Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 23. janúar 1954 I irmjrrij"iJTJTJTTUTrmjmriJTJTnnjTJTJT^^ UNGA FÓLKIÐ - Síða Félags ungra Framsóknarmaima - iUTjnjnjjj'umjj-iTJ- J'UJJJJJJUUJJJJ'UU1 Þegar Þj óðvarnarliðar svara Ekki „persónuleg áreitni“. Mál sitt hefur hann með þeirri fullyrðingu, að grein minni sé ætlað það hlutverk „að stemma stigu fyrir atkvæðamissi Fram- sóknarmanna við bæjarstjórnar- kosningarnar.“ Mikil er nú trúin á eigin mannkosti og vinsældir. Hann heldur síðan áfram: „Grein þessi virðist eiga að bæta fyrir frumhlaup ritstjórans“, o. s. frv. o. s. frv. Ekki byrjar nú þessi maður grein sína á gæfu- (Framhald á 7. síðu). Samvinnustefna og kommúnismi í Verkamanninum 15. þ. m. er greinarnefna nokkur, sem kallað er „Bréf frá samvinnumanni". Er þar tekin til umræðu grein mín í Degi 13. þ. m. Þó treystist höf- undur ekki til að ræða um sam- vinnustefnu og kommúnisma eins og eg gerði, heldur ræðir hann samvinnustefnu og sósíalisma. Það sem fyrst í grein minni kemur við fínu taugar höfundar er þegar eg segi að konynúnistar álíti svik við stefnuna að ætla að koma henni á með lýðræðislegum hætti. Nú vil eg spyrja greinar- höfund: Er hægt að koma ólýð- ræðislegu stjórnarfari á með lýð- ræðislegum hætti? Sjálfur Len- in blekkti ekki sjálfan sig eins og íslenzkum kommúnistum er svo tamt að gera Hann segir: ,,A1- ræði öreiganna er drottnun verkalýðsins yfir borgarastétt- inni, drottnunarvald, sem ekki er takmarkað af lögum, en nýtur samúðar og stuðnings alls hins kúgaða og arðrænda lýðs.“ Þetta er víst ekki kúgun. Greinarhöf- Blekkingar Sjálfstæðisflokksins Grein sú, er undirritaður ritaði í næstsíðasta blað ,,Dags“ á þessa síðu, virðist hafa komið heldur illilega við kaunin á þeim hóp manna hér í bæ, sem vilja kalla sig Þjóðvarnarmenn, en það er, eins og eg rökstuddi í grein minni einhver sá aumasti stjórnmála- flokkur, sem fram hefur komið í íslenzkum stjórnmálum. í síðasta „Norðanfara" helga þeir mér hvorki meira né minna en tvær greinar skrifaðar af helztu for- sprökkum liðsins, og er þeim að vonum mikið niðri fyrir. K. nokkur V. skrifar á öftustu síðu og segist þar ætla að svara „Degi“ ,en fer það heldur slælega úr hendi, þar sem hann leggur ekki í að svara neinni af þeim höfuðrökjemdum, sem eg held þar fram. Eru þær því í fullu gildi. Ekki þorir sá ágæti maður að mótmæla mér, þar sem eg full- yrði, að flokksnefna hans hafi engum orðið til gagns, nema kommúnistum einum ,enda varla von. Svo augljós hafa blóðböndin verið. Það er rétt hjá K. V., að nokkr- ir menn hafa yfirgefið kommún- ista og horfið yfir til Þjóðvarnar. Aðeins þetta eitt sýnir skyldleik- ann. Það er ekki nóg að skipta um nafn, heldur verða menn einnig að breyta á annan hátt. Þetta er vissulega engin afsönn- un á fullyrðingu minni, heldur hið gagnstæða. Hér eru það aðal- atriðin, sem ber að horfa á. Það eru aðalatriði, sem rök hafa ver- ið færð, að það sem Þjóðvarnar- menn hafa enn sem komið er látið af sér leiða, hefur engum orðið til gagns, nema kommúnistum ein- um. Má þar enn benda á fram- ferði þeirra í nefndarkosningum á Alþingi, atriði, sem Þjóðvarnar- liðar hér hafa ekki þorað að nefna á nafn. En höfuðstuðningur þeirra við kommúnista hefur eins og kunnugt er verið í utanríkis- málum, í sjálfu höfuðmáli flokks- ins. Eg vil spyrja K. V.: Hverjum þjónar það öðrum en kommúnist- um, að berjast fyrir því, að hér séu land og þjóð gjörsamlega varnarlaus fyrir hverjum, sem koma vill? Á móti samstarfi frjáslra þjóða. K. V. segir, að Þjóðvarnarflokk- urinn sé ekki á móti samstarfi frjálsra þjóða. Þetta