Dagur - 07.04.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 07.04.1954, Blaðsíða 5
D A G U R 5 •Jiðvikudaginn 7. apríl 1954 Hjálmar í Villingðdal, áffræður í febrúarmánuði sl. hélt Snorri Sigfússon námsstjóri fund með kennurum og foreldrum í Aðal- dal, eftir ósk kennara þar. Hófst fundurinn með löngu og fróðlegu erindi námsstjóra. Taldi hann, að æska íslands væri mannvænlegri og hefði meiri möguleika nú en nokkru sinni fyrr. Hins vegar væru henni bún- ar verri vélar og enn meiri hætt- ur en áður þekktust. Hrunin væru skörð í þá rnúra, sem vörðu hana fyrr á viðkvæmasta skeiði. Heimilin væru þau vé, sem vernda skyldu æskuna og móta hana frá fæðingu til fulls þroska. Með atvinnubyltingu þeirri, sem væri að gerast í landinu, mannflutningum þeim og ólgu í þjóðlífinu, er henni fylgir, auknu þéttbýlið fjörugra félagslífi og vaxandi tækni, brystu varnar- múrar heimilanna og annarrleg áhrif flæddu yfir líttmótaða og óráðna æsku. — Góður skóli gæti og ætti að hjálpa heimilunum til þess að vernda þær viðkvæmu rætur ástúðar, skilnings og um- hyggju, sem verða að tengja ein- staklinginn við heimili sitt, guð sinn og þjóð sína. Því væri afar áríðandi að heimili og skóli ynnu saman. Sú samvinna yrði að byggjast á gagnkvæmri kynningu og samúð, svo og skilningi á því marki, sem að er stefnt: Alhliða þroska bornsins, hamingju ein- staklinga og þjóða. Námsstjóri rakti því næst ýms- ar stefnur, sem ofarlega eru á baugi erlendis í uppeldismálum, og veitti leiðbeiningar, er hann byggði á langri reynslu sjálfs sín í kennarastarfi og kenningum þekktra uppeldisfræðinga. Hann taldi að styrkja þyrfti þátt heim- ilanna í uppeldi þjóðarinnar, ef vel ætti að fara, og breyta alger- lega um stefnu í meðferð fjár- muna. Óhófseyðsla og skilnings- leysi á gildi peninga er þjóðarböl á íslandi, sagði hann. Allir upp- alendur barna verða að sameinast um að innræta þeim hollt líferni, hófsemi og sparnað, kenna þeim að meta réttilega gildi hvers afl- aðs eyris. Þá vék námsstjóri að sérstöðu sveitanna í skólamálum, ræddi kosti og galla þeirrar sérstöðu og benti á leiðir til þess að ráða bót á annmörkunum. Á því sviði sem öðrum mætti mest góður vilji og náin samvinna foreldra og kennara. Leggja bæri rækt við tilfinningalíf barnanna eigi síður en hina hagnýtu fræðslu. Bezti leiðarvísir í öllu uppeldi væri fólginn í orðum meistarans frá Nazaret: Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra. Að síðustu flutti námsstjóri nokkur kveðjuorð og gat þess, að hann mundi segja lausu starfi sínu á þessu ári fyrir aldurs sak- ir. Á eftir ræðu námsstjóra urðu fjörugar umræður og tóku margir til máls. Þökkuðu allir honum fyrir komuna og hið ágæta erindi hans. Létu menn og í Ijósi ósk um, að hann héldi áfram stö.rfum meðan heilsa og kraftar leyfðu. Snerust ræður manna einkum um það, hvernig vandi sveitanna í skólamálum yrði bezt leystur. Deilt var á fræðslumálastjórnina fyrir það að svipta þær sveitir kennslukröftum, sem enn verða að búa við farskólahald, ef tala barna fer niður fyrir visst lág- mark. Ein helzta ástæðan til þess, að