Dagur - 02.06.1954, Side 4

Dagur - 02.06.1954, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 2. júní 1954 DAGUR RRstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Argangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er I. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. 1BSÍ$$4!ÍS$4$SSS5S*ÍSSS5SSS$$S«$SS4S«$$$SSSÍ Lærdómsríkar tölur - hagkvæm verzlun ANNARS STAÐAR í þessu blaði er birtur sam- anburður á smásöluverði Kaupfélags Eyfirðinga hér á Akureyri og meðalverði í Reykjavík, og er það verð tilfært samkvæmt skýrslu, sem verðlags- yfirvöld birta mánaðarlega. — Samanburður þessi nær til 12 matvörutegunda. Samvinnumenn ættu að kynna sér þennan samanburð og hugleiða hann. Samkvæmt tölum þeim, sem hér liggja fyrir, hefur félagið selt ýmsar matvörutegundir við mun lægra verði en gildir í Reykjavík á þessum sömu tegundum. Munar t. d. 31 eyri á kg. af hveiti, 54 aurum á rúgmjölskílói, 34 aurum á strásykurs- kjlói, 106 aurum á kg. af óbrenndu kaffi o. s. frv. Auðvelt er að reikna út í krónum, hverju þessi mismunur á Verðlagi hér og í Reykjavik nemur fyrir fólkið, sem skiptir við kaupfélagið. Er þar um að ræða um 300 þúsund krónur á einu ári, en um 420 þúsund krónur, ef tekið er tillit til þeirrar endurgreiðslu til félagsmanna, sem síðasti aðal- fundur samþykkti. Og þessi upphæð sparast á að- eins tólf vörutegundum! HÉR ER ÞÓ EKKI nema hálfsögð sagan. Hinn raunverulegi sparnaður byggðarlagsins af verzl- unarstefnu kaupfélagsins er miklu meiri. Kaup- félagið er svo stór verzlun í bænum, að það ræður mestu um almennt verðlag. Kaupmenn verða að selja á svipuðu verði og kaupfélagið, til þess að halda viðskiptum, en það þýðir, að verðlag á ýmsum matvörutegundum er orðið lægra en með alverð hjá kaupmönnum í Reykjavík. Kaupfélagið hefur þannig áhrif til þess að lækka allt verðlag í bænum og spara því fólki, sem verzlar við kaup- menn, verulegt fé. Það liggur í augum uppi, að sérstakar ástæður hljóta að vera fyrir því, er kaupmenn hér á Akureyri bjóða vörur við lægra verði en stéttarbræður þeirra í Reykjavík. Og þessar ástæður eru lika augljósar: Kaupfélagið ræður verðlaginu á helztu nauðsynjavörum almennings. Kaupmennirnir verða að lúta þeirri staðreynd. Væri starfandi í Reykjavík kaupfélag, sem léti til sín taka þar í borginni til jafns við KEA hér, þá mundi almenningur þar syðra búa við hagkvæmari verzlun en hann býr við nú í dag, að því er þessar opinberu skýrslur herma. Þetta eru staðreyndir, sera eru hollt umhugsunarefni þeim mönnum, sem vilja gera litið úr raunhæfu gildi samvinnuverzlunarinnar og meta það ein- vörðungu eftir prósentutölu endurgreiðslunnar, sem aðalfundur ákveður hverju sinni. SÍÐASTI AÐALFUNDUR ákvað, að þessi end- urgreiðsla skyldi nema 5% af vörukaupum félags- manna. Ýmsum finnst litið til koma talna, sem ekki ná einu sinni tug, en gæta þess ekki, að á þessum vettvangi er 5% endurgveiðsla stórfé. Samkvæmt skýrslum, sem birtar voru á aðal- fundi KEA í sl. viku, nam þessi endiugreiðsla á árinu 1953, af viðskiptum ársins 1952, samtals kr. 793.067.20, og í ár nemur hún um 800 þús. kr. Á tveimur árum nemur endurgreiðslan því um 1.6 milljón krónum. Þetta er hægt að gera með