Dagur - 19.08.1953, Page 1
GJALDDAGI
blaðsins er 1. júlí. — LéttiS
innheimtuna! Sendið afgr.
áskriftargjaldið!
DAGUR
kemur næst út á regluleg-
um útkomudegi, miðviku-
daginn 26. ágúst.
XXXIV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 19. ágúst 1953
46. tbl.
Úfyarpið hyggst taka upp fastan
Akureyrarfiátt n. k. vetur
Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs komu
hér í síðastliðinni viku til að undirbúa málið
Meistaramót Islands í frjálsum íþrótfum
háS á nýja leikvanginum hér um sl. helgi
Illviðri hamlaði því að árangur yrði eins góður
og efni stóðu til
27. meistaramót íslands í frjálsíþróttum og 5. meistaramót kvenna
var haldið hér í bænum um siðastliðna helgi — Knattspyrnufélag
Ak. sá um ínótið, en leikstjórn hafði á hendi Haraldur Sigurðsson.
Laust fyrir lielgina síðustu
komu hingað til bæjarins Vil-
hjálmur I>. Gíslason útvarps-
stjóri og Olafur Jóhannesson
prófessor, formaður útvarpsráðs,
og var erindi þeirra m. a. að
kynna sér möguleikana á því að
fella inn í vetrardagskrá Ríkis-
útvarpsins fastan Akureyrar-
þátt.
Frá þessari fyrirhuguðu ný-
breytni skýrðu þeir er blaðið
kom að máli við þá að Hótel KEA
á föstudaginn var.
Útvarpsstjóri sagði, að útvarp-
ið vildi gjarnan koma til móts við
óskir manna hér um aðgang að
útvarpinu, auk þess sem vænta
mætti þess að héðan kæmu dag-
skrárliðir, sem fengur væri að.
Til að byrjá ’méð er ráðgert að
efni héðan verði hálf klst. í viku
hverri og voru þeir að svipast um
eftir manni, sem þeir gætu trúað
til að vera trúnaðarmaður út-
varpsins að þessu leyti og sjá um
þættina. Auk þess að fá fastan
samastað til þess að vinna að
upptöku efnis. Útvarpið hefur nú
nýlega fengið hingað mjög full-
komin upptökutæki og er ætlun-
in að taka allt efni upp hér
Kviknaði í húsi
á Oddeyri
Klukkan laust fyrir 11 sl. laug-
ardagskvöld var slökkvilið Ak-
ureyrar kvatt að húsinu 10B við
Fróðasund á Oddeyri. Húsið er
timburhús, forskalað, með risi.
Var eldur í risinu. Fljótlega tókst
að slökkva eldinn, en slcemmdir
urðu talsverðar á húsi og innbúi,
einkum af vatni. í húsinu búa
Cæsar Hallgrímsson sjómaður og
Aðalsteinn Einarsson sjómaður
og fjölskyldur þeirra.
Endurgreiðslan
nam 5%
Það var ranghermt í síðasta tbl.,
að endurgreið,sja KEA til félags-
manna af viðskiptum sl. árs hefði
numið 4%. Endurgreiðslan er
5% og er verðsamanburður sá,
sem hér var gerður á matvörum í
Reykjavík og hjá KEA því enn
hagstæðari en hér var frá skýrt.
Tölur þær, sem birtar voru hér í
sl. viku, hafa vakið mikla athygli
og hafa a. m ,k. tvö Reykjavíkur-
blaðanna gert þær að umtalsefni.
nyrðra og senda suður. Endur-
varp syðra frá útvarpsstöðinni
hér er enn ekki tæknilegur mögu
leiki, a. m. k. ekki svo að vel fari
og verður slíkt að bíða þess að
jarðstrengurinn í milli Reykja-
víkur og Akureyrar verði tengd-
ur alla leið.
Uppörvun fyrir menningarlíf.
Prófessor Olafur Jóhannesson
stagði að m. a. sem útvarpið
vænti sér af því að taka upp slík-
an fastan þátt héðan, væri, að
lyfta undir hvers konar menn-
ingarstarfsemi í bæ og héraði og
e. t. v. í nærliggjandi héruðum
með því að opna möguleika til
þess að koma útvarpsefni á fram-
færi með þessum hætti.
Hvað um sérstaka heimadagskrá,
sem útvarpað væri um
útvarpsstöðina hér aðeins?