fólk flytzt úr sveitunum, er einmitt sú, að foreldrar vilja búa börnum sínum betri aðstöðu til náms. Ef böm í einhverju sveit- arfélagi verða færri en 20 á kennara, þá er það skólahérað svipt tilsvarandi hluta af kenn- aralaunum. Við það versnar að- staða þeirra, sem eftir búa í skólahéraðinu, og flótti brestur í hið fámenna lið. Aftur eru kennslukraftarnir minnkaðir — og svikamyllan er í fullum gangi. Áfundinum komu fram tvær stefnur í skólamálum sveitanna. Annars yegar að reistir verði fáir skólar, fyrir stórt svæði hver, búnir hinum fullkomnustu tækj- um og kennslukröftum, og hin nýja tækni tekin í þjónustu þeirra, svo sem kvikmyndir og stálþráður. Yrði þar aðallega kennt í námsskeiðum, eigi lang- an tíma í einu í hverjum flokki, en börnunum kennt að vinna heima og skila verkefnum sínum í vinnubókum. Þá færi þar og að sjálfsögðu fram verkleg kennsla. Jafnframt yrðu kröfur auknar til heimilanna um undirbúning til náms, og eftirlit haft með heima- námi barnanna. Jafnframt yrði hafin leiðbeiningarstarfsemi fyrir heimilin í uppeldis- og fræðslu- málum. Hins vegar kom fram sú skoð- un, að byggja ætti marga skóla, er hver hefði einn kennara og væri takmarkað svæði, eina sveit eða jafnvel sveitarhluta í hinum stærri lireppum. Mundi sú til- högun skapa meiri festu í upp- eldi barnsins, vinnuorka þess nýtast betur, skólagangan verða heimilunum ódýrari, átthaga- tryggð og skyldurækni eflast, en ábyrgðar- og stefnulaus elting- arleikur við nautnir og skemmt- anir þoka fyrir ábyrgu starfi. Orðið hefur samkomulag með skólanefnd og hreppsnefnd í Að- aldal í samráði við fræðslumála- stjóra um að fylgja þessari stefnu og byggja tvö lítil skólahús í sveitinni. Aðaldælir hafa knúið dyr fræðslumálastjórnar undanfarin ár og beðið um ríkisframlag til skólahússbyggingar, en ekki fengið áheyrn enn sem komið er. Námsstjóri kvaðst gera allt sem í hans valdi stæði til þess að hlynna að skólamálum sveitanna, en litlar vonir væri um nýjar skólabyggingar í sveitinni í bráð vegna fjárskorts. í fundarlok þakkaði námsstjóri góðar viðtökur og áhuga í upp- eldismálum, en fundarstjóri þakkaði honum fyrir hönd fund- armanna, og var hann kvaddur með almennu lófataki. Eftir fundinn voru uppeldismál ofarlega á baugi í umræðum manna á milli í sveitinni. Einkum varð mönnum tíðrætt um hina ört vaxandi notkun tóbaks og áfengis meðal æskufólks, taum- lausa eyðslusemi þess og virð- ingarleysi fyrir hófsemi og sparnaði. — Fyrir tilmæli náms- stjóra fór fram athugun á því, hve mörg börn í skólahéraðinu ættu sparisjóðsbækur. Kom í ljós við þá eftirgrennslan, að hvert einasta barn í sveitinni á sparisjóðsbók, og nokkur álitleg- ar upphæðir á vöxtum. Er hin almenna eign spari- sjóðsbóka mikið að þakka Spari- sjóði Aðaldæla. Hann tók upp þá nýbretyni árið 1944 að gefa hverju barni, er fæddist í sveit- inni, sparisjóðsbók með 5 króna innstæðu. Þeta hefur stuðlað mjög að sparifjársöfnun barna, en þó éigi jafn-mikið og til var ætlast af þeim, sem þessu réðu. Því miður (Framhald á 7. síðu). Það er stundum sagt, að manns- ævin sé stutt. Og víst