Dagur - 17.03.1954, Síða 1
DAGUR
kemur næst út á reglul.
útkomudegi, miðvikudag-
inn 24. marz.
Dagur
ÁSKRIFTARSÍMI
blaðsins er 1166. Gerizt
áskriíendur!
XXXVII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 17. marz 1954
14. tbl.
Úr rafmótoraverksmiðju SÍS
Eins og greint var frá í síðasta tbl. hefur Samband ísl. samvinnufé-
laga nú hafið framleiðslu á rafmótorum í sambandi við véismiðju
sína, Jótunn í Reykjavík. Er þetía nýjung í ísienzkum iðnaði og
mjög athygllsverð. Myndin er úr verks-miðju SÍS í Reykjavík.
m
tói
Fyrirtækið er stærsta verksmiðia landsins -
getur framleitt 18 þúsund lestir köfnunar-
efnisáburðar^- 4-5 þús. lestir til vors
nemen
sl iðnaði sam-
Náttúrugripasafninu
gefið fallegt fiðrilda-
safn
Náttúrugripasfninu hér hef-
ur borizt falleg og myndarleg
gjöf. Er það brasilískt fiðrilda-
safn, um 50 tegundir fallegra og
skrautlegra dýra og eru þau
uppsett í 2 römmum cr verða
hengdir upp á safninu. Gef-
endurnir eru þeir Bjami
Gestsson og Óli Þorsteinsson,
hásetar á m.s. Arnarfelli, sem
kom úr Brasilíuför sinni nú
fyrir skömmu og hingað norð-
ur í sl. viku. KriStján Geir-
mundsson telur þessa gjöf ein-
hverja þá skemmtilegustu og
beztu, sem safninu hefur bor-
izt. Fiðrildin eru af mörgum
stærðum, mjög stór cg öll lit-
skrúðug og falleg. Þá eru og
nokkrar bjöllur í safni þessu.
Þá hefur safninu nýlega bor
izt gjöf frá frú Sigríði Davíðs-
son hér í bæ, nokkrir náttúru-
gripir, sem safnað var um alda
mót sl. við Húnaflóa. Eru í því
safni kórallar og steinar og
nokkrar eggjategundir, þ. á. m
smyrils- og fálkaegg.
Hinn 7. marz s.l. var fyrsti
sekkurinn með íslenzkum áburði
fylltur í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi. Vom þá liðnir rúmir
22 mán. frá því cr framkvæmdir
hófust, en þær hófust 28. apríl
1952. Gert er ráð fyrir, að verk-
smiðjan framleiði til vors 4—5
þús. tonn, en í fyrra varð köfnun-
arefnisáburðarþörf landbúnaðar-
ins 10. 5 þús. tonn.
Talsvert vantar á að bygging-
arframkvæmdum sé lokið, en
sérstök áherzla hefir verið lögð
á þann hluta, sem snertir fram-
leiðsluna beinlínis.
Hráefni og orka.
Áburðurinn er búinn til úr lofti
og vatni. Vatnið er fengið úr ánni
Nýja SÍS-skipið heitir
Litlafell
Hið nýja olíuflutningaskip SÍS
kom til Reykjavíkur í sl. viku og
var formlega afhent hinum nýju
eigendum. Hlaut skipið nafnið
Litlafell og er heimahöfn þess á
ísafirði. Skipstjóri á Litlafelli er
Bernharð Pálsson, en hann er
ættaður héðan úr bænum. Litla-
fell er fimmta SÍS-skipið og bæt-
ir úr brýnni þörf.
Korpu. Er það leitt í 50 cm. píp-
um 2800 m. og getur leiðslan flutt
250 lítra á sek. Orkan, sem til
framleiðslunnar þarf, er eingöngu
raforka. — Föst orkuþörf verk-
smiðjunnar er 3100 kw. en við
mestu framleiðslu getur hún orð-
ið 16 þús.
(Framhald á 7. síðu).
Miðstjórnarfundur
F ramsóknar f lokksins
Á morgun hefst í Reykjavík
aðalfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins. Mun fundurinn
standa fram um helgi.
r
48 nemendur viðskiptadeildar Háskóla Islands
komu hingað flugleiðis í boði SÍS og kynntust
verksmiðjum Sambandsins
Laust eftir hádegi sl. föstudag kom hingað flugleiðis fjölmennur
hópur háskólanemenda þeirra erinda, að kynnast af eigin raun
verksmiðjurekstri SÍS hér á staðnum. Hafði Vilhjálmur Þór for-
stjóri boðið viðskiptadeild Háskóla íslands að scnda nemendur
hingað í slíka kynnisför og kostaði Sambandið ferðina.
Leiðsögumenn norður voru
þeir Ólafur Björnsson prófessor,
Harry Frederiksen, framkv.stjóri
Iðnaðardeildar SÍS, og Kristinn
Gunnarss. hagfræðingur, starfs-
maður SÍS. En hér á Akureyri
leiðbeindu verksmiðjustjórar SÍS
hópnum. í förinni voru 48 stú-
dentar, flestir af Suður- og Vest-
urlandi.
Áherzla lögð á raunhæf kynni.
