Dagur - 07.04.1954, Page 1

Dagur - 07.04.1954, Page 1
ÐAGUR kemur næst út laugar- daginn 10. apríl. XXXVII. árg. Dagu m Akureyri, miðvikudaginn 7. apríl 1954 ASKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskriíendur! 17. tbl. A leið til Genf 44- e ez -g i— o c k. «'9ST4 TVte. U/VJH»6to«j pojr« Þessi teikning er eftir Ilerblock, sem að jafnaði gerir pólitískar skop- myndir fyrir dagblaðið Wasliington Post í Bandaríkjunum. Friðar- dúfan, mcð Iandabréf Asíu undir vængnum, staldrar við leiðarvísi, sem sýnir leiðina tll Berlínar(fundarins) og Genf (en þar verður stórveldáráðstefna í apríllok). Myndina nefnir Hcrblock: „Allt í járnum — engu hætt — enginn vinningur.“ Samningurinn við Bandaríkín VirSulegar mólfökur við komu forseta Islands fil Danmerkur Hátíðisdagur um gjörvalla Kaup- mannahöfn. Borgin fánum skrýdd Kaupmannahöfn 5. apríl. Einkaskeyti til Dags. Utanríkisráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs á sameinuðu þingi sl. fimmtudag, sama dag og hann lagði af stað til Norðurlanda í fylgd með forseta íslands. Fórust honum orð á þessi leið: „Herra forseti! Eins og háttvirtum alþingis- mönnum er kunnugt hefir rík- isstjórnin ákveðið að eg fari utan í dag, í fylgd með forseta íslands. Eg tel því rétt að gefa háttvirtu Alþingi upplýsingar um það, hvernig ástatt er með samningagerð þá við Bandarík- in, sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur. Samning- um þessum er ekki að fullu lokið. Nokkur atriði eru ekki að öllu leyti frágengin. Hins vegar hef cg fulla ástæðu til að vona, og tel mig raunar geta treyst því, að kröfur þær, sem gerðar hafa verið af okkar hendi, nái, í aðalatriðum, fram að ganga og viðunandi samn- ingar náist. Eg treysti því, að svo snemrna verði Iokið samningagerðinni, að eg geti skýrt háttvirtu Al- þingi frá efni þeirra eftir 12. apríl næstk., en þann dag hef eg ákveðið að koma heim. — Á þessu stigi get eg ekki rætt mál þetta efnislega.“ Nokkrir þingmenn tóku til máls og óskuðu eftir upplýsing- um viðvíkjandi samningnum. — Ráðherra taldi ekki rétt að verða við óskum þingmanna um það að svo stöddu. Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra fylgdi úr hlaði raforkumálafrumvarpi stjórnar- innar sl. föstudag. 1 ræðu sinni sagði ráðherrann m. a. að rúmlega 4000 býli í land- inu væru rafmagnslaus eða hefðu ófullkomið rafmagn. Og að mörg þorp byggju við ófullnægjandi raforku. Þetta nýja frumvarp stjórnar- innar markar tímamót í lífi þjóð- arinnar og boðar bjartari tíma í öllum byggðum á íslandi. Ráðherrann sagði, að ríkis- stjórnin hefði tryggt til fram- kvæmdanna 250 milljón krónur til að rafvæða landið á næstu 10 —15 árum. En á næstu 5—6 árum á stærstu áföngunum að vera náð. Að síðustu drap ráðherrann á að nú fyrst eygðu menn lengi þráð mark og væri það fullkomið Betri þjónusta á veg- um úti Ferðamenn, sem aka í milli Reykjavíkur og Akureyrar nú í vetur komast ekki hjá að taka eftir að meira er nú gert til þess að halda uppi viðunandi þjón- ustu á vegum úti en áður var. Ýta er jafnan til taks í Bakka- seli og önnur á Holtavörðu- hciði. Er veginum haldið opn- um í öllum sæmilegum veðrum. Meira að segja Vaðlaheiðar- vegur er nú oftar ruddur en áður var. Þetta sýnir, að vega- málastjórnin hefur tekið sann- gjamt tillit til þeirrar gagn- rýni, sem haldið hefur verið uppi á ásigkomulagi veganna á vetrum, og eins hitt, að núver- andi samgöngumálaráðherra, dr. Kristinn Guðmundsson, hefur góðan skilning á þörf landsbyggðarinnar fyrir sam- göngur á landi á vetrum ekki síður en sumrum. Draupnir Greinin um Draupni, nýja bát- inn á Hauganesi, er birtist á öðr- um stað í blaðinu í dag, varð að bíða vegna þrengsla um eina viku. Draupnir lagði úr höfn s.l. sunnudag og fór í sinn fyrsta róður í gær. fagnaðarefni, enda væri tæplega hægt að ætlast til þess að fólk vildi búa þar sem rafmagn væri ekki; svo snar þáttur sem það væri í lífskjörum manna. Dauðaslys á Hafnavegi Dauðaslys varð á Hafnavegi aðfararnótt mánudags sl. Tvítug- ur maður að nafni Sturla Finn- bogason frá Seyðisfirði, sonur Finnboga Finnbogasonar og Kapítólu Sveinsdóttur, konu hans, varð fyrir bandarískri átta manna bifreið og beið bana. — DAGUR Næsta tölublaðs Dags kemur út laugardaginn 10. apríl. — Auglýsingar þurfa að hafa borizt fyrir hádegi á föstud. Þegar Kaupmannahafnarbúar komu á fætur í morgun, var borg. þeirra öll fánum skreytt í tilcfni forsetakomunnar. — Hvarvetna blöktu íslenzltir og danskir fánar. 