er alrangt, ef við skoðum hvernig forystumenn hans hafa komið fram í þessum málum. Eg vil biðja K. V. að glugga í biblíu sína „Frjálsa þjóð“ og athuga þann áróður, sem þar er rekinn gegn hinu frjálsa samstarfi lýðfrjálsra þjóða. Er ekki andstaða gegn Atlants- hafsbandalaginu andstaða gegn „frjálsu samstarfi vestrænna þjóða“? Þar hefur samstarfið þó náð hæst og þar hefur árangur- inn orðið lang mestur. Þið hafið rægt og svívirt jafnt hernaðarlegt og viðskiptalegt samstarf hinna vestrænu menning.arþjóða. Samstarf þeirra þjóða, sem eru að gera tilraunir til að varðveita það helgasta og dýrmætasta, sem þær eiga, frelsi sitt og menningu. Það er sannarlega ekki gæfulegt hlutverk. Þar hefur Þjóðvarnar- flokkurinn í sínu höfuðmáli átt algerlega samstöðu með komm- únistum og hefur haldið þar fram sömu blekkingum. Hverjum jjónar þetta öðrum en kommún- istum K. V.? Mér er spurn. En eg geri ekki ráð fyrir, að þú eða aððrir, sem út á þessa braut eru komnir, treystið ykkur til að svara þessu. Það fer nokkuð eftir pólitísku innræti manna og pólitískri lífs- stefnu, hvaða afstöðu menn taka í þessum málum. 1 dag búum við 1 heimi, þar sem hlutleysið er ekki lengur til og fullveldi ríkis háð öðrum og takmarkaðra skiln- ingi, en gert var fyrir örfáum ár- um síðan. Það fer nánar tiltekið eftir því, hvort þeir eru komm- únistar og launkommúnistar ann- ars vegar, eða fólk, sem kýs að byggja menningu framtíðarinnar á grundvelli kristilegrar, vest- rænnar menningar og mann- helgi og lýðfrelsi. Það er vissulega þröngsýni að vilja loka sig inni og einangra sig með öllu og treysta á það eitt, að það verði eitthvað annað land, sem höggið lendir á. Nei, góðir Þjóðvarnarmenn, K. V. og aðrir, sem á oddinum eruð. Þið skúluð Táta skynsemina en ekki tilfinningarnar ráða. Þó fyrst er mark á ykkur takandi. „Stefnuskráin“. K. V. hættir sér út á þá hálu braut að nefna „stefnuskrá" flokks síns á nafn. Hann vill vé- fengja orð mín, þar sem eg hélt því fram, að hún myndi jafnvel yfirbjóða kommúnista að blekk- ingum og óraunhæfum tillögum, og er þá langt gengið. Ekki nefnir sami maður dæmi um rökstuddar tillögur um tekju- öflun og þar með grundvöll auk- inna framkvæmda, enda ekki von. Ennfremur vil eg skora á K. V. að nefna eitthvað velferðarmál í umtalaðri stefnuskrá, sem ekki hefur komið fram áður en flokks- nefna þessi sá ljós dagsins og rökstyðja það jafnframt, að hér sé þörf á nýjum flokki til að koma þeim í framkvæmd. Eg hélt því fram, að svo væri ekki, og nefndi dæmi í því sambandi. Þið heimtið skattalækkanir, en komið ekki með neinar leiðir til tekju- öflunar. Þetta er það, sem á ís- lenzku heitir lýðskrum. K. V. segir mig blindan á öðru auganu, en sjónlausan á hinu, að vísu þekkir undirritaður ekki mis- muninn, en látum það liggja á milli hluta. Nei, K. V., hver er sjónlaus og hver ekki? K. V. tekur undir þann söng kommúnista í grein sinni, að Framsóknarmenn séu á móti byggingu hraðfrystihúss. Þessar fullyrðingar hafa verið svo marg hraktar hér í blaðinu, að ekki sé eg ástæðu til að gera það, en mun gera það ef óskað er. Fleiri atriði nefnir K. V. ekki, enda ekki heppilegt, svo falla þeirra blekkingar, þegar við þeim er hreyft. Ef það verða einhverjir til að falla í „gleymskunnar haf“, þá verða það ævintýramenn Þjóðvarnarliðsins. Læt eg svo út- rætt um K. V. og tek næst fyrir ómerking þann, er skrifar á aðra síðu reifabarnsins. Hversu oft hafa ekki íslenzkir kjósendúr heyrt og lesið um það í blöðum Sjálfstæðisflokksins, hvort heldur í nánd ei'u alþingis- kosningar eða bæjarstjórnar- kosningar, að sá flokkur