\
Þegar eftir komuna til Akur-
eyrar bauð Sambandið til há-
degisverðar að Hótel KEA og
voru þar mættir allir verksmiðju-
stjórar Sambandsins hér og fram-
kvæmdastjóri KEA. Harry
Frederiksen bauð gestina vel-
komna og lýsti í ræðu starfsemi
iðnaðarstofnana Sambandsins hér
og því hlutverki, sem Akureyri
gegnir í iðnresktrinum. Líkti
hann bænum við Manchester á
Bretlandi, sem er höfuðmiðstöð
brezku samvinnufélaganna. Þá
ræddi hann og almennt um iðnað
og gildi hans fýrir þjóðarþúskap-
inn.
Olafur Björnsson prófessor
þakkaði Sambandinu boðið með
ræðu, og lagði áherzlu á, að slík
Frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um tollskrá var til
1. umræðu í Efri deild á Alþingi
í fyrradag. Stefnir frumvarpið að
því að lækka stórlega tolla á inn-
fluttum hráefnum til iðnaðarins.
Hins vegar verða ekki hækkaðir
tollar á fullunnum iðnaðarvörum.
Frumvarpið er samið af nefnd,
sem fjármálaráðherra skipaði
fyrir tæpu ári. Utflutningur ís-
lenzkra iðnaðarvara er það íak-
mark, sem frumvarpið greiðir
fyrir, að náist sem fyrst.
Gera má ráð fyrir, að frv. þetta,
ef að lögum verður, hafi í för
meo sér tekjumissi fyrir ríkis-
sjóð er nemur 5 millj. kr.
Meginatriði þessa frumvarps
er lækkun á tollum á hráefnum
fyrir innlendan iðnað. Er í því
efni aðalbreytingin sú, að mjög
víða þar sem iðnaðarhráefni eru
nú í tollskránni tolluð með 7 aura
vörumagnstolli og 8% verðtolli,
þá er í frumvarpinu gert ráð fyr-
ir, að vörumagnstollurinn verði
felldur niður og verðtollurinn
lækkaður úr 8% í 2%. Auk þess
eru svo ýmsar aðrar lækkanir í
öðrum tollflokkum.
Eysteinn Jónsson, fjórmálaráð-
herra, fylgdi frumvarpinu úr
hlaði. Sagði hann að órið 1950
hefði verið breytt um viðskipta-
stefnu með gengislækkuninni.
Iiefði iðnaðurinn þá orðið að
standast heilbrigða samkeppni
við erlendar iðnaðarvörur, og
hefði i-eynslan nú sýnt, að hann
hefði getað staðist þessa raun.
Hann sagði, að iðnaðurinn
væri orðinn mikilvirkur aðili í
þjóðarbúskapnum. Árið 1950
hafði rúmlcga fimmti hluti
þjóðarinnar framfæri sitt af
hreinum iðnaði eða 21%, þar af
5,7% við fiskiðnað, en auk þess
unnu 10% við byggingar og
vegagerð og 1,5% við raf-
magns-, gas- og vatnsveitur.
Samtals unnu þá við iðnað
32,5% eða um þriðjungur þjóð-
arinnar.
Ráðherrann sagði, að lífs-
kjör þjóðarinnar færu eftir því
í framtíðinni, hvort hún gæti
(Framhald á 8. síðu).
raunhæf kynni af starfandi fyrir-
tækjum væru ávinningur fyrir
nemendur viðskiptadeildarinnar,
sem flestir gerast annað tveggja
hluttakendur í verzlunar- og
iðnaðarstarfinu eða opinberir
starfsmenn. Prófessor Ólafur
ræddi nokkuð um rekstursform
og mismunandi skoðanir manna
á gildi þeirra, en taldi, að mestu
máli skipti, hvernig fyrirtækin
væru rekin. Fór hann lofsamleg-
um orðum um forustumenn sam-
vinnufélaganna fyrr og síðar og
bar að lokum fram þakkir fyrir
skemmtilegt boð norður í land á
vetrardegi.
Verksmiðjur heimsóttar.
Að hádegisverði loknum var
hópnum skipt í flokka og hófst
síðan kynnisför um verksmiðjur
Sambandsins og voru verk-
smiðjustjórnir hér leiðsögumenn.
Skoðaðar voru verksmiðjurnar
Gefjun, Ullarþvottastöðin, Iðunn,
sútun og skógerð, Fataverksmiðj-
an Hekla og Sápuverksmiðjan
Sjöfn.
Háskólanemendunum þóttu
þessi kynni af iðnaði Sambands-
ins hér harla lærdómsrík og létu
margir í ljósi undrun yfir því,
hversu stór í sniðum þessi iðnað-
ur er, sérstaklega á Gefjuni, en
fæsta mun hafa órað fyrir því, að
þar væri að sjá svo voldugt og
nýtízkulegt fyrirtæki. Töldu
ýmsir nemendur, að allt of fáir
þjóðfélagsþegnar gerðu sér ljóst,
(Framhald á 7. síðu).
Akureyringar í 2. og 3.
sæti á skautamótinu
Skautamóti íslands er nýlega
lokið í Reykjavík. Meðal þátttak-
enda voru tveir Akureyringar,
bræðurnir Björn og Guðlaugur
Baldurssynir, úr Skautafélagi
Akureyrar. Varð Björn 2. mað-
ur á mótinu en Guðlaugur 3. —
Sigurvegaii varð Kristján Árna-
son, Reykjavík. — í. 4. sæti varð
Jón R. Einarsson, Reykjavík.