Dagur


Dagur - 11.10.1953, Qupperneq 5

Dagur - 11.10.1953, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 14. október 1953 D A GU R 5 Dalvíkurkauptún mun vera einn af yngstu verzlunar- og út- gerðartöðunum á Norðurlandi. — Um síðustu aldamót voru þar, sem þorpið stendur nú, aðeins fá- ar verbúðir og eitt timburhús. Nú er þar fremur velhýst þorp með 7—800 íbúum. — Dalvík er vel í sveit sett að ýmsu leyti. Hún ligg- ur vel fyrir síldarmiðum og lík- lega hefði átt að reisa þar síldar- verksm. Þangað sækja Svarfdæl- ingar verzlun sína. Má segja, að Dalvík sé eins konar miðstöð sveitarinnar að mörgu leyti. Sækja kirkju að Upsum. Kirkju hafa Dalvíkingar sótt og sækja enn að Upsum, en þangað er nokkuð langt úr aðalþorpinu og oft vont yfirferðar. A Upsum er lítil timburkirkja, sem hvorki rúm- ar söfnuðinn, ef hann fjölsækir, né heldur til frambúðar að öðru leyti. Hún hefur sligast í veðrum og færst til á grunni, og það seinast á síðastliðnum vetri að sögn. All- mörg ár eru síðan að menn sáu, að efna þurfti til nýrrar kirkju. Hafin var fjársöfnun fyrir 10 til 12 árum. Flest árin hefur víst einhverju ver- ið safnað ,og mun eign kirkjunnar um seinustu áramót hafa numið 90-—100 þús. kr. Er þá bæði tal- -ty inp samskotasjóðurinn og sjóður Uþsakirkju. — Á síðastliðnu ári var kirkjuteikning’ fengin hjá Hall- dóri Halldórssyni húsameistara í Reykjavík, og á þessu ári var formlega leitað atkvæða safnaðar- manna um kirkjustæðið, en um þáð voru skiptar skoðanir. Varð niðurstaðan sú, að byggja nýju kirkjuna á þeim stað, þar sem skipulagsnefndin hafði ætlað henni stað, en það var í Brimnes- landi, skammt sunnan við húsið Staðarhól. Sjö manna byggingarnefnd hef- ur málið til meðferðar, ásamt sóknarnefnd Upsasóknar. Vinnur hún í samráði við sóknarprestinn að því með fyrirhyggju og fram- sýni. Formaður nefndarinnar er Baldvin Jóhannsson útibússtjóri, Dalvik. Vísitasía biskups. Þegar biskupinn, dr. theol. Sigur- geir Sigurðsson, vísiteraði Upsa- kirkju í sumar, ræddi hann bygg- ingarmálið við söfnuðinn og ein- hverja nefndarmennina. Hvatti hann eindregið til framkvæmda og hét sínu liðsinni. Má víst telja, að orð hans hafi haft mikil og örfandi áhrif. Fjárfestingar- og byggingar- leyfi fengust, og eigandi Brimness, herra Stefán Jónsson bóndi þar, sýndi þá miklu rausn, að gefa stóra og góða lóð úr landareign sinni, þar sem skipulagsnefndin hafði ákveðið kirkjunni stað. Er gjöf Stefáns bæði fögur og stórrar þakkar verð. Á fundi nefndanna 7. sept. sl., var sú ákvörðun tekin, að hefja byggingu kirkjunnar þá sem fyrst eða helzt næstu daga, þótt gildir sjóðir væru ekki fyrir hendi. Nefndirnar treystu því, að úr myndi greiðast, þegar byrjað væri á byggingunni, og virðist svo ætla að verða. Athöfn við nýja kirkjustæðið. Var ákveðið að verkið skyldi hafið laugardaginn 19. sept. Kl. 4.30 skyldi hlýtt stuttri guðsþjón- ustu í Upsakirkju, er sóknar- presturinn héldi, en svo gengið þaðan, að guðsþjónustunni lok- inni, á nýja kirkjustæðið. Talsvert margt fólk kom til kirkjunnar og var viðstatt við at- höfnina á nýja kirkjustæðinu. — Sóknarpresturinn, séra Stefán Snævarr, flutti þar ræðu og helg- aði og friðlýsti kirkjulóðina. Söng- inn við