð leiksins. Ilildur Kalman, Þóra Borg og Þorgrímur Einarsson leika öll þýðingarmikil hlutverk og gera það vel, og sama má segja um aðra leikendur: Klemenz Jónsson (Framhald á 7. síðu). Ljóð um daginn og veginn SÓLNÆTURVÖKUR. Sviphýr og lygn er sérhver nótt, sólskin á vegg og þaki, gróðurangan um garð og blett, glaumur og þys um braut og stétt, og sungið að húsabaki. — Finnst ykkur nokkur furða þótt fólkið í bænum vaki? Ýmislegt glaumi olli þeim, er við það njóta máttu: Hátíð fardrengs og fiskimanns, fagnaður kóra Norðurlands, lýðveldisgleði — götudans, gestkoma úr flestum áttiun. — Mörgum fannst nóg ef maður heim að morgninum náði háttum. Það er nú svo að enn er oss ætlað að vaka nokkuð. Þó er alvaran orsök þess, enginn syngur þá gamanvers, og enginn verður af veigum hress, öll værð er á brottu lokkuð. — -----Á sunnudag verðu rsettur kross, og svo verða krossmörk flokkuð. DVERGUR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.