Dagur


Dagur - 30.09.1953, Qupperneq 8

Dagur - 30.09.1953, Qupperneq 8
8 Bagum Miðvikudaginn 30. sept. 1953 Skólasfjórar vilja leggja niður landspróf í lesgreinum r Akureyri styrkir Olafs f jarðarmúlaveg með fjárframlagi Akureyrardeild félags ísl. bifreiða- eigenda stofnuð s. I. laugardag Telja, að það hafi óheppileg áhrif á kennslu, skeri henni of þröngan stakk Skólastjórafundurinn, sem ný- lega var haldinn, samþykkti ályktun, þar sem lagt er til, að landspróf verði lagt niður í öllurn hinum svonefndu lesgreinum, þ. e. landafræði, sögu, dýrafræði, grasafræði og eðlisfræði. Hins vegar geta þeir fallizt á, að landspróf séu höfð áfram í stærð- fræði og tungumálum. Astæðan fyrir þessari tillögu skólastjóranna er sú, að það er almennt skoðun kennara, að landspróf í lesgreinun- um sníði kennslunni of þröngan stakk og verði hún dauðari en ella. r Tómas Arnason tekur við starfi í utanríkis- ráðuneytinu í s. 1. viku hvarf héðan að norð- aa Tómas Árnason héraðsdómslög- maður með fjölskyldu sína og tekur hann við starfi í utanríkisráðu- neytinu. Tómas Árnason hefur ver- ið liér búsettur s; 1. fjögur ár og hefur hér m. a. starfað fyrir Fram- sóknarfélögin í bæ og sýslu og fyrir þetta blað, auk þess sem hann rak hér lögfræðiskrifstofu og vann m. a. lögfræðileg störf fyrir Kaup- félag Eyfirðinga. Þá var hann, sem kunnugt er, 2. maður á framboðs- iista Framsóknarflokksins i Eyja- fjarðarsýslu í síðustu kosningum. Oll þessi störf hefur hann rækt með miklum ágætum. Allir þeir, sem kynni hafa liaft af Tómasi sakna þess að hann skuli hverfa úr liéraðinu, enda þótt þeir sam- fagni honum að taka nú við á- byrgðarmiklu starfi í alþjóðar þágu. ef þarf að binda hana við sameig- inleg próf um allt land. Próf á vegum skólanna. Vilja skólastjórarnir, að próf í lesgreinum fari fram undir umsjá stjórnskipaðra prófdómara, en verði haldin á vegum skólanna hvers um sig. Póst- og símahús i Húsavík Síðastl. laugardag var byrjað að grafa fyrir nýju húsi fyrir póst og síma í Húsavík. Verður þetta tví- lyft hús og stendur við aðalgötu bæjarins. Á það að verða nægilega stórt til þess að fullnægja þörfum pósts og síma í hinum vaxandi kaupstað um langt árabil. Mun m. a. gert ráð fyrir að hægt verði að setja þar upp sjálfvirka miðstöð fyrir bæinn. Guðmundur Magnús- son byggingameistari hér á Akur- eyri mun standa fyrir verkinu. Var verkið boðið út og tilboði hans tekið. Búið að ryðja 640 metra af Grímseyjarflugvelli Búið er að ryðja 640 metra flugbraut í Grímsey og á mánudag- inn flutti póstbáturinn 13 lesta valtara til eyjaririnar og á hann að valta brautina, sem jarðýta er bú- in að ryðja. Athyglisverður samanburður á lífskjörum ausfan og vestan járnfjalds Á ársþingi ameríska verkalýðssambandsins, AFL, sem er haldið í St. Louis um þcssar mundir, voru liinn 24. þ. m. birtar athyglisverðar tölur um lífskjör verkamanna í Rússlandi og í Bandaríkjunum. Er greint frá því, hve langan tíma það tckur verkamanninn að vinna fyrir ýmsum lífsnauðsynjum í hvoru landinu um