er hún það þegar miðað er við eitthvað, sem er óendanlega langt, og enda þótt skemmra sé farið, t. d. æviskeið þeirra þjóða, sem vér elztar þekkjum. Já, jafnvel þó ekki sé miðað við annað en ævi vorrar eig'in þjóðar, þá mun víst flestum finnast, svona að óathuguðu máli, að lítið verði úr mannsævinni. En er nú þetta með öllu rétt. Er hér ekki um einhvern mis- skilning að ræða? Vér skulum at- huga það nánar ,og nefna sem dæmi árið 1000 e. Kr. Allir kann- ast við það ártal úr sögunni. í vit- und flestra mun það ár vera óra- langt aftur í tímanum, hulið móðu og myrkri aldanna. En vér skulum þá jafnframt hugsa oss, að vér sæjum í anda tólf öldunga, alla áttræða. Og vér skulum enn- fremur hugsa oss, að ævi þeirra mætti leggja hverja við aðra, þannig, að þegar einn hefur náð þessum aldri, þá fseðist hinn næsti, og svo koll af kolli. Og hvað kemur þá upp? Það, að hinn fyrsti þessara tólf öldunga hefði verið 7 ára snáði þegar Þorgeir Ljósvetningagoði stóð á Lögbergi og sagði fram lög, sem bæði heiðnir menn og kristnir gátu unað við, en hinn síðasti þeirra væri enn á lífi og vér ættum þess kost að taka í hlýja hönd hans. Nú, mannsæfin getur þá orðið þetta löng, að aðeins tólf þeirra þurfa til að brúa bilið á milli þeirra tímamóta, er íslendingar vörpuðu fynir borð heiðinni trú og til vorra daga. — þetta dæmi, þessi mælikvarði, er engin fjar- stæða, því að vitað er, að á öllum tímum hafa verið uppi menn og konur, sem náð hafa áttæðisaldri. Og sumir verða enn eldri, sem kunnugt er, svo að sennilega myndu ellefu ævir vel nægja til að brúa þetta bil. Þegar þetta er athugað má vera að tvær grímur fari að renna á suma um það, hvort rétt sé að mannsævin sé svo stutt sem stundum hefur verið látið af. Hitt er svo annað mál hvað hverjum einum kann að finnast um ævi sína og er þá vitanlega aðeins átt við þá, sem gamlir verða, að vpru tali. En trú mín er sú, að þeir sem nú eru uppi, og hafa náð þeim aldri að horfa fram til síns hinzta kvölds, muni finn- ast ævi sín orðin ærið löng. Veld- ur þar mestu um hin mikla breyt- ing og bylting sem orðið hefur í lifi, högum og háttum þjóðarinn- ar nú síðiistu áratugina. Þessir menn hafa lifað tvenna tíma að ýmsu gerólíku, og hefur engri annarri kynslóð hlotnast slíkt. — Þeir hafa lifað lok 1000 ára gam- alla þjóðhátta og frumstæðra vinnubragða, og þeir hafa stigið inn í fordyri þeirrar aldar sem í dag, flestu öðru fremur, einkenn- ist af tækni og hraða, fyrirbærum sem lítt voru þekkt fyrir 40—50 árum, að ógleymdri „orkunni“, sem sýnist vera að vaxa sjálfum vísindunum yfir höfuð. Stundum, er eg lít til baka til bernskuára minna, um aldamótin síðustu, þá finnst mér eg horfa inn í eins konar fornöld, mynd- auðuga þó, og í ýmsum greinum hugstæða, en miklu fjarlægari en árin gætu bent til. Og ennþá furðulegra finnst mér það þó vera, er eg gef þvi gætur, að enn skuli vera á lífi menn, sem orðnir voru harðfullorðnir þá eg man fyrst eftir mér,,fyrir hartnær 60 árum. En um það er ekki að vill- ast. Og einn af þessum mönnum er Hjálmar Þorláksson í Villingadal. Hann varð áttræður