Dagur


Dagur - 17.03.1954, Qupperneq 5

Dagur - 17.03.1954, Qupperneq 5
Miðvikudagimi 17. marz 1954 DAGUR 5 Þegar þetta er ritað hefur Leik- félagið þegar haft tvær sýningar á Skugga-Sveini og báðar við húsfylli. Þetta sýnir þegar, að leikrit Matthíasar er enn ástsælt mcðal leikhúsgesta hér um sléðir. Þótt heimsstyrjöld hafi gengið yfir mannheim síðan leikurinn var síðast sýndur hér, og flestu hafi verið umturnað, hefur engin breyting orðið á vinsældum Skugga-Sveins meðal íslendinga. Komi Skugga-Sveinn á fjalirnar, hvort sem er hér eða annars stað- ar, er þröngt á leikhúsbekkjum, þótt þunnskipað kunni að vera endranær. Ymsum gengur erfiðlega að skilja það aðdráttarafl, sem leik- ur Matthíasar virðist gæddur í svo ríkum mæli. Ef dæmt er út frá þrengsta leikrænu sjónar- miði, virðist verk hans ekki lík- legt til langlífis. Hann kallaði það sjálfur „ómerkilega gjört“ og kvaðst hafa „sullað eða skrúfað“ saman. Leikurinn er nú að vísu verulega breyttur frá fyrstu gerð og betur til sýninga fallinn, en samt kom í ljós í upphafi, að fyrsta mat Matthíasar sjálfs mundi ekki standast dóm reynsl- unnar. Og ástæðan var sú, að honum tókst að sveipa efnið töfr- um þjóðsögunnar og opna al- menningi sýn til dýrðarheima ís- lenzkra öræfa. Með þessum töfra- sprota snart hann áhorfendur þegar á hinni fyrstu sýningu, og enn í dag lýstuP þessi sproti áhorfendur. Þótt flestir hafi oft séð leikinn áður og kunni gjörla skil á per- sónum og atburðum — jafnvel á hálfum og heilum „rullum“ — halda menn með eftirvæntingu til leikhússins. Og þegar upp er staðið, mun flestum fara svo, að þeir viðurkenni með sjálfum sér að þeir hafi hrifizt af leiknum, hin hrjúfa þjóðsaga hafi snert strengi í sál þeirra og minnt á, að römm er sú taug, er dregur alla íslendinga að sögu þjóðar- innar, menningu hennar og dá- semdum íslenzkrar náttúru. —o— Þjéðleiki — eins og Skugga- Sveinn er nú orðinn — er erfitt að sýna, og oft vanþakklátt. Áhorfendur geyma í minninga- sjóði myndir af persónum leiks- ins og jafna þeim til þeirra, er þeir sjá á sviðinu. Þegar um er að ræða svo rómantískan sjón- leik, er hætt við, að matið verði ekki ævinlega sanngjarnt. Ýmsir leikendur hafa unnið sína fræg- ustu sigra í hlutverkum í þessum sjónleik og mynd þeirra er fast mótuð í vitund áhorfenda. Þeim, sem á eftir koma, er mikill vandi á höndum. Þeir mega ekki vera stælingar á fyrri leikendum, en þó verða þeir að halda hlutverk- unum í þeim skorðum, sem al- menningur telur hæfa á persón- um þjóðleiksins. í sýningu þeirri, er hér um ræðir, má segja að mæta vel hafi tekizt að rata þetta meðalhóf. Skiptar skoðanir munu vera um skipun nokkurra hlutverka, eins og um frammistöðu leikenda yf- irleitt. Menn vega og meta á vog- arskál minninganna frá fyrri sýningum og þykir ýmist betra eða lakara. Þannig mun og ævin- lega verða, er slíkir sjónleikir, sem fyrir löngu eru almennings- eign, eru settir á svið. En ekki varð annars vart á frumsýning- unni á fimmtudagskvöldið en að fólk skemmti sér ágætlega og fylgdist með leiknum af lífi og sál. Jón Norðfjörð héfur búið leik- inn á svið fyrir Leikfélagið. Er sviðsetningin í hefðbundnum stíl, en þó er leikurinn nú sýndur í heild sinni, eftir útgáfunni frá 1897, og er þar heil „sena“ sem ekki var á sýningunni 