Dagur - 13.01.1954, Page 1

Dagur - 13.01.1954, Page 1
KOSNIN G ASKRIFSTOF A Framsóknarmanna er op- in daglega kl. 10—12 f. h. 1—7 e. h. og frá kl. 8.30 á kvöldin B-LISTINN er Iisti Framsóknar- manna. XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. janúar 1954 3. tbl. Ósönn og ómakleg ummæli Alþm. í gær: Framsóknarm voru andvígir bæjarútgerðarkröfum sósíalista, en sfuddu samvinnu bæjar og sfofnana um sfofnun Útgerðarfél. in á Akureyrarpolli nam nær því 16000 málum Krossanesverksmiðjan greiddi um 850.ÖÖÖ krónur fyrir hráefnið - allt lýsið selt og 2/3 mjölframleiðslunnar Aukið rafmagn, fiskurgaugur eg vetrarsíldveiði gefa vonir um bættan hag verksmiðjunnar í framtíðinni Á sunnudaginn Iauk vetrarsíldveiðinni hér á Akureyrarpolli og á innanverðum Eyjafirði, sem hófst 11. nóvember sl. og varð veiðin alls 15.984 mál. Hefur Krossanes því tekið á móti meira en hehn- ingi meira magni nú en á aliri sumarvertíðinni, er síldarmagnið er verksm. barst varð aðeins rösklega 6700 mál. í gær var vcrið að ljúka við að bræða það síðasta af vetrarsíldinni. Alþýðumaðurinn í gær reynir með veikum tilburðum að af- sanna, að atvinnulífi bæjarins hafi reynst lítill stuðningur að skraíi og skrifum bæjarfulltrúa flokksins á liðnu kjörtímabili, en ekki getur blaðið þó bent á eina einustu atvinnuframkvæmd, sem þessir fulltrúar hafa komið í framkvæmd á sl. 4 árum. í þess stað reynir blaðið að vekja upp gamlan draug komm- únista, þar sem er rógburðurinn Framsóknarmenn í sambandi við togaraútgerð frá Akureyri. Á það var bent hér í blaðinu á laugar- daginn, að án raunhæfs stuðnings Framsóknarmanna í bæjarstjórn og samvinnumanna væri óvíst, hvernig togaraútgerðinni hefði reitt af í upphafi. Og ennfremur, að fjórða skip Útgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. væri hingað komið beinlínis fyrir aðgerðir efsta manns á lista Framsóknarflokks- ins, Jakobs Frímannssoar kaup- féléagsstjóra. Þessa sannmælis vill Alþm. ekki una Framsóknar- mönnum, en í þess stað fullyrðir blaðið, að Framsóknarmenn hafi barizt gegn togarakaupunum. Sannieikurinn í því máli er sá, að ef ekki hefði komið til hlutafjárframlags samvinnu- samtakanna við stofun Útgerð- arfélags Akureyringa hefðu togarakaupin reynzt mjög erfið — ef ekki óframkvæmanleg — ó þeim tíma — og alla tíð síðan hafa samvinnumcnn stutt tog- araútgerðina eins og kaupin á „SIéttbak“ vitna gleggst um. En hins vegar voru Framsókn- armenn í öndverðu og eru enn andvígir bæjarútgerðarkröfum sósíalísku hersingarinnar. — Það var ekki sízt fyrir andspyrnu Framsóknarmanna, að þær ráða- gerðir að koma hér upp pólitískri bæjarútgerð á borð við þær í Siglufirði og Vestmannaeyjum, náðu aldrei fram að ganga. Mun bæjarmönnum líka veriðorðiðþað Konur skora á bæjar- stjórn að veita ekki vín Áfengisvarnanefnd kvenna hér í bæ hefur skorað á bæjarstjórn Akureyrar að veita ekki vín í opinberum veizlum á kostnað almennings. ljóst nú, að ráð sósíalista í þessu efni voru launráð. Tillaga um rekstursform þegar 1945. Hin fyrsta tillaga um fyrir- komulag útgerðarinnar var sett fram