Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 16.06.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. júní 1954 D A G U R 5 LÝDVELDIÐ 10 ÁRA Nii þegar þjóðin heldur hátíð- legt 10 ára afmæli lýðveldis á ís- landi, hefur hún margs að minn- ast, bæði atburða og margra ágætra manna, þó einn beri þar hæst. Lýðveldið var ekki stofnað með einu átaki 17. júní 1944, heldur átti það langan aðdrag- anda og mörgum áföngum þurfti að ná áður, og hver þeirra kostaði langa og harða baráttu. Þegar íslendingar gengu út- lendum konungi á hönd 1262, var það skilningur þeirra, að þeir hefðu að vísu tekið sér útlendan konung, en sem frjáls þjóð, sem ekki ætti í neinu að lúta annarri þjóð eða útlendum mönnum, nema konunginum einum. A samningi þeim, sem um þetta var gerður, byggðu íslendingar síðar sjálfstæðiskröfur sínar. En samn- ingurinn var ekki haldinn af kon- ungi. Fljótlega fór ríkisráð og önnur erlertd stjórnarvöld að hafa afskipti af íslenzkum mál- um, ásamt konungi og að lokum fór svo ,að íslandi var stjórnað eins og hverju öðru stifti í Dan- mörku og stundum jafnvel eins og það væri nýlenda Dana. Þessu fylgdi svo verzlunareinokun, arðrán og hvers könar kúgun, svo að þjóðin sökk niður í hina mestu eymd og volæði og lá raunar við að hún færist með öllu af hungri. íslendingar reyndu stundum að reisa rönd við hinum útíenda yfirgangi og er margra ágætra manna að minnast frá sjálfum niðurlægingartímunum, en þeim varð ekki mikið ágengt vegna umkomuleysis þjóðarinnar og hugsunarháítar þeirra tíma. Það er fyrst eftir að frelsishreyfingar 19. aldarinnar hafa farið eldi um löhdin, að nokkuð verður ágengt. Baldvin Einarsson berst fyrir endurreisn Alþingis, sém náði ftam að ganga að honum látn- um 1845. Það var fyrsti áfanginn og næsta þýðingarmikill, því að frá Alþingi komu jafnan kröfurn- ar um aukið sjálfsforræði, þar til sigrinum var náð.Fjölnismenn, og þá fyrst og fremst Jónas Hall- grímsson, vöktu þjóðina til með- vitundar um sjálfa sig og rétt sinn. Svo tók foringinn mikli Jón Sigurðsson við forustunni. Þess- um tímamótum lýsir skáldið Hannes Hafstein vel í eftirfarandi ljóðlínum: „Lengi hafði landið sofið lamað, heillum svipt og dofið — fornt var vígið frelsis rofið, farið kapp og horfin dáð. Þegar loks um álfu alla árdagsvættir heyrðust kalla — þjóð vor rumska þorði varla, því að enginn kunni ráð — þar til hann kom, fríður, frækinn, fornri borinn Arnar slóð, bratta vanur, brekkusækinn. Brjóst hann gerðist fyi'ir þjóð.“ Barátta Jóns Sigurðssonar og margra ágætra samherja hans varð löng og hörð og ekki auðn- aðist honum að sjá í lifanda lífi landið svo frjálst, sem hann hafði vænzt og barizt fyrir. Verulegum áföngum var þó náð undir for- ustu hans. Verzlunarfrelsi var veitt 1854 og þar með aflétt til fulls meira en tveggja alda einok- un og verzlunarkúgun. Með stjórnarskránni 1874 fékk Alþingi löggjafarvald og gat þá farið að vinna að margs konar framförum í landinu, þó útlend stjórn hindr- aði það oft. Jón Sigurðsson hafði vísað veg- inn og eftir dauða hans var bar- áttunni haldið áfram undir for- ustu ýmsra ágætra manna, sem of langt yrði upp að telja. Fyrst lá fyrir að fá æðstu stjórn landsins flutta inn í landið sjálft og í hend- ur íslenzkra manna, eins og Jón Sigurðsson hafði jafnan krafizt. Baráttan fyrir því stóð í 30 ár, því að Danir neituðu lengi vel öllum tilslökunum í þá átt. Árið 1904, fyrir 50 árum, kom þó heimastjórnin: stjómin fluttist inn í landið og skyldi bera ábyrgð fyrir Alþingi. Þá var einum stærsta áfanganum náð og síðan hefur landið að mestu verið frjálst nema að formi til. Með sjálfsforræðinu komu svo auknar framfarir á öllum sviðum þjóð lífsins, svo sem kunnugt er. Sjálfforræðið var að miklu leyti fengið, en í augum Dana og annarra þjóða