sig og er sá samanburður lærdómsríkari en þær fregnir kommúnistablaða, að verð á þessari eða hinni vöruteg- undinni hafi lækkað um svo og svo mörg prósent, því að engar samanburðartölur eru birtar og er þessi fréttaflutningur kommúnista því blekking ein. Samkvæmt þessum heimildum er þessi samanburður þannig: Fyrir verkamann í Bandaríkj- unum tekur það 27 mínútur að vinna fyrir pundi af smjöri, en fyrr rússneskan verkamann 6 klst. Sykurpund 3 ’/•: mín. í Bandaríkjunum, en 84 mín. í Rússlandi, mjólkuríítri 7 mín. í New York, en 42 mín. í Moskvu, 12 egg 25 mín. í New York, cn 3 klst. í Moskvu, bómullarskyrta 1 klst. í New York, 22 klst. í Moskvu, karlmannaföt 3 dagar í New York, 47 dagar í Moskvu, skór 1 dag í New York, 13 dagar í Moskvu, kvendragt úr ull 22 klst. í New York, 22 dagar í Moskvu, handsápustk. 3 mín. í New York, 30 mín. í Moskvu. Á síðasta bæjarráðsfundi var lögð fram samþykkt bæjarstjómar Ólafsfj., þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórnir Siglufjarðar og Akureyrar og hreppsnefnd Dalvíkurhrepps að þær styrki með fjárframlögum vegarruðningi frá Sauðanesi og út á Ólafsfjarð- armúla. Ennfremur að þessir aðilar stuðli að því að vegurinn verði tek- inn í þjóðvegatölu. Bæjarráð sam- þykkti að mæla með því, að vegur- inn verði tekinn í þjóðvegatölu og taka upp á fjárhagsáætlun næsta árs 4000 kr. styrk til þessarar vegargerðar. Ritstjóri Ameriean- Scandinavian Review gestkomandi í bænum Hingað kom á mánudagsmorg- uninn sl. Erik J. Friis, ritstjóri hins kunna tímarits American-Scandi- navian Review í New York.en það tímarit er gefið út af American- Scandinavian Foundation. Þá stofnun þekkja margir íslendingar, því að hún annast m. a. margs kon- ar fyrirgreiðslu við námsmenn, er vestur um haf leita. Friis ritstjóri dvaldi hér til þriðjudagsmorguns, skoðaði bæinn og ýmis fyrirtæki hér. Hann er á leið til Banda- ríkjanna eftir ménaðarferðalag um meginland Evrópu. Tímarit hans birtir í mánuði hverjum fréttir frá íslandi, hefur auk þess birt smá- sögur og ljóð eftir íslenzka höf- unda og margar greinar um ýmis íslenzk efni. Menntaskólinn verður settur á sunnudaginn Menntaskólinn á Akureyri verð- ur settur við hátíðlega athöfn í skólanum næstk. sunnudag kl. 5 síðdegis og hefst kennsla þegar næsta dag. Félagið beitir sér fyrir ingu og bættri aðstöðu Laugardaginn 26. september 1953 komu til Akueryrar 3 af stjórnarmeðlimum Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda, F. t; B., þeir Sveinn Torfi Sveinsson, form. F. f. B., Magnús Valde- marsson, ritari fél, og meðstjórn- andi Sigurður Helgason. Stofnuð var Akureyrardeild Fél. ísl. bifreiðaeigenda. í stjórn voru kosnir: formaður Ólafur Benediktsson, ritari Júliús •Jónsson, gjaldkeri Gunnar Árna- son, meðstjórnendur Gunnlaugur Jóhannsson. Þórður V. Sveinsson, í ritnefnd blaðs F. B. í. Haukur Snorrason. Fundur hinnar nýstofnuðu Ak- ureyrardeildar F. í. B., var vel sótt- ur og virtist allt benda til jress að niikill áhugi væri fyrir betri vegum og bættum