Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 1
öllu Norðurlandi Óvenujafn og mikill afli á öllum verstöðvum við Eyjafjörð — Fiskurinn veiðist nú á miðum, sem að undanförnu hafa verið fisklaus með öllu. Sjómenn vongóðir með vertíðina Um aflabrögð á Húsavík. í janúar og febrúar réru héðan aðallega tveir dekkbátar, ein stór trilla og smærri trillur af og til, 'Þegar kom fram í marz bættust fleiri bátar og trillur við, og í lok apríl var orðin hér talsverð út- gerð, afli sæmilegur, en í maí, eftir að menn komu af vertíð náði útgerðin hámarki, og undir mán- aðamót maí—júní voru um fjöru- tíu bátar, stórir og smáir, og náði þá aflinn hámarki. Afli smærri: báta hefur verið tiltölulega meiri og jafnari en hinna stærri, og dæmi eru til að tveir menn hafa aflað á einum degi fyrir kr. 3000.00. Segja má að afli hafi verið með jafnasta og bezta móti, það sem af er árinu, og eru menn vongóðir um áfi-amhaldandi afla, þó að nú hafi dregið alímikið úr honum síðustu daga. Frá Ólafsfirði. Fréttir frá Ólafsfirði herma, að þar hafi einnig gengið vel síðan aflahrotan hófst. Trollbátar þeirra eru: Stígandi, Einar, Sig- urður, Kári Sölmundarson og Kristján. Sævaldur og Græðir búast til síldveiða. Að minnsta kosti 15 trillubátar róa frá Ólafs- firði og hefur þeim gengið vel. Þessi hálfsmánaðar afli bjargar útgerðinni og eru menn vongóðir um vertíðina. Sumir sjómenn vilja halda því fram, að sam- kvæmt gamalli reynslu ætti að fiskast vel í haust, miðað við það, hvernig fiskurinn hagar sér nú. Ekki var sláttur hafinn þegar Sjöunda Samvinnuskip- inu lileypt af stokk- unum Fimmtudaginn 10. júní var sjö- unda samvinnuskipinu hleypt af stokkunum í Óskarshöfn í Sví- þjóð. Hlaut það nafnið Helgafcll. Nýja skipíð, sem Samband ísl. samvinnufélaga lætur smíða í Svíþjóð og hleypt var af stokkun- um 10. þ. m., er 3300 þungalestir að stærð, og verður þá þriðja stærsta skip íslenzka flotans. — Það er smíðað hjá Oskarshamn Vaiv, eða sama fyrirtæki og smíðaði Jökulfell. Vilhjálmur Þór og kona hans, frú Rannveig Þór, voru viðstödd athöfnina og gaf frú Rannveig skipinu nafn. Aðeins tvö skip í flotanum eru stærri, en það eru Gullfoss og Tröllafoss. síðast fréttist og sprettan nókkru minni en fremst í 'Eyjafirði. Mikið að gera í Hrísey. Fimm dekkbátar og 14 opnar trillur róa til fiskjar frá Hrísey. Nýju bátarnir 3, sem Skipasmíða- stöð KEA byggði, reynast hin beztu skip. Fara vel í sjó og eru burðarbátar góðir. Það hefur verið mikill annatími áeyjunni nú um tíma. Ungir sem gamlir hafa tekið þátt í störfun- um. Jafnvel 7 ára drengir hafa unnið svo sem orkan leyfði. Sum- ir 8-—9 ára drenghnokkar hafa líka grætt drjúgan skilding þenn- an tíma, eða allt upp í 1000 krón- ur, frá því þeir losnuðu úr skóla. Hauganesbátarnir. 