var þó ísland enn hluti af „Danaveldi". Því vildu fslendingar ekki una og baráttan fyrir fullvéldinu hófst. í þeirri baráttu gekk á ýmsu og íslend- Við lækinn. Ég kem að fjallalæknumi sem liðast niður hlíð, þar lítil sóley hlær í hvammi vænum; á bökkum fagurgrænum sér blómin una fríð og bifast, vaggast, hreyfð af mildum blænum. Að lækjarstraumi svölum, er leita þörstlát dýr, þau láta vatnið svala heitum tungum. En efst í bakka háum að hreiðri fuglinn snýr og hlynnir þar að svöngum, litlum ungum. Ó, Drottinn Jesús, gef mér að líkjast læknum þeim, er líf og svölun flytur þeim, er njóta. Á meðan braut míri liggur um Íífsins þrautaheim, ó, láttu aðra blessun af mér hljóta. Sæmundur G. Jóhannesson. ingar og forustumenn þeirra voru ekki alltaf sammála um leiðirnar, þó takmarkið væri hið sama. Ýmsir atburðir urðu þó til þess, að við unnum sigur í þeirri deilu tiltölulega fljótt. Með sambands- lögunum 1918 viðurkenndu Danir ísland sem frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku. Auk þess var svo um samið og ákveðið í sambandslög- unum, að sambandinu mætti segja upp að liðnum 25 árum. Á því ákvæði laganna var svo lýð- veldisstofnunin 17. júní 1944 byggð. Á 10 ára afmæli íslenzka lýðveld isins höfum við margs að minnast og margt að þakka. Við þökkum þeim mönnum, „sem börðust fremst, með trausta trú, til tak- marks þess“, sem náðist fyrir 10 árum og þá auðvitað Jóni Sig- urðssyni fyrst og fremst, en einn- ig mörgum öðrum, og þó nöfn þeirra verði ekki talin hér, mun saga þjóðarinnar geyma þau um ókomnar aldir. Okkur ber einnig að muna og þakka, að fyrrverandi sambandsþjóð okkar, Danir ’sýndu okkur fullan drengskap lokin ,einkum með fullveldisvið- urkenningunni 1918 og að síðasti 'konungur okkar, Kristján 10, var góður konungur og að síðasta jverk hans, sem konungs íslands, var að árna lýðveldinu allra heilla við stofnun þess. ísland hefur verið frjálst og fullvalda lýðveldi í 10 ár og við vonum og biðjum að svo verði um alla framtíð. Ýmsar hættur geta að okkur steðjað, ekki sízt af völdum styrjaldar, ef slík ósköp skyldu henda. Sennilegast er þó, og það verðum við að vona, að framtíð íslands sé mest komin undir þegnskap, dugnaði og drengskap þess eigin sona og dætra. Gefi guð og gifta lands- ins, að íslendingar varðveiti vel þann dýra arf, er þeir hafa hlotið, og þá mun vel fara. Benili, Stefánsson. Innlánsdeild K.E.A. Á nýlega loknum aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga var það, meðal annars, upplýst að inn- lánsdeild félagsins hefði aukizt á árinu 1953, um 1.700.000.00 kr. Þetta er vissulega ánægjuefni og það raunar á fleiri en einn veg. Mér virðist þetta benda til all- góðrar fjárhagsafkomu félags- manna. Gera má ráð fyrir að þeir félagsmenn, sem mest fé hafa handa á milli, hafi svo miklar framkvæmdir með höndum að þeir hafi naumast fé til innlána. Þeir, sem aukið hafa innláns- deildina virðast því aðalléga vera eldri menn, sem lítt eða ekki standa í framkvæmdum, og börn og unglingar, sem falið hafa KEA sparifé sitt til varðveizlu. Er þetta sérstakt ánægjuefni og bendir til þess að fjárhags- styrkleik KEA sé treyst sem tryggum bakhjarli til öryggis því sparifé, sem félaginu er falið til jvarðveizlu. Enginn leggur sparifé isitt í stofnun, sem ekki er full- treyst til að geta skilað því aftur þegar á þarf að halda. Aukning innlánsdeildarinnar er líka hagsmunaatriði fyrir rekstur jfélagsins, því þó það greiði alveg jsömu vexti af innlánsfé og aðrar stofnanir, þá er samt hagfelldara fyrir félágið að hafa það en víxla- lán. Mér þótti því alveg sérstök ástæða til að lýsa yfir því á aðal- fundinum í sambandi við umsögn endurskoðenda um reikninga félagsins, að það væri sannfæring mín að fjárhagur Kaupfélags Eyfirðinga væri mjög traustur