1935, en það eru viðskipti Galdra-Héðins og kotunganna, og er það atriði bráðskemmtilegt þegar vel er með það farið eins og var hér í þetta sinn. Stofuatriði leiksins virðast á ýmsan hátt fátæklegri nú en stundum hefur áður verið og óvíst, að allir sætti sig við að hugsa sér að gluggi á stofunum sé hvergi nema á fjórða veggn- um, en þetta verða menn þó að láta sér lynda. Búningar eru og nokkuð breyttir. Búninga stú- dentanna kann eg illa við. Þeir minna fremur á vikadrengi á er- lendum gistihúsum en hrausta Hólasveina á fyrri tíð. Það mun og orka tvímælis, hvort útprjón- aðir „Færeyingar“ séu viðfelldn- asti búningur útilegumannanna. Fleira mætti tína til, sem mis- jafnlega fellur í geð, en ástæðu- laust að rekja það í löngu máli, enda sumt smekksatriði eitt. —o— Skugga-Svein leikur að þessu sinni Eggert Ólafsson, og er hlut- verkið óvenjulega erfitt, því að fyrrirennari hans, Jón Stein- grímsson, er áhorfendum enn í fersku minni, og Skugga-Sveinn hans í senn tröllaukinn og mannlegur — nær því viðkvæm- ur — í raunum sínum. Eggert nær allvel að sýna heift og ofsa útlagans. Hann er raddmaður allgóður og skapmaður er Sveinki hans, en e. t. v. jafn-hrjúfari allt í gegn en til er ætlast. í nætur- heimsókninni hjá sýslumanni gerizt Sveinki gamansamur og nær Eggert beztum tökum á þeim þætti. Ljóður er það á leik hans, að framsögn er sums staðar ekki nógú skýr. Þótt Eggert bæti litlu við túlkun þá á hlutverkinu, sem áður hefur sést hér, og skilji nokkuð eftir, leysir hann vanda- samt og erfitt verkefni sómasam- lega af hendi. Lögréttumanninn og stórbónd- ann í Dal leikur Hólmgeir Pálma- son. Hann leikur látlaust, en nær ekki tökum á hlutverkinu, enda vafasamt að honum hæfi þetta hlutverk. í vitund fólks er Sig- urður í Dal vörpulegur maður, stilltur vel en þéttur fyrir, má gjarnan vera rómsterkur og allur hinn karlmannlegasti. Hólmgeir stríðir við þessa fyrirfram gerðu mynd í huga áhorfendanna, en hans gerð af bóndanum í Dal gengur með skarðan hlut frá borði í þeirri viðureign. Ástu, dóttur hans, leikur frú Björg Baldvinsdóttir. Hún er í þessu hlutverki, eins og ævinlega áður, einkar geðþekk á sviðinu, bezt þegar á reynir, og hægt er að koma skapgerðarleik við. Hún hefur látlausa en fallega söng- rödd og fer einkar vel með Ijóð og lög, sem eru gildur þáttur alls sjónleiksins. Guddu leikur frú Sigurjóna Jakobsdóttir. Frúin sýnir okkur Guddu með nokkrum öðium hætti en venjulegt er. Hún legg- ur minni rækt við að gera hlut- verkið kómískt en sumir fyrir- rennarar hennar, en gerir Guddu að eftirminnilegri og fastmótaðri persónu í leiknum. Skiptar skoð- anir munu um túlkun hennar á hlutverkinu, en þá manngerð, sem frúin hefur kosið að sýna, leikur hún vel. Gvend smala leikur Guðmund- ur Ágústsson. Persónan er ekki sannfærandi; smalinn er hér gerður afkáralegri og heimskari en rétt er. Hann á vísast að vera heimóttarlegur og þunnur, en ekki alger fáráðlingur. Jón sterka leikur Valdimar Jónsson. Valdimar er góður gam- anleikari, en yfirdrífur í þessu hlutverki og framsögn hans er ekki nógu skýr. Lárenzíus sýslumann leikur Vignir Guðmundsson. Hann er hressilegur og valdsmannlegur á sviðinu. Gerfi hans er gott. Hon- um tekst oft vel upp, t. d. er hann hittir stúdentana fyrst. Þar er leikur hans