Dagur - 09.09.1953, Page 7

Dagur - 09.09.1953, Page 7
Miðvikudaginn 9. september 1953 D AGUB 7 - Togaraútgerð bæjarins (Framhald af 1. síðu). fjárhagsörðugleikum, svo að jafn vel hefur komið til beinna ríkis- afskipta, — getað afskrifað sín skip og greitt hluthöfum arð, auk þess sem félagið hefur haft með höndum mikilvægar fram- kvæmdir í landi, þar sem er fisk- verkunarstöð þess á Oddeyrar- tanga og húsakaup þess fyrir reksturinn. Auk þess hefur sú reynsla nú fengist, að Akureyri stenzt fyllilega samjöfnuð við hvaða stað sem er á landinu um aðstöðu fyrir togaraútgerð. Sú var lengi trú margra, að bærinn lægi ekki vel fyrir stórútgerð af þessu tagi. Nú verður trauðla lengur um það deilt, að þetta er á misskilningi byggt. Togaraút- gerð hér dafnar einmitt mjög vel. Verður það naumast með tölum talið, hverja þýðingu þessi stað- reynd hefur fyrir bæjarfélagið í heild og afkomu fólksins, sem hér býr. Atvinnuleg uppbygging. Togaraútgerðin hér hefur allt frá fyrstu tíð verið snar þáttur i efnahagslegri afkomu bæjar manna og þó sennilega aldrei fremur en nú í seinni tíð. Útgerð arfélagið hefur að undanförnu lagt fisk á land hér í stórum stíl, til herzlu og söltunar. Þær fram kvæmdir hafa skapað mikla at vinnu, einmitt á þeim tíma, sem hennar var mest þörf, og hafa skilað drjúgum skildingi til bæj manna. Örugg þróun. Sú staðreynd, að félagið skuli nú, án opinberrar íhlutunar. reynast þess megnugt, að bæta fjórða skipinu við, sannar, að því hefur verið stýrt af forsjálni og stefnt hefur verið að öruggri þróun útgerðarinnar, en varast að ráðast í áhættufyrirtæki, sem gætu orðið fjötur um fót. Komm únistar hafa nú í seinni tíð ráðist með dólgslegu orðbragði að þeim mönnum, sem ekki hafa viljað að félagið og bærinn réðust í að koma upp hér hraðfrystistöð, sem mundi kosta milljónir, og ein vörðungu mundi þurfa að treysta á togarafisk til vinnslu. Fyrir tog- araútgerðina væri það mjög áhættusamt og harla vafasamt, að vera tengd slíku fyrirtæki, því að reynslan annars staðar hefur sýnt, að auk þess sem mikil vandkvæði eru á því, fiskgæða vegna, að nota togarafisk til hrað- frystingar í stórum stíl, hafa hraðfrystihús yfirleitt ekki verið þess megnug að greiða togurun- um það hátt verð fyrir fiskinn, að þeir hafi getað sinnt slíkum é veiðum með sæmilegum, fjár- hagslegum árangri. Sú stefna, að auka togaraflotann og efla þar með atvinnu við þá fiskverkun, sem hér hefur gefið svo góða raun, virðist því í alla staði heillavænlegri en að nota láns- traust félagsins og fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í svo vafasamt fyrirtæki, enda má öll- um vera ljóst, að eins og sakir standa mundu engin tök á því að gera hvort tveggja, kaupa skip og byggja hraðfrystistöð. Æsingaskrif kommúnista. Af þessum ástæðum öllum eru æsingaskrif kommúnista óheppi- leg og ekki miðuð við raunveru- lega hagsmuni bæjarfólksins, heldur ímyndaða pólitíska hags- muni þessa flokksbrots hér í bæn um. Það er glögg ábending um Dað, hver hugur býr að baki, að sama dáginn og blað kommúnista hér greinir frá togarakaupum Útgerðarfélagsins, ræðst það með persónulegum svívirðingum að þeim manni, sem mest og bezt hefur unnið að þeirri aukningu togaraflotans, sem nú er orðinn veruleiki, Jakob Frímannssyni kaupfélagsstjóra. — Eru skrif kommúnista um þessi útgerðar- mál og ennstakar persónur í því sambandi neðan við allt velsæmi, samfelldur fúkyrðaaustur ábyrgð arlausra skrumara og hrörnandi flokksbrots. Enda