Dagur - 21.07.1954, Side 2

Dagur - 21.07.1954, Side 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 21. júlí 1954 Ferð til Vopnaf jarðar Bréf frá Dalvíking: Fyrirspurn fil pósf- og síma málastjórnarinnar Fátt er ánægjulegra en að I skoða landið, þegar það er í sum- arskrúða sínum. Menn verða auð ugri við hvert nýtt hérað, sem bætt er við í minningarsjóð hug- ans. Um helgina 10.-11. júlí s. 1. efndi Austfirðingafélagið á Akur- eyri til skemmtiferðar í Vopna- fjörð og voru þátttakendur 30. Ekki verður birt hér nein ferða- saga um þessa för, enda bar þar ekkert við, sem frásagnarvert geti talizt. Atburðir ferðarinnar verða aðeins eign þátttakendanna en eiga ekkert erindi til annarra. Hitt langar mig til að drepa of- urlítið á, hvað við sáum í Vopna- firði og hvernig sveitin orkaði á hug okkar gestanna, sem aldrei höfum séð hana áður. Vopnafjörður er stór og bú- sældarlegt byggðarlag með þrem- ur stórum dölum og víðáttumiklu láglendi. En sveitin er afskekkt óg halda fjöll og öræfi vörð um hana á þrjár hliðar. Eru fjöllin að sunnan á Smjörvatnsheiði ósvik- in austfirzk fjöll, en að norðan og vestan eru láglendar heiðar eins og algengt er í Þingeyjarsýslum. Vopnafjörður er því á takmörk- um Norðurlands og Austfjarða hvað landslag snertir. En nú hef- ur verið gerður góður bílvegur til Vopnafjarðar um Möðrudals- öræfi. Hefur héraðið þannig kom izt í örugt vegasamband við þjóð- leiðina til Austurlands. ! f Vopnáfirði 'eru þrír stójrir dalir: Iiofsdalíií-,'; Vesturárdalur og Selárdalur. En á Kolbeins- tanga, sem gengur út á milli Hofs árdals og Vesturárdals er kaup- túnið, og munu vera þar rúmlega 300 íbúar. Bílvegurinn liggur nið- ur í Hofsárdalinn hjá Burstafelli. Er það forn sögustaður og sýslu- mannssetur fyrrum. Þar hefur sama ættin búið síðan árið 1532. Þ^r er gamall bær í fornum burstastíl og lítur hann prýðilega út. Núverandi ábúandi þar er Metúsalem Metúsalemsson. Tóku þau hjón ferðamannahópnum með miklum höfðingsskap. og alúð. Sýndu þau okkur bæinn og ýmsa gamla muni og áhöld, sem þar eru geymd. Eru sum þessi fornu búsáhöld svo sjaldgæf, að þau eru ekki til á Þjóðminjasafn- inu. Má þar nefna skökutré og laggajárn. En skökutréð var not- að við að skaka rjómann og sett í samband við bulluna. Ketill var þar yfir hlóðum í hóbandi og svo mætti fleira telja. Auk þess eru þar margir gamlir og merkir ættargripir. Ollum mun þessu vel borgið meðan hjónanna á Burstafelli nýtur við. En þennan bæ og það, sem hann hefur að geyma, þarf að varðveita og mun hann þykja merkilegur er tímar líða. Er vel þess virði að bregða sér til Vopnafjarðar til að skoða hann og þetta söguríka og blómlega hérað. Næsti bær utan við Burstafell er Teigur. Þar á Guðfinna Þor- steinsdóttir (Erla) skáldkona heima. Hún er þjóðkunn fyrir hin fögru ljóð sín. Þar fyrir utan er prestssetrið Hof. Það stendur í miðri sveit og er fagurt útsýni þaðan. Þar býr nú séra Jakob Einarsson, prófastur. í Vesturárdal eru Torfastaðir, Þar er heimavistarskóli sveitar- innar. Næsti bær þar innan