Sá möguleiki hefur ekki verið
athugaður til neinnar hlítar og
kostnaðar vegna og annarra að-
stæðna er ekki líklegt að unnt
verði að koma slíku heimaútvarpi
á hér nú, enda yrði sama fyrir-
komulag þá að ná til allra endur-
varpsstöðvanna. Hins vegar er
ekki ólíklegt, að í framtíðinni
verði slíkt fyrirkomulag tekið
upp.
Vafalaust er að fólk hér nyrðra
fagnar þessari viðleitni útvarps-
ins til að gefa okkur hér betra
tækifæri til að koma efni til
flutnirigs í útvarp. Má telja þetta
mikilvægt spor í útvarpsmálum
þjóðarinnar.
Líklegt er að nefnd manna héð-
an fari til Reykjavíkur í næstu
viku til viðræðna við heil-
brigðismálaráðherra um rekstiur
hins nýja Akureyrarspítala, sem
nú er senn tilbúinn.
Nefnd á vegum bæjarstjórnar
ræddi málið við ríkisstjórnina á
sl. vori, en síðan hefur ekkert
gerzt, nema að haldið hefur verið
áfram að ganga frá innréttingum
og búnaði spítalans og er húsið
senn tilbúið og verður væntan-
Friðrik lék eins og stór-
nieistari - segir Ekstra-
bladet
Friðrik Ólafsson varð skák-
meistari á Norðurlandamótinu
í Esbjerg í þessum mánuði,,
hlaut 9 vinninga af 11 mögu-
legum, og er það framúrskar-
andi góð útkoma í jafn öflugu
móti og hjá jafn ungum manni.
Friðrik er aðeins 18 ára. Skák-
stíll hans vakti mikla athygli.
Til dæmis segir Ekstrahladet í
Kaupnjannahöfn í fyrirsögn
10. þ. m.: „Hinn átján ára gamli
íslendingur leikur eins og stór-
meistari.“
Þórunn Jóhannsdóttir
leikur fyrir Akur-
•>
eyringa
Þórunn S. Jóhannsdóttir, píanó-
snillingurinn ungi, er komin í
hljómleikaferð hingað til lands í
leyfi sínu frá náminu í London og
hélt hún hljómleika hér í Nýja-
Bíó í gærkveldi. Á efnisskrá voru
verk eftir Scarlatti, Beethoven,
Poulenc, Faure, Debussy, Chopin
og föður hennar, Jóhann
Tryggvason söngstjóra. Þórunn
hefur síðan hún kom hingað síð-
ast oft leikið opinberlega í Bret-
landi, m. a. í sjónvarpi og með
stórum hljómsveitum m .a. undir
stjórn eins frægasta hljómsveit-
arstjóra samtímans, John Bar-
birolli.
lega hægt að byrja að flytja í
húsið í næsta mánuði, enda þótt
vafasamt sé að móttaka sjúklinga
geti hafizt fyrr en um áramót.
Á sl. vori var ætlunin að ríkis-
stjórnin legði fram tillögur um
rekstursfyrirkomulag spítalans,
en úr því hefur ekki orðið. Er
þess nú vænst, að í viðræðum
þeim ,sem fyrir dyrum standa,
verði gengið frá málinu, svo að
ekki komi til tafa við að taka spí-
talann í notkun þegar þar að
kemur.
Mótið hófst kl. 4 á laugardag.
Hélt síðan áfram kl .2 e. h. á
sunnudag og kl. 8 e. h. á mánu-
dag og lauk í gærkvöldi. — Þrátt
fyrir sól og sunnanblíðu í mest-
allt sumar brá nú svo við, að
mótsdagana var úrhellisrigning
alltaf annað veifið. Af þeim
ástæðum voru árangrar ekki eins
góðir og skyldi. — Nýja íþrótta-
svæðið reyndist mjög vel og er
bænum til sóma.
ÚRSLIT 1 EINSTÖKUM
GREINUM:
100 m. hlaup:
1. Islandsmeistari:
Hörður Haraldsson, Á, 11.3 sek.
2. Vilhjálmur Ólafss., ÍR, 11.6 sek.
3. Leifur Tómasson, KA, 11.6 sek.
Hörður sigraði í hlaupinu, án
nokkurrar keppni, enda er ár-
angur slakur.
200 m. hlaup:
1. fslandsmeistari:
Hörður Haraldsson, Á, 22.3 sek.
2. Þórir Þorsteinsson, Á, 22.7 sek.
3. Leifur Tómasson, KA, 23.2 sek.
Hörður sigraði einnig mjög
léttilega. Hann er mjög skemmti-
legur íþróttamaður, yfirlætislaUs
í allri framgöngu.
