Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 6
6 DAGUB Föstudaginn 26. júní 1953 !Hin gömlu kynni § Saga eftir JESS GREGG > f 39. DAGUR. (Niðurlag). „Hún rak mig.“ ,íOg langaði þig til þess að deyja þess vegna? Geturðu ekki sagt mér, hvað var að?“ „Æi, láttu mig í friði,“ sagði hún afundin. „En Elísabet, því má eg ekki reyna að hjálpa þér?“ „Eg þarf ekki á hjálp að halda.“ „Elísabet. ... “ sagði hann biðjandi. En fékk ekkert svar. Hún starði þögul út um gluggann, út á höfnina. „Jæja,“ sagði hann. „Fyrir- gefðu að eg blanda mér í þetta. Við getum verið vinir samt.“ Hann stóð á fætur og greip hattinn sinn. „Eg hef oft hugsað um það,“ sagði hann, „hvort tvær manneskjur gætu verið raun- verulegir vinir þegar veggur rís í milli þeirra.“ „Veggur? Hvaða veggur?“ „Þögn, leyndardómur, sem að- skilur þær.“ Hún greip höndunum fyrir eyrun, ekki til þess að útiloka það, sem hann sagði, heldur til þess að muna. „Þetta sagði hann einmitt.“ „Hann? Hver?“ „Maríus Wrenn. Skipstjórinn sagði mér ,að hann hefði einmitt notað þessi orð. Eg vil ekki að nein leyndarmál aðskilji okkur.“ Hún greip höndunum fyrir andlitið, en leit síðan á hann og sagði: „Eins og þú vilt.“ Hann lagði höfuð hennar að barmi sér sem hún væri barn. „Eg lenti í sömu fallgröfinni og Wrenn,“ sagði hún. „Hann varð ástfanginn af veru, sem ekki var til nema í ímyndun hans. Og þegar hann uppgötvaði að þessi ímyndun hans eða hugsjón eða draumur var í rauninni ekkert nema lygi og blekkingar, treysti hann sér ekki til þess að lifa lengur. Þegar eg uppgötvaði,* að sú ást, sem eg var orðin ástfang- in af, hafði í rauninni aldrei ver- ið til, að eg hafði verið ástfangin af draumi, af blekkingu, þá fannst mér eins og eg hefði Verið svikin og allt væri hrunið í rúst. Mig langaði til að deyja eins og hann hafði dáið.“ Hún leit upp og horfði í augu hans. „Þetta er allt og sumt. Nú hef eg sagt þér allt.“ Hann rétti henni vasaklútinn sinn, en hún hristi höfuðið. „Eg er ekki að gráta,“ sagði hún. „En þetta er nú allt liðið,“ sagði hann, „og þú þarft ekki að hugsa um hann eða hans ævi lengur.“ „Nei, eg þarf þess ekki lengur, en þú skalt ekki halda að eg sé hrædd við að hugsa um hann og liðna tíð. Eg held meira að segja að mig langi enn til að skrifa ævisögu Wrenn. Eg hef fengið margan ágætan efnivið í slíka sögu frá skipstjóranum og frá ýmsum félögum hans hér. Þú ert því ekki mótfallinn að eg haldi áfram með verkið, eða réttara sagt, byrji á því að nýju?“ „Nei, alls ekki. Og í þetta sinn verður það ekki fyrirgefið að brenna handritið.“ „Eg óttast það ekki. Og til þess að votta einlægni mína skaltu hafa þetta.“ Hún opnaði skúffu í skrifborðinu og rétti honum gamalt, lúið bréf. „Þetta var mér eitt sinn vegabréf — ómissandi vegabréf. En nú þarf eg það ekki lengur.“ Þetta gamla bréf hófst á orðunum: „Elísabet, Elísa- bet... .“ SÖGULOK. Kvennaskólinn á Laugalandi 1877-96 Eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON (Framhald). Meðgjöf námsmeyja var næstliðinn vetur að meðaltali 55 aurar á dag og átti að greiðast að hálfu fyrirfram. Þeim, sem þess óska, er ieyft að fæða sig sjálfar. Ljær forstöðukona þeim eldhús og fleira, en áhpld öll verða þær að eiga sjálfar. Líka verða þær að biðja hana að panta sér eldivið í tíma. Prófdómendur á þessu vori voru: í bóklegu: séra Jónas Jónasson, Hrafnagili, og búfræðingur Einar Helgason á Leifs- stöðum. í verklegu: frú Þórunn Stefánsdóttir á Hrafnagili og húsfreyjurnar: Þóra Kristjánsdóttir á Espihóli og Guðný Kristjánsdóttir, Möðrufelli." Af þessari frásögn má nokkuð ráða, hvernig hin bóklega kennsla fór fram. í tungumálum hafa bækur verið valdar eftir því, hvort nemandinn kunni nokkuð fyrir eða ekki, en í öðr- um bóklegum námsgreinum hefur einkum verið kennt í fyr- irlestrum og þá stuðst við bækur þær, sem nefndar eru. Úti- lokað er, að stúlkurnar hafi getað lesið þær allar sér til gagns. Þó voru sumar þessar bækur lesnar upp hátt á kvöldvökum, meðan námsmeyjar sátu við sauma sína eins og t. d. mann- kynssaga Páls Melsteðs hin stóra. Þeniian vetur, sem hér er frá skýrt, voru fleiri námsmeyjar í skólanum en nokkru sinni fyrr >eða síðar, og reyndar fleiri seinni hluta vetrar en hægt var með sæmilegu móti að koma þar fyrir. Það mun liafa verið