hér í blaðinu nokkru áður | en undirbúningur hófst um stofn- un Útgerðarfélagsins. Hinn 8. fe- brúar 1945 birti Dagur einmitt grein um þessi mál og þar segir svo m. a.: „.... Margt bendir til þess að stór nýtízku fiskiskip, gerð út héðan eigi' framtíð fyrir sér. Reynsla undangenginna ára er dæmi um það. Það væri ósk- andi að sjómenn, útgerðar- mcnn, stofnanir og einstakling- ar, hefðu svo milda trú á sam- vinnu borgaranna og bæjar- félagsins um þessi mál að til raunhæfra framkvæmda kæmi....“ Þessi samvinna komst á með stofnun Útgerðarfélagsins og að því áttu Framsóknarmenn veru- legan hlut og þar með var bæjar- útgerðarkröfunum endanlega hafnað. Alla tíð síðan hafa Fram- sóknarmenn starfað að útgerðar- málunum í þeim anda, sem lýst var í grein Dags um þetta á önd- verðu ári 1945. Ummæli Alþm. í gær eru því í senn ómakleg og ósönn. Metsala í áfengis- búðinni S.l. laugardag var áfengisút- sölumli á Akureyri lokað sam- kvæmt úrslitum atkvæðagreiðslu um héraðabann. Á föstudag fyrir lokunina var metsala í búðinni hér. Mun áfengi hafa verið keypt þann dag fyrir 114 þúsund kr. Sunnudaginn 24. þ. m. efna Framsóknarfélögin hér í bæn- uin til almenns fundar stuðn- ingsmanna B-listans við bæjar- stjórnarkosningarnar. — Efstu menn Hstans munu flytja fram- söguræður um bæjarmálin og © Járnsmiður í Alþm., en forstjóri í símaskránni Alþm. er stoltur af því að hafa upp á að bjóða iðnaðar- mann í baróttusæti Alþýðufl. kallar hann járnsmið á fram- boðslistanum og telur Iík- legri til að gæta hagsmuna iðn- aðarstéttanna en t. d. 3. maður á lista Framsóknarmanna, sem oft hefur verið fulltrúi Iðnað- armannafélagsins á iðnþingum og hefur átt sæti í stjórn þess. Slíkir eru atvinnurekendur, ekki „bona fide“ iðnaðarmenn. Skorar blaðið á iðnaðarmenn að fylkja sér um „járnsmiðin Al- bert Sölvason“, og þarna á tit- illinn að trekkja! En ef menn líta í símaskrána, sem út kom um daginn, heitir þessi ágæti frambjóðandi „forstjóri“ þar. — Titla sína í símaskránni velja men sjálfir, titla á framboðs- listum smíða pólitískir áróðurs- menn á stundum. Var Alþm. hræddur við að atvinnurek- endalykt væri af forstjóratitl- inum á framboðslistanum? Kvenfélagið Framtíðin 60 ára Kvenfélagið Framtíðin hér í bæ minnist 60 ára afmælis síns með hófi að Hótel KEA í kvöld. Þetta félag á sér mjög merka sögu. Það hefur unnið stórvirki fyrir ýmis mannúðarmál svo sem spítalann hér og nú hefur það elli heimilismál bæjarins á dagskrá og vinnur að framgangi þess. All- ir bæjarbúar munu óska félaginu allra heOla í störfum á ókomnum árum um leið og þeir þakka dugnað og ósérhlífni á liðnum tíma. Eindæma veðurblíða Einn helzt hin eindæma veður- blíða, sem ríkt hefur hér mestan hluta vetrar. Snjólaust er með öllu á láglendi og aðeins skaflar hér og þar á hálendi. Vegir allir greiðfærir sem sumar væri og hlýindi á hverjum degi. kosningabaráttuna, en síðan verða frjálsar umræður. Fund- urinn verður í stóra salnum á Hótel KEA og hefst kl. 4 e. h. Skorað er á stuðningsmenn B- listans að fjölmenna á fundinn. Miklir fjármunir. Það eru miklir