3 dekkbátar róa frá Hauganesi og 2 trillur. Tvær vikurnar fyrir hvítasunnu fóru dekkbátarnir 13 róðra og fengu 80—90 skippund hver. Trillurnar öfluðu líka ágætlega og enn er reitingsafli. Nýji báturinn, Draupnir, sem áður hefur verið getið um í blað- inu, reynist mjög vel. Á Litla-Árskógssandi hefur aflast vel eins og annars staðar við Eyjafjörð síðan þorsk- gangan kom. Dekkbátarnir Pálmi og Otur og 2 trillur eru gerðar út frá Litla -Ársksógssandi. Óvænt harmafregn Filippus Þorvaldsson útibús- stjóri í Hrísey varð bráðkvadd- ur að hcimili sínu í gær. Hann var 47 ára að aldri. — Þessa mæta manns og góða drengs verður væntanlega getið nánar síðar. Fj iársöfnnn hafin til ins á Sandhólum fólk^i Fjársöfnun til fólksins á Sand- hólum í Eyjafirði stendur nú yfir. Páll Sigurgeirsson gjaldkeri Rauða krossins hér á Akureyri tekur á móti gjöfum og hefur þegar veitt móttöku allmiklu af peningum. Ymsar stofnanir hér í bænum hafa líka gjafalista hjá sér. Hið átakanlega slys á Sand- hólum hcfur valdið héraðsharmi. Það er vel að hafizt var handa um fjársöfnun handa því. Þá gefst mönnum kostur á að sýna, með litlum eða stórum gjöfum, samúð sína og hluttekningu með hinu sorgmædda og sjúka fólki. Syndir 200 metrana á 75 ára afmælinu Lárus Rist er nýkominn í bæ- inn úr Reykjavík og tjáði blað- inu, að hann ætlaði að synda hér 200 metrana á laugardag næstk., en þá á hann 75 ára afmæli. — Ekki eru allar töggur enn úr Lárusi nema síður sé. 17 Akureyrarbær efnir til hátíða- halda á morgun, 17. júní, í tilcfni 10 ára afmælis Iýðveldisins. Há- tíðanefndin vonar að hátíðin fari virðulega fram og án víns. Kl. 8 í fyrramálið munu skip þeyta flautur sínar og fánar verða dregnir að hún. Kl. 10 verður hátíðaguðsþjónusta í kirkjunni. Séra Bjöm O. Björnsson predik- ar, kl. 1.15 leikur Lúðrasveitin á Ráðhústorgi. Þaðan verður farið í skrúðgöngu upp á hátíðasvæðið við sundlaugina. Þar syngja karlakórar bæjarins, ræður verða fluttar og ávarp og fer fram fána- hylling. Kl. 5 fer fram á íþrótta- svæðinu síðari hluti 17. júní mótsins, en kl .8.30 um kvöldið eru hátíðahöldin á Ráðhústorgi og hefjast með leik lúðrasveitar- innar. Þar verða fjölmörg önnur skemmtiatriði. Og að síðustu verður stiginn dans. Þess er fastlega vænst af öllum þeim er sækja hátíðahöldin hér á þessum merkisdegi, að þeir sem sannir íslendingar komi vel og virðulega fram og sýni að það er hægt að skemmta sér vel án áfengis. Húsey í Vallliólmi braim á sunnudagmn Húsey í Vallhólmi í Skagafirði brann til kaldra kola sl. sunnu- dag. Bóndinn á Húsey er Felix Jósafatsson kennari. Bjargaðist hann og annað heima flók allt, en engu teljandi af inn anstokksmunum varð bjargað. — Fjöldi fólks dreif að, er brunans varð vart, en húsið, sem var úr tímbri, varð alelda á svipstundu og útilokaði alla björgun. Það eina, sem vitað er að hafi farizt í eldinum voru 4 kettlingar •1. Útibu Landsbankans tekur formlega til starfa í nýju húsi við Ráðhústorg Glæsileg og vönduð bygging, sem ber yfirsmiðn- um, Stefáni Reykjálín, fagurt vitni og mörgum öðrum iðnaðarmanni hér í bæ Stjórn Landsbanka íslands hafði boð inni í hinu nýja, glæsilega húsi sínu við Ráðhústorg síðast- liðinn laugardag. Hafði hún boð- ið fjölda gesta héðan úr bæ og héraði og víðs vegar að af Norð- landi. Tilefnið var flutningur úti- búsins hér úr ófullkomnu hús- næði í eigið hús, vandað fram- tíðarheimili. Jón Maríasson bankastjóri bauð gesti velkomna, en því næst tók til máls Magnús Jónsson, for- maður bankaráðs. Lagði hann fyrst út af ljóðlínu Matthíasar um Norðurland. „Þú fjórðungur, sem fylltir landið hálft.