Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 16. júní 1954 Skriftamál Sparisjóður Arnarnesshrepps 70 ára „Dagur“ kom að máli við mig nýlega og spurði mig, hvort ég hefði ekki eitthvað á samvizk- unni, sem ég vildi létta af mér. Skildist mér, að hann mundi fús til að hlýða á og flytja þau skriftamál. Koma þau þá hér, því að satt að segja hafði ég eitthvað á samvizkunni. Mig hefur að undanförnu lang- að til að leggja fáein orð í belg einn, sem aldrei fyllist. Nefnist hann áfengismál. Ætla ég þó eigi að reyna að fylla hann, enda hvorki til kóngsdóttur né kóngs- ríkis að vinna, flytji orð mín ein- hverjum fróðleik eða gagn, þá eru það laun næg. Svo sem allir vita, eru skoðanir manna í áfengismálum sundur- leitar mjög, svo að minnir á muninn á myrkri og ljósi. Eitt mun þó öllum sameiginlegt, sem ræða um þau eða rita: þau eru vandamál. Hvernig á að leysa þau, greinir menn á. Sumir vilja algert bann, þvingað bindindi þeirra ,sem eigi vilja það á sig leggja af frjálsum hug. Aðrir telja vandann leystan, sé áfengissalan algerlega frjáls og fólk læri að drekka í hófi. Hafa þeir bent á Suðurlandabúa og Frakka sem þá fyrirmynd, sem íslenzka þjóðin geti numið af drykkjusiði fagra og hófsemi í vínnautn. Þetta var í huga mér, þegar ég var að blaða í ameríska tímarit- inu, „Readers Digest“, og kom þar niður á grein um vínnautn Frakka árið 1952. Var kjarni l hennar á þessa leíðt'ítB ?.• Árið 1952 drukku Fralckar sex milljón flöskur af víni. Það var fimm sinnum meira en ítalir, sem komast næst þeim í vínnautn. Miðað við vínandamagnið í vín- inu, þá drukku Frakkar nálega tvöfalt á við ítali, rúmlega fjór- falt á við Bandaríkjamenn og ná- lega sexfalt á við Breta. Heimabruggun er lögleyfð í Frakkl. 3.250.000 einstaklingar hafa bruggunarleyfi til að fram- leiða áfengi úr vínþrúgum, epl- um, sveskjum, perum, sykurróf- um og „artichokes". Það er ein vínsölubúð fyrir hverja 90 íbúa. Til samanburðar er Þýzkaland með eina vínsölu- búð fyrir hverja 246 íbúa Eng- land með eina handa 430 og Nor- egur með eina fyrir hverja 3000 íbúa. í Frakklandi eru 22 af hverjum 1000 landsmanna áfengissjúkl- ingar, eða hlutfallslega mörgum sinnum fleiri en í Bretlandi. í París er talið, að þrjú af hverjum fjórum vandræðaböm- run séu komin af áfengissjúkum foreldrum. Frakkar eyða nálega 715 mill- jónum sterlingspunda í áfengi á ári eða 10 prósent af árstekjum hverrar fjölskyldu. 1 Bandaríkj- unum er eyðslan 4 prósent. Áfengisskattur er 12% í Frakk- landi, 32% í Bandaríkjunum, en 58% í Bretlandi. Stjómin verður að eyða tvöfalt meiri upphæð til að ala önn fyrir áfengissjúkling- um og fjölskyldum þeirra heldur en hún fær í tekjur af áfengis- skattinum. Áfengisframleiðendur hafa ár- lega notið 18 milljóna sterlings- punda styrks til framleiðslunnar. Árið 1952 tók stjórnin þessa fjár- hæð af húsabyggingastyrksfénu. Lélegt húsnæði er þó talin aðal- orsök ofdrykkjuFrakka.