og öruggur. Rökstuddi eg þetta með því að lýsa traustleika þeirra meginstoða, sem stæðu undir fjárhagnum, hverri fyrir sig. Vildi eg sem skýrast lýsa því fjárhagsöryggi, sem innlánsdeild KEA hvíldi á. Brýndi eg það fyrir félagsmönnum að láta KEA sitja fyrir innlánsfé sínu og hvetja aðra, er á þeirra vegum væri, til að gera slíkt hið sama. Lánsfjárþörfin í landinu, er Á annan í hvítasunnu fór fram frjálsíþróttamót á íþróttavellinum hér á Akureyri milli ÍBA og ÍR, Reykjavík. Veður var gott og áhorfendur margir. Mótsstjóri var Gunnar Stein- sen. Fararstjóri IR var Jakob Hafstein. — Úrslit í einstökum greinum voru sem hér segir: Míluhlaup. Sigurður Guðnason 1R 4:33.0 mín. Stangarstökk. Valgarður Sigurðss. (Þór) 3.40 m. Bjarni Linnet ÍR 3.15 m. 800 m. hlaup. Ingimar Jónsson KA 2:12.4 mín. Marteinn Guðjónsson ÍR 2:15.8 mín. sek. ÍBA 09 ÍR Spjótkast. Jóel Sigurðsson ÍR 62.20 m. Hjálmar Torfason ÍR 51.47 m. Þristökk. Vilhjálmur Einarss. MA 13.22 m. Helgi Björnsson ÍR 13.13 m. Hástökk. Gunnar Bjarnason ÍR 1.70 m. Leifur Tómasson KA 1.65 m. 200 m. hlaup. Leifur Tómasson KA 23.2 sek. Vilhjálmur Ólafsson ÍR 23.4 sek. 4x100 m. boðhlaup. Sveit KA 45.6 sek. (Ak.met). Hermann, Stefán, Höskuldur, Leifur. Sveit ÍR 47.6 seek. (Framhald á 7. síðu.) sem sténdur, miklu meiri en lánamöguleikarnir. Því er nú hafinn alhiennur áróður um sparnað og sparifé. Hefur löggjaf- inn sjálfur, í því efni, ekki látið sitt eftir liggja, sem augljóslega kemur fram í setningu löggjafar um skattfrelsi sparifjár. Er því þess að vænta að sparifé aukizt í landinu til hagsbóta fyrir bæði lánþega og lánardrottna. í því sambandi er full ástæða til að minnast þess að nákvæmlega þessar ástæður eru einnig fyrir hendi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Ekkert fé í rekstri þess er betra en þess eigið fé og félagsmann- anna. Því meira eigið fé því hagfelldari rekstur bæði fyrir fé- lagið sjálft og einstaklingana. Nú er nývakin hreyfing fyrir því að hvetja og hjálpa börnum til að geyma og ávaxta spariaur- ana sína. Er þetta lofsverð við- leitni og þroskandi fyrir börnin. Hefur Landsbankinn lofað að styðja myndarlega að þessari hugmynd; Nú vil eg, í þessu sambandi, beina því til stjórnar KEA, hvort hún sjái sér ekki fært að athuga um hvort og á hvern hátt KEA gæti orðið börnum félagsmanna að liði í þessu efni. Mætti þetta sjálfsagt verða með ýmsum hætti og án tilfinnanlegra fjárútláta. En veigamest finnst mér að sé hin uppeldislega hlið þessa máls og sú, er ekki mætti leggja minni áherzlu á. Bæri í því efni að skýra fyrir barninu að krónan, sem það sparaði og fæli K. E. A. til varð- veizlu, væri að greiða þess eigin veg í framtíðinni, sem verðandi samvinnumanns. Og því fleiri, sem þannig legðu saman „þótt veikburða séu og smáir“, því meira gagn gerðu þau líka kaup- félaginu sínu, og því fleiri og stærri steinum gætu þau þokað af leið, sem til hindrunar væri framgangi góðra mála. í þessu birtist máttur samtaka og bræðralags, sem þannig gerði börnin sjálf þátttakendur, þó í smáu sé, í allsherjar baráttu fyrir gengi og andlegum þroska alls mannkyns. Því betur sem börnin gætu skilið og tileinkað sér þessi sannindi, því öruggari þegnrétt ynnu þau sér í ríki samvinnuhug- sjónarinnar, sem endast mætti þeim alla tíð. Væri hér tilvalið verkefni fyrir okkar ágæta fræðslufullteúa að vinna að. Margt fleira gæti hér vitanlega komið til greina um að auka og efla innlánsdeild K. E. A. sam mest. Og eg. hefi þá trú, að ef víð öll leggjumst á eitt í fullkomnu bróðerni og einlægni, þá gæti mikill árangur orðið í þessu efni. Eg held líka, að þetta geti orðið þroskandi, einnig fyrir okkur, þó af barnsaldri séum. Hólmgeir Þorsteinsson. Barnavagn sem nýr til sölu. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.