Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 7
Laugardaginn 23. janúar 1954 DAGUR 7 UNGA FOLKIÐ - Þegar Þjóðvarnarliðar svara * ijr bœ oa buc^qfi (Framhald af 2. síðu). legan hátt. Það skal tekið fram, að milli mín og ritstjórans hafa engin sambönd verið varðandi þessa grein og þar af leiðandi ekki verið fengið neitt hlutverk, hvorki frá einum né öðrum. Þetta eru því hrein ósannindi, sem að vísu eru ekki svo óalgeng úr þeim herbúðum. Eg þakka ómerking þessum þær skýringar, sem hann gefur á grein minni og tilgangi hennar. Hún er skrifuð í „slæm- um tilgangi11 ,,af hreinhjörtuðum pabbadreng". í grein K. V. er eg talinn ,,sjónlaus“ á öðru auganu, en steinblindur á hinu.“ Þetta er nú gæfuleg blaðamennska! Á öðrum stað í blaðinu segið þið baráttu ykkar vera „málefnalega en síður persónulega." „Norðan- fari hefur varast persónulega áreitni.“ Hér skulu Akureyringar sjálf- ir dæma hverjir eru með áreitni. Að sjálfra sögn eru þið, Þjóð- varnarliðar, vormenn í íslenzkum stjórnmálum, hugsjónamenn, brennandi' af eldmóði sannleik- ans! Hvatning uin að lesa „stefnuskrána“. Svo langt er nú gengið í veldi ykkar, að jafnvel gæfa mín og barna minna eru undir vexti ykkar og viðgangi komin. Fyrr má nú rota en dauðrota. Mín skoð un er sú, að hér séu það ekki vormenn íslands, að sjálfs sögn, þeir Þjóðvarnarliðar, sem eru til fyi'irmyndar í þessum efnum. Eg ottast ekki dóm almennings. Hann skellir skolláeyrum við slíkum pólitískum sápukúlum, sem springa þegar í eldlínuna er kom- ið, ef ekki fyrr. Varðandi fjármálapólitík Chaing- Kai Cheks, þá getur þú snúið út úr ef til vilt, en ekki vex vegur ykkar að sama skapi. Varðandi áskoranir mínar til Akureyringa að kynna sér hvort tveggja, vil eg taka upp nokkrar línur úr fyrri grein minni: „Menn eru þess vegna alvarlega áminntir um, að vilji þeir taka einhverja ákveðna afstöðu í stjórnmálum, þá skuli þeir kynnar.sér alla málavexti til hlítar og mynda sér síðan sjálfir skoðanir á þjóf#nálun|m. Við Framsóknarmenn erum ekki hræddir við dóm þeirra manna.“ Þetta er ekki að skora á Akureyr- inga að kynna sér fjármálapólítík Chaing-Kai-Cheks eða annað slíkt, áður en þeir ganga að kjör- borðinu þann síðasta janúar. Þannig eru rök þessara ágætu manna. Heldur renna rökin sviplega út í sandinn í eftirfarandi atricfí: Eg segi í grein minni: „Allir sem eitthvað vilja vita í stjórnmálum ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að lesa Kommúnista- ávarpið og þann miðalda- og úr- elta hugsanagang, sem þar er að fínna.“ Og kemur orðið úreltur ekki fyrir á öðrum stað í grein minni. Þú segir í þinni grein: „Ungi greinarhöfundur í „Degi“ segir t. d. hvort tveggja í grein sinni, að viðhorf okkar séu úrelt sem og hitt að við séum nýkomm- únistar og miðast hvort tveggja ummælin við höfuðstefnumál Þjóðvarnarflokksins.“ Kommúnistaávarpið „höfuð- stefnumálið“. Jæja, þá höfum við það svart á hvítu, að Kommúnistaávarpið er nú orðið „höfuðstefnumál Þjóðvarnarflokksins“. Þarf nú lengur vitnanna við, þegar slík játning er fyrir hendi? Ekki veit eg hvort þetta er leiðinlegt óhapp hjá greinarhöfundi, en ekki ber þetta að minnsta kosti vott um mikinn skýrleika, enda er mál- flutningurinn í samræmi við það. Hinn nafnlausi greinarhöfundur virðist ekki skilja orðið vanþekk- ing. Hann ruglar því saman við aldur manna Það er tvennt ólíkt. Eg sýndi fram á það með rökum, sem ekki hafa verið hrakin, hvorki af Þjóðvarnarliðum né kommúnistum, að afstaða þeirra í utanríkismálum ber vott um mikla þröngsýni, sem á sér