Dagur - 23.01.1954, Síða 4

Dagur - 23.01.1954, Síða 4
4 D A G U R Laugardaginn 23. janúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: ?} Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 ?> Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. !:? Prentverk Odds Björnssonar h.f. >? [? Pólitískar blekkingar í sambandi við skattamál ÞEGAR gengið var til bæjarstjórntykosninga hér á stríðsárunum, klofnaði Skjaldborgarfélagið nafntogaða út úr Sjálfstæðisflokknum og bauð sérstaklega fram hér. Þessi deild flokksins gerði það þá að aðalmáli sínu í kosningunum, að leggja bæri tvöfaldan skatt á samvinnumenn í bænum og hélt því fram, að til þess að koma þessu í kring væri engum trúandi nema fyrirliðum Skjaldborg- ar, ekki einu sinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þessi áróður varð íslendingi tilefni til þess, að minna þessa bandamenn Sjálfstæðisflokksins á þau sannindi, að útsvör og skattar eru lagðir á samkvæmt landslögum en ekki geðþótta bæjar- fulltrúa, og lét blaðið svo ummælt, að engu skipti fyrir þessi málefni, hvort samvinnumenn eða and- stæðingar þeirra ættu sæti í bæjarstjórn. Þegar þetta gerðist var ísl. í nauðvörn vegna klofnings- starfsemi Skjaldborgarmanna og þá rataðist hon- um satt á munn um vald bæjarstjórna til að skatt- leggja einstaklinga og samvinnufélög. En síðan þetta gerðist hefur fátt verið mælt af skynsemi eða sanngirni í blaðinu um þessi efni og þó hefur blaðið þau á oddinum í hverjum kosningum. fsl. byrjar að vísu óvenju seint á skattamálavísindum hér er um að ræða sést bezt á því fræga dæmi að eitt stríðsárið, er Kveldúlfur í Reykjavík hafði fleiri milljón króna tekjur, var lagt 100 þús. kr. útsvar á fyrir- tækið. Ríkið skattlagði afganginn og skilaði Reykjavík nokkrum hluta þeirra skatta. Eftir sömu röksemdafærzlu og frammi er höfð í fsl. heitir þetta, að Kveld- úlfur hafi notið „skattfríðinda" og skotið sér undan að bera „eðlileg- an hluta skattabyrðanna" í Rvík. Hvaða kaupfélagssjónarmiðum var bæjarstjórnaríhaldið í Rvík að þjóna með þessu útsvarsálagi á Kveldúlf, ísl. sæll? UM ÁKVÆÐI skattalaga al- mennt gagnvart samvinnufélög- um og einkarekstri er það að segja, að allar breytingar skatta- laga hér á landi undanfarin ár hafa miðað að því að gera að engu þá ívilnun, sem skattalögin frá 1921 veittu, enda eru þau að mestu horfin. Allar skattahækk- anir síðustu ára hafa komið jafnt niður á samvinnufélögum og öðr- um. Ekki hafa þau verið undan- þegin söluskatti, tekjuskattsvið- auka né stríðsgróðaskatti. Sam- vinnufélögum er heimilt að leggja 1/3 tekna í varasjóð, skattfrjálst, enda mega þau ekki greiða vara- sjóð sinn til félagsmanna, en hlutafélög hafa einnig rétt til að leggja 1/5—1/3 í varasjóð og mega þó greiða hluthöfum vara- sjóð sinn — Hinn raunverulegi þyrnir í augum Sjálfstæðismanna er, að ekki skuli heimilt að skatt- leggja endurgreiðslu kaupfélaga til félagsmanna sinna sem nýjar tekjur. — Með öðrum orðum: að ekki skuli heimilt að láta Jón Jónsson borgara greiða skatt af nokkrum hluta tekna sinna tvisvar, fyrst samkv. tekjufram- tali hans sjálfs, og síðan aftur af þeim hluta, sem kaupfélagið skil- ar honum aftur sem endur- greiðslu á vörukaupum fyrir þessar sömu tekjur. Hliðstætt væri að