400 m .hlaup:
1. íslandsmeistari:
Guðm. Lárusson, Á, 49.5 sek.
2. Þórir Þorsteinss., Á, 50.8 sek.
3. Leifur Tómasson, KA, 51.1 sek.
Guðmundur vann með yfir-
burður. Hann er mjög mjúkur og
stílfallegur hlaupari, sem enn
má vænta mikils af.
800 m. hlaup:
1. íslandsmeistari:
Guðm. Láruss., Á, 1 : 59.4 mín.
2. Sig. Guðnason, ÍR, 2 : 01.8 mín.
3. Svavar Markússon, KR, 2 : 02.8
mín.
1500 m. hlaup:
1. íslandsmeistari:
Sigurður Guðnason, ÍR, 4 : 06.7
mín.
2. Kristján Jóhannss., ÍR, 4 : 07.8
mín.
3. Svavar Markússon, KR, 4 : 08.6
mín.
íslandsmeistarinn í þessari
grein virðist vera fremur þrótt-
lítill, enda ungur. Má mikils af
honum vænta, þegar honum vex
þróttur.
5000 m. hlaup:
1. fslandsmeistari:
Kristján Jóhannss., ÍR, 15 : 27.8
mín.
2. Finnbogi Stefánsson, HSÞ,
16 : 44.6 mín.
3. Þórhallur Guðjónsson, UMFK,
17 :10.4 mín.
Kristján sýndi svo óvenjulega
yfirburði yfir keppinauta sína, að
hann var rúmum hring, sem er
400 m., á undan næsta manni.
Hefur honum farið mjög ört fram
og á sjálfsagt eftir að vinna mörg
afrek í langhlaupum áður en
lýkur.
110 m. grindahlaup:
1. fslandsmeistari:
Pétur Rögnvaldsson, KR, 16.1
sek.
2. Friðrik Guðmundsson, KR,
20.5 sek.
Það er raunalegt fyrir áhorf-
endur að horfa á tvo keppendur
á landsmóti. sérstaklega þegar
annar þeirra tekur þátt í grein-
inni af hreinum þegnskap. —
Pétur er liðlegur grindahlaup-
ari og kornungur.
400 m. grindahlaup:
1. íslandsmeistari:
Hreiðar Jónsson, Á, 59.6 sek.
2. Leifur Tómasson, KA, 61.9 sek.
3. Hjörleifur Bergsteinsson, Á,
63.3 sek.
Hreiðar hleypur grindina vel
og er líklegur til að ná góðum
árangri í greininni. Leifur, sem
sýndi mikla fjölbreyttni í keppn-
inni á mótinu, er liðlegur íþrótta-
maður, sem við Akureyringar
gerum okkur vonir um að verði
afreksmaður í framtíðinni.
3000 m. hindrunarhlaup:
1. íslandsmeistari:
Kristján Jóhannsson, Á, 9 : 48
(cirka).
2. Einar Gunnlaugsson, Þór, 9 : 59
(cirka).
3. Eiríkur Haraldsson, Á.
Tími Kristjáns er nýtt íslenzkt
met og tími Einars nýtt unglinga-
met. Hlupu þeir báðir mjög vel.
Einar var áberandi léttur yfir
hindrununum, en virtist ekki
vilja færast svo mikið í fang að
fylgja Kristjáni eftir.
4x100 m. boðhlaup:
1. Sveit Ármanns 46.0 sek.
2. Sveit KR 47.9 sek.
íslandsmeistararnir í Ármanns-
sveitinni eru Þorvaldur Búason,
Guðm. Lárusson, Þórir Þor-
steinsson, Hörður Haraldsson. —
Tíminn er lélegur, enda var mik-
ill munur á sveitunum.
4x400 m. boðhlaup:
1. Sveit Ármanns 3 : 29.4 mín.
2. Sveit KR 3 : 58.1 mín.
Hlaupið var ekki skemmtilegt,
þar sem íslandsmeistararnir
Guðm. Lárusson, Hreiðar Jóns-
son, Þórir Þorsteinsson og Hjöl-
leifur Bergsteinsson voru svo
afar langt á undan hinum.
100 m. hlaup kvenna:
1. fslandsmeistari:
Guðrún Georgsdóttir, Þór, 13.8
sek.
(Framhald á 8. síðu).
Viðræður um spítalamál Akur-
eyrar í Reykjavík eftir helgi
Horfur á að hægt verði að opna nýja spítalann
um áramót