laugardag- inn 27. marz sL, fæddui- 1874, þjóðhátíðarárið alkunna. Hann er trúr tengiliður á milli þessara tveggja ólíku tímabila, kann glögg skil á hinu gamla, og er margfróður á þeim vettvangi, en hefur jafnframt kunnað að hag- nýta sér nýungar hins nýja tírna, þær sem að gagni mega verða. Hér skal ekki ritað langt mál um Hjálmar, því að hvorutveggja er, að hans var að nokkru minnst í þessu blaði þá hann varð sjötug- ur, og að flestir Eyfirðingar þekkja hann í sjón og raun. í þessu héraði hefur hann átt heima sl. 46 ár, og mun eiga kunningja þar í hverri sveit. En Skagfirðingur er hann að ætt og uppruna, fæddur á hinu forna höfuðbóli Hofi í Goðdölum, — eins og það hét áður fyrr. Hann ólst upp við svipaðan kost og flestir aðrir unglingar í sveitum Iandsins á þeirri tíð, stundum nokkuð harðan og hrjúfan, enda voru þá oft köld ár og krejrpu- söm, en að ýmsu leyti þroskandi þó, og líklegan til að gera þá sjálfstæða í hugsun og athöfnum. Og því náði Hjálmar. Ungur hóf hann búskap að Þorljótsstöðum i Vesturdal, innsta býli í Skagafirði, og all- mjög afskekktu, og bjó þar nær áratug. Tók hann við jörðinni í eyði, og nú er hún aftur komin í auðn fyrir mörgum árum. Eftir að Hjálmar fluttist til Eyjafjarðar bjó hann langa stund að innstu býlum í Eyjafirði, fyrst Hdlsgerði, þá Villingadal syðri, en síðast að Villingadal hinum ytri. — Um 1940 tók sonur hans, Jón, við jörðinni og hefur Hjálmar dvalið hjá honum og konu hans, Hólmfríði, síðan, og unir vel hag sínum þar. Þegar litið er til þeirra bújarða, sem Hjálmar hefur kjörið sér, fær engum dulizt hvert hugur hans stefnir. Hinir norðlenzku dalir hafa verið óskalönd hans alla tíð. Og heiðunum þar inn af befur hann unnað. Fáir, eða engir, munu nú þekkja afréttarlönd Ey- firðinga og Skagfirðinga suður þar betur en hann. En nú er fjallaferðum hans lokið, sem vænta má. Hjálmar er hæglátur maður og hávaðalaus, óádeilinn með öllu og góður granni. Hann hefur jafnan lítið haft sig í frammi, en þó at- þygli verið veitt, jafnt í fjölmenni sem fámenni, sakir meðfæddrar greindar, hollra tillagna og góð- látrar kímni í tali og frásögn. Margt manna heimsótti Hjálm- ar við þetta tækifæri, og áttu þar ánægjulega og glaða stund, en hinir munu þó enn fleiri, sem ekki höfðu aðstöðu til að koma, en hugsuðu hlýtt til hans við þessi tímamót ævinnar, enda bár- ust honum skeyti frá ýmsum þeirra. Þormóður Sveinsson. VORIÐ KEMUR. Vorið kemur nú labbandi löngum skrefum, loftið er orðið blátt og hlýtt, en norðaustanslyddu-útvarpsspána við efum, enda virðist hún rætast lítí. Fyrr á árum var sums staðar kátt í koti, er kom að vorið með sól og þey. Með ær og kýr voru ýmsir í bjargarþroti, þau eyddust drjúgum hin léttu hey. Þó að margt sé nú öðruvísi en áður, og öryggi tryggt af mestu snilld. Hver einasti maður á nokkurn hátt er þó háður w. höfuðskepnanna kergju og vild. Vorkoman er mér ómctanlegur styrkur, ekki síður en þeim, sem býr. Skammdcgsþreyta, þolleysi og hræðsla við myrkur, það eru mína.r ær og kýr. DVERGUR. ' —....... - -- ■ ■ -jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.