fjármunir, sem sjómennirnir hafa sótt hér út á Pollinn í vetur, því að láta mun nærri að verksmiðjan hafi greitt 850.000 krónur fyrir hráefnið. Er hlutur sjómanna og útgerðar- manna af þessum veiðum góður ef miðað er við aðra útgerð. Auk þess hefur Krossanesverksmiðjan veitt 15—20 mönnum atvinnu lengst af þeim tíma, sem sOdveið- in hefur staðið. Að öllu saman- lögðu hefur þessi síldveiði og vinnsla orðið mikil búbót fyrir bæjarfélagið og það á árstíma, sem venjulega er minnst að gera hér fyrir verkamen og sjómenn. Eiga útvegsmenn og sjómenn,sem hófu þennan veiðiskap, svo og stj órn Krossanesverksmiðj unnar, sem brá skjótt við að kaupa afl- ann og hefja vinnslu á honum, þakkir skyldar fyrir framtakið. Mest öll framleiðslan spld til útfiutnings. Blaðið átti í gær tal við Guð- mund Guðlaugsson, formann verksmiðjustjórnarinnar, og skýrði hann svo frá, að tekizt hefði að selja alla lýsisframleiðsl- una og er útskipun lýsisins fyrir- huguð snemma í næsta mánuði. Fékkst gott verð fyrir lýsið og hagstæðara verð, en náðist fyrr á sl. ári. Mjölið er þegar selt að 2/3 hlutum, en unnið er að því að selja afganginn og horfur á að það takizt giftusamlega. Gott verð fékkst einnig fyrir mjölið. Um af- komu verksmiðjunnar í heild sagði Guðmundur Guðlaugsson, að vonir stæðu nú til þess að ekki yrði beint tap á rekstri hennar á árinu 1953, en óvænlega horfði fyrir verksmiðjuna er sumarsOd- veiðunum lauk svo að henni bárust aðeins rösklega 6700 mál. Hefur vetrarsOdveiðin því orðið til þess að létta undir með þessu fyrirtæki bæjarins. Betri framtíðarhorfur. Guðmundur sagði að það væri skoðun sín, að betur horfði nú með rekstur Krossanessverk- smiðjunnar en áður og ber þar margt til. í fyrsta lagði hefur sú breyting nú orðið síðan Laxár- virkjunin var fullgerð, að verk- smiðjan getur fengið rafmagn til starfrækslu á vetrum, en það var ekki hægt áður. Gjörbreytir þetta aðstöðu verksmiðjunnar. Þá er nú vaxandi hráefni, sem til fellst frá togurunum, fiskúrgangur alls konar, og ef framhald verður á því að togarar veiði fisk til herzlu, má búast við því að verksmiðj- unni berist verulegt hráefni til vinnslu. Svo má segja að hilli undir byggingu hraðfrystihúss, og rekstur þess mundi og veita verk- smiðjunni hráefni. Loks er engan veginn vonlaust, að vetrarsíld- veiði, sem sú, er nú hefur verið stunduð, geti orðið verulegur lið- ur í rekstri verksmiðjunnar. Vinnsla fiskúrgangs. Fyrr á þessu ári var unnið úr talsverðu magni af fiskúrgangi í verksmiðjunni, og nú í haust hef- ur framleiðsla úr fiskúrgangi numið um 87 tonnum af beina- mjöli. Aflahæstu skip á vetrarsíld- veiðunum. Blaðið fékk eftirfarandi tölur í gær um afla hæstu skipanna, er lagt hafa u.pp í Krossanesi: Snæ- fell 4165 mál, Von 3844 mál, Garðar 3383 mál, Gylfi 1534 mál, Akraborg 1608 mál, Stjarnan 765 mál. Þess ber að geta að úthalds- tími skipanna var mjög misjafn. Snæfell veiddi auk þess, sem hér er talið, 1260 mál í Grundarfirði. Almennur fundur sfuðningsmanna B-lisfans sunnudaginn 24. þ. m.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.