guðsþjónustuna og þessa athöfn annaðist kirkjukór Dalvík- ur undir stjórn Gests organleikara Hjörleifssonar. Síðan lýsti prest- urinn byggingarframkvæmdirnar hafnar og stakk fyrstu rekustung- una, en þá tóku fleiri til starfa um stundarsakir. Einnig byrjuðu bílar á malarflutningi á staðinn, en alla möl í bygginguna ætlar Sigfús P. Þorleifsson og fleiri bílstjórar á Dalvik að flytja ókeypis á vett- vang. — Er það höfðinglega gert. — Þennan sama dag um kvöldið höfðu nokkrar safnaðarkonur kaffisölu á samkomu Sjálfstæðis- manna til ágóða fyrir kirkjubygg- inguna. Gáfu þær alla vinnu og allt, er til þurfti. Gekk salan vel og var konunum þökkuð framtaks- semin og örlætið. Almenn fjársöfnun. Sunnudaginn 20. sept. fór svo fram almenn fjársöínun í sókninni til kirkjubyggingarinnar og söfnuð- ust þá milli 10 og 20 þúsund kr. Voru undirtektir manna með ágæt- um, enda virðist vaxandi áhugi vera fyrir byggingunni. Þess er og eigi að dyljast, að ær- in nauðsyn ber til þess, að kirkjan komist upp hið fyrsta. — Þá má og geta þess, að stofnað hefur verið til happdrættis fyrir kirkju- byggingarsjóðinn. Væri óskandi, að menn keyptu miðana alla upp á sem skemmstum tíma. Yrði það góður styrkur fyrir bygginguna, en engum virðist íþyngt með dá- lítilli þátttöku. Þrátt fyrir allt, sem verið er að gjöra verður það að segjast, að kirkjubyggingin er mikið átak, eins og nú er dýrt að byggja. Kirkjan á að rúma um 250 manns í sæti, vera vönduð að öllu leyti og smekkleg. — Af hæfiíegum kirkjugripum er ekk- ert til frá gömlu kirkjunni. Verð- ur því að fá allt nýtt svo sem orgel, altari og altarisbúnað, pre- dikunarstól og klukkur. Söfnuður- inn er að vísu nokkuð fjölmenn- ur, en all þung verður byrðin, ef honum kemur eigi hjálp neinstað- ar að. Hlýhugur til staðar og málefnis. Eg hefi að vísu ekki verið beð- inn að „berja lóminn“ eða víla fyrir safnaðarins hönd, enda ekki búsettur innan sóknarinnar. Eg get þó ekki látið þess ógetið, að vel myndi dálítil fjárhagsleg hjálp koma sér. Á þetta vildi ég mega benda öllum Svarfdælingum, en þó ekki sízt þe^ji, sem burtu eru (Framhald á 11. síðu). Vitnisburður Pólverjans Daginn, sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom sam- an í New York í sl. mánuði, gerðist sá atburður, að einn af meðlimum pólsku sendinefnd- arinnar á þingið, leitaði ásjár hjá Bandarkjamönum og baðst hælis sem pólitískur flótamað- ur. Þessi háttsetti embættis- maður hafði síðar margt að scgja um stefu koimnúnista í orði og á borði. í tilefni af þeim upplýsingum, birti Hcrald Tri- bune eftirfarandi ritstjórnar- gre 1. þ. m. — Upplýsingar þær um stefnu Rússa, sem dr. Korowicz, áður meðlimur i sendinefnd Póllands á Allsherjarþingi S. Þ., hefur veitt, styðjast við veruleg sönnunargögn, sem annars staðar eru frá komin, og falla vel inn í rökrétta mynd heimsástandsins. Valdhafarnir í Kreml, sagði dr. Korowicz, stefna enn að heimsyfirráðum. Það er trú þeirra, að þeir muni ná þessu þráða marki eftir tvo til þrjá ára- tugi, en þeir gera sér ljóst, að við núverandi kringumstæður er styrj- öld ekki bezta né öruggasta leiðin til þess að ná þessu marki. í þess stað, sagði Pólverjinn, er það nú stefna ráðandi manna kommúnista, að ná sama árangri „með.