varla dæmi í íslenzkri stjórnmálasögu. Afstöðu kommúnista skilja allir, þar er það þrælslundin sem ræð- ur. Ef Þjóðvarnarmenn skal ekki skoða sem hreina kommúnista, verður afstaða þeirra öllu undar- legri. Slík þröngsýni stafar af vanþekkingu og var það sú van- þekking, sem eg gerði að um- ræðuefni í grein minni. Þannig fellur blekkingarvefurinn þegar á hann er blásið. Að lokum góðir Þjóðvarnar- liðar: Það er langt frá því, að skrif ykkar séu þess virði, að þeim sé svarað með svona langri grein. Það skal játað. Ef þið viljið, að mark sé á ykkur tekið, þá skuluð þið skrifa og haga ykkur eins og viti bornir menn, en ekki eins og götustrákar. H. H. - Samviiinustefna og kommúnismi (Framhald af 2. s'íðu). að fólkið hafi ekki getað dulizt þess lengur, þrátt fyrir mikinn og dýran, en ekki að sama skapi heiðarlegan, áróður andstæðing- anna. En hins vegar ef þingmeiri- hluta yrði beitt til þess að banna samkeppni við samvinnufyrir- tæki, myndi eg kalla það kúgun og ekki í anda samvinnustefn- unnar, heldur í anda hins bylt- ingar- og ofbeldissinnaða komm- únisma. Því samvinnustefnan ætlar að sigra vegna þess hversu raunsöm hún er en ekki með lög- boði eða þvingunum. Nægir það eitt til þess að sýna hvert flagð býr undir því fagra nafni, sem höfundur hefur valið sér til blekkingar. Og væri honum nær að kynna sér markmið og leiðir samvinnustefnunnar í stað þess að bera öðrum á brýn fávizku. Mætti þá vera, ef hann léti sér þetta að kenningu verða, að þá myndi ekki fákunnátta hans fletta ofan af blekkingum hans jafn háðulega næst. Greinarhöfundur spyr hvort eg geti nefnt dæmi upp á ólýðræðis- lega starfsemi kommúnista hér á landi. Vil eg í því sambandi minna hann á útstrikanir þær sem þeir stóðu að í Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstað- ar hér fyrir nokkru, en heyktust svo á að lokum. Eg fæ ekki séð að greinarhöf- undur Verkamannsins hafi gert blaði sínu eða flokksbræðrum nokkurn greiða með skrifum sín- um, vegna þess, eins og hann segir, fólkið er farið að gera mun á réttu og röngu. Það er farið að þreytast á blekkingaryaðli komm únista og falsnöfnum þeirra og fagurgala. Það sýnir fylgishrun þeirra bezt. Þess vegna ráðlegg eg greinarhöfundi að athuga vandlega hvort ekki séu til önnur nöfn sem honum sami betur held- ur en nafnið „samvinnumaður". Eg hygg að flestir séu búnir að fá nóg af samfylkingartilraunum kommúnista, en ef ein slík er í - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). sér sem bezt námsárin, en þvæl- ist ekki í skólum af skyldu, er framtíðin. — Nú er verið að ljúka við að lagfæra hús tveggja kvennaskóla, á Hallormsstað og Blönduósi. Það sýnir trú forráða- manna á framtíðarþörf kvenna- skóla landsins. Skólinn hérna mun vissulega eiga eftir að fræða margar húsfreyjur, en til þess að hann sé því starfi vaxinn, þ^ff, svo sem til var ætlast frá byrjun, að koma upp heimavist við hann. Það liggur í augum uppi að heimilislegra verður og léttara að kenna húshald við heimavistar- skóla. Nú er tími til að byggja við skólann og hafa herbergin tilbúin þegar tíðarandinn ber aftur háflæði að húsmæðraskól- um landsins. Húsmæðraskólafélag Akureyrar á fé í sjóði til kaupa á húsmunum í heimavistina, og væri ekki tímabært að forráða- menn fjármála tækju til athugun- ar möguleika á byggingu heima- vistar við H. A. Konur í Hús- mæðraskólafélagi Ak. munu enn reiðubúnar til starfa að málefn- um skólans og munu ekki spara krafta sína. Samtakamáttur, bor- inn uppi af áhuga fær alltaf lyft björgum. Draumur okkar um vel- hýstan húsmæðraskóla mun ræt- ast og gefa fyrirheit um aukinn menningarbrag íslenzkra heim- ila. Sækjum fram til sigurs þessu metnaðarmáli Akureyrarkvenna og raunar allra íslenzkra kvenna!