sam- hjálp og samvinnu,- enda þótt álagningu sé svo stillt í hóf, að meðalverð nauðsynjavarnings er allt árið mun lægra en hjá verzl- unum í höfuðstaðnum, sem búa við betri aðstöðu um siglingar og aðflutninga en nokkur verzlun úti á landi. Þessar tölur sanna, að þeir menn, sem vilja gerá lítið úr gildi endurgreiðslunnar til félags manna, hafa litla grein gert sér fyrir staðreyndunum. Og þegar þessi endurgreiðsla er dregin frá gildandi smásöluverði hjá félag- inu, ætti engum að blandast hug- ur um það, að þetta byggðarlag býr við hagkvæmari verzlun en menn virðast almennt gera sér grein fyrir. ÞESSAR staðreyndir allar eiga að minna samvinnumenn á, að það er hagkvæmast fyrir þá sjálfa og fyrir heildina, að þeir láti kaupfélögin jafnan sitja fyrir við- skiptum. Það eru hyggindi, sem í hag koma, að spyrjast fyrir um verðlag áður en kaup eru gerð. Aukinn áhugi almennings fyrir verðsamanburði og hagkvæmri verzlun, hlýtur að leið’a til auk- inna skipta við kaupfélögin. Hér er líka sanngjarnt, að kaupfélag- ið njóta ávaxtanna af verðgæzlu- starfsemi sinni í auknum við- skiptum og batnandi hag félags- manna allra. 585 u 13 'l" Meira hreinlætl við matinn! í bréfi til blaðsins um hrein- læti og matsölu, segir svo m. a..: „.... ÞIÐ beinduð fyrirspurn til heilbrigðisyfirvalda bæjarins á dögunum, hvort heimilt væri að selja kjöt upp úr opnum ílátum undir berum himni, í ryki frá umferðinni við helztu umferða- götu bæjarins. Eg hef ekki séð svar við fyrirspurninni, en eg tel fullvíst að þetta athæfi sé brot á heilhrigðisreglugerð bæjarins, enda væri annað óhugsandi. En mér er þá spurn: Til hvers er að hafa reglugerðir og horfa svo upp á að þær séu brotnar, svo að segja við nefið á þeim, sem eiga að framfylgja þeim? Þessi kjötsala um daginn var ekki einangrað fyrirbæri heldur daglegt um nokkurri tíma og hefur svo verið nú undanfarin ár. Þá hefðuð þið átt að bæta því við fyrirspurnina, hve lengi það eigi að viðgangast, að fiskur sé seldur undir berum himni, í miðbænum og á kross- götum, þar sem látlaus umferð er allan daginn með tilheyrandi ryki. Síðan fisksala hófst á þess- um stað fyrir mörgum árum, hef- ur margt breytzt. Umferð er meiri, nýtt bílatorg er komið og þannig sett, að bílarnir strjúkast við fiskbörurnar, er ekið er inn á það og út af því. Og loks er sú breyting á orðin, að það eru ekki fiskimennirnir sjálfir, sem selja fiskinn á þessum stað, heldur eru það fiskbúðir bæjarins sem láta starfsmenn sína standa þama í rykinu og bjóða fram matvæli. Ef á annað borð á að leyfa verzl- unum í bænum að reka torgsölu með búðarstarfinu, og það er harla vafasamt, verður að ætlast til þess að slík leyfi séu miðuð við nothæfa og hentuga staði í bæn- um. Óforsvaranlegt verður að teljast, að hafa það lag á, sem nú er á þessari fisksölu í bæ, sem á heilbrigðisreglugerð upp á margar blaðsiður, fegrunarfélag, heilbrigðisnefnd, og hvers konar önnur yfirvöld, auk margra þokkalegra fiskbúða, sem .vel geta annað fisksölunni. > / ÚR ÞVÍ að eg er farinn að ræða um þrifnað og heiíbrigðismál, get eg ekki stillt mig um að láta í ljósi furðu mína yfir því, að brauðgerðarhús bæjarins skuli láta afgreiðslustúlkur afgreiða óinnpakkaðar kökur og brauð með berum höndum, jafnframt því sem þær taka við peninga- seðlum og mynt. Daglega má horfa á fingur þeirra utan um krónupeninga og seðla þessa mínútuna, vínarbrauð, kökur o. s. frv. þá næstu. Ef menn grand skoða peningaseðil og athuga, hversu hreinlegur hann er, mun þeim væntanlega fara eins og mér, að þeim ofhýður sóðaskap- urinn, og um leið að slíkir verzl- unarhættir skuli blátt áfram leyfðir af heilbrigðisyfirvöldun- um.