Dagur - 19.12.1953, Qupperneq 29

Dagur - 19.12.1953, Qupperneq 29
JÖLABLAÐ DAGS 29 ur fengizt um tíma. Aðventukranza keypti fólk fyrir mánaðarmótin, því að fyrsti sunnudagur í aðventu var þ. 29. nóvember. bað er nú orðinn mjög útbreiddur siður hér í landi að hengja upp þessa kranza iyrsta sunnudag í aðventu og um leið er kveikt á fyrsta kertinu af fjórum, sem á kranzinum eru. Mér er sagt, að siður þessi sé hingað kominn frá Þýzkalandi og hafi mjög rutt sér til rúms hin síðari ár. Aðventukranz- inn gctur verið í ýmsum stærðum. Hann er þakinn með greni, skreytt- ur með rauðurn silkiböndum og á kranzinum er komið fyrir fjórum kertastjökum, en þar eru sett hvít kerti. Litasamsetningin getur Jjví verið hin fallegasta, og þetta er tal- ið ódýrt skraut, sem fólk hefur gam- an af að hengja upp í stofum sínum og láta minna sig á komu jólanna. Fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á einu kertanna, eins og fyrr er sagt, annan sunnudag á tveim og svo koll af kolli. Síðasta ljósið, sem tendrað er, á að vera það, sem í austur veit og minna á stjörnuna, sem vísaði veginn forðum. Annað fyrirbæri í jólamánuðinum, sem víða sést, sérstaklega í heimilum, þar sem böm eru, er desemberkert- ið. Þetta er hátt kerti og grannvaxið og er hægt að kaupa það eitt og alls- nakið og einnig í skál eða stjaka, sem skreytt er með greni og köngl- um. Á kertinu eru 24 strik, og tákna þau dagana til jóla. Þann fyrsta er kveikt á kertinu og það látið brenna niður að tölunni 2. Þannig er liver dagur, sem líður, brenndur al kertinu og það smálækkar, og um lcið smástyttist til jólanna. Biirn hafa gaman al að fylgjast þannig með, live dögunum fækkar og telja þá, sem eftir eru. Jóla-álmanök sjást og víða í heimilum. Það eru stór pappaspjöld af ýmsum gerðum og skreytt fallegum myndum. Á spjaldinu eru 24 „gluggar", og eru þeir allir merktir með tölum. Barn- ið opnar svo bvern gluggann á fæt- ur öðrum, eftir því, sem dagarnir í desember líða, og á bak við glugg- ann birtist einhver falleg jólamynd, vísnaorð eða annað, sem börn hafa garnan af. Götusalarnir selja auk þess, sem hér var nefnt, greni í lausasölu og alls kyns jólaskraut, sem fólk kaup- ir þegar í byrjun mánaðarins. Sum- ir bera grenið inn í stofur sínar, aðrir koma því fyrir á svölum eða gluggasyllum eða skreyta inngang-, inn að húsinu sínu, og allt þetta jóla-tilstand er fyrr á ferðinni hér, en tíðkast hjá okkur. Hvenær á að gera jólahrein- gerninguna? Eg liitti nýlega kunningjakonu mína íslenzka, sem hér liefur búið lengi og á tvö börn. Eg spurði, hvort hún væri ekki á kafi í jóla- undirbúningnum. „Eg er búin með allt, sem máli skiptir," sagði hún, og þegar eg virti hana f'yrir mér með spyrjandi augnaráði — þetta var 2. desember — lékk eg strax skýringu á þessu. „Hér í borginni er svo mik- ið um að vera í des„ sem börnin langar þessi ósköp tii að sjá og heyra, • svo að mér finnst eg ekki hafa lcyfi Lil að standa á hölðinu í alls kynj amstri — olt óþcirfu — í þessum mánuði. Eg lýk öllu nauð- synlegu um mánaðarmótin nóv,— des„ öllu, sem á annað borð er hægt að ljúka svo snemrna, og svo á eg desember með börnunum. \'ið för- um á jólasýningar, heilsum upp á jíVlasveinana í stórverzlununum og skoðuin skreytingarnar. Eg er líka alveg á móti, að hafa svo mikið fyr- ir ldessaðri hátíðinni, að svo að segja ekkert sé eftir af manni sjáff- um, þegar jólin halda innreið sína og allir eiga áð vera glaðir og ánægðir. Eg er með börnunum við körfugerðina og við útbúum ýmiss konar skraut saman, og svo fá þau að baka með mér, snúa við kleinum og annað Jsess háttar, gera sælgæti og súkkulaðikúlur og þetta er allt svo skemmtilegt og að mínu áliti hefur þetta margfallt meiragildifyr- ir börnin og okkur öll heldur en flest annað, sem eg gæti fundið upjj á að gera.“ Eitthvað á þessaleiðsagð- ist Jressari konu, og Jjótt mér finnist allt jóaltilstandið — „juleriet“ — eins og Danir kalla Jjað, byrja allt of snemrna og jólin sjálf vera orðin állt of mikil verzlunarhátíð, fannst mér Jressi orð kunningjakonunnar töluvert athyglisverð. Það er að sjálfsögðu ákaflega misjafnt, hve mikla vinnu konur leggja í jólaund- irbúninginn. Allt fer þetta eftir stærð heimilanna og ýmsum venj- um á hverjum stað. Ekkert er eðli- legra, en að húsfreyjunni sé annt um að gera jólahátíðina sem ánægjulegasta fyrir fjölskylduna, en Jcað munu alltaf verða skiptar skoð- anir um Jrað, á hvern liátt hún nái Jjví marki bezt. í þessu sanrbandi get eg ekki stillt mig um að minnast á jólahreingerningarnar. Er nauð- synlegt að gera þessar ógurlegu hreingerningar á öllunr sköpuðum hlutum fyrir jólin? Væri ekki miklu skynsamlegra að spara kraftana og geyma allar meiri háttar hreingern- ingar .þar til daginn tekur að lengja aftur? Jólin eru í dimmasta mánuði ársins. Greninálar, laufabrauðs- nrylsna, sælgætiskusk, unrbúðir og alls kyns fargan fyllir stofur okkar. Börnin leika sér að kertum, og fingraför munu fljótt sjást hér og Jrar, og í skjótri svipan virðist allt stritið unnið fyrir gíg. Nú má cng- inn lralda, að eg sé þeirrar skoðun- ar, að viö eigum alls ekki að gera hrein heinrili okkar fyrir mestu stórhátíð ái'sins. Slíkt væri fásinna. Hins vegar hef eg nrikla tilhneig- ingu til að hallast að þeirri skoðun, að draga beri úr hreingerningar- l'arginu fyrir jólin en láta sér í Jress stað nægja góða laugardagshrein- gerningu eða hvað við annars vilj-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.