Dagur - 19.12.1953, Síða 25

Dagur - 19.12.1953, Síða 25
JÓLABLAÐ DAGS 25 Algengustu hugmyndir manna um Bandaríkin munu vera að þau séu stór, að þau séu auðug og að þau séu einn íremsti fulltrúi frjálsra þjóða í heiminum. Eg ferðaðist fyrir mörgum árum með járnbraut frá New York og alla leið vestur að Kyrrahafi og fannst mikið til um þá vegalengd. Nú fór eg sömu leið með flugvél, yfir þvert landið, og tók um það bil jafnlang- an tíma ílugið frá New York til San Francisco og tekið hafði frá Reykja- vík til New York. Hve stór eru Bandaríkin? Noregur er þrefalt stærri en Is- land. l'n eitt af 48 ríkjum Banda- ríkjanna. Texas er þrefalt stærra en Noregur. Ind!andsskagi,mcð sín- ar 380 milljónir íbúa, er helmingi minni en Bandaríkin, sem þó hafa helmingi færri íbúa. Þau geta el'tir því enn bætt við sig innflytjendum. Sama er að segja urn náttúruauð- æfi Bandaríkja og stærð þeirra; þau taka því langt fram, sem við almennt gerum okkur hugmynd um. Landbúnaður, iðnaður og námugröftur eykst með ári hverju. Jalnvel eyðimerkurnar í austur- hluta landsins búa yfir auðlindum, sem seint verða þurrausnar. Með Kristni Guðnasyni ferðaðist eg tvisvar milli San Francisco og Los Angéles. Úr fjarska líta olíudælu- stöðvarnar í Suður-Californíu á sínum stöðum út eins og grisjaður skógur. — Með mági mínum ók eg frá Seattle á vesturströndinni til Spokane, austast í Washingtonríki, en hann er þar háskólakennari. A þeirri leið eru miklar eyðimerkur, sem nú er verið að breyta í frjósamt akurlendi, með áveitu frá Kolum- bíufljóti, og er verið að fullgera hana. Á jrví svæði hafa þegar mynd- ast bæir, þorp og þúsundir nýbýla. Eg geri ráð fyrir að þessa megi geta, án þess að eiga á hættu að verða stimplaður „Ameríkuagent“. Sjálfir erum við, íslendingar, svo fámennir í stóru landi, að við þurf- um ekki að ágirnast náttúruauðæfi annarra landa, lvversu ágæt sem þau kunna að vera. Enn skal þess getið, sem orð fer af, að Bandaríkjamenn séu frelsis- unnandi öðrum jjjóðum Iremur. Nokkuð ber á að farið sé að draga það í efa. Það er hins vegar staðreynd, sem ekki verður vél'engd, að síðan í byrjun 17. aldar hafa Bandaríkin verið hæli milljóna manna írá flest- um þjóðum Evrópu, sem ýmjst llýðu land sitt vegna erfiðrar af- komu og óbærilegra kjara eða of- sókna. Ameríka reyndist þeim góð- ur griðastaður. í sumar undirritaði Bandaríkjaforseti lög, sem veita 214 þiisundum flóttamanna frá F.vrópu og Vestur-Asíu landvistarleyfi. Hins vegar valda þvi óvenjulegir tímar, að í Bandaríkjunum hefur verið gripið til óvenjulegra ráðstaf- ana, eins og í flestum löndum öðr- um. Til dæmis eru auknar kröfur gerðar til allra, sem gegna trúnaðar- störfum fyi-ir þjóðina á örlagatím- um. Dvalarleyli torfengnara inn- flytjendum og öðrum, sem til lands- ins koma; Þetta hefur mælzt mis- jafnlega fyrir. Menn voru öðru vanir. Þeim, sem nú sækja um vega- bréfsáritun hjá amerísku sendiráði, kann að þykja „hliðið þröngt", af því að við öðru var búizt. Hefur fleirum fundizt Jjað en mér. En eg gleymdi jjví fljótlega þegar til Bandaríkjanna var komið. — Þessa þrjá mánuði, sem eg dvaldi þar í sumar, var eg alveg eins frjáls ferða og eg hafði verið jrar árin 1920-1931.' Svo er fyrir að þakka, en enn er Frelsisstyttan á sínum stað. Enn er Ameríka „the Land of the Free“, land frjálsra manna. 2. ágúst var íslendingadagúr haldinn hátíðlegur að Silverlake, fögrum sumarbústað 20 mílur fyrir norðan Seattle. Voru jrar saman- komnir margir íslendingar á Kyrra- hafsströndinni. Aðahæðu dagsins flutti á íslenzku séra Eiríkur Bryn- jólfsson frá Útskálum, nú presfur hjá nýstofnuðum íslenzkum söfn- uði í Vancouver. Sungin voru ís- lenzk ættjarðarl jóð. Stúlka í skaut- búningi flutti ávarp Fjallkonunnar. Sama dag var haldin alskandináv- isk samkoma inni í borginni. Jakobína Johnson skáldkona, sem alíir Islendingar kannast við, háfði orð á því við mig og fleiii gesti, sem staddir voru á heimili hennar sama dág, hve fiábærlega frjálslyndir Ameyíkanar yæru gagn- vai't hinurn ýmsu þjóðabrotum í landinu. Er þeim ekki aðeijis frjálst að varðveita eins vel og verða má móðurmál sitt og þjóðlegan menn- ingararf, heldur bei'st.þeim og mörg hvatning til að kynna álmenningi sitt fyrra föðurland. Sonur frúar- innar sagði mét', að hún væri eftir- sóttur fyrirlesari, og hefði á cinu ári talað í 67 skólum og félögum, ávallt um íslenzk efni. Ófrelsi er áð minnsta kosti ekki áberandi orðið í slíku Jrjóðfélagi. Við munum það, börn síðustu aklamóta, Jregar Vesturfarar kvöddu. Það var horft á eftir þeim, sem til hinnar nýju heimsálfu fóru eins og mönnum, sem hverfa ofan í gröfina, — og var eðlilegt á þeim tímum. Reynslan hefur orðið sú, sem betur fer, að þeir voru ekki með öllu glataðir gamla Fróni. Vestui í San Francisco hinni sól- ríku er búsettur íslenzkur maður, sem lítið hefur spurzt til í nær Jjví fjörutíu ár. — Kristinn Guðnason, bróðir Jóns fiskkaupmanns í Reykjavík. Æfilerill Kristins hefur verið næsta ævintýralegur, og helur nokkuð verið skrifað um það í ís- lenzk blöð. Hann ólst upp í mikilli fátækt austur í Hreppum, flæktist ungur til Noregs og Danmerkur og dvaldist þar í nokkur ár. Farnaðist

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.