skemmtilegur og til upplyftingar fyrir sýninguna. Margréti, hjú sýslumanns, leik- ur frú Matthildur Sveinsdóttir. Hún gerir þessu skemmtilega hlutverki góð skil, er eðlileg og syngur vel. Frammistaða frúar- innar vekur ánægju leikhúsgesta. Hróbjart, annað hjú sýslumanns, leikur Jón Norðíjörð. Jóni tekst stundum snilldarlega að bregða upp myndum af skringilegum persónum, og svo er hér. Hró- bjartur er bráðskemmtileg og snarlifandi persóna, beint úr þjóðlífinu sjálfu. Stúdentana frá Hólum leika Haukur Jakobsson og Egill Jón- asson. Eg hef áður drepið á bún- ing þeirra, sem mér falla ekki í geð. Erfitt er að leika þessi hlut- verk svo að eðlilegt sé. Þeim Hauk og Agli tekst það sæmilega, en heldur ekki betur en það. Þeir hafa báðir allgóða söngrödd. Kotungana, Geir og Grana, leika þeir Björn Sigmundsson og Jóhannes Jónasson. Þeir fara báðir þannig með þessi litlu hlut- verk — sem eru aukaatriði í leiknum sjálfum — að unun er á að horfa. Hlutverkin eru bæði lítil, og hlutverk Jóhannesar þó minna, þ. e. orðfærra, en hvort tveggja er, að gerfi, látbragð — og sú litla framsögn, sem um er að ræða — gera persónurnar að hreinustu perlum. Galdra-Héðin leikur Jón Ingi- marsson og gerir þessu litla hlut- verki góð skil. — Harald, úti- legumann, leikur Vilhjálmur Árnason. Matthías sagði sjálfur um Harald, að hann yrði að vera ásjálegur og mikill yfirlits. Hinu fyrra nær Vilhjálmur, og auk þess tekst honum furðuvel að sameina barnið og hetjuna. Hann leikur eðlilega og er laus við alla tilgerð og það skiptir hér miklu máli. Ogmund útilegumann leik- ur Jóhann Ogmundsson. Þetta er þokkasælt hlutverk og Jóhann leikur það vel, Ögmundur hans er bæði karlmenni og drengur góður. Ógæfurúnir eru ristar á andlit hans og orð. Ágæt söng- rödd Jóhanns er honum góð stoð í þessu hlutverki. Ketil Ieikur Tryggvi Kristjánsson. Hann er helzt til skræfulegur og afkára- legur í meðferð hans, en að öðru leyti vel leikinn af Tryggva. Þá hafa verið talin nafngreind hlutverk, en auk þeirra eru varðmenn, vofur, púkar og skrif- ari. Leiktjöldin málaði að þessu sinni Þorgeir Pálsson. Eru ör- æfasenur hans fallegar, einkum þó útsýnið af heiðarbrún. Jakob (Framhald á 7. síðu). Nokkur rök íyrir hækkun kafíiverðsins erlendis Kaffi hefur hækkað hér um röskar 3 kr. kílóið, og er það ekki nema brot af þeirri hækkun, sem orðið hefur annars staðar. Sú heppni mun hafa fylgt okkur, að kaupsýslumenn okkar keyptu verulegt kaffimagn áður en aðal- hækkunin kom fram, en ekki munum við þó orna okkur við iann eld til eilífðar. Spáð er háu kaffiverði um næstu ár. Brasilíu- menn kenna náttúrunni um hækkun kaffiverðsins, en ýmsir hafa dregið þau rök þeirra í efa. Þar á meðal amerísk blöð, sem hafa hvert af öðru sent blaðamenn sína til Brasilíu til þess að kanna ástandið. í Banda- ríkjunum hafa allar stéttir rekið upp ramakvein vegna hækkunar kaffiverðsins, einkum þó kven- þjóðin, og meðal rannsóknar- nefndanna, sem komið hafa til Brasilíu, hefur mjög borið á full- trúum kvenfélagasambanda. — í amerísku blaði var nýlega grein eftir einn rannsóknarann, rituð í Sao Paulo, eða á staðnum, og verður hér á eftir endursagt meginefni hennar. Gefur þar að líta nokkurt mat á sanngjörnu kaffiverði: —o— Hækkun kaffiverðsins, sem hefur komið af stað háværum