“ Fannst honum sama og skáldinu, að reisn Norðurlands heyrði fortíðinni til, og hefði þessi landshluti sett nið- ur frá því hina gömlu Hólabisk- upa leið, en þeir hefðu engum lot- ið sunnan heiða. Rakti Magnús svo stuttlega sögu útibúsins, sem nú er rúm- lega fimmtugt, stofnað í júní 1902. Það er elzta útibúið og það stærsta. Velta þess hefur þús- undfaldast á hálfri öld. Hældi bankaráðsformaðurinn stjórn- endum útibúsins mjög, þeim Júlíusi heitnum Sigurðssyni, sem stjórnaði fyi'stu 30 árin, og ekki síður Ólafi Thorarensen, sem for- stöðu hefur haft á hendi yfir 20 ár. Lýsti hann því svo yfir fyrir hönd stjórnar Landsbankans, að útibúið hefði tekið til starfa í þessu nýja húsi. Þessu næst tók til máls Ólafur Thorarensen. Gat.hann þess með- al annars, að útibúið hefði aldrei búið við fullnægjandi húsakost fyrr en nú. Þakkaði hann öllum, sem hefðu lagt þessu byggingar- máli lið og flutti skýrslu þá um húsið, er hér fer á eftir: Byggingarframkvæmdir hófust 1950. Var aðeins lokið við að steypa kjallarann, en fullsteypt var húsið árið 1952 og síðan hef- ur verið unnið óslitið að bygging- unni. Bankabygging þessi er kjallari og þrjár hæðir ásamt portbygg- ingu og allháu risi. Flatarmál byggingarinnar er um 400 m2 en rúmmálið um 6450 m3. Bygging- in er gerð úr steinsteypu, gólf og loft járnbent, sem venja er, cn innveggir ýmist steyptir, hlaðnir úr vikri eða gerðir úr þilplötum. Einangrun innan á öllum veggj- um er 10 sm. vikur- og kork- plötur. Tvöfalt gler („Thermopane") er í öllum gluggum. Að utan er húsið húðað með kvartssalla á sérstakan hátt, sem gefur húðuninni sérkennilega áferð. Alla múrhúðun og múr- smíði annaðist Óskar Gíslason, múrarameistari. í kjallara eru hitunar- og loft- ræsitæki hússins, en hitunin er venjuleg miðstöðvarhitun, nema hvað í bankasal er blásið inn heitu lofti að auki. Auk þess eru í kjallara fjárhirzlur bankans og ýmsar geymslur. Fjárhirzlurnar eru þrjár, tvær fyrir peninga og verðbréf en sú þriðja er fyrir geymsluhólf (box) viðskipta- manna. Geymslur þessar eru byggðar samkvæmt ströngustu kröfum erlendra banka um fjár- hirzlur, gólf, loft og veggir úr mjög þykkri, sérstakri járribentri steinsteypu, með rammbyggileg- um hurðum fyrir, en vega nokk- ur tonn hver hurð. Hurðir þessar eru frá enska firmanu Chubb & Son. Á 1. hæð er afgreiðslusalur bankans, að stærð 10,5x16,5 m. Að salnum liggja útibússtjóra- herbergi, vélritunarherbergi, (Framhald á 7. síðu). Nýja-Bíó á Akureyri sýnir með nýjum vélum Síðastliðið fimmtudagskvöld sýndi Nýja-Bíó í fyrsta sinn með hinum nýju sýningarvélum sín- um. Er það mjög mikil bót frá því sem áður var. Tal er mjög greini- legt og söngur hljómar ágætlega. Auk þessara endurbóta hefur verið komið upp nýju Panoi-ama- tjaldi og er það mun stærra en það gamla og færast allir atburðir nær áhorfendum. Nýju sýningarvélarnar eru af mjög vandaðri gerð frá hinum þekktu Philipps-verksmiðjum. Með þessari gerð véla er fyrir- hafnarlítið hægt að.sýna þrívídd- armyndir. Hér er um að ræða ánægjulega framför í skemmtanalífi bæjarins og mega Akureyringar vera þakklátir þessari stórfelldu end- urbót sem eigendur Nýja-Bíós hafa látið gera.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.