munu þeir ekkert uppskera úr þessum akri annað en almenna fyrirlitningu. - Haftapólitík Sjálfstæðismanna (Framhald af 4. síðu). leiðsluna og efni standa til. í ann- an stað er löngu sanna, að með einokunarkerfinu nýtur hið marg- lofaða framtak einstaklinganna sín ekki. Undirboðin er hægt að fyrir- byggja með útflutningsleyfum, en engin frambærileg ástæða er til fyr- ir því, að útflytjendur megi ekki leita hagstæðra tilboða erlendis. Skrif kaupmannablaðsins um þetta mál minna einmitt á það, sem hald- ið var fram hér í blaðinu fyrir skemmstu. Frelsisást Sjálfstæðis flokksins er matarást. Þegar frjáls- ræði í viðskiptum er hagkvæmt fyr- ir pyngju gæðinganna, er það sjálf- sagt og gott, en þegar frelsið sviptir þá gróðamöguleikum, er það slæmt og hættulegt og sjálfsagt að halda höftin. - Samstæða og samvinna (Framhald af 2. síðu). Það er skýrt tekið fram i samningn- um, að ekkert ákyæði hans raski úrslitayfirráðum Ísíands' yfir ís- lenzkum málefnum. — En fram- kvæmd þessa samnings hefir ekki verið sem skyldi. Sambúð setuliðsins og útlends verkafólks hefir ekki verið á þann veg, að við verði un- að. Það verður að miða að því að einangra herliðið og útlent verka- fólk við Jrau svæði, sem herliðið hefir til umráða. Stefnan er rétt. Örugg samvinna og virk sam- staða með frjálsum lýðræðisþjóðum er sú stefna í utanríkismálum, sem hlýtur að verða íslendingum fyrir beztu í framtíðinni. Með því verð- um við átram virkir þátttakendur i vernaún heimsfriðarins. Stuðlúm að eflingu alþjóðasamvinnu ura félagslegar framfarir og bætt lífs- kjör, án frelsisskerðingar. Tökum þátt í. varðveizlu þess þjóðskipu- lags, sem hvílir á meginreglum lýð- ræðis, einstaklingsfrelsis, lögum og rétti. - Sautján ár sægarpur (Framhald af 5. síðu). landshaf snemma vors. Er það kalt verk og karlmannlegt. Mér datt í hug að biðja „Dag“ fyrir þetta litla hrafl úr sæfara- sögu þessa 17 ára pilts til fróð- leiks fyrir íslenzka jafnaldra hans, ef ske kynni, að einhver þeirra eygði framundan óralengri leiðir en gangstéttir og malbik. Helgi Valtýsson. S tíilk a óskast í vist til Reykjavíkur. Upplysingar í símá 1612. BLÁBER Kaupum bláber hæsta verði DIDDA-BAR Strandgötu 23. Sími 1473. IBUÐ 2 herbergi og eldhús, ósk ast til leigu um n. k. mán aðamót. Fyrirframgreiðsla Afgr. visar á. T a s k a með myndavélum hefur tapast. Skilist gegn fundar launum til Eðvarðs Sigur gehssonar ljósmyndara Ak a Vörubifreið til sölu, í mjög góðu ástandi sanngjarnt verð. Afgr. vísar á. 'ljr Lœ oa buffCýé O. O. F. — Rbst. 2 — 101998y2 I. O. O. F. = 1359118y2 = Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 h. næstk. sunnudag. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Möðruvöllum sunnudaginn 13. sept. kl. 2 e. h. og í Glæsibæ sama dag kl. 4 e. h. Kvenfél. Akuryrarkirkju held- ur bazar í kapellunni sunnudag- inn 13. sept. kl. 4 e. h. Komið. Gerið góð kaup. Styðjið gott mál- efni. — Nefndin. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöll- um í Hörgárdal ungfrú Elín Guð- rún Friðriksdóttir og Sigursteinn Kristjánsson bifreiðastjóri. Bæði til heimilis á Flúðum við Ak. Leiðrétting. Ranghermt var það í frásögn Dags af nýja saxblásar anum, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur keypt í til- raunaskyni, að nota megi hann til súgþurrkunar í hlöðu, hins vegar er hægt með litilli fyrirhöfn að breyta honum þannig, að nota megi til að blása heyi til súg Durrkunar inn í hlöðu. Gestir í bænum. Frú