við eru Ljótsstaðir, æskuheimili Gunnars Gunnarssonar skálds. Innar í dalnum er Rjúpnafell; fæðingarbær Björgvins Guð- mundssonar tónskálds. Sú jörð er nú komin í eyði. í Selárdal er sundlaug sveitarinnar hituð upp með laugarvatni. í Vopnafirði eru byggingar góðar og miklar fram- kvæmdir í búskap. í fornsögum okkar á Vopna- fjörður sína héraðssögu — Vopn- firðingasögu. Þar er mikið sagt frá viðskiptum við helztu höfð- ingja sveitarinnar, Hofverja og Krossvíkinga. En bærinn Krossa- vík stendur sunnan við fjörðinn, rétt á móti kauptúninu. Þessi viðskipti þeirra frænda á Hofi og í Krossavík voru ekki alltaf vin- samleg. En deilum þeirra lauk með því, að eyfirzk kona kom þar á sættum. Þetta atvik minnir mig á það, hve náið samband var milli Vopnfirðinga og Eyfirðinga á söguöld. Kunnugt er hið hug- ljúfa ástarævintýri þeirra Söi'la Brodd-Helgasonar frá Hofi og Þórdísar, dóttur Guðmundar hins ríka á Möðruvöllum. Ummæli síns fnunu lengi lifa::„-Nú er:mik- ið um sólskin og sunnanvind — og ríður Sörli í garð.“ En konan, sem sætti þá Bjarna Brodd-Helgason á Hofi og Þorkel Geitisson í Krossavík, var Jór- unn, dóttir Einars Þveræings, en kona Þorkels. Voru því tvennar tengdir milli höfðingja Vopnfirð- inga og Eyfirðinga á þeim dögum. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér við ferðina til Vopnafjarðar. Þar eins og annars staðar er sag- an og landið svo samofið, að ekki er hægt að skoða svo landið, að ekki sé minnzt sögunnar. Á Vopnafirði tók Björn Jó- hannsson skólastjóri á móti ferðamannahópnum, og greiddi götu okkar á margvíslegan hátt. Fyrir hönd okkar ferðafélag- anna flyt eg honum og konu hans, þeim Bustarfellshjónum og öðr- um, sem gerðu okkur ferð þessa ánægjulega, alúðarþakkir. Akureyri, 12. júlí 1954. Eiríkur Sigurðsson. Californískar Rúsínur í pökkum. Nýlenduvörudeildin og útibú. Filippus Þorvaldsson, útibússtjóri K. E. A. í Hrísey Manna ljúfastur. Manna hátt- vísastur. Manna hógværastur. Gjörði manna minnst að því að vekja athygli á sér, en þó var það svo, að honum veittu menn skjótt athygli. Hann var svo aðlaðandi. Menn festu strax við fyrstu kynni traust á honum, og því trausti brást hann aldrei, ef eg veit rétt. Það skal sagt afdráttarlaust, að frá fyrstu kynnum okkar varð mér strax hlýtt til hans. Sú hlýja mun trauðla kólna, meðan eg man nokkuð. Mér er og verður svo undurljúft að telja hann í hópi beztu kunningja minna og vina, þó að viðkynning okkar væri hvorki löng né mjög náin. Við áttum nokkur sameiginleg hugðarmál, án þess að þau verði hér talin upp. Vera má, að það hafi valdið nokkru um það, hve fljótt og vel mér geðjaðist að Fil- ippusi, en þó er það örugglega víst, að það var maðurinn sjálfur en ekki málefnin, sem sterkast laðaði mig. Af framansögðu mega allir skilja, að eg var einn í þeim afar fjölmenna hópi, sem snöggbrá við hið sviplega andlát hans. Vér vonuðum, að kveldsins væri enn langt að bíða. En, — „Drottinn gaf, Drottinn tók. Sé nafn hans blessað.“ — Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi ’ hveim sér góðan getr. Með samúðarkveðju til fjöl- skyldunnar. Kvcnnaskólinn á Laugalandi 1877—96. — Minningarit. Aðalefni minningarrits þessa eru þættir úr sögu eldra skólans á Laugalandi í Eyjafirði, skráðir af séra Benjamin Kristjánssyni. Er það alllöng ritgerð, harla fróðleg og vel rituð, og fylgir henni skrá yfir námsmeyjar skólans á þessu tímabili. En auk þess birtast í rit- inu allmargar grcinar, þar sem ýms- ar núlifandi konur úr hópi nem- enda skólans frá þessum árurn rekja og rifja upp ýmsar minningar frá skólaárunum. Eru allir þessir þætt- ir vel ritaðir, og sumir ágætavel, og er að þeim góður fengur fyrir þá, setn ganian hafa af að skyggnast á bak við tjald hins liðna og kynnast hugsunarhætti, aldarfari og þjóðlífi eins og það var hér á landi fyrir einum til tveim mannsöldrum — á þeitn árum, þegar fyrstu alþýðuskól- arnir voru að rísa á Iegg og djarfar fyrir nýjum degi upp úr því róti, scm þjóðhátíðin 1874 — og þeir at- burðir, sem henni fylgdu, — komu á bugi manna hér á landi. Panta má rit þctta beint frá Hús- mæðraskólanum á Laugalandi, arf- taka hins elclra kvennaskóla þar, og kostar það 20 krónur, og rennur á- góðinn beint til Minningarlunds gamla kvennaskólans á Laugalandi. Samvinnan. júníheftið 1954, er nýlega komið Póstur og sími er eitt af því nauðsynlegasta fyrir okkur ís- lendinga, enda póst- og símamál víða komin í gott lag. En misjafnt er þeim gæðum skipt og gengur stundum illa að fá greið svör við fyi'irspurnum varðandi þessi mál. En eg ætla nú ekki að tala al- mennt um þessa hluti, heldur einungis eins og þau horfa við frá mínum bæjardyrum. Hér í Dal- vík lýkur uppdrætti þorpsins við svokallaða Brimnesá. Þar lýkur póst- og símasendingum, nema af handahófi. Hef eg t. d. fengið kvaðningu um fallinn víxil hálf- um mánuði eftir að víxillinn féll. Dalvíkurþorp er ekki stórt, en það er eins og við, sem búum á torfunni meðfram Brimnesá að norðan, séum settir skör lægra en aðrir Dalvíkingar. Viljum við ógjarnan missa af þeim gæðum að fá póstinn heim til okkar. Og ennfremur þurfum við að fá síma ekki síður en aðrir. Á eg þar þó aðeins við þau hús, sem standa þarna svo þétt, að svipað er og t. d. í Glerárþoropi eða eins og það var fyrir nokkrum árum síð- an. Nú í vetur, í janúarbyrjun, sótti eg um síma fyrir litla verzlun sem eg hef héi'. Þrjú önnur bréf sendi eg svo til Þorsteins Jónssonar stöðvarstjóra: Það voru „þi'íýat“- bréf um sama efni til að minna hann á, að símann vildi eg fá. Og svo talaði eg við hann til frekari áréttingar. Nú í sumar, þegar símamannaflokkurinn var hér, út. Aðalgrcinin fjallar um sam- samvinnustarfið fyrstu tíu lýðveldis- árin, og er hún eftir ritstjórann, Benedikt Gröndal. Þá flytur hcftið einnig greinarnar: Mikið bygginga- sumar, Furðulcgir fornleifafundir í Egyptalandi, Samvinnan í síldar- bænum, 25.000. brunatryggingin, Helgafell hleypur af stokkunum, ennfremur jtýddar greinar, fram- haldssögu, myndasögu og fleira efni. Sjómannablaðið Víkingur. júní—júlíheftið 1954 liefur bor- izt blaðinu. Matthías