því að grafa undan menningarlegum, efnahagslegum og pólitískum hornsteinum hins frjálsa heims.“ Þessi skoðun Pólverjans gæti virzt röksemd fyrir því að tak- marka útgjöld til landvarna um hinn vestræna heim og keppa í þess stað að vörnum gegn áform- um kommúnista á öðrum sviðum. En þess er að gæta, að „núverandi kringumstæður,“ sem dr. Koro- wicz ræddi um, innbinda án alls efa þann herafla, sem frjálsar þjóð- ir heims geta teflt fram gegn árás af hálfu kommúnistaríkjanna. Rússar halda uppi risavöxnum her á landi, í lofti og á sjó, og þessi herafli er búinn nýtízku vopnum. Þessi herafli mundi tilbúinn að hefjast handa, hvenær sem varnir lýðræðisþjóðanna væru taldar veikari en nú. Framkvæmdastefna Rússa er að ýmsu leyti reikul, eft- ir því hvernig vindurinn blæs, þótt ekkert fráhvarf sé nokkru sinni frá því takmarki, sem kommúnistar stefna að. Kommúnistar héldu uppi gífurlegum áróðri til þess að telja fólki trú um, að þeir væru boðberar friðar sama daginn og flokksbræður þeirra í Norður- Kóreu hófu ofbeldisárásina á Suð- ur-Kóreulýðveldið. Ekkert öryggi er að finna í því að beina vörnunum að einum þætti á kostnað annarra þegar um er að ræða að verjast jafn marg- höfðuðu skrímsli og alþjóðakomm- únismanum. Efnahagslegur, menn- ingarlegur og pólitískur styrkleiki hinna frjálsu þjóða má ekki minnka, heldur verður að efla Dag einn á miðju sumri árið 1914 kom eg heim, þar sem eg bjó hjá Olafíu Jóhannsdóttur í Osló. Var þar þá fyrir íslenzlc kona á þjóðbúningi sínum. Vakti það strax athygli mína, hversu kona þessi var yfirlætislaus og fáguð í framkomu ,og hve búningur henn- ar var framúrskarandi snyrtilegur. Kona þessi var Halldóra Bjarna- dóttir skólastjóri Barnaskólans á Akureyri, og sáumst við þarna í íyrsta sinn. Þessi stuttu kynni okk- ar Halldóru urðu til þess, að eg þá um haustið, réðist sem handa- vinnukennari hingað til skólans. Fröken Halldóra sýndi mér þá vin- semd að taka mig á heimili sitt og dvaldi eg með þeim mæðgum, Halldóru og Björgu móður hennar þann vetur. Frú Björg var hljóðlát kona og lét ekki mikið til sin taka utan heimilis, enda þá nokkuð við ald- ur. En heimili þeirra mæðgna stjórnaði hún með hinni mestu ná- kvæmni og snyrtimennsku. Eg minnist sérstaklega þess, hve barngóð hún var og marga vettl- ingana vissi eg til að hún prjónaði á kaldar og berar barnshendur. Með þeim mæðgum var mikið ást- ríki, og hef eg aldrei kynnst betri og- umhyggjusamari dóttur en Halldóra var. Halldóra hafði ver- ið langdvölum í Noregi, hlaut þar kennarámenntun sína og var þar síðan barnakennari í átta ár. Var því sízt að undra, þó að hún kæmi hingað að skólanum með ýmsar nýjungar, en ekki var þeim öllum vel tekið. Lá nærri, að sumar þeirra vektu óvild hjá fólkinu. En reglurnar hennar Halldóru héldu velli og eru nú almennt viður- kenndar ,eins og til dæmis skó- skiptin. Nú þykir það mesta ómenn ing að notaðir séu sömu skórnir í skólastofunni og gengið er á á göt- um úti. En Halldóra lét sig fleira skipta en skólamál og tók nú af alhug að vinna að félagsmálum. Hún hefur ávallt trúað á mátt samtakanna. Var það í mikið ráðist, eins og þá stóðu sakir, er hún árið 1914, gekkst fyrir að sameina öll kven- félög