“ - Rafvirkjafélag Akureyrar (Framhald af 8. síðu). fari inn á þá braut að taka fag- lærða menn svo fljótt sem unnt er til þeirra starfa, sem þeim eru ætluð, og að Rafveitan hafi nán- ari samvinnu við rafvirkjastétt bæjarins í þessum málum svo að þau megi leysast á viðunandi hátt bæjarbúum til öryggis og hags- bóta. En til þess að svo megi verða, verður stjórn þessara mála að vera í höndum manna, sem hafa skilning á málunum. „Með lögum skal land byggja.“ Gjöf til nýja sjúkraliússins. — Frá konu á Akureyri kr. 1000.00. Með þökkum móttekið. Guðm. K. Pétursson. Ingólfur Kristjánsson bóndi á Kaupangsbakka lézt í Sjúkrahúsi Akureyrar 9. þ. m. eftir stutta legu. Bjó hann lengi á Gríms- stöðum og Víðirhóli austur, en fluttist hingað fyrir allmörgum árum. Hann ávann sér fljótt vin- áttu og virðingu þeirra er honum kynntust, því að hann var hinn bezti drengur og góður bóndi. — Hann var jarðsunginn sl. mið- vikudag frá Akureyrarkirkju. uppsiglingu þá var rétt að fá að vörun. Eg er greinarhöfundi sammála um eitt atriði: Samvinnustefnan nær of stutt hér hjá okkur. En hún mun aldrei komast neitt áfram "á þróunarbrautinni með stuðningi starblindra sovétdýrk- enda, sem ekkert mega sjá eða gera fyrr en línan er fengin úr austri. Því að samvinnustefnan byggist á þroska einstaklingsins sem þátt tekur í samtökunum, en ekki á undirlægjuhætti og hugs- unarlausri og skilyrðislausri hlýðni kommúnista við valdhaf- ana í Morskva. L. Messað í Akurcyrai'kii ’ 'u n.k, sunnudag kl. 2 e. h. — P. S. Kaþólska kapcllan (Eyrar- landsvegi 26). Lágmessur alla sunnudaga og aðra helga kl. 10.30 árdegis. Á sunnudaginn er 3. sunnudagur eftir þrettánda og Tímóteusmessa. Öllum er heimill aðgangur að öllum messum. Meistaramót Bridgefélagsins 1954. Hin árlega meistarakeppni B. A. hófst þriðjudaginn 19. þ. m. í Verkalýðshúsinu við Strand- götu. Sveitir sem þátt taka í keppninni eru: Sveit Baldvins Ólafssonar, sveit Friðriks Hjalta- líns, sveit Halldórs Helgasonar, sveit Hallgríms Benediktssonar, sveit Karls Friðrikssonar og sveit Mikaels Jónssonar. í fyrstu um- ferð spila saman Mikael og Bald- vin, Friðrik og Halldór, Karl og Hallgrímur. Spilað verður á u'iðjudögum og sunnudögum. Æskulýðsheimilið ir Varðborg er opið þriðjud. kl. 5—7 fyrir unglinga 12—15 ára og 8—10 fyr- ir 16 ára og eldri. — Fimmtudaga opið á sama tíma. — Föstudaga kl. 5—7 fyrir ungl. 12—15 ára og laugard. fyrir 16 ára og eldri kl. 5—7. Mánaðarskírteini fást á sömu tímum. Heimilisiðnaðarfélag Norðufl. ráðgerir að byrja bókbands- og saumanámskeið á næstunni. Upp- lýsingar í símum 1488 og 1026. Hjúskapur. Laugardaginn 16. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band af vígslubiskup séra Friðrik J. Rafnar, Akureyi'i, ungfrú Sól- veig Guðmundsdóttir og Eiður Jónsson, bóndi í Grýtu í Eyjafirði, og Helga Kristrún Jónsdóttir, Ingimundarsonar og Jóhannes J. Björnsson, Akureyri. — Heimili þeirra er að Norðurgötu 36, Ak. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 200 frá Á. S. Þakkir Á. R. í hjúskapartilkynningu í síð- asta Degi misritaðist nafn Berg- þóru Jónsdóttur (Pálssonar smiðs), en þar er hún nefnd Bergljót, sem er rangt. í síðasta tölublaði Dags er birtur listi yfir gjafir og áheit á Svalbarðsstrandarkirkju. Þar mis ritaðist gjöf frá Theódór Laxdal kr. 100.00, átti að vera kr. 1000.00. Til viðbótar kr. 50.00 frá Magneu Bergvinsdóttur. K. A. Fundur í Varðborg n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Skorað á alla knattspyrnumenn að mæta, svo og aðra, sem áhuga hafa fyrir inniæfingum í íþróttahúsinu. — Stjórnin. Góðar kvikmyndir. Skjaldborg- arbíó sýndi í þessari viku mynd eftir verðlaunaleikritinu Harvcy (Ósýnilega kanínan), sem nú er verið að leika í Þjóðleikhúsinu. Um þessar mundir er Skjaldborg- arbíó að sýna Vonarlandið, sem kölluð hefur verið mynd hinna vandlátu. Þetta er heimsfræg ítölsk stórmynd, sem fengið hef- ur 7 fyrstu verðlaun, enda er myndin talin listaverk, hrífandi og sönn. Sýningar verða óslitið í Samkomuhúsinu fyrst um sinn, þar sem Leikfélag Akureyrar mun nú hafa lokið sýningum, þar til annað leikrit verður sett á svið. Strandarkirkja. Áheit frá N. N. kr. 100. — Áheit frá Z. Z. kr. 50. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá S. S. — Kr. 20 frá N. N. Sveitarforingjar Æskulýðsfél. eru beðnir um að hafa reiðubúið yfirlit yfir desember er þeir mæta á sameiginlega fundinum í kap- ellunni kl. 5 e. h. á morgun. Strandarkirkja. Áheit frá K. B. kr. 50. — Áheit frá N. N. kr. 50: — Áheit frá A .V. kr. 100. — Áheit frá J. S. kr. 200. — Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá G. B. Mótt. á afgr. Dags. Röng fregn um trúlofun. — f blaðinu á miðvikudaginn birtist fregn um trúlofun ungfrú Gunn- hildar Björgúlfsdóttur og Helga P. Árnasonar, Húsavík. — Það hefur nú komið í ljós, að fregn þessi, sem var hringd til blaðsins frá stúlku hér í bænum, er röng. Nafn stúlku þessarar, sem er frá Húsavík, og tveggja vinstúlkna hennar, sem að þessu stóðu, er kunnugt blaðinu, lögreglunni og hlutaðeigendum. — Er hér um óvenjulegt óþokkabragð að ræða. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Möðruvöllum, sunnu- daginn 31. jan. kl. 1,330 e. h. — Hólum, sunnudaginn 7. febrúar kl. 1,30 e. h. — Grund, sunnudag- inn 14. febrúar kl. 1,30 e. h. — Kaupangi, sunnudaginn 21. fe- brúar kl. 2 e. h. — Munkaþverá, sunnudaginn 28. febrúar kl. 1,30 e. h. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá G. B. — Kr. 50 frá H. R. — Kr. 25 frá J. K. — Kr. 100 frá K. J. — Mótt. á afgr. Dags. I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstk. mánudag kl. 8.30 e. h. Innsetning embættismanna. Lesin stutt saga. i Sýnd 20 mín. kvikmynd. Farið í j leiki. Skákfélag Akureyrar teflir n.k. sunnudag við skákmenn í Hörg- árdal á 10—12 borðum. Lagt verður af stað frá Hafnarstræti 88 kl. 12.45 á sunnudag. — Þeir meðlimir, sem vilja fara með, tal- ið við Jón Ingimarsson, sími 1544. - „Köttur úti í mýri (Framhald af 4. síðu). allt í einu að fara að gangast fyrir stofnun iðnaðarfyrirtækja, sem veita vai'anlega atvinnu. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að stuðningi við hraðfrystihúsmálið er lofað í öðrum paragraf boðorð- anna og er því ekki átt við það fyrirtæki, því að fyrirheitið um ný iðnver er að finna í 3. lið. Heildarmyndin af óskalista Sjálfstæðismanna, með varnögl- um og fyrirvörum, er í sem stytztu máli, að flokkurinn vill „stuðla að“ því að „athugun fari fram“ á því hvort „möguleikar“ séu fyrir hendi til þess „stuðla að því“ að unnið verði að ýmsum almennum framfaramálum „eftir því sem framast er unnt“, „fáist til þess fjármagn frá ríkinu“. Á þessa runu vantar ekkert nema endir sem löngum hefur þótt henta þjóðsögum af þessu tagi: Köttur úti í mýri, setti upp á séí stýri, úti er ævintýri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.