Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 26.06.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 26. júní 1953 D AGUR ; FOKDREIFAR (Framliald af 4. síðu). semja við Sovétríkin um „sameigin- legar hervarnir" a Svalbarða. Allir þingmenn annarra flokka, 101 að tölu, greiddu einhuga atkvæði á móti þessu, og það enda þótt Rúss- ar létu mjög dólgslega og hefðu í hótunum, ef smáþjóðin dirfðist að synja þessari kröfu stórveldisins. Og svo ætlast íslenzkú jábræðurnir til þess, að eitthvert rnark sé tekið á öllum mannalátum jreirra nú og faguryrðunum um íslenzkan mál- stað, þjóðerni, frelsi og menningu! Halda þessir aumingja menn í al- vöru, að öllum skynibornum íslend- ingum sé ekki þegar fyrir löngu ljós sú staðreynd, að kommúnistar og þeirra nótar eru — hér sem annars staðar í heiminum — ávallt boðnir og reiðubúnir að skjóta koppi sálar sinnar undir rússneska lekann til átöppunar og uppfylling- ar öðru innihaldi — í hvaða átt sem húsbændunum þar eystra þókn- ast nú að lyfta stéli sínu hverju sinni til þess að þjóna sinni nátt- úru? — Já, satt er Jrað: Alltaf er hann sætastur þefurinn að austan, bæði af átinu og spónamatnum, — í nösum kommúnista! Hinar skefjalausti a'ðdróttanir um stórfelldan fjárdrátt SÍS heita aðeins „óþörf ertni“ í garð samvinnumanna, þegar skrifað er fyrir ltjósendur í samvinnuhéraði! „KOSNINGABLAÐ Sjálfstæðism. í Þingeyjarsýslum" er vissulega býsna skemmtilegt og fróðlegt plagg á sína vísu, þótt ekki hafi íhald- inu hér í bæ Jrótt henta að hafa það mjög á glámbekk fyrir kjósendur liér á mölinni, — alveg af hliðstæð- um ástæðum og Jneim er valda því, að það Jrykir nú' hentugt og Jrénan- legt í bili, að „Islendingur" okkar Akureyringa kemur ekki að jafnaði fyrir sjónir sveitafólksins! — — Þingeyingar* eru . t. d. langflestir samvinnumenn, sem af langri reynslu þekkja þýðingu og áhrif kaupfélaganna og sambands þeirra. „Kosningablaðið" er því látið tala ósköp varlega og jafnvel hlýlega um Jretta efni, draga sem mest í land af hinum hatursfullu árásum bæjarblaða íhaldsins, Morgunbl. og ísl., á samvinnuhreyíinguna og drepa á dreif skefjalausum og ó- svífnum aðdróttuuum þessara blaða uni „stórfelldan fjárdrátt, brask og svindl“ S. í. S., Olíufélagsins og annarra samvinnufyrirtækja: „Samvinnuverzhmin hefur mik- ilvccgu hlutverki að gegna fyrirþjóð- ina og sérstaklega fyrir brendastétt- ina. — Gagnrýni Sjálfstœðisblað- anna gengur stundum full langt, SAMSTAÐA GEGN IHALDINU (Framhald af 5. síðu). og framboðunum. Framboðunum er beinlinis stefnt að þvi að fella fram- bjóðendur þess floltks, sem likleg- astur er til að sýna festu i fram- kvœmd varnamálasamningsins. Sú eina Jrjóðvarnarstefna, sem nú er líkleg til gagns í þjóðlífinu, er að styrkja Framsóknarflokkinn til meiri áhrifa á utanríkismál landsins og forða því, að Bjarni Benedikts- son og samstarfsmenn lians hafi jafnan við hendina þæga flokks- þjóna til að rétta upp hendina í sölum Alþingis, Jregar eftir er leit- að. — Eyfirðingar hafa Jrað nú í hendi sinni að stúðla að einbeittari stefnu í sambúðarmálunum við herinn og öðrum tökum á framkvæmd varn- arsamningsins en verið hafa. Þeir geta gert Jrað með Jrví að fella út- sendara Bjarna Benediktssonar