1 verzlunum í miðbænum mátti sjá íslenzku fánalitina og myndir af forsetahjónunum. Veður var mjög fagurt, sólskin og bjartviðri, en talsverð gola og allkalt. —■ Þegar fyrir ldukkan 11 í morgun fór fólk að safnast sam- an á gangstéttum, þar sem gott útsýni var til skrúðfylkingarinnar til konungshallarinnar. Um kfukkan 11 tók danskt stórmenni að streyma að nyrðri tollbúðinni. Meðal þeirra, er fyrst komu þar, var Knútur prins og Matthildur prinsessa og dóttir þeirra. Þá yfirmenn hers, flota og flughers, embættismenn við hirð- ina, forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra, frú Begtrup sendiherra, Sigurður Nordal sendiherra og margir fleiri. Fjöldi manns var alls staðar þar sem útsýni var sæmilegt, þar á meðal margt ís- lendinga. — Klukkan rétt fyrir hálf tólf komu konungshjónin akandi og tóku sér stöðu á hafn- arbakkanum, þar sem fyrir var komið skrautlegu skilti. Allir danskir embættismenn, hirðar og landvarna, voru í Gala- úníformum, en umhverfis stóðu hátíðabúnir lífverðir konungs og Húsarar á hestum sínum. Fánar blöktu hvarvetna. Klukkan hálf tólf stundvíslega renndi Gullfoss upp að hafnar- bakkanum og stóðu forsetahjónin í lyftingu. Lúðrasveit lífvarðarins lék „O guð vors Iands“, en því næst var landgöngubrúin sett og konungshjónin gengu fram rauða dregla á bryggjunni og um borð í skipið. Innan lítillar stundar gekk forsetinn í land, þá konungurinn, síðan forsetafrúin og loks drottn- ingin. Kynnti konungur síðan viðstatt stói-menni fyrir forsetan- um, og síðan var lífverðinum heilsað. — Skotdrunur miklar heyrðust frá Sixtusvirki og hljómsveit lífvarðarins lék fána- söng Dana. Skrautvögnum kon- ungs var þá ekið fram og stigu forseti og konungur í fyrsta vagn- inn, sem dreginn var af fjórum hestum, en síðan forsetafrúin og drottningin, en aðrir fóru í bif- reiðum. Er forsetahjónin voru komin í Iand gekk fylgdarlið þeirra frá borði og fyrstur dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra. Eftir að fylgdarlið forseta hafði verið kynnt fyrir viðstöddum, dönskum embættismönnum og meðlimum konungsfjölskyldunn- ar, hófst skrautför til konungs- hallar og var hvarvetna mikill mannfjöldi á götunum. Þessi fyrsti þáttur hinnar opin- beru heimsóknar forsetans var mjög hátíðlegur og virðulegur, og sýnt að Danir vilja gera förina alla í senn virðulega og vinsam- lega. En andlát Mörtu krónprins- essu Noregs hefur eigi að síður varpað nokkrum skugga á há- tíðahöldin. Fánar voru hér við hún til klukkan tvö síðdegis, en þá dregnir í hálfa stöng. Dagskrá forsetaheimsóknarinnar hér verð ur þó að mestu óbreytt, nema hvað Galasýning í leikhúsinu fellur niður. Hins vegar er nú ráðgert, að hin opinbera heim- sókn försetans til Noregs falli niður. Síðdegis í dag lagði forsetinn blómsveig á minnismerki fallinna Dana í Mindelunden og var það látlaus en mjög hátíðleg athöfn. Konungshjónin fylgdu forseta- hjónunum, en heiðursvörður her- manna stóð við gangstígi. Forset- inn lagði fallegan blómvönd, skrýddan íslenzku fánalitunum að minnismerkinu. Fjöldi manns var viðstaddur. í kvöld er veizla í konungs- höllinni. Á morgun fer forsetinn til Hróarskeldu og heiðrar minningu Kristjáns konungs tí- unda. Dönsku blöðin hafa birt mikið efni um ísland að undanförnu, og ísland er mikið umtalað í borg- inni síðustu daga,. og einkum í (Framhald á 7. síðu). Sex blaðamenn til Dan- merkur 025 Noregs Danska og norska utanríkis- ráðuneytið buðu sex íslenzkum blaðamönnum utan í tilefni af komti forsetans þangað. Fóru þeir flugleiðis síðastliðinn miðvikudag með millilandaflugvél Loftleiða. Þeir sem fóru voru: Haukur Snorrason (Dagur, Akureyri), Andrés Kristjánsson (Tíminn), Sverrir Þórðarson (Morgunblað- ið), Helgi Sæmundsson (Alþýðu- blaðið), Thorolf Smith (Vísir) og Jón Bjarnason (Þjóðviljinn). Ríkissfjórnin hefur fryggf 250 miiljónlr fil að rafvæða landið á næsfu 10 árum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.