kveinstöfum í Bandaríkjunum, hefur líka haft óþægilegar afleið- ingar í Brasilíu. í fyrsta lagi hef- ur heill hópur erlendra blaða- manna þyrpst til landsins. Erindi þeirra er að kanna, hvort allt sé með felldu, eða hvort kaffiverðið sé bara tilbúið gróðabrall. Brasi- líumenn eru ekkert hrifnir af þessari innrás. Þó fellur þeim verst, er Bandaríkjamenn og aðr- ar vinveittar þjóðir, kenna þeim beinlínis um kaffiskortinn og verðhækkun þá, sem honum fylgdi. —o— Enginn vafi leikur á því, að fyrir Brasilíumenn er ekki gróði af ástandinu. Nær því 65% af út- flutningstekjunum er kaffisala. Til marks um það er, að á síðustu 10 mánuðum hefur kaffiverð tvö- faldast í smásöluverzlunum i landinu sjálfu. Eg sá á einum stað hvar kaffi var stillt út í búðar- glugga með gimsteinum og rán- dýrum úrum. Meginástæða kaffiskortsins er frost, sem herjaði landið í júlí- mánuði sl. Þetta er versta veður, sem komið hefur þar í landi síðan 1918. Það var einkum Parana- héraðið, sem varð hart úti. Ef maður ferðast í flugvél yfir land- ið nú, má sjá, hvar trén standa ber eins og eftir skógareld, og er svæðið fleiri hundruð fermflur að stærð. Þetta hérað mun ekki geta ræktað kaffi að neinu ráði næstu fimm ár og það var eitt mesta framleiðsluhéraðið áður. Þó var frostið ekki sú meginógæfa, sem stundum er sagt. Það eyðilagði þó ekki alla uppskeruna, heldur um pað bil 20% af henni. En þetta tjón kemur ekki eingöngu í ljós á árinu 1954, heldur á næstu ár- um. Verðlag á kaffi verður því mjög hátt um sinn. —o— Barnalegt væri að halda, að brask kæmi hvergi nálægt þess- ari mynd. Kaffi er, eins og aðrar vörutegundir, háð lögmálum framboðs og eftirspurnar. En það er venjulega gild ástæða fyrir því, hvenær menn selja og hvernig. Þegar frostið kom, sáu útflytj- endur þegar, að skortur á mark- aðinum mundi hækka verðið og þeir festu þegar kaup á uppskeru fram í tímann og það fyrir hærra verð en áður gilti. Og líklegt er, að sumir heildsalar liggi enn á nokkrum birgðum, því að þeir vita, að eftirspurn á enn eftir að vaxa en framboðið að minnka. Brasilíumenn eru engum reið- ari en Bandaríkjamönnum, er þeir þykjast hneykslaðir á þessu, og slíkt hefur borið við í amerísk- um blöðum. Þeir benda á, að flestir spekúlantarnir séu einmitt Bandaríkjamenn, og þeir taka ekki þegjandi við ásökunum það- an um að Brasilíumenn séu að leika sér með kaffimarkaðinn. En það eru þó til bjartari hlið- ar á ástandinu. í Brasilíu hefur lengi verið unnið markvert rann- sóknarefni til að finna kaffiteg- undir, sem þola nokkurt frost. Og fjármagn til þessara rannsókna hefur að verulegu leyti komið frá Bandaríkjunum, aðallega frá Rockefellerstofnuninni. Merki- legum árangri hefur verið náð. En þótt meiri von sé um að frost skemmi ekki uppskeru framtíð- arinnar, geta vísindi nútímans ekki látið kaffiplötnuna vaxa hraðar en henni er eðlilegt. Og það tekur hana 3 ár að ná þroska. Þangað til má búast við háu kaffiverði, jafnvel þótt það kunni aftur að lækka eitthvað frá því sem nú er. ÍBÚÐ Barnlaus hjón óska eftir íbúð 14. maí. Upplýsingar í Gránufélags- götu 1, eftir ld. 7 á kvöldin. Afgreiðslustúlku vantar mig frá aprílbyrjun. Uppl. eftir kl. 7 á kvöldin. Stefán Tryggvason, Hafnarstræti 105.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.