og Mbls, en kjósa lista Framsóknar- manna og senda tvo fulltrúa Fram- sóknarflokksins á þing. að minum dómi, og nálgast endrum og eins að vera ertni," — er G. B., frambjóðandi Sjálfstæðisins austur þar látinn andvarpa í „Kosninga- blaðinu" skelfing særður og leiður yfir þessum mistökum flokksbræðra sinna, sem gerðu þetta allt saman „upp á grín“ og meintu ekkert nema smávegis „ertni“, Jregar Jreir viðhöfðu öll stóru ljótu orðin um miHjónafjárdráttinn og allt hitt! — Oíboð geta þessir „grínistar" okkar annars verið seinheppnir stunðum, hvíslar aumingja hrossaráðanautur- inn að Þingeyingum, — sennilega hefðu þeir Haraldur Á., Alfreð, Baldur og Konni komizt betur frá „gríninu" ef þeir hefðu verið látnir alveg einir um hituna fyrir kosning- arnar! En að Jrví virðist nú líka óðum stefna, sem betur fer! - Tópaz (Framhald af 5. síðu). (mjög sannfærandi og skemmti- leg manngerð er hann sem kenn- arinn Tamis), Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson og Margrét Ólafsdóttir. Þessi leikur hefur hlotið ágæt- ar viðtökur hér nyrðra, sem og aðrir sjónleikir, sem Þjóðleik- húsið hefur sett hér á svið. Eftir þrjár slíkar heimsóknir er það almanna mál, að leikhúsið gegni á þessu sviði merku menningar- hlutverki og minni á það, að það er þjóðleikhús íslendinga í raun réttri. Væntanlega fer það þá heldur ekki fram hjá forráða- mönnum leikhússins, né heldur leikendum þeim, sem leggja á sig það erfiði að yfirgefa það mild- ara loftslag Faxaflóans og koma hingað norður, — ao almenning- ur hér um slóðir fagnar þessu tækifæri til þess að njóta ágætr- ar leiklistar og er þess .eindregið hvetjandi, að gestanna megi ekki aðeins vænta með farfuglunum á vorin heldur einnig aðra tíma ársins, svo sem framast er unnt. H. Sn. Sveinspróf Nýlokið er hér á Akureyri sveinsprófum í rafvirkjun. Stóðu prófin yfir síðari hluta maí og fyrri hluta júnímánaðar. Þessir rafvirkjar þreyttu próf: Eggert Ó. Jónsson, Hilmar Eyberg, Ingvi Rafn Jóhannsson, •' Jón Kr. Vilhjálmsson, Jóhann Sveinsson. Hlutu 3 þeirra I. einkunn og 2 II. einkunn. Hæsta aðaleinkunn, 8.31, hlaut Ingvi Rafn Jóhanns- son. F ramsóknarmenn! Kosningaskrifstofan er í Hafn- arstræti 93, opin alla daga. Sími 1443. Kjörskráin liggur frammi. Hafið samband við skrifstofuna. Munið að utankjörstaðakosning er hafin. — Vinnum ötullega að sigri Framsóknarfloksins! B-listinn er listi Fram- sóknarflokksins í Eyja- fjarðarsýslu - Frambjóðandi i Eyjafirði (Framhald af 5. siðu). greind almennings. Það er eins og íhaldsforkólfarnir í Reykjavík skilji ekki, live;rnig litið er á þetta fram- ferði þeirra, enda þótt þeirra eigin flokksmenn standi að því ásamt Framsóknarmönnum og annarra flokka mönnum að samjrykkja harð- orðar ályktanir til fordæmingar á Jressu athæfi öllu. Það er alveg sérstahlega athyglis- vert fyrir Eyfirðinga, hverja skoðun frambjóðandi Sjálfstœðisflokksins i Eyjafirði hefur á dómgreind þeirra og skynsemi. Segir hann svo i fyrr- nefndri íslendingsgrein, að hann sé hreeddur um að þei r Sjálfstœðis- menn, sem greitt hafa atkvœði með vítunum á skrif Mbl. og ísl. á aðal- fundum kaupfélaganna að undan- förnu, og þá einnig hér i Eyjafirði, „hafi ekki gert sér til hlítar Ijóst, hvers konar niðskrif þeir voru að vita og hvað þeir vœru að leggja blessun sina yfir.