skattleggja afslátt af vör- um hjá kaupmanni, t. d. mismun upphaflegs verðs og verðs á út- sölu. Slík skatthheimta þekkist hvergi á byggðu bóli þar sem lýðfrelsi og félagsfrelsi er við- urkennt, enda væri með henni stefnt að því að svipta nienn möguleikum til þess að liafa félagsskap um verzlun sína og aðrar eðlilegar athafnir. Það er líka ofan á allt þetta furðulegur máiflutningur að halda því fram, að Samb. ísl. samvinnufélaga, sem er langsam- lega hæsti skattgreiðandi í land- inu, og KEA, scm er langhæsti skattgreiðandi hér í bæ, séu sem næst skattfrjáls fyrirtæki. — Ef samanburður er gerður á skatt- greiðslum KEA og t. d. einkafyr- irtækis hér, sem selur vörur fyrir um 1,5 millj. kr. á ári, eða um 13 —14 sinnum minna en KEA, kem ur í ljós, að einkaverzlunin ber hlutfallslega minni skatta en kaupfélagið. Hún greiðir um 13 þús. kr. til bæjarins meðan KEA greiðir yfir 300 þús. fyrir utan fasteignaskattinn, sem nemur hundruðum þús., — útsvar, stríðsgróðaskatt og samvinnu- skatt. Skattamálaspeki ísl. er því sem fyrr pólitískt áróðursbragð, miðað við atkvæðaveiðar en ekki sannleika né réttlæti. sínum að þessu sinni, og mun seinna en í síðustu bæjarstjómarkosningum. Mun það valda, að í þeirri hríð fór blaðið hrakfarir miklar og varð bert að ósannindum og blekkingum í sambandi við skattamál, enda hafa þessi „vísindi“ blaðsins ao mestu legið í þagnargildi síðan. En kröfur ým- issa nasbráðustu og óbilgjörnustu fylgismanna blaðsins munu nú hafa verið orðnar svo háværar í innsta hringnum, að blaðið sér sig tilneytt að hefj- ast handa. Og árangurinn er svo enn ein endur- prentunin á skattafræðinni og birtist í blaðinu sl. miðvikudag. ÞAÐ ER einkenni á öllum skrifum Sjálfstæðis- manna um þessi efni, að þeir forðast sem heitan .eldinn að gera glögga grein fyrir því, hver séu hin raunverulegu ákvæði landslaga um skattheimtu af samvinnurekstri og einkarekstri og það er stað- reynd, sem auðvelt er að kanna, að margir þeir, sem hæst tala um skattfríðindi, kunna lítil sem engin skil á lagabókstafnum um þetta efni. Á það hefur verið bent hvað eftir annað hér í blaðinu, að í öllum skrifum ísl. um útsvarsálögur er hvergi minnzt á eftirfarandi ákvæði skattalaga frá 1942, svohljóðandi: Meðan ákveðið er í lögum, að greiða skuli 90% samtals í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr., er óheimilt að leggja tekjuútsvör á þann hluta af hrcinum tekjum gjaldcnda, sem eru um- fram 200 þús. krónur. — Þetta þýðir í framkvæmd, að ekkert bæjarfélag getur lagt útsvar á meiri tekjur en 200 þús. kr., en ríkið tekur sér einkarétt á allri skattlagningu tekna, sem eru umfram þessa upphæð. Bæjarfé- lögin fá að vísu hluta þeirra skatta aftur frá ríkinu, en hvergi nærri nógu háan hlut. Á þetta hefur oft verið bent hér í blaðinu, en aldrei á þetta minnzt í „ísl.