á Norðurlandi í eina heild, Samband norðlenzkra kvenna. Er það elzta fjórðungssamband lands- ins og verður það því 40 ára á næsta sumri. Má með sanni segja að þetta hafi valdið tímamótum í félagslífi kvenna. Arið 1917 stofnaði hún svo árs- ritið „Hlin“. Hefur það komið út í 35 ár í 6000 eintökum og er furðu- legt hvað ritstjóranum hefur tekizt að fá marga, konur og karlg, til að skýra þar frá reynslu sinni og þekkingu, sem öðrum mætti að gagni koma. Halldóra taldi sig jafnan fast- bundna við Norðurland. Meðan hún var búsett syðra, kom hún hingað norður á sumrum til að hann og auka. Einmitt þar er nú að vænta þunga sóknar kommún- ista. En það verður líka að við- halda hernaðarlegum mætti, því að það er ljóst, að hvenær sem líklegt er að hernaðarleg árás tak- izt, er herveldi kommúnista tilbúið að grípa tækifærið. annast útgáfu „Hlínar". Dvaldi hún þá hjá vinum sinum, Guðrúnu Þ. Björnsdóttur og Sveinbirni Jónssyni byggingameistara á Knararbergi við Akureyri. „Hlin“ hefur jafnan verið prentuð i Prentverki Odds Björns- sanar og hefur Halldóra oft látið þau orð falla við mig, að hún fengi aldrei fullþakkað þessu fyrirtæki, hve góð og ánægjuleg samvinnan hafi verið. Halldóra hefur verið heimilis- iðnaðarráðunautur í 30 ár og hefur látið mikið til sin taka í þeim mál- um, eins og öllum mun kunnugt. meðal annars hefur hún ferðast um landið og haldið sýningar á tó- vinnu og öðrum listiðnaði og einn- ig haft slíkar sýningar á Norður- löndum og Ameríku. Hún hefur verið á verði um ís- lenzka þjóðbúninginn, að hinn hreini og fagri stíll hans yrði ekki brotinn og hyatt konur til að klæð- ast honum. Halldóra er velviljuð kona, sem hefur hvatt marga til framtaks og dáða. Hún vill láta fólkið mennta sig. Það er gott að leita til hennar í þeim málefnum, því að fáir munu þekkja betur erlendar mennta- stofnanir en hún. Halldóra treystir samferða- mönnum sínum og kann vel að kalla fram þá hæfileika, sem þeir búa yfir. Mun það vera einn sterk- asti þátturinn í skapgerð hennar og starfi,- Þessi merkiskona, Halldóra Bjarnadóttir, er áttræð í dag. Hún er enn bein í baki, fáguð í fram- komu, yfirlætislaus og snyrtileg eins og þegar eg sá hana fyrst. Margir vinir hennar munu hugsa hlýtt til hennar í dag og senda henni kveðju sína heim að Háteigi, þar sem hún nú dvelst með vinum sínum. Enn þá brennur starfsþrá og starfsgleði í brjósti Halldóris Bjarnadóttur. A þessum merkis- degi viljum við vinir hennar biðja guð að blessa hana og störf hennar. Elísabet Friðriksdóttir. Áraum Halldórii Bjarnadótfur heilla! Eins og mönnum er kunnugí er frk. Halldóra Bjarnadótth áttræð í dag (14 okt.), en dvel- ur nú í Reykjavík. í tilefni al þessu merkisafniæli Halldóru liafa ýrnsir vinir hennar ákveð- ið áð koma sarnan og bjóða henni til kaffidrykkju efíir heimkomu hennar, eða nánai til tekið sunnudaginn 1. nóv. næstk. kl 3.30 e. h. Karlar og konur, sem gleðj- ast vilja með Halldóru þennan dag, eru vinsamlega beðin að skrifa nöfn sín á lista í hann- yrðavcrzlun Ragnh. O. Bjöms- son, eða Bókabúð POB, Akur- eyri, fyrir 27. októbcr og fá þá jafnframt þátttökukort. Árnum Halldóru heilla! Undirbúningsnefnd.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.