berðist mest og bezt fyrir frelsi og jafn- rétti allra stétta. Eftir þessum fagurgala fylgja þeir úi' hlaði varaheiti flokksins, sem gripið er til þegar mikið er í húfi, „flokkijr ,all^a ,stétta“ og svo ákafir. erú erindrékar og út- sendarar auðmannanna í Reykja- vík að túlka landsmönnum stefnu þessa „allra stétta flokks“, að þeir virðast ekki sjá sólina fyrir hús- bændum sínum í Reykjavík, svo mikla virðingu bera þeir fyrir þeim. En allar þessar upplýsingar Sjálfstæðismanna um frelsi og jafnrétti þegnanna og stéttanna láta vel í eyrum manna, því að flestir eru þannig af guði gerðir, að þeir vilja fremur öllu öðru búa við frelsi og jafnrétti heldur en hið gagnstæða. En svo framarlega sem stefna Sjálfstæðisflokksins er í samræmi við þessi framangreindu orð þeirra, hafa þau það gildi fyrir kjósendur, sem þeim var ætlað, en séu verkin í beinni andstöðu við skrif þeirra, þá er stefna flokksins ekki annað en flagð undir fögru skinni, sem miðar að því að blekkja og draga almenn- ing á tálar. Kjósendur úti á landsbyggðinni mega ekki kasta atkvæðum sín- um á auðvaldsmenn Reykjavík- ur, sem hreiðra um sig í Sjálf- stæðisflokknum, heldur ættu þeir að íhuga vel, hvaða flokkur er í raun og veru flokkur allra stétta og miðar stefnu sína við þarfir fjöldans, ekki aðeins á pappírn- um, heldur einnig í orð,i og verki. Þeir kjósendur er þannig íhuga gaumgæfilega gang málanna fara viturlega að ráði sínu, og Fram- sóknarmenn eru ekki í vafa um, hvora stefnuna þeir kjósa heldur, stefnu auðvaldsmannanna í Reykjavík, sem stefna að því að fá í sínar hendur allt fjármagn landsmanna, eða stefnu Fram- sóknarflokksins, sem berst fyrir því, að jafnvægi haldist milli landshlutanna, og að hinir fá- mennari og fátækari landshlutar dragist ekki aftur úr framfara- þróuninni, og hin dreifða byggð leggist ekki í eyði. Þeir kjósendur, sem ekki vilja láta lýðskrum og blekkingahjúp Sjálfstæðisflokksins hylja sig, ættu að íhuga stefnu flokksins, t. d. á sviði verzlunarmála, og bera saman verk hans og verk Fram- sóknarflokksins í sama tilfelli. Stefna Framsóknannanna. Stefna Farmsóknarflokksins í þeim málum miðast fyrst og fremst við þarfir þegnanna, og meðal annars það, að fólk hafi frjálst val hvort það verzlar við kaupmeun eða kaupfélög. Það er hægt að kalla verzlunarfrelsi. Hvernig hafa svo Sjálfstæðis- menn 'tekið þessari málaleitan Framsóknarmanna um verzlun- arfrelsi almennings? Því er fljót- svarað. Með stofnun kaupfélaga töldu forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins það dauðadóm yfir kaup- mönnunum ef almenningur fengi aá rða við hvorn aðilann hann verzlaði. En með því að segja fólkinu fyrir hvar það ætti að verzla, unnu þeir vitandi vits gegn vilja fjöldans. En kaup- mennirnir innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins hafa okrað á al- menningi áratugum saman, og er það raunar eðlilegt, þar sem aðal- kjarninn í Sjálfstæðisflokknum eru Stórgróðamenn sem hafa orð- ið auðugir á því að féfletta al- menning á verzlunarokri, og þá aðstöðu telja þeir sig hreint ekki mega missa. Stefna þeirra í verzl- unarmálum er því orðin að verzl- unarófrelsi og er það gagnstætt við það, sem Sjálfstæðisflokkur- inn auglýsir almenningi. Hagsniunir neytenda. Hér hefur verið gerð í stórum dráttum grein fyrir þeim tveim meginstefnum sem ríkjandi eru í verzlunarmálum landsmanna. Onnur er stefna Framsóknar- flokksins, sem miðast við þarfir neytenda, en hin er stefna Sjálf- stæðisflokksins, er miðast við þarfir nokkurra auðmanna í Reykjavík. Hvor stefnan hentar almenningi betur? Því munu kjósendur