“, sem eðlilegt er, af því að blaðið vill að fólk viti sem minnst um þessi ákvæði. En hvað FOKDREIFAR Hugleiðingar um Húsmæðraskóla Akureyrar. Húsmóðir í bænum skrifar blaðinu: „ER EG lít út um eldhúsglugg- ann minn blasir hið reisulega hús Húsmæðraskóla Akureyrar við augum. En jafnvel nú í skamm- deginu er lítið um ljós í þessari óska-höll Akureyrarkvenna. — Þetta talar sínu máli. Hér eru engin starfsglöð og ánægð hús- mæðraefni að námi. Þetta er raunar alkunnugt mál, því að hver hefur ekki heyrt talað um nú muni helzt til ráða að flytja hingað Húsmæðrakennaraskóla íslands til þess að nota húsnæði skólans hér eitthvað? Svo algjör uppgjöf er þó ekki öllum að skapi, og væri ekki í samræmi við bar- áttusögu kvenna hér við að koma upp þessari menntastofnun. — Myndirnar frá liðnum árum koma skýrar í hugann, hver af annarri. Þær voru margar, Akureyrar- konurnar, er komu saman í stóra- salnum í Samkomuhúsinu, og bundust samtökum um að vinna ötullega að byggingu húsmæðra- skóla hér. Allar voru vonglaðar og fullar áhuga og töldu þetta mikið nauðsynjamál. Engri datt í hug, að ekki væri hér þörf og nóg verksvið fyrir slíkan skóla, því að reynslan var búin að sýna, hversu ómetanlega mikilsvirði kvennaskólavist var tilvonandi húsfreyjum þessa lands, en oft mjög erfitt að komast í slíka skóla. Margir áfangar, á þeirri erfiðu braut að koma hér upp skóla, standa mér fyrir sjónum, en einna skýrust er myndin af fundi þeim í Húsmæðraskóla- félagi Akureyrar, er hinn óþreytandi formaður þess félags- skapar frá upphafi, frk. Jóninna Sigurðardóttir, kom með teikn- ingu af hinu fyrirhugaða skóla- húsi og skýrði, þá sem oftar, frá för sinni til höfuðstaðar þessa lands og göngu sinni til margra mektarmanna hins íslenzka ríkis og viðtölum við þá. Eftirminnil. er hinn almenni áhugi kvenna hér og hversu við vorum ánægð- ar er við vorum að vinna að því (er við héldum), að búa fram- tíðar-húsmæðrum Akureyrar betri skilyrði til fræðslu en við höfðum sjálfar notið. — En tím- arnir breytast Búið er að taka verklega kennslu upp í gagn- fræðaskólum landsins, þó mun sú kennsla á engan hátt geta komið í stað húsmæðraskólanna, enda ekki þannig hugsuð af nefnd þeirri er útbjó hin nýju fræðslu- lög. Það ætti að vera góð undir- búningsmenntun undir kvenna- skólanám. — Framtíðin mun skera úr því, hvort framtíðar- húsfreyjur þessa lands munu telja of mikið að eyða einum vetri ævi sinnar til að búa sig sérstaklcga undir það vandasama starf er bíð- ur flestra kvenna, þegar 10—12 árum er eytt til að nema almenn fræði. Það mun áreiðanlega ekki verða sú þróun að allir kvenna- skólar reynist forngripir og óþarfir heldur munu málin fá fastara form, er frá líður, og námsáhugi vakna á ný. — Það, að hver einstaklingur þjóðfélags- ins vilji læra og reyni að notfæra (Framhald á 7. síðu). „líötíur áti í mýri .. “ Þá hafa fjórir stjórnmálaflokkar í bænum birt bæjarbúum svokallaðar „stefnuskráryfirlýsingar“ um bæjarmál, og er það nú orðinn fastur siður sumra flokka við hverjar bæjarstjórnarkosningar. Öll eru þessi plögg nauðalík, og vafasamt að al- menningur geri nokkurn greinarmun á þeim. Flest í þeim er almennt orðaðar — og oft loðnar — vilja- yfirlýsingar um að vinna að þessum og hinum mál- efnum, rétt eins og flokkarnir gruni fólk um að hafa ástæðu til að ætla, að fulltrúar þeirra í bæjarstjórn leggi ekki lið almennum málum eins og að tryggja rekstur sjúkrahússins eftir því sem föng eru á, stuðla að því að ræktunarlönd bæjarins gefi sem beztan arð o. s. frv. Þegar á hólminn kemur og í bæjarstjórnina, og kosningarnar eru að baki, er meira en vafasamt, að fulltrúar þessara óskalista- flokka leggi það nokkurn tíman á sig að