Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 26. maí 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júli. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vorpróf í flokksskóla Sjálfstæðis- manna ÞESSI ÁRSTÍÐ er tími prófanna í skólum landsins og er landspróf einna mest um talað. Þar lætur ríkisvaldið prófa þekkingu ungmenna á ýmsum sviðum og mæla minni þeirra og vitsmuni. mennings, samvinnufélögin, og öfgafyllstu og rótarlegustu skrif, sem lengi hafa sést um utanríkis- mál, utan herbúða kommúnista. Víst er, að fólkið í landinu telur þessar aðfarir Heimdellinga á Keflavíkurflugvelli neðan við allar hellur, enda vekja þær grun um tilhneigingar til þess að spilla því að viðunanlegt ástand skapizt í sambúð Bandaríkjamanna og íslendinga, og með þeim sé verið að grafa undan samkomulagi því, sem gert hefur verið tim breyt- ingar á hervarnarsáttmálanum. En í innsta hring Sjálfstæðis- flokksins mun þessu almennings- áliti ekki ætlað að vera prófdóm- ari yfir piltum þessum. Morgun- blaðið hefur þegar gefið vottorð um, hvernig einkunnagjöfinni muni verða háttað. Birti blaðið hálfgildings varnarskrif fyrir próf stíla Heimdellinganna á flugvell- inum og kallaði, að það væri „mjög orðum aukið“ að þeir hefðu brígslað utanríkisráðherra landsins um að sitja á svikráðum við málstað frjálsra þjóða eða að þeir hefðu rekið blygðunarlausan McCarthy-isma á viðsjárverðum stað og tíma. Enda fylgi Flugvall- arblaðið þeirri utanríkisstefnu, „sem mörkuð var, er Sjálfstæðis- menn fóru með þau mál,“ segir Mbl. um þetta fósturbarn sitt. ÞESSI mál hafa því þegar reynst minnisverður mælikvarði á fleira en vitsmunastig Heim- dellinga. Þau hafa sýnt, að sú viðleitni að vinna að raunhæfum endurbótum á framkvæmd her- varnarsáttmálans er metin á flokkspólitíska hagsmunavog í leyndarráðum Sjálfstæðisflokks- ins. Meðan þannig er að farið verða yfirlýsingar við hátíðleg tækifæri um vilja til heiðarlegrar samvinnu um utanríkismál, naumast teknar hátíðlegar en efni standa til. Sagt er, að landsprófsdyr séu fremur þröngar og hafi færri vaxtarlag til þess að smokra sér þar inn úren vilja. En undanfarinn vortíma hafa fleiri ungmenni gengið undir landspróf en þau, sem glíma við spurningaþulur landsprófsnefndar. Sjálfstæðisflokkurinn heldur uppi flokksskóla með nokkurri rausn, og víst mun það þykja hlýða, að nemendur þar skili prófverkefnum og sýni prófdómendum og raunar landsfólkinu öllu, á hvaða vitsmunagráðu þeir standa eftir að hafa bolað. uppfræðslu Magnúsar Jónssonar og Jó- hanns Hafstein vetrarlangt. Mönnum eru enn í fersku minni prófúrlausnir flokksskólapiltanna fyrir ári, er flokksskólanum lauk með því að nem- endur hans fylltu unglingasíðu Morgunblaðsins með svívirðingum um samvinnufélögin og for- ustumenn þeirra. Um líkt leyti vottaði einn nem- andi á Heimdallarfundi, að störf Sjálfstæðis- flokksins minntu sig á ekkert frekar en þessi orð iþjóðskáldsins frá Fagraskógi: „.... í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf var eilíft kraftaverk.. ..“ — í textaskýringum kom fram, að kirkjan táknaði í vitund þessa fólks flokksskipulagið, stjörnurnar voru ásýnd foringj- anna, en kraftaverkin störf þeirra í ríkisstjórn og á Alþingi. Mun allur almenningur eftir þetta ekki hafa talið sig þurfa frekar vitna við um menning- arástand þessara landsprófspilta Sjálfstæðis- flokksins né hvers konar upplyftingu Heimdell- ingar hljóta af andlegri leiðsögu skólastjóranna. SÍÐAN ÞESSI vitnisburður var upp lesinn i Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík og skráður á blað- síður Morgunblaðsins, hefur nýtt skólaár gengið yfir þjóðina og er nú senn runnið í tímans haf. 'Þessir vordagar eiga líka sín landspróf og skóla- slit. Og aldrei fór það svo, að Heimdellingar minntu ekki á sig og þá uppfræðslu, sem þeir hafa ’.hlotið á liðnum vetri undir handleiðslu krafta- "/erkameistaranna. 