“ Seint er risið á sunnudögum. Utvarpshlustandi skrifar blað- inu: ,,EG ER EINN af þeim mörgu, sem kann illa við þá breytingu, sem útvarpið gerði fyrir nokkru á morgunútvarpi á sunnudögum. Áður fyrr hófst sunnudagsútvarp kl. 8 eins og á virkum dögum, en nú kl. 9,30 og finnst mér það ekki ná nokkurri átt. íslendingar rísa yfirleitt seint úr rekkju og ís- lenzkir bæir eru flestir „dauðir bæir“ fyrir klukkan 9 á morgn- ana og er þetta löstur, sem þyrfti að bæta. En það gerir útvarpið ekki með sunnudagsútvarpi sínu.. Það stuðlar að doðanum og deyfðinni á morgnana. Einu sinni var gefin út reglugerð um skemmtanahald, hve lengi skemmtanir mættu standa. Sýndu yfirvöld þar rögg af sér. Þau sömu yfirvöld mættu stjaka við útvarpinu og áminna það um að vinna með ármönnum þjóðarinn- ar, en heiðra ekki svefnpurkur. Morgunútvarp á sunnudögum á að hefjast á sama tíma og áður, kl. 8. Núverandi fótaferð í Ríkis- útvarpinu nær engri átt.“ Fjölgun frystihólfa. í SÍÐASTA hefti Félagstíðinda KEA, er útbýtt var á aðalfundi. félagsins og sent mun verða öll- um félagsmönnum á næstunni, er þess getið að verið sé að útbúa um 120 ný frystihólf á Frystihúsi KEA á Oddeyrartanga og er ætl- unin að hólfin verði tilbúin til matvælageymslu í haust. Þetta mun mörgum þykja góð tíðindi. Frystihólf þau, sem félagið lét út- búa fyrir nokkrum árum, eru öll í leigu og komust miklu færri að en vildu. Fólki hefur þótt þetta góð og hagkvæm þjónusta og brautryðjandastarf kaupfélagsins á þessum vettvangi hefur m. a. borið þann árangur, að þessi skipan er nú víða tekin upp, þar sem kaupfélögin reka frystihús. Hin nýju hólf munu koma í góðar þarfir hér og verða mörgum fjöl- skyldum til þæginda. ERLEND TÍÐINDI Úrskurður hæstaréttar Bandaríkj- anna og aðstaða blökkumanna Víða um heim er haldið uppi sífelldum áróðri af hálfu kommúnista og fylgifiska þeirra um þróunina i Bandaríkjunum. Samkvæmt skrifum þeim, er Mc- Carthyisminn orðinn hið ráðandi afl þar í landi og stjórnarfarið allt á hraðri leið til einræðis. En að baki standi auðfélög, sem sjá þann helzta leik á borði til fjáröflunar, að hrekja þjóðirnar út í styrj- öld. Þessi áróður hefur lengi verið efst á baugi í kommúnistapressunni, en til skamms tíma hafði hann ekki áhrif meðal upplýstra þjóða, þótt honum hafi vafalaust verið trúað að verulegu leyti í lokuð- um og einangruðum löndum austan járntjalds, eða meðal ólæsra þjóða Austur-Asíu. Segja má, að öfl Bandaríkjanna hafi að undan- föinu heldur létt undir með kommúnistum í þessu starfi þeirra. Engir hafa gengið rösklegar fram í að auglýsa McCarhtyismann að undanförnu en Banda- ríkjamenn sjálfir. Þegar blöð og útvarp verja mestu af rúmi og tíma til þess að lýsa fyrirbærunum Mc- Carthy, Cohn og Schine dögum saman, er vonlegt, að frjálslyndu