fletta upp í óskalistaskránni. Þá kemur það á daginn, a. m. k. á meðal þeirra, sem telja sig vera ábyrga fulltrúa, að málin eru afgreidd eftir því sem aðstæður leyfa. Óskalistaprentunin er því ekkert nema svolítil auglýsingabrella, sem þó er svo ófrumleg, að hún missir marks. Framsóknarmenn hafa aldrei soðið saman plagg af þessu tagi fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar og munu heldur ekki gera það nú. Þeir hafa þá trú á dómgreind almennings, að hann velji sér fulltrúa eftir því, hvernig flokkarnir hafa starfað að framfaramálum í bænum á liðnum tíma, og hverjar líkur eru til að þeir hafi í senn vilja, tiltrú og getu til að láta gott af sér leiða, án þess að þeim séu réttir súkkulaðimolar af þessu tagi. i En ef menn nenna að leggja það á sig, að skoða þessa óskalista flokkanna, getur það verið lær- dómsríkt um vinnubrögðin og þá litlu trú, sem höfundarnir hafa á dómgreind almennings. Óska- listi Sjálfstæðismanna er ágætt dæmi um þetta. Þegar þeir lögðu fram svipað plagg í kosningunum 1950, í 9 boðorðum, þá varð einum bæjarmanni að orði, að þótt 10. boðorðið væri þar ekki skráð, væri auðséð hvernig það hljóðaði: Sjálfstæðisflokkurinn væntir þess, að varnaglarnir og fyrirvararnir bili ekki! Þessi fróma ósk mun enn í fullu gildi í Sjálf- stæðisherbúðunum. Listinn er að vísu nú einu boð- orðinu lengri, en síðasta boðorðið, þótt óskráð sé, hljóðar alveg eins svo sem þetta dæmi sýnir: „.. að bærinn komi upp sambyggingum til leigu eða sölu með hagkvæmum kjörum fáist til þess fjármagn frá ríldnu“. Hann er ekki slakur þessi varnagli! Mikil dæmalaus rausn er þetta, að ætla sér að þyggja hér íbúðir til sölu eða leigu með ofurhag- kvæmum kjörum ef ríkið leggur til peningana! Falla menn ekki í stafi yfir „sjálfstæðisstefnunni“ sem þarna birtist? Annars staðar lýsir flokkurinn því yfir að hann vilji vinna að því að tryggja rekstur sjúkrahússins! Var þörf að segja bæjarbúum það sérstaklega? — Enn segir að flokkurinn vilji láta ljúka sund- höllinni sem þegar er -búið að ákveða að byggja fyrir lánsfé, auk framlags bæjarins! Og enn að ræktunarlöndum bæjarins „sé sýndur fullur sómi“. Já, því ekki það, en vissara hefur þótt að fyrir- byggja þann misskilning að Sjálfstæðismenn vildu viðhafa þar einhvern ósóma og því er bæjarbúum rétt þessi kostulega stefnuyfirlýsing. Annars staðar í boðorðunum er þess getið að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist efla þann iðnað, sem fyrir er í bænum. Er iðnaður samvinnufélaga með- talinn? Skrif ísl. gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Enn segjast foringjar Sjálfstæðismanna hér, sem ísl. nefnir stundum „máttarstólpa bæjarfélagsins“, ætla að stuðla að því að hér rísi upp ný iðnaðarfyr- irtæki, sem veiti sem mesta og varanlegasta atvinnu. Ekki skal þetta lastað, fremur en aðrar frómar óskir, en einhver kjósandi kynni að spyrja, hvar séu efnd- ir á svipuðu fyrirheiti í kosningaloforðalistanum frá 1950. Hvaða nýjum iðnaðarfyrirtækjum hafa broddar Sjálfstæðisflokksins hér komið á fót síðan 1950? Batnandi mönum er að vísu bezt að lifa, en einhver lífsvenjubreyting má verða meðal efstu manna á lista Sjálfstæðisflokksins ef þeir ætla nú (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.