heldur sjaldgæft að stúlkur fæddu sig sjálfar í skólanum, en þó kom það einstöku sinnum fyrir, einkum um þær, sem ekki voru langt að og ekki dvöldu þar nema stuttan tíma. Aðsókn að skólanum. Eins og áður er getið voru ekki nema fáar námsmeyjar á Laugalandi sökum þrengsla tvö fyrstu árin, en á þriðja ári voru þær komnar upp í 20 og voru það næsta ár en síðan lækk- ar talan aftur næstu árin eftir 1880 og var kennt um illu ár- ferði .Skal hér sett tafla yfir námsmeyjafjölda á Laugalandi hvert ár, sem skólinn starfaði þar árin 1877—1896, eftir því sem næst verður koniizt. iÞess skal þó getið, að ekki hefur tekizt að grafa upp námsmeyjar-skrár fyrir sum árin og er þar stuðzt við námsmeyjarfjölda eins og liann er gefinn upp í Fréttum frá íslandi, en þær eru ekki alltaf öruggar. Sam- kvæmt þessu dvöldu á Laugalandi svo margar námsmeyjar, sem hér segir hvern vetur (sumar þó vafalaust ekki fullan tíma): Veturinn 1877—1878 alls 12 námsmeyjar 1878-1879 — 14 -„- -„- 1879-1880 — 20 -„- -„- 1880-1881 — 20 -„- -„- 1881-1882 — 14 -„- -„- 1882-1883 — 11 -„- -„- 1883-1884 — 20 -„- 1884-1885 — 24 -„- 1885-1886 - 17 , > 1886-1887 - 16 J J 1887-1888 - 13 j j 1888-1889 - 24 jj 1889-1890 - 35 j j 1890-1891 - 39 J j 1891-1892 - 31 J j 1892-1893 - 26 jj 1893-1894 - 20 J J 1894-1895 - 24 — 18.95-1896 ,-r 23 . K>~ Al'Is gérib þettá 403 eða tæplega 21 stúlka til jafnaðar á vetri. En þess ber að gæta að allmargar af þessurn stúlkum voru 2 vetur, en þó naumast fleiri en svarar fjórða hluta, svo að gera má ráð fyri ráð um 300 námsmeyjar alls ha-fi dvalið í Laugalandsskólanum garnla. Þessi tala verður þó engan veg- inn nákvæm, nema fyllri nemendaskrár komi í leitirnar en þær, sem enn hafa fundizt. Skólahúsið. Því hefur verið lýst, hvernig garnli kvennaskólinn á Lauga- landi var byggður í þremur áföngum árin 1876, 1877 og 1879 og var þá skólahúsið orðið 36 álna langt, tvílyft, með skúr- byggingu austur af, sem tengdi það við garnla bæinn og kjall- ara. í gamla bænum bjó vinnufólkið á staðnum og þar bjó líka Eggert Gunnarsson, meðan hann átti heima á Laugalandi og Irafði þar stundum ofurlitla sveitaverzlun. Voru þar tvö baðstofuhús þiljuð í hólf og gólf, einnig eldhús, fjós og hlaða. Aðalgallinn á skólahúsinu var sá, hversu mjótt það var, að- eins 7 álna breitt, og voru því flest herbergin lítil, eða a. m. k. snöggt þrengri en þau máttu vera, svo að þægileg aðstaða væri til kennslu eða hæfilega stór svefnherbergi, þegar margt var í skólanum. Tvær dyr voru á vesturhlið. Nyrzt var borð- stofa niðri, tvískipt, fyrir þriðjungi hússins. Þar voru matborð, sem sneru frá austri til vesturs. Milli dyra var sæmilega rúm- gott eldhús og búr. Sunnan við syðri dyr var svefnherbergi og betri stofa suður af. Á efri hæð var aðalskólastofan á suðurloftinu, þvert gegn- um húsið. Þá var svefnherbergi námsmeyja um miðbik húss- ins yfir eldhúsinu, en í norðurenda var herbergi forstöðukonu (Frúarherbergið) og herbergi kennslukvenna norður af. En í norðausturhorninu var lítið herbergi,sem ýmist var nefntBláa herbergið eða Síbería og sváfu þar venjulega 2 námsmeyjar. Enginn var þar ofn og þótti þar heldur kuldaleg vistin. Dá- góður ofn var í kennslustofunni og í milligerð milli herbergis forstöðukonu og kennslukvenna, einnig var ofn á svefnlofti námsmeyja, en oft var hann í ólagi. Sífellt var verið að skipta um ofna, því að húsið var fremur gisið og því kalt, ef mikil frost gengu. Segja úttektarmenn þeir, sem tóku á móti húsinu í hendur sýslunefndar 24. júlí 1880, að suðurendinn sé svo gisinn, að „drífa“ þurfi stofurnar að innan, og sömuleiðis ytri enda uppi. Ræmur þurfi að setja á þakið að austanverðu og tryggja það fyrir leka, þáþuirfi að setja járn á ýmsa glugga og kítta þá og dytta bæði að laugahúsinu og hjallinum. Lítil framkvæmd varð á þessu í það sinn. WILLYS JEEP Viðgerðir Varahlutir umboð á Akureyri. Lúðvík Jónsson 8c Co. SÍMI 1467. ARFAOLÍA: FLIT 35 WEED KILLER OLÍUSÖLUDEiLD K.El. AKUREYRI Fiðlukennsla Tek að mér fiðlukennslu í sumar. Er til viðtals eftir kl. 7 á kvöldin. Gígja Jóhannsdóttir, Þórunnarstræti 114. Sími 1842. Kjósendur athugið! B-listinn er listi Fram- sóknarflokksins í tví- nienningskjördæniunuir öllum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.