Þeir sitja heldur á vínsölustöðum en fara heim á kvöldin eftir vinnu. Rík- istekjur af áfengissölu eru aðeins 6% af heildartekjunum.. Drukkinn maður sést varla í Frakklandi, en lifrarsjúkdómar eru hvergi algengari í Evrópu en þar, og líklega deyr tuttugasti og fimmti hver maður af völdum áfengis. Hér er þá lýst hinni lofsverðu, frakknesku fyrirmynd. Er það ekki prýðilega skynsamlegt, ef ís- lendingum getur auðnazt það, að eyða tvöfalt meiri fjárhæð til að reisa drykkjumannahæli og ala önn fyrir áfengissjúkum mönnum og fjölskyldum þeirra heldur en ríkið fær í tekjur af víninu? Eru ekki vandræðabörn og afbrota- unglingar sú hamingjulind hverr- ar þjóðar, að miklu sé fórnandi af fé og viti, siðferði og heilbrigði til að framleiða hana? Þess mun hafa verið getið í blaði hér á Akureyri, eftir sam- þykkt héraðsbannsins hér, að í hreppi í nágrenni Akureyrar hafi verið rætt um að setja þar á stofn útsölu áfengis og afla þann- ig tekna, sem gætu létt af út- svarsbyrði hreppsbúa. Er ég las þetta, fifjaðist upp fyrir mér gömul saga. Hún var af Naaman, hershöfðingja Sýi'lands konungs. Hann var líkþrár og var boðið að koma til Elísa spámanns, sem fyrir Guðs kraft losaði hann við líkþrá hans. Hann vildi engin laun þiggja fyrir góðverk sitt, en Gehasí, þjónn hans, var annars hugai'fars, elti Naaman og þá af honum mikið fé. Er hann kom aftur til Elísa, mælti spá- maðui'inn til hans: „Nú hefur þú fengið silfur og munt fá klæði, olíutré, víngarða, sauði og naut, þræla og ambáttir; en líkþrá Naamans mun ávallt loða við þig og niðja þína.“ Akureyringar hafa með hér- aðsbanninu reynt að losa sig og niðja sína við bölvun vínsins. Séu þeir samtaka, mun það lánast. Séu lögbrjótar hlífðai'laust kærð- ir og sektaðir, komast þeir að raun um ,að ólögleg áfengissala getur verið tvísýnn gróðavegur. Og enda þótt einhverjir sleppi við mannlega refsingu, þá eru eftir reikningsskilin við Guð, sem segir í Orði sínu, að drykkjumenn munu ekki Guðs ríki erfa. Hreppsfélag eða einstaklingur, sem með áfengissölu, löglegri eða ólöglegri, leiðir þá bölvun yfir ístöðulítinn meðbróður sinn, að hann hreppir eilífa ófai'sæld, má eigi ætla, að blessun Guðs muni hvíla yfir sér eða niðjum sínum, því að syndir feði'anna koma nið- ur á böi-nunum enn í dag eins og á dögum Gehasí. Þeir menn, sem elska sveit sína eða böi-n eða eigin sál, munu Goshver í Noregi. Noi'ðmenn hafa enga goshveri átt þar til nú fyrir skömmu. Fé- lag í Osló lét bora eftir málmum í nági'enni Haugasunds. Á 70 m. dýpi hittu menn á æð af volgu vatni, og nú varð 2 m. hátt gos. Þetta var fyrir tveim árum, og þessi borhola gýs enn. Onnur kona í Dien Bien Phu? Þýzka hermannablaðið „Front- soldat" fullyrðir, að hjúkrunar- konan Geneviéve de Galard hafi ekki vei'ið eina konan í Dien Bien Phu, þar hafi líka vei'ið þýzkur kvenlæknir, Gertrud Steinmann og hafi hún stokkið niður í fall- hlíf í apríl og síðan gert að sár- um manna dag og nótt. Eftir fall virkisins hafi ekkert til hennar spurzt. f þeim hluta útlendihgaher- sveitarinnar, sem barðist í virk- inu, var mjög margt af Þjóðverj- um. Brunaliðsföt. Beilinske Tidende segja frá því, að þann 24. maí hafi verið sýnd á Kastrupflugvelli bruna- liðsföt svissnesk, „Tempex“, og voru þar saman komnir menn frá hei', flota, flugher og brunaliði Hafnar til