svara á kjördegi. Það verður á valdi hinna ungu og komandi kynslóða Framsókn- armanna að sanna samtíðarmönn- um sínum hið mannbætandi hlut- verk flokksins með lifi sínu og starfi. Með því inna þeir af hendi þá þjónustu við flokkinn, sem aldrei verður ofmetin. Og þá eru líka mestar líkur til að þjóðfélag framtíðarinnarinnar feli þeirp foi'- ystu í málum þjóðarinnar. I. Þ. undur veit kannske betur en Lenin, hans lærifaðir, sem segir ietta vera ótakmarkað drottnun- arvald. Af þessu dregur svo Stalín sínar ályktanir: „Alræði öreiganna getur ALLS EKKI verið fullkomið lýðræði, það get- ur EKKI VERIÐ LÝÐRÆÐI FYRIR ALLA, jafnt ríka sem fá- tæka.“ í öðru lagi segir Stalín: „Alræði öreiganna getur alls ekki orðið til fyrir friðsamlega þróun hins borgaralega þjóðfélags og lýðræðis. Það getur aðeins þá ris- ið upp, er hið núverandi riki borgarastéttarinnar hefui' verið molað mélinu smærra og her iess, embættismannavaldi og lögreglu hefur verið tvístrað og sundrað.“ Þetta segir Stalín sem túlkun á kenningum Lenins og ráða menn nú hvorum þeir trúa betur Stalín eða Lenin báðum annars vegar eða þeim íslenzka línukommúnista, sem skrifar greinina í Verkamanninn, undir hinu fagra nafni „samvinnumað- ur“ og gengur svo langt í blekk- ingum sínum að hann gengur í berhögg við kenningar aðal- lausnarmanna stefnunnar. Það sér á fyrir hverja hann skrifar og hversu vel lesendur hans hafa verið uppfræddir, um kenningar þeirrar stefnu, sem reynt er að fleka fólkið til fylgis við. Er mér heldur ekki grunlaust um að hann mætti gæta vel höfuðs síns ef hann væri kominn austur í sæluríki'ð. Greinarhöfundi Vei'kam. veitir sýnilega ekkert af því að gera sér grein fyrir því að þar sem komm- únistaflokkar eru bannaðir er það sökum ólýðræðislegra athafna og starfsemi gegn stjórm- arvöldum. Hann mættj og athuga það, að í þeirh löndum er leyfð stjórnarandstaða og þar er rek- inn áróður gegn ríkisstjórninni, en hann skal vera fyrir opnum tjöldum. Hvernig skyldi þetta vera austur frá í sæluríkinu því sem Rússland nefnist? Mjög kemur einnig við fínu taugarnar á aumingja manninum er eg segi að takmarkið sé að snúa stéttunum við. Sannast þar vel að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Eg hef þegar vitnað í Lenin þessu til sönnunar, þar sem hann segir að alræði öreig- anna sé: „drottnun verkalýðsins yfir borgarastéttinni,“ af þessu dregur Stalín þá ályktun að al- ræði öreiganna sé „ah'æðissinn- að að nýjum hætti.“ Og bætir við innan sviga „(alræði yfir borg- arastéttinni". Og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Greinarhöfundur segir sögu byltingarinnar í Rússlandi. En að venju þeirra manna er aðeins sagðui' hálfur sannleikurinn og knapplega það. Hann sleppir al- veg að segja frá því, að eftir að keisarastjórninni var steypt fóru fram kosningar að lýðræðislegum hætti. Þá fengu bolsevikar aðeins einn fjórða hluta þingsæta. Þá var gert það sem þeir kalla verka lýðsbyltingu, þegar einn fjórði hlutinn þoldi ekki stjórn þriggja fjórðu hluta. Það má greinarhöfundur fullvel vita, að eg tel samvinnufélag merkja samtök einstaklinga, sem þeir hafa bundizt af frjálsum og fúsum vilja en ekki eins og það er í Rússlandi, að manni sé lög- boðið að vera í samvinnufélögum og þar með þvingaðir og kúgaðir. Greinarhöfundur spyr hvað eg kallaði það ef samvinnustefnunni yxi svo fiskur um hrygg, að fólk hætti að verzla við kaupmenn en sneri sér að samvinnufélögum. Því er fljótsvarað. Það kalla eg að samvinnustefnan hafi sannað gildi sitt í reynd svo áþreifanlega, (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.