“ Þá vita þeir fulltrúar á aðalfundi K. E. A., sem hafa fylgt Jressum frambjóðanda að málum, hvaða álit hann hefur á dómgreind Jreirra og sjálfstæði í skoðunum. Fjandskapur að baki. Auðvitað sér allur almenningur, að á bak við róginn um forustu- menn samvinnufélaganna og stefnu þeirra í framkvæmda- og verzlunar- málum, býr sú andstaða gegn sam- vinnufélágsskap og samvinnustefnu, sem Sjálfstæðismenn þora ekki að láta uppi nema með þessum annar- lega hætti. Hvernig í ósköpunum gæti líka á því staðið, að heildsalar, stórútgerðármenn, verksmiðjueig- endur og aðrir grósserar hiifuðstað- arins væru eins. hlynntir Jressari sjálfbjargarviðleitni almennings og Magnús Jónsson vill vera láta? — Skyldi ekki Björn Ólafsson t. d. vera mikill liðsmaður í „mesta sam- vinnuflokki landsins"? Slétt og fellt. Hér ber allt að sama brunni. Magnús Jónsson liefur talsvert lag á því að láta ekkert málefni brotna á sér, þar á allt að vera slétt og fellt, enda er „sjálfsstæðisstefnan“ teygð eins og blautt skinn í munni hans í framboðsræðum. — En reynslan sýnir, að Jrað er sitt hvað að spjalla slétt og fellt við kjósendur, flytja sýndarírumvörp og tillögur á þingi, og að standa að þeim málefnum, œm liafa raunhæft gildi fyrir fram- tíð samvinnufélagsskaparins í land- inu og afkomumöguleika lands- manna. I [reim efnum er Sjálfstæðis- flokknum sízt treystandi. Það sýna nteðal annars rógsskrif Mbl. og ísl. um kaupfélögin. ATLAS-bónklútar — frá Atlas Supply Co. í U. S. A. — eru nýjasta tækið til að bóna bílinn. Bónið er í klútum. Kostar aðeins kr. 14.50. Fást hjá Olíusöludeild KEA. Oddeyrartanga. Sími 1860. LAUST OG FAST (Framhald af 2. síðu). EITT STRIK. Heyrzt hefur, að Magnús Jónsson sé allhræddur við út- strikanir, enda ekki að ástæðu- Iausu, því að Sjálfstæðismenn hafa haldgóða reynslu í því handverki. GÁTA. Hverjir óvirtu þjóðsönginn hér fyrr á árum með því að taka ekki ofan, er hann var leikinn eða sunginn? Þessir sömu menn elska nú þjóð sína og þjóðemi heitast allra. Hverjir eru þetta? ORT UNDIR ÚTVARPS- UMRÆÐUM. Einar er að ógna og hrella, eystra dáir gyllinguna. Einar er að froðufella fyrir austan stillinguna. „ALLAR VILDU MEYJARNAR EIGA HANN.“ Nú keppist við hver flokk- urinn um annan þveran að lýsa yfir fylgi sínu við stóriðju í landinu, og auðvitað leggur Sjálfstæðisflokkurinn ótt og títt loforðaspjótunum og bítur í skjaldarrendur. Þessi flokkur var ekki einsáhugasamurhéma um árið, þegar Vilhjálmur Þór ætlaði að láta reisa áburðar- verksmiðju á Akureyri. Þá svæfðu þeir málið, þangað til þeir gátu fengið verksmiðjuna reista í Rvík. Sementsverksmiðjuna misstu þeir að vísu úr höndum sér upp á Akranes, en lengra frá höf- uðstaðnum verður aldrei farið með stóriðju, ef Sjálfstæðisfl. má ráða. Ef einhverjir verða til þess að taka myndarlega til höndum í iðnaðarmálum hér í bæ, þá verða það samvinnumenn, héð- an í frá eins og hingað til, og bjargráðin koma áreiðanlega ekki að sunnan, frá húsbænd- um þeirra Magnúsar og Jón- asar. BÓNORÐSLlNAN. Stjórn Burma hefur nýlega komist yfir prentaðar forskrift- ir fyrir því, hvernig sannur kommúnisti eigi að biðja sér konu. í pésa þessum eru hinum ástfangna biðli lögð þessi orð í munn: „Eg er mjög hrifinn af hæfi- leikum þínum sem tryggs og duglegs félaga í flokknum, og mig langar til þess að berjast flokksbaráttunni með þér.