Dagur - 19.12.1953, Qupperneq 9

Dagur - 19.12.1953, Qupperneq 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 að hún mundi vera köld eins og landið; sem hún var komin frá. En mjög fór því fjarri. Undir hinu kalda yfirbragði, sem hún sneri að ókunnugum bjó heit og ákaflynd sál. Hún var dálítið sein- tekin, en þegar liún fór að kynnast, ræddi hún við hvern sem var af svo látlausri alúð og fjöri að hún vann livers manns hug og hjarta. Röddin var skær og hljúmmikil, áhugamál- in mörg og víðtæk. Hún hal'ði fagra og stílhreina rithönd og skrifaði þróttmikið íslenzkt mál, sem hún hafði numið af fornstjgunum. Brátt náði hún einnig góðum tökum á diinskunni, svo að hún talaði hana og ritaði reiprcnnandi. Yfirleitt var gáfnafar heíinar bæði sterkt og f jöl- hæft. Fjölda merkra manna kynntist hún í húsinu hjá Birgi Tiiorlacíus og menntamannaveizlunum þar. Fasta- gestir vortt þeir Páll Arncsen og F’innur Magnússon, scm báðir voru skyldir licnni. Þeir voru mjtfg hreyknir af fegurð frænku sinnar og tóku hana oft tali. Taliðsnerist iðu- lega að kvæðunum í Sæmundar- eddu, sem Finnur var að gefa út um þetta leyti. Þarna komu yfirleitt allir helztu kennarar háskólails. Einnig kynntist húii þar ýmsum skáldum cins og til dæmis Adam Oehlcnschláger. Hún kynntist og Charlotte dóttur Itahs, sem um þetta leyti var yndisleg, kát ung stúlka. Varð lnin mjög hrifin af Jó- hönnn og lagði mjög lág sitt við hana um eitt skeið. Suðurförin. Svo kom dauðinn allt í einu og leysti hinar háöldruðu konur, mæð- ur þcirra Birgis og frú Benedicte Thorlacíus frá amstri og erfiði þessa líí's. Og þegar gömlti konurnar voru heiðarlega komnar uildir græna torfu, var loks gerð alvara úr suður- förinni. Jóhanna var nú orðin svo kær fósturforeldrum sínuni, að þau vildu ekki annað heyra en að hún færi með. Undirbúningur var mik- ill. Lesin var franska og ítalska á hverjum degi tnilli kiukkan 6 og 8, ferðabækur voru athugaðar, ýmsar ferðaáætlanir gerðar, þær endur- skoðaðar og þcim breytt. Þessi ferð var ákveðin til tveggja ára, svo að víða skyldi kómið við og rnargs þurfti mcð á ferðinni. Yngri syst- kini Irúarinnar, sem ógift voru, þau Johan Christjan Kall skjalavörður og Júlía Kall fóru nokkuð á undan, en ætlitðu að hitta systur sína og mág í Rómaborg. L,agt var af stað í apríl 182f>. Fjöl- skyldan ferðaðist í sínum cigin hest- vaani og hafði með sér mikinn far- angur og kynstur af bókitnl, sem húsbóndinn bjóst .við að þurfa að nota við vísindarannsóknir sínar á leiðinni. Ileimildir skortir mig um fyrstu áfanga þessarar fcrðar, þó að sjálfsagt megi finna þær í (lagbók- um Birgis Thorlácíusar í söfnum í Danmörk. En um ferðina frá Dresden til Rómaborgar og dvölina þar eru til allýtarlegar frásagnir í tvcimur brcfum Jóhcjnnu, sem rit- uð eru í Róm og varðvcitt á I.ands- bókasafhinu. Er annað bréfið ritað á dcinsku 20. janúar 1827, til Páls Arnesens frænda hennar, en hitt er skrifað daginn eftir til föður henn- ar. Af þcssum bréfum vcrður það ljóst. að hún hefur vérið því vön að skrifa foreldrum sínum tvisvar á áii, og hefur hún áður verið búin að skrifa foreldrum sínum ferða- söguna til Dresden. Ennfremur skrilar luin um þetta lcyti bréf til Úlal's bróður síns, síðar timbur- mcistara ;i Grund, scm þá var stadd- ur í Kaupmannah. og voru einnig þar frásagnir af fcrðinni. Bréf þcssi eru reyndar stærðar ritgerðir og var það ætlunin fyrir Jóhönnu, að þau fylli hvert annað upp, þar sem þau voru öll send til náinna ættingja. En því miður eru þau nti líklega öll glötuð, nema tvö bréfin, þau er eg gat um í upphafi, og er nú seinni hlutinn á bréfinu til foreldra hcnn- ar í tætlum og ólæsilegur að kalla. En það sakar ekki svo mjög, því að kaflinn, sem verst var farinn var prentaður orðrétt í Sunnanpóstin- um árið 1838 og endurprentaður í ferðasöguubókinni: Langt iit í löndin, árið 1944. Er því hægt að fara lausléga yfir þennan kafla ferðasögunnar. Frá Drcsden til Rómar. Af ferðasögu þessari, sem er m jög skilmerkilega rituð, má sjá, að frá Dresden hefur leiðin legið gegnum Bæheim og verið staðnæmzt í Prag fjóra daga. Síðan haldið ál’ram inn í AUsturríki og dvalið um mánaðar- tíma í keisáraborginni Vín. Eagurt þótti Jcihcjnnu í Austurríki og márgt að sjá í höfuðborginni. Þar kynntust þau mörgu fólki og segist Jóhanna hafa eignast þar f jórar vin- stúlkur. Þaðan var haldið álciðis til Miinchen. En einhver kunningi þeirra í Vín ráðlagði þeim að koma við í Salzburg og gerðu þau það. Var þeim ckið í hcstakerru ujijr á saltf jallið og þaðan stigu þau niður í námugöngin, cn fjallið er allt hol- grafið innan og reikuðti þau lengi um hina furðulegu, glitrandi ver- öld saltkristállanna, unz þeim var ckið á tréhesti út við rætur fjallsins. í hinni fögru Munchenborg dvöldu ]rau einn mánuð og héldu svo það- an yfir Tírcjl til Italíu. Fannst Jó- hcinnu allt yndislegt í Tíról. „Eé>lk- ið, sem við sáum á engjum og <>kr- um var hýrlegt og síbrosandi, fallegt í andlitsfalli og vcxti.“ Stað- næmzt var í Feneyjaborg eina viku og nokkra daga í Bolognía, cn það- an haldið til Florcnz Og dvalið þar í átta daga. Á þeirri leið fóru þau yfir Apeninafjöllin, „ltvar við kcifl- um saman sáum ekki stingandi strá, helclur stórgrýti og klettabrot, eins ogMöðrufellshraun,“segir hún. « ]

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.