1 þetta sinn skaut vitsmuna- verunum upp á Keflavíkurflugvelli en ekki á skrifstofum Morgunblaðsins, aldrei þessu vant. ,'ínnihald prófúrlausnar þeirra hljóðaði á þessa /eið, sbr. Flugvallarblaðið, er Sjálfstæðisflokkur- ;<nn stendur að, fyrra mánudag: „Á íslandi eru þeir (þ. e. kommúnistar) studdir við iðju sína af stjórnarvöldum lands- ins með því að ráðuneyti utanríkis- og vam- armálanna sendir njósnara sem launaða starfsmenn inn í herstöð Atlantshafsbanda- lagsins (þ. e. Keflavíkurflugvöll) og heldur þar pólitískum hlífiskildi sínum yfir þeim og stofnar þar með vörnum landsins og samtök- um frjálsra þjóða í ófyrirsjáanlega hættu....“ ÞANNIG HEFUR það borið að, að úr flokks- skóla Sjálfstæðisflokksins og frá Heimdalli hafa komið heimskulegustu og hatursfyllstu árásir síð- ari tíma á mikilvægustu hagsmunasamtök al- Gleymdist að lofta út? Bíógestur skrifar blaðinu: „ÞAÐ HEFUR löngum verið viðbára kvikmyndahúsaeigenda hér, þegar kvartað hefur verið yfir þeim ósið þeirra að gera hlé í miðjum myndasýningum, að nauðsynlegt sé að lofta út úr sýn- ingarsölunum og séu hléin því fyrst og fremst fyrir bíógesti. Eg hefi löngum talið þéssa skýringu fyrirslátt einn. Hléin eru vissu- lega ekki fyrir bíógesti. Þau verða til þess að menn komast seinna í rúmið en ella, þau trufla not manna af myndunum, og æði oft leggur reykjarsvælu úr for- stofum inn í sýningarsalinn meðan á hléi stendur, og er þar öll loftræstingin. En þetta er allt gert fyrir okkur, segja bíóeigend- ur. Skyldu þeir, sem sækja bíó- sýningar í Samkomuhúsinu ekki efast um einlægnina í þessu skrafi? f sl. viku sótti eg sýningu þar. Ekkert hlé var gert. All- margt fólk var í húsinu og eins mikil þörf að „lofta út“ og oftast áður, er eg hef verið þar í bíó. Að myndarlokum fékkst skýringin. Það var verið að mála sælgætis- sjoppuna. Megi sú athöfn standa sem lengst.“ Hvar er benzínafsláttur bænda? Eyfirzkur bóndi skrifar: „HVAÐ DVELUR endur- greiðslu þá á benzíni, sem bænd- ur eiga að fá vegna nota dráttar- véla, mjaltavéla o. s. frv. Enn hefur ekki sést eyrir af henni af kaupum sl. árs. Hver er skýring þeirra starfsmanna ríkisins, sem eiga að sjá um þetta? Vonandi ekki sú ein, að litlu máli skipti nú sem fyrr í þeirra augum, hvenær bændur fá peninga sína í hend- ur. Eg tel að koma þurfi öðru skipulagi á þessa benzínsölu, þannig, að þetta benzín fengist strax ódýrara en annað, svo að ekki þyrfti að koma til endur- greiðslu. Þá skilzt mér að ekkert hafi enn frétzt til jarðabóta- styrksins, hvar hann sé niður kominn, eða hvort hann sé kom- inn á flakk út um sveitirnar.“ — Blaðið hefur ekki aðstöðu til að svara þessum spurningum bónd- ans, en sendir þær áleiðis til þeirra opinberu aðila, sem um þessi mál fjalla. Enn eru vandræði af öskuhaugunum. BÆJARYFIRVÖLDIN eru ósköp seinheppin með staðarval fyrir öskuhauga sína og virðast stafa vandræði af þeim, hvar sem borið er niður. Seinasta ráðið var að færa þá upp í Glerárgil, ör- skammt frá kartöflugörðum, sem bærinn leigir út. Leggur svælu og reyk yfir garðana og þeir, sem kartöflurræktina stunda, telja eins líklegt, að þegar upp á að taka í haust, verði lítið að hafa. Rottur hauganna ihafi þá séð fyrir uppskerunni. Frá heilbrigðis- sjónarmiði virðist garðrækt í næsta nágrenni hauganna því heldur vafasamt fyrirtæki. Ef bæjaryfii’völdin eru staðráðin í því að hella sorpi úr bænum framvegis í hið fagra Glerárgil, hljóta þau jafnframt að kippa að sér hendinni með garðlönd í því nágrenni. En líklegast er, að enn hafi ekki fundizt sá staður fyrir öskuhaugana, sem til frambúðar getur talizt. Bjartar framtíðarvonir. PILTUR í einum af skólunum í bænum valdi sér það verkefni í íslenzkum stfl að skrifa um það, sem hann teldi að myndi bera fyrir augu hér á Akureyri eftir 30 ár. Gerði hann sér í hugarlund að hann kæmi hingað til bæjarins að 30 árum liðnum og liti yfir bæ- inn og hlustaði á fólkið. Eitt mál var einna mest um talað, skrifaði pilturinn, en það var sundlaugar- málið. Var uppi áætlun um að ljúka viðgerð útisundlaugarinnar og fullgera innisundlaugina á