Þórðarson rit- ar jrar greinina Auðæfi hafsins, Jón Dúason skrifar um nýlendustöðu Grænlands. Þýdd grein, löng og myndskreytt, er þar um skip landa- fundanna miklu, Á frívaktinni, kvæði, sögur og margt annað efni. — Ritstjórinn, Gils Guðmundsson alþingismaður, skrifar kveðjuorð, en meirihluti stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslancls, et gefur ritið út, hefur sagt honum upp starfi við Víking, og hefur því víða verið haldið fram, að sú ráð- stöfun hali verið gerð af pólitísk- um ástæðum. Heima er bezt. 2. hefti ritsins, maí- og júníheft- ,in, hafa nú nýlega borizt blaðinu. Flytja þau bæði fjölcla' greina um ýmis þjóðleg efni, þýdda framhalds- herti eg enn róðurinn. Svar Þor- steins Jónssonar var: „Bara bíða. Ekkert efni“, og fleira sagði hann sem eg ekki skildi. Verzlunarhús mitt stendur mitt á milli tveggja símastaura. Eng- inn sanngjam maður getur borið á móti því að eg með þessa verzl- un mína þurfi síma. Eg veit að það er dýrt að hafa símann, en það er dýrara að hafa hann ekki. Og mér finnst, að með synjun um símann vera lagður steinn í götu mína, án þess eg viti hvers vegna. Vill nú ekki Gunnar Schram á Akureyri kveða upp úr með það, hver ástæðan sé. Hér var þó lagt í tvö hús í vetur, sem eru það nærri símstöðinni, að ekki er nema 1—2 mínútna gangur á milli. Þar er þó engin verzlun eða annar „rekstur.". , Vonandi verður enginn fyrir hnútukasti fyrir bréf þetta varð- andi póstburð og síma hér norðan við Brimnesá í Dalvík. Vona eg að Gunnar Schram verði vinsamlega við þeim til- mælum að gefa upplýsingar um þetta í Degi. Spurningin er þessi: Getum við fengið símann eða ekki? Jóhann F. Gunnlaugsson, Bessastöðum, Dalvík. Kven-aibaiidsúr, lítið, gylt, tapaðist nýlega hér í bænum. Finnandi vinsaml. gefi sig fram við afgr. Dags..... sögu, myndasögu, rímnaþátt, og smæíki o. 11. Kristmundur Bjarna- son á þar greinarnar: Söngvari og stórbóndi (Þorbjörn á Geitaskarði), Fyrsti íslenzki kvenlæknirinn, og Hús skáldsins, en aðrir höfundar eru Bjarni Sigurðsson, Guðm. G. Hagalín,’ Eyþór Erlendsson, Olafur Gunnarsson, Matthías Helgason, Gísli Ólafsson, Sveinbjörn Bein- teinsson o. fl. — Ritstjóri Heima er bezt er Jón Björnsson, en bókaút- gáfan Norðri gefur ritið út. Árbók Slysavarnarfél. íslands fyrir árið 1954 er nýkomin út, og fylgja henni starfsskýrslur félagsins unt árið 1952 og 1953. Ritið liefst á minningargrein itm Pálma Loftsson forstjóra, eftir Sigurjón Á. Ólafs- son. S. J. Hjaltalfn ritar um Björg- unarskútu Norðurlands, H. H. um verkefni og starfsemi Slysavarnafé- lags íslands og um sjúkra- og björg- unarflug. Fjöldi annarra greina og skýrslna er í ritinu. Dýraverndarinn, apríl- og maíheftin 1954, flytja margar greinar um dýrin og hætti þeirra og önnur hugðarmál allra dýravina. Heftið er myndskreytt, og ástæða er til að vekja athygli allra dýravina á þessu litla en læsilega riti, scm Dýraverndunarfélag Is- lands gelur út. Ritstjóri þess er Sig- urður llelgason. Vald. V. Snævarr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.