fólki, sem telur önnur viðfangsefni : mikilsverðari, þyki arftakar Jeffersons og Lincolns vera komnir út á annarlegar brautir. Sem betur fer sjást þess nú sólarmerki, að almenningsálitið í Bandaríkjunum sé að snúast mjög harðlega gegn þessu ástandi, og valdhafarnir vilji nú, þótt seint sé, Íoksins taka að spyrna fótum við því niðurrifs- starfi, sem sumir þingmenn þar vestra hafa verið að vinna á áliti Bandaríkjanna og vinsældum erlendis. -----o------ Það má því kalla tímabært, að aðrar fréttir af hinni lýðræðislegu þróun og uppbyggingu, sem allt- af hefur farið fram í þessu unga,. ,en.: volduga ríki, taki að þoka burt af forsíðum blaðanna frásögnum af yfirheyrslum þingnefnda eða viðsjám innan stjórnarflokksins. Og einmitt slík:tíð}ndi gerðust í fyrri viku, tíðindi, sem eru miklu merkilegri en öll mál þeirra Cohn, Schine, Peress, McCarthy & Co., og sýna í rauninni miklu betm- hvert stefnir en einangruð ummæli öldungadeildarþingmanna um heimsmálin, eða stórfyrirsagnir blaða.nna, frá vjð- ureign hersins og McCarthy. Tíðindi. þessi er úr- skurður hæstaréttar Bandaríkjanna um að aðskiln- aður hvítra manna og litaðra í opinþerum skólum sé brot á stiórnarskránni og skuli hvarvetna niður lagður. Til þess að skilja þýðingu þessarar yfirlýs- ingar verða menn að minnast þess;'að' þrælastríðið er ekki lengra undan í sögunni en svo, að þess eru dæmi, að enn lifa menn, sem böi'ðust undir stjórn þeirra Lees og Grants. Kynþáttamál eru einhver erfiðustu mál viðfangs, sem þjóðfélag á við að glíma, og þau verða aldrei leyst nema á löngum tíma og eftir sára reynslu. Ákvörðun hæstaréttar Banda- ríkjanna er merki þess, að bandaríska þjóðin hefur nú tekið stórt skref fram á við, í átt til sannara lýðræðis. -----o------ Aðskilnaður hvítra manna og dökkra í Banda- ríkjunum hefur farið minnkandi á síðustu áratug- um. Hafa þar jafnt verið að verki aðgerðir dómstól- anna og breytt almenningsálit, sem stuðlað hefur að einbeittari tökum dómsvaldsins á þessum málum. Nokkur atriði úr þessari þróunarsögu, sýna glöggt stefnuna: Blökkumenn, sem laun taka, hafa í dag fjórum sinnum hærra kaup en þeir höfðu 1940, en hvítir menn hafa aðeins 2Vz sinnum hærra kaup. Árið 1938 voru aðeins 300.000 blökkumenn á kjör- skrám í Suðurríkjunum, en á þessu ári er tala þeirra meira en 1 milljón, og fer ört hækkandi. Á stríðsár- unum reið herstjómin, á vaðið og bannaði allan að- skilnað blökkumanna og hvítra manna í hernum. Þessi ákvörðun varð þjóðinni og frjálsum heimi til gagns. Blökkumenn börðust hraustlega á mörgum vígstöðvum, og það kom í ljós, að í baráttunni fyrir frelsinu, mundi enginn eftir því, hvort hermaðurinn var hvítur eða svartur. Upp úr 1950 komst verulegur skriður á að veita blökkumönnum sama rétt við háskóla fylkjanna óg hvítum mönnum, en áður hafði blökkumönnum verið ætlaðir séi-stakir háskólar allvíða. Á því ári voru sett allsherjai'lög, sem veittu blökkumönnum aðgang að öllum ríkisháskólum, enda væru þá ekki til blökkumannaháskólar i sömu fylkjunum, með sömu aðstöðu til kennslu. Þúsundir blökkumanna hafa síðan inni'itazt í háskóla, sem áður voru ein- vörðungu skipaðir hvítum mönnum. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.