Rannveig og Vilhjálmur Þór forstjóri hafa verið gestkomandi í bænum und- anfarna daga. Fyrir helgina komu hingað í stutta heimsókn frú Anna S. Snorradóttir og Birgir Þórhallsson forstjóri skrifstofu Flugfélags íslands í Kaupmanna- höfn. fbúar á Syðribrekkum kvarta nú mjög undan því að götuljós loga þar ekki á stórum svæð- um, t. d. við Hrafnagilsstræti og þar í grennd. Er algerlega óviðunandi að þessi bæjarhluti skuli vera myrkvaður þannig langtímum saman og nauðsyn- legt að kippa því í lag hið bráð- asta. Hjónaefni. Ungfrú Svanhildur Baldursdóttir, Ófeigsstöðum, Köldukinn, og Einar Kristjáns- son, Finnsst öðum, sömu sveit. Hjónaefni. Sunnudaginn 6. sept. opinberuð utrúlofun sína ungfrú Hulda Þórný Eggertsdóttir og Ingólfur Jónsson, húsasmíða- meistari. Athugasemd. Bifreiðarstjóri sá, er ók á járngrindina við Barna- skólann um fyrri helgi, hefur beðið blaðið að koma þeirri at- hugasemd á framfæri, að ekki sé rétt hermt, að hann hafi ekki skýft frá átvikinu, hann hafi ein mitt skýrt skólastj. Barnaskólans frá því eins fljótt og hann náði til hans, sömuleiðis vátryggingar- tk; þá eru allir þeir, er til félagi og beðið skólastj. fyrir boð u __ ___ til lögreglunnár. Frá Gagnfræðaskóla Akureyrar Vegna þess að eg verð fjarver- andi úr bænum fram til 21. sept. TILKYNNING frá Sláturhúsi KEA. "1'27 Verkafólk það, er hefur unnið á Sláturhúsi voru und- anfarin haust er beðið að gefa sig fram sem fyrst ef Jj|)5 óskar eftir vinnu við haustslátrunina. Sláturhús KEA. Sími 1306 og 1108. Leiðrétting. Prentvilla varð , greininni um Sigtr. Þorsteinsson í síðasta blað. Var sagt að hann hefði gengið að eiga fyrri konu sína árið 1923, rétt er árið 1893. Fimmtugur er í dag Tryggvi Jónatansson, bóndi á Litlahamri í Eyjafirði. Alls staðar hér um slóðir mun kartöfluuppskera vera með eindæmum góð. Garðeigendur slá metin hver fyrir öðrum í kartöflurækt. I ágústlok fékk Guðjón Elíasson, Rauðumýri 19, 390 gramma kartöflu úr garði sínum. Teg. var Gul. ísl. í vikunni sem leið fékk Tryggvi Haraldsson, Hafnarstr. 81, 443 gr., kartöflu úr sínum garði. Teg. Gullauga. Leiðrétting. 1 síðasta tölubl. Dags er getið um gjöf til Elli- heimilisins í Skjaldarvík kr. 15.00 til minningar um Elínu Sigurðar- dóttur Thorarensen frá Löngu- hiíð. Átti að vera kr. 150.00, sem leiðréttist hér með. Til Sólheimadrengsins. Kr. 50 frá E. A. 9. — Kr. 50 frá N. N. — Móttekið á afgr. Dags. Strandarkirkja. Gamalt áheit frá P. G., Akureyri, kr 50. •— Kr. 20 frá L. G. — Kr. 55 frá E. J. — Kr. 50 frá N. N. — Kr. 50 frá S. K. — Kr. 50 frá S. V. — Kr. 10 frá Þóri Áskelssyni. — Mótt. á afgr. Dags. Grikklandssöfnunin. Kr. 25 frá S. V. — Kr. 100 frá ónefndum. — Kr. 5 frá E. S. — Mótt. á afgr. Dags. Til Auðnafólksins í Svarfaðar- dal. Kr. 25. — Mótt. á afgr. Dags. Ferðafélag Akureyrar hefur ákveðið skemmtiferð út í Hríseey næsta sunnudag kl. 1 e. h. Uþp- lýsingar hjá Þorst. Þorsteinssyni. þess tíma þurfa að fá eínhverjar upplýsingar viðvíkjandi gagn- fræðaskólanum, beðnir að snúa sér til yfirkennara skólans, Jóns Sigurgeirssonar. Verður hann til viðtals í skólanum viðvikjandi innskráningu nýnema í bóknáms- verknámsdeildana dagana 9.—11. þ. m., kl. 6—7 síðdegis. Akureyri, 7. sept. 1953. Skólastjórinn. Strauvélar Þvottavélar Ljóslækningalampar Ryksugur Véla- og varahlutadeild. Sokkaviðgerðavéi til sölu. Upplýsingar í síma 1612. Hitamælar — utan húss og innan B aðmælar Pækilmælar Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.