högum bifreiðaeigenda á landi hér. Afnotagjald bifreiðaviðtækja. Á fundinum kom fram eftirfar- - Reknetaveiðin lélegri en í fyrra (Framhald af 1. síðu). Ægir hélt á miðin. Eins og greint var frá í síðasta blaði, höfðu útgerðarmenn rek- netabátanna farið þess á leit, að Ægir, sem búinn er Asdic-tækjum til síldarleitar, héldi austur á mið- in til aðstoðar skipunum og var orðið við þeirri ósk og hélt Ægir áleiðis austur seinni hluta sl. viku, en vafasamt er nú að það komi að gagni, þar sem veður eru óstillt og mörg skipanna hætt eða líkleg til að hætta veiðum. Hefur þessi lé- lega útkoma á reknetavertíðinni valdið miklum vonbrigðum, því að reynslan í fyrra gaf vonir um að þessi reknetaveiði austur í hafi gæti orðið góð uppbót á herpinóta- veiðarnar í framtíðinni. aukinni umferðamenn- fyrir bifreiðaeigendur andi tillaga, sem samþykkt var samhljóða. „Stofnfundur Akurcvrardeildar F. 1. B., skorar á menntamálaráð- herra og útvarpsstjóra, að láta nið- ur falla afnotagjöld af útvarps- tækjum í einkabifreiðum, ef eig- endur greiði afnotagjald af öðru tæki. Vill fundurinn mælast til að jtessi ráðstöfun komi til fram- kvæmda strax á næsta ári.“ Rætt um raflínu til nokkurra jarða í Glæsibæjarhreppi Á fundi rafveitustjórnar bæjar- ins nú fyrir skömmu, var tekið til meðferðar bréf frá nefnd þeirri, er athugar möguleika á sameiningu Akureyrar og Glerárþorps, þar sem spurzt er fyrir um ,með hvaða kjörum bændur á þeim jörðum, sem færðust undir lögsagnarum- dæmi Akureyrar, ef til sameining- ar kæmi, mundu fá rafmagn frá Rafveitu Akureyrar og hvenær. Bæir þeir, sem um er að ræða, eru 8 talsins. Lögð verði há- spennulína, 5,1 km., og heimataug alls 2,6 km. Kostnaður við lagn- ingu þessarar línu, miðað við 3- fasa lágspennuheimataugar, er áætlaður af rafveitustjóra alls kr. 400.000.00, þar í spennar og ann- ar útbúnaður auk Hnunnar. Rafveitustjóri lagði til að Raf- veita Akureyrar geri kost á að leggja rafmagn að eftirtöldum býl- um: Grænhól, Mýrarlóni, Hrapps- stöðum, Kífsá, Hesjuvöllum, Lög- mannshlíð, Hliðarenda og Glerá, gegn því að eigendur eða erfða- festuhafar þessara jarða greiði þátttöku í stofnkostnaði, kr. 40.000.00, er skiptist á jarðirnar eftir samkomulagi milli aðila. — Ennfremur annist þeir á sinn kostnað gröft á holum fyrir staura. Skip og skipasmiðir á Hauganesi Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að nokkrir útvegsmenn á Hauganesi væru að láta smíða 11 lcsta fiskibát fyrir sig þar í þorpinu. Þessi mynd sýnir bátinn á stokkunum skammt ofan við fjöruna á Hauganesi, og yfirsmiðinn, Sigfús Þorsteinsson í Kálfskinni. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stór bát- ur er smðaður þar ytra, en skipasmíði hefur annars löngum verið stunduð hér við Eyjafjörð, svo að orð hefur farið af, allt frá Eyvindi duggusmið og Þoorsteini á Skipalóni til Gunnars Jónssonar skipa- smiðameistara, sem stærst skip og fullkomnust mun hafa smíðað liér í þessum landsfjórðungi. —

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.