þess að sjá, hve vel þessi björgunai'föt reyndust. Hús úr jái-nplötum var gert löðrandi í olíu og benzíni og svo fóru björgunarmenn irin í húsið og bjöi'guðu tuskubrúðu. Þeir óðu eldinn 1000 gi'áðu heitan, og urðu menn mjög hrifnir af fötum þess- um, en þeim tilheyrir súrefnis- geymir og hetta. —o— Það var á samkomunni, er bók- hlaða Manitobaháskóla var opn- uð. Bæði komu þai-na fram ís- lenzkir prófessorar og svo var tekið á móti blöðunum, sem sr. Einar Sturlaugsson gaf háskólan- um. Allt í einu segir ensk kona, svo að við heyrðum vel: „Eg vildi að eg væri íslendingur!“ „Megum við spyi-ja ástæðunn- ar?“ — „Já,“ segir konan. „Þeir eru svo „brainy“ (gáfaðir).“ — „Hefix'ðu nokkra góða og gilda sönnun þess?“ — „Já, ótal,“ sagði konan. „Þegar um eitthvað nýtt eða óþekkt er að í'æða, eru þeir öllum fremri, Þeir geta verið trassar í því hversdagslega. En komi til þekkingar á einhverju sérstöku, minna þeir öllum öðr- um fremur á fornu spekingana, þessa, sem frætt hafa mannkynið. Engin þjóð mun eiga eins mai’ga kennara og íslendingar við er- lenda háskóla. Og eg get minnst á fleira. En þetta ætti að nægja.“ (Heimskringla). aldrei sjá eftir því, þótt þeir beiti allri oi'ku gegn áfengisnautn. Frakkar eru til varnaðar, en fyr- irmynd engin, í áfengismálunum. Jæja, Dagur minn, þá er ekki lengri tími til ski-ifta að þessu sinni. Sæmundur G. Jóhannesson. Sparisjóður Arnarnesshrepps var stofnaður á vorhreppaskilum í Ai-narnesshreppi 14. júní 1884 og er því 70 ára. Þá voi'u aðeins þi'ír sparisjóðir til í landinu og enginn banki. Stofnendur voru 9 heimilisfeð- ur í hreppnum, sem ábyrgðust hvor um sig kr. 50.00 gagnvart væntanlegum innstæðueigend- um, en til þeirrar ábyi’gðar þurfti aldrei að taka. Seinna ui’ðu þessir ábyrgðarmenn 12 og var jafnan kosið í stað þeirra er úr gengu. Hélzt þetta fyrii-komulag til áx's- loka 1942, en þá voi'u Arnarness- hreppi afhentar eigur sjóðsins gegn því að hann ábyrgðist gagn- vart innstæðueigendum kr. 15.000.00 næst á eftir vai'asjóði sparisjóðsins og öðrum eigum hans. Jafnframt var gerð sú breyting á fyrii'komulagi sjóðsins að hreppsbúar kjósa 4. hvert ár 12 manna fullti'úai'áð til að fax’a með málefni sparisjóðsins, enda ber að kynna ái'sreikninga hans á al- mennum hreppsfundi ár hvert. Fram til þessa tíma hafði spari- sjóðui'inn verið sjálfseignar- stofnun. Fyi'sta starfsár spai’isjóðsins voi'u engin laun greidd, en svo var farið að greiða foi-manni sjóðsstjórnar og gjaldkera sínar í'jórar krónurnar hvorum í árs- laun, sem fljótlega var' þó hækk- að upp í fimm kr. Endurskoðun var ekki greidd fyrstu árin, en seinna voru gi'eiddar þrjár kr. til hvors endurskoðanda, sem fljót- lega var hækkað í kr. fimm. Geta má þess að önnur rekstr- arútgjöld komust jafnvel niður í 20 aui-a yfir árið, en það var bui'ðai'gjald undir ái-si-eikninginn til landshöfðingjans. Þess má geta, að þó hér sé um lágmai'k að ræða á rekstrarútgjöldum sjóðs- ins, þá hefur þeim þó ætíð verið stillt í hóf og hafa numið í allt kr. 40.000.00. Tilgangur sjóðsins var frá upp- hafi að geyma og ávaxta fé þeirra er það vildu, til að geta