næstu 10 árum! Æskan í bænum á sér þær björtu framtíðarvonir, að hægt verði að fullnægja sund- skyldunni í bæjarskólunum hér eftir 40 ár! Fáskrúðugt fuglalíf. BÆJARBÚAR, sem fylgjast vel með smáfuglunum, sem æv- inlega hafa verið hér í görðum í þúsundatali á hverju sumri, telja að nú sé minna um þá en oftast áður. Þrestir eru t. d. áberandi færri en undanfarin ár.. Eg hef heyrt glöggan mann halda því fram, að þetta sé afleiðing þess, að nokkrir kattaeigendur hafa ekki hemil á köttum sínurn þann tíma, sem ungarnir eru ófleygir. Er því haldið fram, að það heyri til undantekninga, ef þrastahjón koma ungum sínum upp hér í görðum, fyrir ásókn katta. Þetta eru slæm tíðindi. Eru enn ítrekuð (Framhald á 7. síðu). ERLENB TÍÐINDI Hlutverk Edens í Genf Anthony Eden hefur nú með höndum stærsta hlutverkið af hálfu vestrænna stjórnmálamanna í Genf. Eftir að Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hvarf af Genf a r -ráðstefn- unni,skömmu eftir að hún hófst, m. a. vegna ágrein- ings þess, sem uppi er í milli Breta og Bandaríkja- manna um Austur-Asíu- málin, hefur athyglin eink um beinst að Eden og sáttasemjarastarfi því, sem hann tók að sér í Genf. Segja má, að brezku blöðin, hvaða flokki sem þau fylgja, styðji nú Eden í viðleitni hans til jess að koma á heiðarlegum sættum í Indó-Kína- styrjöldinni. Gott dæmi um skrifin er grein í frjáls- lynda blaðinu Sunday Times í London nú fyrir fá- um dögum, en þar segir m. a. á þessa leið: Ekki aðeins brezka þjóðin, heldur einnig þjóðir samveldislandanna, geta verið þakklátar fyrir frammistöðu brezka utanríkisráðherrans í Genf. Ef á annað borð er hægt að koma á friði í Austur- Asíu með samningum, þá er Eden augsýnilega eini vestræni stjórnmálamaðúrinn, sem hefur olnbogarúm í umræðum og samningum. Banda- rísku fulltrúarnir eru bundnir af tregðu þingsins til þess að samþykkja annað tveggja, að gera Indó-Kína að „annarri Kóreu“ og senda her þangað, eða láta undan kröfum kommúnista þar eystra. Og Bidault, utanríkisráðherra Frakka, er í þeirri ömurlegu aðstöðu, að hafa að baki sér ríkisstjórn, sem býr við aðeins tveggja atkvæða þingmeirihluta og riðlar til falls; og að baki ríkis- stjórnarinnar er heiftarlegur flokkadráttur og skiptar skoðanir meðal alls almennings. Brezki utanríkisráðherrann þarf aftur á móti ekki að líta um öxl til þess að sjá, hvort þing og þjóð fylgi honum að málum. \ ----o---- Vonir manna um Vesturlönd um árangur af Genfar-fundinum, hljóta því að verða bundnar við Eden og starf hans. Honum hefur til þessa tekizt að fá Rússa og Kínverja til þess að fjalla um Indó-Kínamálið á lokuðum fundum, svo að tíminn notast til raunverulegra samningatilrauna en er ekki sóað i áróðui'sræður fyrir opnum tjöldum. Má því segja, að enda þótt Kóreu-málið sé í sjálfheldu og samningar þar eins fjarlægir og daginn sem ráðstefnan kom saman, hafi lítillega birt til í Indó-Kínamálinu. í Kóreu munu frjálsar kosningar alveg áreiðanlega snúast gegn komm- únistum og þar af leiðandi eru þeir alls ólíklegir til þess að samþykkja málamiðlun, sem hefði það hlutverk að tryggja raunverulega frjálsar og óhindraðar kosningar. í Viet-Nam í Indó-Kína horfir málið aftur á móti þannig við, að kommún- istar hafa nokkuð til síns máls er þeir halda því fram, að kosningar þar mundu ganga þeim í vil og koma stjórn Ho Chi-Minh til valda. Athugandi er, að útvarp Pekingstjórnarinnar hefur að und- anförnu verið öllu hófsamlegra í málflutningi sín- um um Indó-Kína en útvarp uppi’eistarhers Viet-Minh, og gæti þetta þýtt, að kínverska stjói-nin vilji gjarnan að friðsamlegra verði á suð- urlandamerkjum ríkisins en verið hefur nú um mörg ár. Ef þessi er reyndin, verður það mikill léttir fyrir Eden í starfi hans. — Þannig er grein Sunday Times í aðalatriðum. Miklar líkur vex-ður að telja fyrir því, að samn- ingaviðræður þær, sem nú fara fram í Genf, fyrir luktum dyrum, fjalli um lausn málefna Indó-Kína (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.