Dagur - 19.12.1953, Side 21

Dagur - 19.12.1953, Side 21
JÓLABLAÍ) DAGS 21 ÖRLAGADÓMUR Smásaga eftir Eirík Sigtirðssoii i. Loftur Hermannsson var að hátta. Enn ómuðu í eyrum hans danslögin, sem leik- in voru á dansleiknum í nótt. Hann raul- aði eitt þeirra fyrir munni sér, meðan hann tíndi af sér fötin. Klukkan var orð- in hálf fimm. Þegar hann kom upp í rúmið, tók hann bók og ætlaði að lesa ofurlitla stund. En hann gat ekki fest hugann við efni bókarinnar. Hugurinn snerist um sjálfan hann og harta. Hún hafði verið töfrandi í nótt. Eins skemmtilegt gamla- érskvöld hafði hann aldrei þekkt áður. Þegar hann kom hingað í Furufjörð í haust, kveið hann fyrir því, að hér mundi verða leiðinlegt. En hann hafði ráðið sig hjá Sigurði kaupmanni, af því að honum bauðst ekki annað betra. Þá þekkti hann ekki Oddnýju. Hann hafði lokið prófi í verzlunarskól- anum um vorið. Hann var þá talsvert skuldugur og þurfti vel launaða stöðu til að geta greitt skuldina. Og Sigurður hafði boðið honum gott kaup. Hann átti að hafa bókhald verzlunarinnar og hjálpa til í búðinni, þegar þess var þörf. En Jói lét sig sjaldan vanta í búðina, svo að bók- haldið var hans aðalstarf. Loftur var 24 ára gamall, hár og grann- ur, dökkhærður. Augun voru gráblá og fjörleg. Fremur laglegur í andliti, þótt ekki væri hann beint fríður. Allt fas hans bar vott um fjör en litla festu. Athugull ir að sjá. — Hann var ágætur verkmað- ur, að hverju sem hann gekk. Skytta góð, liprasti sjómaður og aflasæll. — Hann hefur verið talinn mjög veðurglöggur og gætinn á sjó, en kappsfullur þó, fyrir- hyggjumaður um allan útbúnað á veiðar-: færurri og bátum, manna fyrstur að kom- ast á sjóinn, ef honum líkaði útlitið, en fljótur að leita lands, ef útlitið gerðist ískyggilegt, enda hlekktist honum aldrei á. Hann var bæði góður stjórnari og mik- ill fyrirhyggjumaður. — Hann hafði oft unglinga með sér og kenndi þeim „sjó“, eins og komizt er að orði. Meðal þeirra má nefna Þorvald sál. Friðfinnsson, hinh áhorfandi fékk þann grun, að maðurinn mundi vera reikull i ráði. Þegar hann kom til Furufjarðar um haustið, vakti Oddný dóttir Sigurðar kaupmanns fljótt athygli hans. Hún var 21 árs gömul, há, ljóshærð og lagleg. Hún hafði verið í Kvennaskólanum í Reykjavík undanfarin ár og því betur menntuð en stúlkur almennt í kauptún- inu. Hún klæddist samkvæmt tízkunni og barst talsvert á. Fólk sagði, að hún væri léttúðug og rallgefin. Hún var að minnsta kosti léttlynd og hafði gaman af að slcemmta sér. Og ekki sló hún hend- inni á móti vínglasi. Það stóð jafnvel til, að liún færi til Reykjavíkur um haustið, en af einhverjum ástæðum hafði sú ferð dregist fram að þessu. Þau höfðu verið talsvert saman um veturinn, og virtist Sigurður kaupmaður ekkert hafa á móti því. Enda vel til fall- ið að tengdasonurinn gæti tekið við verzluninni. Oddný hafði verið daman hans á dáns- leiknum um kvöldið. Þau höfðu skemmt sér ágætlega. Þau höfðu bragðað vín, en þó allt í hófi. Hún var kát og fyndin og hafði ekki á móti ástleitni hans. Honum fannst nærri þ'ví, að honum hefði fallið betur, hefði hún látið gnnga dálítið meira eftir sér. — Borgin vera helzt til auð- unnin. En hvað um það. Oddný var skemmti- leg og myndarleg stúlka. En bezt að fara kunna afla- og útgerðarmann í Ólafsfirði, — og Tómas, sonarson hans, sem fyrr getur. — Mörg ár seldi Baldvin sveita- mönnum nýjan fisk. Minnast þeir við- skiptanna með þakklæti. — Fyrir búi Baldvins, eftir að hann rnissti konuna, hefur ágæt kona staðið: Dagbjört Óskars- dóttir, systir Ingimars Óskarssonar kenn- ara og grásafræðings í Reykjavík. Einn son hafa þau eignast, er heitir Baldvin Bjarmar. Hann er þegar, þótt ungur sé, farinn að stunda sjóinn. Mál manna er, að sjómennskan muni honum í blóð borin. V. Sn. hægt í sakirnar. Og eklci var það óálitlegt að taka við verzluninni eftir Sigurð, þar sém hún var einkadóttirin. Haraldur son- ur hjónanna var við háskólanáih, og mundi sennilega ekki hafa áhuga á verzlunarstörfum. Þau voru að vísu ekki trúlofuð enn. Hvorugt hafði minnst á það. Hann hafði aðeins verið talsvert með henni og kysst liana nokkra kossa. En honum virtist margt benda til, að bónorði hans yrði vel tekið, þegar að því kæmi. Eirtu atviki frá nóttunni geðjaðist hon- um þó ekki að. Þau höfðu verið að tala um fólkið x kauptúninu og þar á meðal Helgu, vir.nukonuna í kaupmannshúsinu. Hann spurði, hvaðan hún væri. Oddný sagði, að hún væri dóttir verkamanns þar í kauptúninu. En húh bætti því við, að hún væri svo dygðug, að hún færi mjög sjaldan á dansleiki. Hún væri víst líka í stúku. Lofti féll ekki alls kostar þessi dómur. Hvort það kom af því, að hohum hafði fallið vel við þessa hljóðlátu, yfirlætis- lausu stúlku, eða af léttúðinni, sem kom fram í ummælunum, gerði hann sér ekki ljóst. Helga var eina vinnukonan í kaup- mannshúsinu. Frú Guðrún var vönd að vinnukonum, en Helgu vildi húrt ekki missa. Hún hafði verið hjá henni þrjú undarxfarin ár. Helga var fremur lág og grannvaxin. Hún hafði gráleit, dreymandi augu. Hún var hæglát í framkomxx og kunni vel að umgangast fólk. Auðséð var að hún var dul. Ekki var auðvelt að vita, hvað bjó í huga hennar. Það var auðfundið, að hún var á verði, ef vikið var nokkuð að henni sjálfri. Honum hafði alltaf fallið Helga vel í geð, en honum var hún alltaf nokkur ráðgáta. í raun og veru þekkti hann haha mjög lítið. Að nokkrum tíma liðnum, tókst Lofti þó loks að sofna, en enn ómuðu danslög hljómsveitarinnar fyrir eyrum hans. II. Hvar var hann staddur? Ilvernig stóð á þessum verk í fætinum? Lá hann í rúminu? Hvað hafði komið fyrir? Jú, nú mundi hann það. Hann hafði slasast úti í frystihúsinu. Hann fór þang- að til að sækja nótur til verkstjórans. En hann hafði farið of nærri einni vélinni og lent í henni. — Hræðilegar kvalir í fætinum. — Borinn inn. — Læknir- inn? — Meira mundi hann ekki. Nú var hann að vakna. Fóturinn? Hann fann ekkert til hans.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.