lánað það aftur gegn hóflegum vöxtum, þeim er þess þyrftu með, gegn góðum tryggingum og í þann hátt greiða fyrir viðskiptum. Það er vitað að lánsfé hefur verið vai'ið til kaupa á jörðum, húsum, bátum og bifreiðum, auk ýmislegs annai'S, sem hlutaðeig- endur hafa talið sig þurfa með. Yfirleitt hafa lántakendur staðið við skuldbindingar sínar, og ber að þakka það. Lánveitingar hafa þó því aðeins vei'ið framkvæman- legar, að ýmsir sáu sér fært að leggja fyrir hluta af tekjum sín- um og ber þeim eigi síður þakkir fyrir þeirra hluta af viðskiptun- um. Til hvatningar fyrir foreldra eða umráðamenn barna var fyrir allmöi'gum árum farið að taka á móti innstæðufé á svokallaðar „10 ái-a áætlanir“, sem séra Hall- dór Jónsson, Reynivöllum, hafði þá nýlega bent á sem leið til spai-naðar og samhaldssemi, einkum fyrir böi-n og unglinga, en af fé því, sem lagt er inn á þessa reikninga, eru greiddir hærri vextir en af öðrum innstæðum, enda er það fest til 10 ára frá fyrsta innleggsdegi. Auk þess eru 10 ára áætlunarinnstæðueigendur við Sparisjóð Arnarnesshrepps, innan 14 ára, þátttakendur í nokkui-s konar happdrætti ái'lega, þó án útgjalda. Happdrættisfé hefur þó að þessu ekki numið nema nokkrum húndruðum króna, en ætla má að 10 ára áætl- unai-höpp þessi aukizt, þar sem starfsemi þessi er komin í fast form. Telja má að upphaflegur til— gangur með stofnun sparisjóðsins hafi náðst,, því að hann hefur veitt viðtöku næri-i hálfri þriðju millj. kr. af innstæðufé, sem hann hefur greitt af vexti um kr. 400.000.00 og lánað yfir hálfa fimmtu millj. kr. Auk þess hefur spai-isjóðurinn styi’kt ýms fyrir- tæki innan sveitar með rúmum kr. 10.000.00. Samhliða hefur safnast varasjóður um kr. 120.000.00, en nú eru innstæður full milljón kr. Loks má geta þess, að margir hreppsbúar hafa frá stofnun sparisjóðsins unnið óeigingjarnt stai'f, hans vegna, ýmist fyrir lítil eða engin laun og vei'ið honum vinveittir. Þeim ber því ekki síztí að þakka að sjóðurinn hefur! þroskast og orðið myndarleg stofnun eftir því sem fx-ekast er hægt að gei'a ráð fyi'ir í litlu sveitarfélagi. —* Vænta má og voriast eftir að hinn sjötugi Sparisjóður Ai-nar- nesshx-epps eigi eftir að vaxa og starfa lengi til heilla og hagsbóta fyrir Ai'narnesshreppsbúa og aðra sem við hann skipta á heil- bi-igðum grundvelli. H. Dav. ÁSKORUN Fegrunai-félag Akureyrar sendi s.l. viku áskorun til húsi'áðenda í bænum þar sem þess var farið á leit við þá, að þeir útrýmdu njóla á lóð sinni og næsta ná- grenni, við götukanta, framan við hús o. s. fx-v. Félagið endur- tekur nú þessa áskorun sína, því að svo er nú komið, að njólinn er farinn að setja svip á bæinn öðrum 'gróðri fremur, og er það leitt, því að hann er hið mesta illgresi og sáir sér fljótt út, ef ekkert er að gert til að útrýma honum. Hann mun vei-a tvíær planta, svo að hann drepst út, ef hann er höggvinn upp eða sleginn, áður en hann nær að fella fræ. Þetta getur almenn- ingur gert til að fegra bæinn án mikillar fyrirhafnar, en það þarf að gerast strax. Stjórn Fegrunarfél. Ak. Auglýsið í Degi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.