“ Hver er línan hér við Eyja- fjörð, Þorvaldur Þórarinsson? SKORTUR Á SÖNNUNAR- GÖGNUM. Margir kannast við Banda- ríkjamanninn McCarthy, þing- manninn, sem stjórnar yfir- heyrzlum óamerísku nefndar- innar svokölluðu og frægur er að endemum. Kanína var á harðahlaupum í skóginum, og íkorninn kallaði til hennar: „Hvern ertu að flýja, kanína?“ — „McCarthy,“ svaraði kanínan „hann ofsækir pokadýrin.“ UR BÆ OG BYGGB Unnið er að því um þessar mundir að hreinsa burtu mann virki gcmla síippshis austan við Hafnarstræti cg mun ætl- unin að þar komi bílastæði og er ekki vanþörf á. Dánardægur. Síðastl. mánudag andaðist að heimili dóttur sinnar ekkjan Sigríður Bjamadóttur, 81 árs að aldri. Fædd var hún á Þelamörk í Hörgárdal, en fluttist hingað til bæjarins árið 1906. — Sigríður var atorku- og dugnað- arkona. , Frá Golfklúbbnum. Miðnætur- keppni verður á laugardag, 27. júní. Spilaðar verða 18 holur með fullri forgjöf. Hefst kl. 10.30 stundvíslega. Strandarkirkja. Gamalt áheit kr. 20 frá Lvm. — Mótt. á afgr. Dags. X B-listinn. Athugið að B- listinn er listi Framsóknar- flokksins í Eyjafjarðarkjör- dæmi. Með því að kjósa B- LISTANN er hægt að minnka áhrif íhaldsins á stjórn lands- ins. Daufir kosningasmalar. Dauf- ustu kosningasmalar ,sem sjást á rjátli í bæ og sýslu um þessar mundir, eru útsendarar komm- únista. Þeir mega muna fífil sinn fegri. Eftir að Ólafur Thors lyfti kommúnistum í ráðherrastóla var völlur á þeim, nú eru þeir eymdin uppmáluð. — Hvarvetna mæta þeir andúð og áhugaleysi fyrir rússneska málstaðnum. — Fylgið hrynur af þeim til allra átta ,Á framboðsfundinum á Ak- ureyri voru taldar 20 sálir, sem klöppuðu fyrir máli týnda þing- mannsins, Steingr. Aðalsteins- Sonar, sem menn hafa ekki heyrt getið um um fjögra ára skeið. — Verkam. á enn eftir að upplýsa, hvar Steingr. hafi alið manninn á þessum tíma. Það skyldi þó aldrei eiga eftir að koma í ljós, að hann hafi dvalið suður á Krím, sér til hvíldar og hressingar, mest allt sl. kjörtímabil? Lygin um Brúarlund gengur aftur! (Framhald af 8. síðu). við „þjóðhættulega starfsemi". Kommar og kratar halda, að af því að Hótel KEA leigði þenn- an stað í fyrra, sé hægt að sverta einhverja Framsóknar- menn með þessum lygafregn- um og þá eru þær líka kær- komnar þar í sveit. í fyrra varð tap á rekstri þessum í Vagla- skógi og var svo um samið, áð engin leiga skyldi greidd ef svo færi. En þessu núlli segir Bragi ýmsa góðborgara hafa stungið í sinn vasa! Betur væri að engir Alþýðuflokks- og try ggingarbroddar hefðu „stung ið í sinn vasa“ meiri fjárhæð- um af engum verðleikum. „Já, en þú ert ekki poka- dýr,“ sagði íkorninn. „Það veit eg vel,“ sagði kanínan og hélt áfram hlaupunum, „en eg get ekki sannáð það.“ Það er svipað farið um Þjóðvarnarmennina og kanín- una. Kommúnistar (sbr. ræðu Einars Olgeirssonar) eru á eft- ir þeim með ásökunum um þjóðhollustu (þ. e. að þeir séu borgaralegur flokkur) og ves- alings mennimir geta ekki sannað það gagnstæða!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.